Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
Fimmtudagur, 30. apríl 2009
Þá er ekkert eftir! Förum af stað i aðildarviðræður
Á heimasíðu fastanefndar ESB gagnvart Íslandi og Noregi er þetta sagt í styttra máli
Af www.esb.is
"Joe Borg svarar spurningu fréttamanns um Ísland og sjávarútvegsstefnu ESB
Á blaðamannafundi 22. apríl þar sem grænbók framkvæmdastjórnarinnar um sjávarútvegsstefnu ESB var kynnt, var Joe Borg, sjávarútvegsstjóri ESB spurður útí hugsanlega aðildarumsókn Íslands og samninga um sjávarútvegsmál. Borg svaraði því til að ef Ísland sækti um, myndi það hitta fyrir samstarfsaðila í framkvæmdastjórninni sem væri tilbúinn að ræða á jákvæðan hátt lausnir sem gætu tryggt íslenskum sjávarútvegi sömu aðstæður í framtíðinni eins og nú, innan ramma sameiginlegrar stefnu. Myndband af svari Borg má finna hér undir "EC press conference Borg". "
Viss um að lausn fyndist á sjávarútvegsmálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Fimmtudagur, 30. apríl 2009
Bullið það lekur út úr Evrópu andstæðingum þessa dagana
Nú eru menn að hengja sig í í að við höfum ekkert við ESB að tala vegna þess að stækkunarstjórinn Ole Rehn hafi sagt að við fengjum engar undanþágur frá sjávarútvegsstefnu ESB.
- Til að byrja með hvað halda menn eiginlega að fulltrúi aðila sem yrði samningsaðili gegn okkur mundi segja? Halda menn kannski að hann gæti sagt. Jú þið fáið allar undanþágur sem þið viljið ? Nei auðvita ekki. Það eu samningaviðræður við ESB um inngöngu. Og í þeim samningum er samið um þessi atriði. Sumt gætum við fengið í gegn, annað ekki. Enginn aðildarsamningur er eins.
- Eins hefur verið bent á að fyrir utan að erlendir fjárfestar gætu fjárfest í Sjávarútvegsfyrirtækjum og að við yrðum að fá samþykki fyrir hámarksaflaheimildum frá Sjávarútvegsráði ESB þar sem við ættum fulltrúa. þá breytist ekki neitt.
- Við gætum sett reglur um að þeir sem veiða verði að hafa búsetu á Íslandi
- Við gætum sett reglur um að afla sé landað hér á landi.
- Þetta eru reglur sem aðildar ríki ESB eru með í dag ef þær svo kjósa
Engin þjóð fengi veiðirétt hjá okkur þar sem þær hafa ekki veiðireynslu.
Engin þjóð inna ESB hefur orðið fyrir því að aðrar auðlyndir hafi verið teknar frá þeim.
Allar þjóðir sem hafa lent í einhverskonar kreppu í Evrópu hafa sem hluti af lausninni gengið í ESB og m.a. Norðmenn fóru í samningaviðræður við ESB eftir hrun bankana þar. En þjóðin feldi síðan samninginn.
Vitna aftur í finnska sérfræðinginn Mytty
Mytty segir að innganga í ESB, og síðar Myntbandalag Evrópu, hafi verið rökrétt skref í því að auka samkeppnishæfni hagkerfisins og binda það við hagkerfi Evrópu. Í ljós hafi komið
að sú ákvörðun hafi verið rétt og aukið á stöðugleika og trúverðugleika Finnlands. Vextir séu nú lægri, matvælaverð lækkaði umtalsvert og kaupmáttur jókst. Mikilvægasta atriðið sé þó að upptaka evru hafi aukið erlenda fjárfestingu og samkeppni varð virkari. Þá hafi vinnumarkaðurinn svarað kalli um aukinn sveigjanleika.
En við hlustum náttúrulega ekkert á þá sem hafa reynslu frekar enn fyrri daginn. Við vitum allt betur! Meira að segja hvernig útkoma úr samningi sem er ekki en ákveðið að fara í.! Held að við ættum þá bara að hætta að semja við aðrar þjóðir þvi við fáum auðsjáanlega ekkert út úr samingingum? Því hinir ráða!
Ísland þurfi að spila vel úr veikri stöðu gegn ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Miðvikudagur, 29. apríl 2009
Leyndardómar Landsvirkjunar!
Við lestur þessarar fréttar vakna nú eftirfarandi vangaveltur:
- Manni finnst þú að Friðrik fari nokkuð frjálslega með eftirfarandi:
Hann segir:
"Friðrik segir að eigendur Landsvirkjunar hafi verið upplýstir um verð og forsendur."
Þarna er hann að gleyma að það er almenningur sem er eigandi að Landsvirkjun - Maður hefur nú heyrt erlendis frá að þar eru uppgefin verð á raforku og menn muna að Alcoa þótti svo eðlilegt að forstjóri þess sagði frá því að rafmagn hér væri helmingi ódýrara en Alcoa væri að borga í Brasilíu.
- Þegar að raforkuverð er tengt við álverð er náttúrulega erfitt að trúa arðsemismati og sérstaklega nú þegar álverð hefur hrapað.
- Hann talar um að erfitt sé að gefa upp verð vegna samkeppnisjónarmiða. Hvaða samkeppni er það? Nú eru öll orkuöflunarfyrirtæki í opinberri eign. Og yfirleitt ekki nema eitt þeirra tilbúið í orkuöflun á hverjum tíma.
Arðsemin skiptir mestu máli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þriðjudagur, 28. apríl 2009
Til umhugsunar fyrir ESB andstæðinga!
Þegar þjóði lendir í svona hremmingum eins og við erum í er rétt að horfa til hvað aðrar þjóðir líkar okkur hafa gert. Í þessu sambandi er rétt að líta t.d. til Finna. Hér um daginn var á landinu finnskur sérfærðingur í fjármálaráðuneyti þeirra Ilkka Mytty. Á www.pressan.is má lesa frásögn af fyrirlesri hans. Hann sagði m.a.
Finnar gengu í gegnum svipaða efnahagskreppu og Ísland glímir við í dag. Eftir mikið góðæri á 9. áratugnum dróst landsframleiðsla saman um 14 prósent milli áranna 1990 og 1993 og atvinnuleysi fór úr 3 prósentum upp í 20 prósent á sama tíma.
Mytty segir að mörg mistök hafi verið gerð í aðdraganda kreppunnar. Reglum á fjármálamarkaði hafði verið aflétt en því fylgdi ekki aukið eftirlit með markaðinum af hálfu finnskra stjórnvalda. Hagkerfið ofhitnaði og finnski Seðlabankinn brást við með því að hækka stýrivexti upp úr öllu valdi. Þetta leiddi til þess að erlent fjármagn varð ódýrt og einkageirinn sat uppi með háar skuldir, bæði í innlendri og erlendri mynt. Þá gerði illt verra að á sama tíma hrundu Sovétríkin og útflutningur þangað dróst saman um 70 prósent.
Til að bregðast við kreppunni réðust finnsk stjórnvöld í umfangsmiklar aðgerðir. Opinber útgjöld voru skorin niður um nærri 10 prósent á árunum 1991 til 1999 og skattar voru hækkaðir. Finnar höfðu löngum búið við háa verðbólgu, háa vexti og gengissveiflur og því lá fyrir að endurskoða þurfti peningastefnuna frá grunni.
Mytty segir að innganga í ESB, og síðar Myntbandalag Evrópu, hafi verið rökrétt skref í því að auka samkeppnishæfni hagkerfisins og binda það við hagkerfi Evrópu. Í ljós hafi komið að sú ákvörðun hafi verið rétt og aukið á stöðugleika og trúverðugleika Finnlands. Vextir séu nú lægri, matvælaverð lækkaði umtalsvert og kaupmáttur jókst. Mikilvægasta atriðið sé þó að upptaka evru hafi aukið erlenda fjárfestingu og samkeppni varð virkari. Þá hafi vinnumarkaðurinn svarað kalli um aukinn sveigjanleika.
Finnar gengu í ESB 1995 hófu myntsamstarf við ESB fljótlega og tóku upp evru 2002. Sem dæmi um erlenda fjárfestingu má nefna að Nokia er nú að mestu í eigu erlendra fjárfesta sem hafa komið með fjármagn til Finnlands og fjárfest. Finnar eiga nú um 11% í Nokia.
Svo eru menn að segja að Samfylkingin sé að bulla þegar hún segir að aðildaviðræður við ESB sé nauðsynleg byrjun á endurreisn okkar og trúverðuleika.
Skylt að sækja um ESB-aðild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 28. apríl 2009
Þetta gengur náttúrulega ekki mikið lengur!
Þó að það sé nóg að gera nú hjá Vg og Samfylkingu við að koma á nýjum stjórnarsáttmála þá er þessi frétt skýrt merki um að hér þurfa að verða breytingar fljótt. Að hér skuli líða virkur dagur án þess að nein viðskipti séu á gjaldeyrismarkaði eru náttúrulega svakalegt. Það þýðir væntanlega að lítil sem engin viðskipti eru við útlönd. Svona getur náttúrulega ekki gengið til lengdar. Þessi höft og vantrú á krónunni kemur fljótt til með að draga hér verulega úr vöruframboði.
Nú verða menn að fara að girða sig í brók, koma bönkunum í gang, reyna að sparka krónunni á eitthvað skrið og síðast en ekki síst leggja fyrir þjóðina trúverðuga stefnu sem við byggjum á næstu árinn. Markmið slíkrar stefnu hlýtur að vera að við sem hér búum sjáum fram á að hér verði lífvænlegt. Atvinnuleysi lækki, lánakjör verði viðráðanleg og lífsskilyrði okkar verði með sama hætti og í nágranalöndunum. Hér nennir fólk ekki að búa nú við mjög kröpp kjör sem fólk hér áður fyrr sætti sig við. Eins og að byrja að flytja inn í fokheld hús, vera bíllaus og taka strætó, láta börnin sjálfala og fleira sem þótti sjálfsagt fyrr á árum.
Við þurfum líka að fá heildarmynd á stöðuna og það á mannamáli.
Ítreka hugmynd mína um að hér verði allir okkar færustu sérfræðingar ráðnir í fullt starf í mánuð við að koma með heildaráætlun byggða á bestu kostum fyrir okkur til að komast sem best út úr þessu. Sjá hér
Engin viðskipti á gjaldeyrismarkaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 27. apríl 2009
Og hvað veit þessi maður um það?
Hann heldur því fram í þessari frétt að við séum bara einhverjir aukaaðilar að EES:
EES-samningurinn er í öllum aðalatriðum samkomulag Noregs og ESB. Það þarf án efa að breyta uppbyggingunni eitthvað en samningurinn sjálfur er ekki í hættu.
Kannsi ekki skrýtið að fulltúi Kristilegs Þjóðarflokks sé svona hrokafullur!
Evrópusambandið bjargar ekki Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 27. apríl 2009
Hugsa út fyrir kassann!
Var að fá eftirfarandi hugmynd:
Köllum saman alla okkar færustu sérfræðinga. Látum þá finna bestu lausnina fyrir Ísland til að komast út úr þessari kreppu.
Þeir væru látnir finna bestu leiðir varðandi:
- Nýja peningamálastefnu
- Endurreisn bankana
- Varðandi skuldir heimila
- Endurreisn atvinnulífsins
- Varanlegan stöðugleika hér
- Framtíðar skipulag fiskveiða
- Framtíðar skipulag Landbúnaðar.
Þeir yrðu kannski 10 til 20 í fullri vinnu í 1 mánuð og kæmu fram með heildaráætlun fyrir okkur. Finnst það ómögulegt að Alþingismenn sem hvorki hafa næga þekkingu né menntun til að að setja okkur heildaráætlun úr úr þessu. Við eigum sérfræðinga sem hafa starfað um allan heim og hafa margir kynnt sér einmitt leiðir út úr svona kreppu.
Menn falla bara í skotgrafir með og á móti án þess að hafa nokkur raunveruleg rök fyrir sínu máli.
Óbrúuð gjá í ESB-máli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 26. apríl 2009
Þetta er nú furðuleg skýring hjá Ragnheiði
Úrslitin ekki sigur fyrir ESB-sinna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 26. apríl 2009
Á ekki að spyrja Ragnar Arnalds líka?
Hvað héldu menn að Hjörleifur mundi segja? Hann er á móti ESB en er líka löngu hættur í stjórnmálum og hefur engin áhrif.
Meiri andskotans vitleysa í fjölmiðlum að leita uppi einhverja vita valdalausa menn til að reyna að koma á einhverjum deilum.
Þarf að minna á að Samfylkingin er stærsti flokkur landsins og fær umboð til stjórnarmyndunar fyrst? Og ef Vg vilja ekki sættast á vilja Samfylkingar að ganga til viðræðna við ESB þá finnur Samfylkingin sér einhverja aðra sem eru til í það.
Í engri stöðu til að setja VG kosti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 26. apríl 2009
Ísland í ESB
Það liggur við að maður bresti í söng:
Ísland í ESB
Ísland í ESB
Ísland í ESB
og krónuna burt!
Hægt að endurnýta lagið "Ísland
Þarf skýrar línur um ESB aðild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Af mbl.is
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson