Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
Miðvikudagur, 8. apríl 2009
Og rukkið hana þá um raunhæfar leiðir í staðinn!
Það er náttúrulega algjörlega óþolandi að hér séu alþjóðlegir álrisar með slíka samninga að nú erum við að tapa milljörðum á orkusölu til þeirra og auk þess fá þeir sérsamninga um tekjuskatt og fleiri gjöld. Þetta er allt of dýru verði keypt fyrir álver sem skaffa 500 manns atvinnu hvert. Það væri mun meiri virðisauki sem við fengjum úr því að selja sambærilegt orkumagn til kannski 1000 minni fyrirtækja með kannski 50 manns í vinnu hvert. Fátt sem yrði þessu fyrirtækjum ofviða ef þau fengju orkuna á eins hagstæðum kjörum og álverin. T.d. væri hægt að vera með risa ræktun á grænmeti í gróðurhúsum.
Það væri gaman að sja hvaða tillögur Sjálfstæðisflokkurinn er að bjóða. Ég heyrði í ræðum þeirra að þeir bjóða heimilum upp á lækkun greiðslubirgða í 3 ár um helming. En óvart er það nú í boði í öllum fjármálastofnunum. Þ.e. frysting eða lenging lána og lækkun greiðslubirgði með því að bæta greiðslum fyrir aftan lánstíman.
Svo á ekki að hækka skatta og sérstaklega ekki á fyrirtækjum. Gaman að vita hvar þeir ætla að finna fé til að greiða niður skuldir okkar. Held að lausnir þeirra yrðu í þjónustugjöldum, skólagjöldum, lækkun bóta,lækkun persónuafsláttar og þessháttar. Það hefur verið þeirra stíll hingað til og neitað því að það séu skattar á þá sem minna mega sín.
Vildi hækka skatta á Helguvík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 7. apríl 2009
Nú þarna voru menn að fylla á kosningasjóði sína.
Sjálfstæðisflokkurinn stendur á þessum tíma að því að setja lög um bókhald og styrki stjórnmálaflokka og notar tækifæri á að fylla á sjóði sína gegn sjálfsagt einhverjum greiðum. Hélt að þessir menn í FL group hefðu verið verstu óvinir Sjálfstæðismanna en flokkurinn er auðsjáanlega ekki að slá hendinni á móti mútum. Því að 30 milljónir geta ekki verið annað en mútur!
30 milljóna styrkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 7. apríl 2009
Enn ein hörmungarsaga úr Kópavogi
Ég hef alltaf haft sterkar taugar til þeesa hús. Ég upplifið það að vinna á þessu svæði frá 1984 til ársins 2003.
Ég hef skrifað um þetta hús áður hér á blogginu eða var það á gamla blogginu mínu og ég færði það svo hingað yfir en það sem ég sagði m.a. var
Í fyrra var kynnt í Kópavogi um sölu bæjarins á gamla Kópavogshæli. Þ.e. því húsi sem byggt var af Hringskonum um 1923 og gengdi fyrst hlutverki sem hvíldarhæli fyrir berklasjúklinga síðan fyrir holdsveika og en síðar var þar gæslusystra/Þroskaþjálfaskólinn. Kaupandinn var Ingunn Wernesdóttir. Ég var alltaf á móti því að bærinn seldi þetta hús því það er með elstu byggingum í bænum og kjörið að breyta því í safn og fræðaaðstöðu fyrir bæinn t.d. tengt náttúrufræðum sem og að tengja það við Kópavogstúnið sem ég vill að verði lystigarður. En semsagt að bærinn seldi það með pomp og prakt og kynntu söluna með trompi en í dag var ég að lesa viðtal við Ingunni Wernersdóttur þar sem segir m.a.
Til stóð að kaupa gamla hressingarhælið á Kópavogstúni, sem Hringskonur létu byggja árið 1923 eftir teikningu Guðjóns P. Samúelssonar. Ætlunin var að gera húsið upp á myndarlegan hátt og byggja við það, þó þannig að það héldi sínu upprunalega útliti sem mest og vera síðan með listaverkasýningar og ýmsa listviðburði þar fyrir almenning. "Auk þess var ætlunin að vera með höggmyndagarð á þessum stórkostlega stað.
Kópavogsbær og Inn Fjárfesting undirrituðu kaupsamning um fasteignina 9. júlí síðastliðinn þar sem við gerðum ýmsa fyrirvara um kaupin sem miðuðust svo aftur við ákveðnar tímasetningar. Síðan leið tíminn án þess að samningsaðilar næðu saman um ákveðin atriði sem mér fannst skipta mjög miklu máli. Samningurinn féll því um sjálft sig þar sem fresturinn til að klára þessi atriði var útrunninn. Ég var ef til vill of stórhuga í þessu verkefni eða gekk of langt að mati sumra en þannig er ég, vil gera hlutina almennilega og myndarlega. Það er mikil eftirsjá í þessu húsi á Kópavogstúni."
Þetta er með elstu húsum í Kópavogi sem á sér ekki svon langa sögu sem þéttbýli. Og svo þarna skammt frá er Kópavogsbærinn sem er enn eldri og elsta hús Kópavog. Hann er jú steinhlaðinn. En í látunum við að skaffa þarna lóðir fyrir verktaka til að byggja blokkir var mjög þrengt að þessum húsum. Restina af Kópvogstúninu ber að halda óbyggðu. Þar er mikill trjágróður og auðvellt að breyta þessu svæði í t.d. listigarð með göngu og útvistarsvæðum. Holdveikrahælinu má breyta í safn og kaffihús. Þarna búa margir í hring og margir njóta þarna útiveru og því gæti þannig rekstur vel borið sig. Þarna gæti t.d. verið safn sem fjallar um sögu holdsveikra á Íslandi sem og safn sem fjallaði um þróun þjónusu og viðhorfa til fólks með fötlun. Þarna var jú í þessu húsi t.d. á einum tíma Þroskaþjálfaskólinn (áður Gæslusystraskóli), Þetta var hressingarhæli fyrir berklaveika, þarna í þessu húsi var til margra áratuga mötuneyti fyrir allt Kópavogshæli. Þarna í kring bjuggu þegar mest var yfir 200 einstaklingar með fötlun. Á svæði sem á köflum var eins og fangelsi
Gamla hælið grotnar niður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 6. apríl 2009
Hvað ætla menn að bíða lengi eftir því að hefja feril til að taka upp nýja mynnt.
Var að skoða gegni krónunar gegn evru og dollar síðustu ár. Sést þar að frá 2001 til 2007 sveiflaðist hún lítið enda heldið uppi með stöðuguflæði af gjaldeyrir hingað til lands í formi fjárfestinga og lána.
En hrapið nú síðustu misseri er svakalegt. Þannig hefur krónan fallið sem nemur 70 krónum miðað vð evru í dag. Held að menn veriði strax að hefja undirbúning að því að taka upp nýjan gjaldmiðil. Nú er verið að tala um að IMF líti jákvætt á að þjóðir innan ESB í Austur evrópu taki upp evru einhliða. Af hverju gerum við það ekki líka og lýsum því yfir í leiðinni að við komum starx í sumar við upptöku evrunar til með að sækja um inngöngu í ESB í framhaldinu?
Eða að við tökum upp dollar þar til að við höfum gengi í ESB og náð skilmálum til að taka upp evru?
Gengi krónunnar veiktist um 2,15% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 5. apríl 2009
Tryggvi fer ekki rétt með!
Í þættinum Á Sprengisandi sagði Tryggvi að um 1000 manns væru búin að sækja um greiðsluaðlögun. En þar fer hann ekki með rétt mál. Skv. lögum um greiðsluaðlögun sækir maður um það til dómastóla. Þannig að engin sæki beint um það til Íbúðarlánasjóðs. Íbúðarlánasjóður hefur aftur verið með úrræði fyrir íbúðareigendur sem gengur út á greiðsluerfiðleikalán frystingu og hagræðingu á greiðslubirgði.
Ráðgjafastofa heimilana og fleiri verða svo milliliðir sem fólk fer með mál sín í gegn til dómstóla.
Held að menn sem koma í þætti og segja þar aðra vita ekkert um þessi mál ættu nú að kynna sér málin betur.
Svo þegar menn gera lítið úr þessum aðgerðum ríkisstjórnarinnar og tala um að hún hafi reiknað með 200 beiðnum um greiðsluaðlögun en þær séu núna 1000 eru að bera saman epli og appelsínur.
Bendi á ágætar upplýsingar á síðu lögmanna sem hafa ákveðið að bjóða fólki aðstoð við undirbúning óskar um greiðslu aðlögun. Síðan þeirra er http://greidsluadlogun.is/
Yfir 1000 hafa sótt um greiðsluaðlögun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Laugardagur, 4. apríl 2009
Fiskurinn okkar?
Eitt af því sem felst í þessu frumvarpi um breytingu á stjórnarskránni er eignarréttur á auðlindum sem ekki eru þegar í einkaeign.
Veit ekki hvort að fólk gerir sér grein fyrir því hvað það er í rauninni tæpt að þjóðin eigi lengur þessa auðlind? Ef fólk hefur hlustað á ræður sjálfstæðismanna á Alþingi nú síðustu daga þá hefur verið lesið upp úr athugasemdum við frumvarpið. Og þar hafa flestar athugasemdir verið frá
- Orkufyrirtækjum
- Félögum tengdum útgerðar og sjómönnum
- Sveitarfélögum
- Stöku fræðimönnum
Ég vek sérstaka athygli á að menn úr röðum útgerðamanna hafa m.a. talað um að þetta ákvæði um eign þjóðarinnar á auðlindum sem mögulega eignarupptöku. Og svo þegar að innköllun kvóta á næstu 15 til 20 árum hafa enn aukið á þetta álit þeirra. Já gott fólk það stefnir í að fiskurinn okkar verði í ljósi hefða eign nokkurra ætta hér á landi. Sem komi til með að ganga hér í erfðir og engir nýir aðilar komist að henni nema að hugsanlega leigja af þessum kvótaættum dýrum dómi.
Enn verra er það að stórhluti af kvótanum er nú þegar veðsettur langt fram í tímann. Og enn verra er að töluvert af honum er veðsett beint eða óbeint erlendum aðilum. Þá segja menn að það sé allt í lagi þeir megi ekki veiða hann eða eiga fyrirtæki hér. En það er ekki rétt. Þeir mega eiga minnihluta í útgerð og fiskvinnslu hér og meirihluta í þessum fyrirtækjum í allt að einu ári.
Svo er þetta sama fólk á móti ESB af því að við missum forræði á fiskveiðum. Við höfum þegar framsalað þessum rétti til nokkra aðila fyrir löngu.
Með athugasemdum frá orkufyrirtækjunum hlýtur maður að áætla að þeir séu að sjá fyrir sér að þessi fyrirtæki verði einkavædd í framtíðinni.
Hin þrjú atriðin snúast um
- að þjóðin fái beint að greiða atkvæði um breytingar á stjórnarskrá en ekki einhverjir alþingismenn sem fólki kaus ekki heldur komust inn vegna þess að fólk greiddi ákveðnum flokk atkvæði sitt.
- að auðvelda þjóðaratkvæðagreiðslur um stór mál
- að koma á stjórnlagaþingi þar sem sérkosið fólk fer yfir og endurnýjar eða setur upp nýja stjórnarskrá fyrir Ísland. Minni á að sú sem við höfum var sett til bráðabirgða fyrir 65 árum. Hún var unnin upp úr þeirri Dönsku aðeins með forseta í staðinn fyrir Konung. Og einhverjar smá breytingar í viðbót. Það átti alltaf við fyrsta tækifæri að setja okkur nýja en alþingismenn hafa aldrei náð samkomulagi um nema smá plástra hér og þar.
Eins það ef að sett verður stjórnlagaþing verða þessar breytingar sem nú standa til yfirfarnar og lagaðar til ef þarf.
Enn langt í land eftir 36 tíma umræður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 4. apríl 2009
Hvað í ósköpunum eru menn að fara með þessu uppslætti.
Tengiliður Evu Joly kostar 6,7 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 3. apríl 2009
Held að Sjálfstæðisflokkurinn ætti að átta sig á vilja meirihluta þjóðarinnar!
Eða kannski ekki! Þeir held ég tala frá sér atkvæði með hverri mínútu þessa málþófs.
Þeir eru á móti því að þjóðin eigi auðlindir sínar. Menn eru alvarlega farnir að eigna sér fiskinn í sjónum til frambúðar. Og kvótakerfið er að skapa mönnum eignarrétt á óveiddum fiski. Sem erfist á milli kynslóða og því eru hér að verða til ættir sem koma til með að eiga allan okkar fisk. Þetta er Sjálfstæðisflokkurinn á móti því að breyta og færa þjóðinni aftur eignarrétt á þessari auðlind. Eins er þetta með orkuauðlindir okkar þær vil Sjálfstæðisflokkur ekki að séu tryggilega í þjóðareign.
Sjálfstæðisflokkur vill ekki stjórnlagaþing sem hafi einhver völd. Hann treystir ekki öðrum en Alþingismönnum sínum til að breyta stjórnarskrá.
Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki auðvelda þjóðaratkvæðagreiðslur. Hann vill ekki að fólkið fái að hafa bein áhrif á ákvarðanatöku.
Þannig að þeir velja að tefja afgreiðslu vilja meirihlutans til að standa vörð um hagsmuni útgerðamanna og koma í veg fyrir allt sem gæti opnað á þjóðaratkvæði um aðildarviðræður við ESB. Þeir vilja ekki að stjórnarskrá verði breytt í heild því að flokkurinn og hagmundaaðilar tengdir þeim gætu misst völd við það.
Enn fjölmargir á mælendaskrá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Föstudagur, 3. apríl 2009
L listi - In memoriam
Flokkur sem gekk út á að einangra Ísland og koma í veg fyrir að fólk fengi að kjósa um aðild að ESB sem aðalmál átti aldrei möguleika. Sorry.
Þeim gekk illa að koma fram með nokkuð annað sem vakti athygli nema kannski þetta með kreppusjóðinn.
Þau vera fyrir sig ósangjörnum leikreglum eins og 5% reglunni og því að þurfa að stilla upp 126 frambjóðendum í öllum kjördæmum. Hélt reynar að þess þyrfti ekki. En til að ná 5% er það kannski nauðsynlegt.
Sýnir líka að svona framboð þarf að undirbúa vel og svona skyndihugmyndir er yfirleitt dauðadæmdar. Sem og að fólk var ekki flykkja sér bak við þessar hugmyndir.
Stutt gaman hjá þeim
Hættir við þingframboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 3. apríl 2009
Hvað er að hjá fréttastofu RUV?
Á heimasiðu rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram að á þennan blaðamannafund mættu aðeins fulltrúar frá Stöð 2 og Mogganum. Held að það sé ekki allt í lagi hjá RUV! Þeir hljot að vita að þessi atriði brenna á fólki þ.e. að þessi mál séu rannsökuð. Og þarna kom fram að um helmingur allra útlána banka fór til um 100 manna
Samtals voru útlán til 100 stærstu skuldara föllnu viðskiptabankanna um helmingur heildarútlána þeirra. Rannsóknarnefnd Alþingis vinnur nú að frekari greiningu á útlánum bankanna og þróun þessara lána með tilliti til trygginga og í hvað verið var að lána.
Og eins að nefndin vinnu að því að skiða öll viðskipti með hlutabréf síðustu 2 árin.
Rannsóknarnefndin hefur auk þess að athuga sérstaklega viðskipti með hlutabréf og stofnfjárhluti í fjármálafyrirtækjum lagt grunn að því að gera með rafrænum hætti úttekt á hlutabréfaviðskiptum í Kauphöll Íslands á síðustu árum.
Sögðu nefndarmenn, að slík athugun gefi færi á því að kanna hverjir áttu viðskipti með hlutabréfin, á hvaða tíma og fyrir hvaða verð. Þessi athugun nefndarinnar sé meðal annars liður í því að kanna hvort ætla megi að tilteknir aðilar hafi haft áhrif á hlutabréfaverð og þá í hvaða tilgangi ætla megi að það hafi verið gert.
Og svo leyfa RUV og Sjónvarpið sér að mæta ekki þarna. Þetta er eitt af því sem fólk er að kalla eftir og þá sýnir ríkisfjölmiðill þvi enga athygli.
Rannsaka útlán bankanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 969607
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson