Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

6 þúsund störf við Helguvík og Bakka! Ekki trúir þessu nokkur maður!

Sjálfstæðismenn hafa auglýst grimmt í dag a.m.k. að með álverum í Helguvík og Bakka skapist um 6 þúsund störf.  Þeir eru náttúrulega að slá ryki í augu kjósenda því að líkur á að ráðist verði í að halda áfram í Helguvík fara minnkandi miðað við ástandið á mörkuðum í dag. Og á Bakka eru líkurnar nánast engar næstu árinn.

Ef að allar tillögur þeirra eru svona marktækar þá held ég að þeir ættu bara að draga sig út úr kosningum núna og vinna heimavinnuna sína og koma aftur eftir 4 ár með eitthvað raunhæft.

Enda er fylgið að hrinja af þeim allstaðar.


mbl.is VG stærst í Norðausturkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðismenn treysta ekki þjóðinni!

Það ætti að vera flestum ljóst eftir þessar hugmyndir Sjálfstæðismanna að þeir treysta ekki þjóðinni!

Fólk man eftir fjölmiðlafrumvarpinu sem ekki mátti fara í þjóðaratkvæðagreiðslu. Og nú vilja þeir ekki inn í Stjórnarská opnun á að ákveðin hluti þjóðar eða þings geti fraið fram á þjóðaratkvæði. Þeir vilja ekki að þjóðin hafi neitt með breytingar eða endurnýjun stjónarskrá að gera. Þ.e. þeir vilja ekki stjórnlagaþing heldur:

Þá leggja þeir einnig til að skipuð verði stór nefnd um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar sem skili af sér eftir tvö ár.

Og væntanlega fá að ráða því hverjir verði í þessari nefnd.

Og síðast en ekki síst vilja þeir ekki að auðlindir þjóðarinnar séu þjóðareign og ekki seljanlegar varanlega. Þetta er náttúrulega hagmuna pot fyrir kvótaeigendur af verstu sort. Og sýnir fólki að þrátt fyrir að alltaf hafi verið talað um að kvóti væri í raun bara nýtingarréttur sem ekki væri varanlegur þá eru sjáfstæðismenn að vinna að því að ákveðnar fjölskyldur eigi fiskinn í sjónum um aldur og ævi.

Smá viðbót:

Í stað þess að auðlindir sem ekki eru einkaeigu væru skildgreindar í stjórnarskránni sem þjóaðar eign leggja Sjalfstæðismenn til að ávæðið verði:

Frá minni hluta sérnefndar um stjórnarskrármál (BBj, StB, BÁ, JM).

1. Við 1. gr. Greinin orðist svo:

Við stjórnarskrána bætist ný grein, 79. gr., svohljóðandi:

Íslenska ríkið fer með forsjá, vörslu og ráðstöfunarrétt þeirra náttúruauðlinda sem ekki eru í einkaeign og hefur eftirlit með nýtingu þeirra eftir því sem nánar er ákveðið í lögum.

Þetta mundi þýða að staðan væri jafnvel verri en hún er í dag. T.d. sé ég ekki betur en að ríkið gæti jafnvel selt auðlindir án þess að bera það undir þjóðina.


mbl.is Segja sjálfstæðismenn hafa varpað grímunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gaman að vita hvernig Sigurður Kári og co ætla að takast á við fjárlagahalla upp á 150 milljaðra

Manni finnst það kannski huggun harmi gegn að það eru líkur á því að Sigurður detti út af þingi. Væri rétt að kjósendur rukkuðu þessa menn um hvernig þeir ætli að loka fjárlagahalla upp á 150 milljarða á næstu 3 árum eins og við erum búin að semja um við IMF og fleiri. Ef það á ekki að hækka skatta á einstaklinga, ekki á fyrirtæki og bara enga skatta? Og eins þá vilja þeir að við eyðum milljörðum af gjaldeyrisforðanum til að halda uppi gervigengi á krónunni.

Eina sem mér dettur í hug er að þeir vilji selja orkuver, sjúkrahúsin, náttúruauðlindir og taka upp þjónustugjöld í miklu mæli. Sjálfstæðismenn líta svo á að þjónsutugjöld séu ekki skattar!


mbl.is Tekist á um skattahækkanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú við hverju bjóst fólk?

  • Sjálfstæðisflokkurinn var við völd hér í 18 ár.
  • Flokkurinn gaf ævintýra og glæframönnum hér algjört frelsi auk þess í einhverjum flýti var þeim líka gefnir bankarnir á nánast ekki neitt.
  • Síðan dregur þessi flokkur lappirnar og neitar að gera nokkurn skapaðan hlut eftir hrun bankana eða í aðdraganda þess.
  • Svo eftir að flokkurinn komst í stjórnarandstöðu þá beitir hann sér á fullu við að koma í veg fyrir að auðlindir þjóðarinnar verði skilgreindar sem þjóðareign.
  • Og loks kemur í ljós að hann hefur gengið á styrkjum frá stórfyrirtækjum sem jaðra við mútur eða meira. Þessir risa flokkur sem hlýtur að hafa gríðar tekjur af félagsgjöldum sem og styrkjum frá ríkinu.

Og svo er FL okkruinn að furða sig á að fólk vilji ekki kjósa þá. Flokkur sem fann út að stefnan þeirra væri fín það væri bara fólkið sem brást! Þetta er flokkur sem er blindur á öðru auga og sér ekkert með hinu.


mbl.is Samfylking stærst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björn og þjóðin - Tveir ólíkir aðiðlar.

Ég tel að einhver eigi nú að benda Birni á að stjórnarskrárbreytingar eru ekki alfarið málefni þingsins í dag. Nú eins og stjórnarskráin er þurfa að fara fram kosningar milli þess sem þingið samþykkir breytingar á henni. Auðvita ætti þetta að vera þannig að þjóðin sjálf kýs um þessar breytingar. Það sýnir sig að á þingi eru það fulltrúar sterkustu hagsmunahópa sem ráða allt of miklu. T.d. er atkvæðavægi enn þannig hér á landi að atkvæði í Norðurlandi Vestur vegur 2 fallt á við atkvæði í Kraganum.

Alþingi er í dag hvort eð er ekkert í líkingu við það sem þeir sem settu okkur þessa stjórnarskrá reiknuðu með heldur afgreiðslustofnun fyrir framkvæmdarvaldið. Og stjórnarskráin um margt ekki virt. Þannig er til dæmis allur kaflinn um Forsetan nær marklaus.

Til að ég gæti sætt mig við að Alþingi hefði einkarétt á að breyta stjórnarskránni væri að hér væri persónukjör. Hér er fólk að greiða listastaf atkvæði sitt en er kannski að stuðla að því að maður í framboði allt annarstaðar á landinu komist inn fyrir flokkinn sem fólk vill ekki sjá á þingi.

Þetta málþóf Sjálfstæðismanna eiga eftir að skila þeim valdalausum næstu árinn eða áratugina.


mbl.is Stefnir í sigur „málþófsins“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krónan stefnir í gengið sem er á henni í öðrum löndum!

Maður er farinn að halda að verið sé að slaka krónunni niður í gengið sem er á henni í öðrum löndum en það er á bilinu 260 til 300. Þá er þó orðið eitt gengi á krónunni og kannski að þá verð hægt að slaka á höftum tímabundið. En þessi örmynt á eftir að sveiflast upp og meira niður þar til við tengjum gengið á henni við annan gjaldmiðil á meðan við erum að koma okkur upp nýjum gjaldmiðli. Evrunni vonandi og göngum inn í ESB
mbl.is Krónan veikst með nýrri stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nokkur atriði í yfirlýsingu Hagsmunasamtaka heimilana sem hægt er að gera athugasemdir við

Þessi yfirlýsing er held ég varla nógu vel hugsuð hjá Hagsmunasamtökum heimilanna. Nokkur atriði t.d.

Þarfir lántakenda snúast ekki síst um réttlæti og að jafnræðis sé gætt.  Fram hefur komið, að með setningu neyðarlaganna hafi innstæður verið tryggðar umfram það sem bar lögum samkvæmt.  Einnig að komið var til móts við þá sem áttu sparifé sem tapaðist í peningamarkaðssjóðum.  Spyrja má um kostnað í því samhengi (800 milljarðar hafa verið tilgreindir).  Með þessu móti var gert upp á milli sparnaðarleiða, þar sem þeir sem settu sparifé sitt í fasteign, hlutabréf og lífeyrissjóði horfa á það ýmist brenna upp á verðbólgubáli eða vegna eignartaps tengt hruni bankanna.  Samtökunum finnst einkennilegt að taka eina eða tvær sparnaðarleiðir út úr og veita þeim vernd umfram aðrar leiðir.  Minna má á að ráðgjöf banka í húsnæðismálum síðustu árin snerist í miklu mæli um að vísa lántakendum í áhættusamar lánveitingar í formi gengistryggðra lána á þeirri forsendu að gengið væri stöðugt.

Samtökin hljóta að gera sér grein fyrir því að verið er að tala um sama fólkið oft á tíðum. Þ.e. fólk sem þeir segja að hafi verði hyglað eins og innistæðueigendum og fólki sem átti peninga í peningamarkaðssjóðum, áttu væntanlega líka íbúðir og íbúðarskuldir og peninga í lífeyrissjóð. Síðan finnst mér hæpið að kalla íbúðarkaup sparnaðarleið! Það að taka 30 milljónir að láni getur varla verið sparnaðarleið. Hugsanlega hægt að tala um það sem fjárfestingu en staðreyndin er að á löngum tímum hefur lítil ávöxtun verið á þannig fjárfestingum. Nema nú síðustu ár. Frá því verðtryggingin kom hafa lánin hækkað fyrstu 20 árin langt umfram hækkun á verðgildi íbúða.

Verði ekki breyting á stefnu stjórnvalda og viðhorfi fjármálastofnana, mun sverfa til stáls.  Hagsmunasamtök heimilanna munu ekki sitja hjá hljóðalaust og horfa á þjóðfélagið sökkva niður í botnlaust skuldafenið.  Samtökin munu ekki sætta sig við að fasteignir heimilanna og fyrirtækin í landinu verði notuð til að fjármagna bankakerfið

Ég spyr ef að atvinnulífið og og heimilin eiga ekki að fjármagna bankana í landinu sem við eigum nú, hverjir þá? Og hvað eiga þau við með þessu:

Nei, það er gert með því að koma til móts við heimilin og atvinnulífið og færa niður vexti og höfuðstól lána.  Og ekki síður með því að færa niður ósanngjarnar og ofteknar verðbætur frá 1. janúar 2008 og leiðrétta höfuðstól gengistryggðra lána miðað við sömu dagsetningu.

Skv. þessu á að lækka höfuðstólinn, lækka verðbætur frá 1. jan 2008 og lækka vexti. Ég hélt að fólk væri bara að horfa á einn af þessum þáttum. Og hvað eru ofteknar verðbætur? Eiga bankar þá að rukka inn allar ofgreiddar verðbætur á innistæður líka? 

Finnst það furðuleg hugmyndafræði hjá samtökunum að líta svo á að heimilin og fyrirtækin séu þau einu sem eigi að bera birgðir. Og tala um fjarmálastofnanir eins og þær séu eitthvað sjálfstætt afl sem ekki hafi þurft að taka á sig. Það væri kannski rétt hjá samtökunum að gera sér grein fyrir að bankarnir eru ekki enn komnir með sjálfstæðan fjárhag að því leiti að staða þeirra er ekki komin á hreint. Og eins að við eigum þessa banka. Og héðan í frá næstu misseri eru peningakerfið í landinu þannig að lækkun á lánum hjá fyrirtækjum nú þýðir hækkun á sköttum á næsta ári hjá okkur. Því að við þurfum að leggja þessum bönkum til eigið fé.

Og eins þá hljóta Hagsmunasamtökin að sjá að trygging á innistæðum þýðir ekki að ríkið þurfi að borga þær. Þessi trygging var sett til að ekki yrði áhlaup á bankana hér og hefur virkað. Fólk hefur ekki tekið út stóran hluta sparnaðarins og því hefur ríkið ekki greitt neitt af því.


mbl.is Málsókn til varnar heimilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heiðmörk á Páskadag

12 aprlil 098
 
12 aprlil 0911
 
12 aprlil 096
 
12 aprlil 0914
 
12 aprlil 093
 
12_aprlil_0924.jpg
 
12_aprlil_0921.jpg
 
 

Hún var nú búin að biðjast afsökunar á þessu! En samt sem áður!

Ég velti því fyrir mér eftir að hafa keyrt þarna framhjá í dag - Af hverju er verið að hanna nýtt hesthúsa hverfi þarna. Þetta er dýmætt svæði fyrir Reykjavík sem kemur til með að verða byggingarland í famtíðinni fyrir íbúðarhverfi. Þá lendir Reykjavík í sömu vandræðum og Kópavogur þegar að hesthúsahverfið var á nokkrum árum komið inn í mitt íbúðar og iðnaðarhverfi. Nú sé ég að verið er að byggja flott steypt hesthús fyrir ofan Fjárborg við Geitháls. Hélt reyndar fyrst að þarna væri nýtt íbúðarhverfi en það eru 2 hæða hesthús með aðstöðu fyrir fólk á eftri hæðinni. En ég held að bæði hverfin eigi eftir að verða fyrir fyrr
mbl.is Björk sat ekki fundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland = Tapaðir peningar

Nú hefur Ísland tekð við af spilavítum og glæpamönnum þegar þarf að skýra út í þáttum og væntanlega myndum um hvernig einhverjir tapa peningum.  Þetta er óheillvæn þróun. Svo eru hér meirihluti þjóðarinnar sem heldur að við getum auðveldlega skapað okkur traust og virðingu erlendis án nokkurra breytingar nema að minnka bankana okkar og borga helst lítið sem ekki neitt af okkar skuldum.

Held að nú þegar ljóst er að meirihluti þjóðarinnar er á móti aðildarumsókn að ESB þá bíði okkar langur tímið þar til að hjól atvinnulífsins fara að snúast aftur. Það verða engir hluthafar hressir með að lána fyrirtækjum eða bönkum hér verandi með krónu, enga framtíðarsýn eða á nokkurn hátt neinar gáfulegar lausnir í neinum af þessum málum.

Eins og fólk talar um ESB þá er það að setja stimpil á 27 þjóðir Evrópu um að þær séu með því að vera í ESB ósjálfstæðar, án fullveldis og gríðarlega vansælar. Þær myndi samband þ.e. ESB sem miði að því að stela öllu hér á landi og fisknum okkar líka.

Fólk er talið trú um að við getum ekki náð neinu fram í aðilaviðræðum okkar en gleymir því að við erum svo lítil þjóð að allur okkar útflutningur er ekki nema svona meðalhagnaður hjá stærstu fyrirtækjum Evrópu. Öll þjóðarútgjöld okkar eru minni en hjá stórri Evrópskri borg.  Það hefur sýnt sig að í þeim samningum sem við höfum gerst aðilar að höfum við vegna þess að við erum svo fámenn fengið inn sérákvæði fyrir okkur vegna þess að þetta er svo litlar upphæðir miðað við heildarpakkann.

  • Við fengum verulega hærri hlut fyrir okkur í Marshall aðstoðinni en aðrar þjóðir þó við hefðum ekki orðið fyrir verulegum stríðsskaða miðað við aðra.
  • Við fengum verulega meiri stuðning en aðrar þjóðir í Norðurlandaráðinu þegar við gengum í það.
  • Við fengum mikinn stuðning frá EFTA þegar við gengum þangað inn. Miklu meira enn aðrar þjóðir.
  • Og eins var með EES við fengum flest sem við lögðum áherslu á í honum 

Ég hef heyrt rök fyrir því að það séu þessir samningar sem áttu stóran hluta af því að við komum okkur út úr fátækt á seinnihluta 20. aldar.

En við td. EFTA og EES samninga loguðu allir fjölmiðlar af greinum frá mönnum talandi um að nú innan nokkra ára mundu útlendingar koma og stela öllum fisknum, öllum fyrirtækjum, öllum jörðum hér á landi og svo landið fyllast af útlendingum sem mundu taka alla vinnu af okkur. 

En semsagt nú eru líkur á að meirihluti þjóðarinnar vilji ekki aðilaviðræður til að sjá hvað við fengjum út úr þeim. Ég segi verði fólki að góðu! Ég spái því að fólk átti sig fyrr en síðar þegar að enduruppbygging hér gengur hægar en fólk heldur, þá breyti fólk um skoðun en þá erum við búin að sóa þeim tíma sem það tók fólk að skipta um skoðun og ekkert víst að ESB verði tilbúið í frekari stækkun þá.

Skoðið þið myndina hér fyrir neðan. Þar sjáið þið að það eru bara við, Noregur og Sviss í Vestur Evrópu sem ekki erum í ESB. Og af öðrum eru ekki nema örfá sem ekki eru með umsókn um aðild í gangi.

 

Aðildarríki ESB og umsóknir

 


mbl.is Tapaði öllu á íslenskum bönkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband