Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009
Sunnudagur, 31. maí 2009
Hverjir eiga kvótan?
Í framhaldi af þessari hörmungar sögu þessa fyrirtækis á Grunarfirði sem datt það í hug að taka erlent lán til að kaupa hlut í Landsbankanum 2007, þá er kannski við hæfi að þeir sem eru á móti fyrningarleiðinni velti eftirfarandi fyrir sér:
- Ef að veð fyrir þessari fjárfestingu er í kvóta þessa fyrirtækis - Hver á þá í raun kvótan? Ekki erum það við þjóðin eða hvað? Og varla þetta fyrirtæki því það skuldar nú orðið um 10 milljarða vegna þessarar Landbankafjárfestingu.
- Það væri líka ágætt að vita með önnur fyrirtæki hversu mikið af skuldum þeirra eru við erlendar lánastofnanir? Er kannski staðreyndin sú að útlendingar eiga í stórum stíl veð í fiskinum í sjónum við Ísland. Sem þeir geta gegnið að í raun hvenær sem þeir vilja?
- Og maður spyr sig vegna þess að þeir sem eru á móti fyrningarleiðinni eru jafnframt á móti aðild að ESB vegna þess að útlendingar gætu farið að fjárfesta í heinni, eru svona lán til sjávarútvegsfyrirtækja ekki í raun frjárfestingar í sjávarútvegnum, sér í lagi ef að fyrirtæki voru í svona braski og geta og gátu tapað öllu til lánveitenda? Væri ekki hollarar að fá erlenda fjárfestingu sem miðar að því að hámarka arð út úr þessum veiðum og vinnslu ekki perónulega fjárhættu starfsemi núverandi eigenda. Þar sem þeir lögðu fiskinn okkar undir í fjárhættuspili til að verða stórir kallar og eiga möguleika á stórgróða.
Milljarða skuldir umfram eignir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 30. maí 2009
Saklausi almenningurinn sem hafði ekkert með hrunið að gera!
Var að glugga í gögn héðan og þaðan. M.a. skýrsla sem ég fann hjá Seðlabankanum. Þar er farið yfir þróun heildar skulda heimila frá janúar 2004 til apríl 2007. Og viti menn á þessu tímabili 3 árum rúmum þá hækkuðu skuldir heimila um tæpan helming. Fóru frá því að vera um 700 milljaðrar upp í tæpa 1300 milljarða. Svo segja allir að það hafi bara verið bankarnir. Fólk skildi athuga að bankarnir hafa væntanlega tekið um 700 milljarða að láni til að lána áfram til heimilana. Reynið svo að segja að þið hafið ekki tekið þátt. Lánastafsemi byggist á framboði og eftirspurn og eftirspurnin var svo mikil að lán heimilana jukust um helming á 3 árum.
Ný gjöld hækka tíu milljóna króna lán um 50 þúsund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 29. maí 2009
Þetta er hætt að vera fyndið hvernig fólk lætur!
Það láta allir hér eins og allt sem kemur frá ríkinu sé vitleysa og jafnvel að stjórnvöld séu vísvitandi að varpa birgðum á hina og þessa! Nú kemur ferðaþjónustan og kvartar. Þau eru náttúrulega búin að gleyma því að sá hluti hennar sem semur um ferðir í erlendum gjaldeyri er að fá helmingi meira nú en á síðasta ári vegna falls krónunar gagnvart erlendum gjaldmiðli Halda menn þá að starfsfólk ráðuneyta sem og sérfræðingar sem hingað hafa verið fengnir hafi verið að leika sér í hálft ár. Þetta ár hefur m.a. farið í að finna leiðir til að koma okkur út úr þessari kreppu.
Og til þess þarf að greiða upp fjárlagahalla upp á milljarða sem er m.a. til kominn vegna þess að við ætlum að halda áframa að reka sjúkrahús, skóla og almannatryggingar. Til að ná hallanum niður nú þegar tekjur ríkisins hafa minnkað um nærri 1/3 þá þarf að afla nýrra tekna strax til að vandmálið verði ekki enn stærra sem og að spara allt sem hægt er að spara. Fólk verður að átta sig á að við eigum eftir að fá á okkur allskonar gjöld og skatta næstu árinn. Örðuvísi er ekki hæft að komast út úr þessu.
Ég kýs að trúa því fólki betur sem og Jóhönnu og Steingrími sem hafa mun betri forsendur til að sjá málið í heild. Þessir sjálfskipuðu sérfræðingar sem fara mikin í blöðum og tala um afskriftir hér og þar hafa bara ekki allar forsendur. Bendi fólki til að lesa þessa grein eftir Ólaf Arnarson sem er með afbrigðum. Óábyrgir menn m.a. þingmenn eru búnir að prenta inn í fólk að þetta sé bara spurning um að láta allan skellinn lenda á erlendum kröfuhöfum og fólk trúir því að það sé hægt. Þetta eru samt allt menn sem aldrei hafa tekið þátt í að semja við svona kröfuhafa og heldur ekki í milliríkja deilum en fullyrða að ríkið hefði bara átt að neyta að semja um IceSave, jafnvel þó hér hafi allt verið orðið stopp þegar við stóðum í deilum við Breta. Og engir peningar skiluðu sér til okkar. Þessum mönnum kjósa menn að trúa og halda að hér verði þá allt sem áður. Lánin lækki og allir fari bara út að kaupa eins og brjálæðingar. Þeir gleyma því að bæði er fólk varkárt og mun ekki verða ginkeypti að rjúka af stað sem og að sérfræðingar
Seðlabankans telja að svona niðurfelling kosti ríkið frá 285 milljörðum upp í 900 milljarða eftir því hvað er verið að tala um af lánunum. Og þetta mundi bætast við 170 milljarða halla á ríkissjóð, skuldum vegna IceSave og svo lán AGS og nágranaþjóa til okkar. Við höfum ekki séð neina samninga við erlenda kröfuhafa og þeir virðast ekki vera að flýta sér að semja því þeim liggur ekkert á. Þetta eru stærstu bankar Evrópu og kunna að innheimta eins mikið af sínum lánum og þeir geta. Og fyrr en samið hefur verið við þá væri það ekki klókt að vera fyrirfram búin að gefa þeim upp hvað ríkið og bankarnir telja að þeir geti innheimt af þessum lánum.
Lýsa furðu á skattahækkunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 28. maí 2009
Tryggvi! Hvað eigum við þá að gera til loka þessum 20 milljarða halla?
Finnst að það sé ódýrt gaspur hjá stjórnarandstöðu að reikna þetta út í hækkun á neysluvísitölu og beinar hækkanir neysluvísitölu og þar með hækkun lána fólks. Þeir vita jafn vel og allir að verðbólga fer minnkandi, þannig að það gæti komið upp sú staða að þrátt fyrir þessar hækkun skatta þá gæti neysluvísitala lækkað eða staðið í stað. Það hafa allir talað um að það þurfi að skera niður og auka tekjur til að mæta þessum 170 milljarða halla sem við okkur blasir.
Svo ég spyr hvar á að ná í peninga upp í þessa 20 milljarða sem þarf. Ég er ríkisstarfsmaður og vinn með fötluðum. Ég veit að í þeim geira sem ég vinn í hefur í gegn um tíðina verið stöðugt að spara og sá sparnaður oft erfiður. Nú er verið að fara í gang hjá okkur enn ein sparnaðartörnin. Og við hræðumst mjög að hún gæti leitt til þess að öryggi þeirra sem við veitum þjónustu verði minnkað sem og starfsmanna.
Held að fólki væri holt að gera sér grein fyrir að við þurfum að loka gati upp á 170 milljarða nú á næstu árum. Öll þjónusta við fatlaða í Reykjavík kostar kannski um 3070 milljónir. Þannig að hallinn sem ríkið þarf að eyða á næstu 3 árum nemur sem svarar kostnaði við þjónustu við fatlaða í Reykjavík í 60 ár. Eða þá að við getum sagt að hallinn svari til allra útgjalda til málefna fatlaðra á Íslandi í 17 ár. Eins er hægt að segja að hallinn sé 50 milljörðum meir enn öll útgjöld til heilbrigðismála á Íslandi í 1 ár. Og nærri öllum útgjöldum okkar til menntamála í 2 ár.
Svo hvernig ætlar stjórnarandstaðan að loka þessu gati. Og ekki byrja með að þessu verði bara reddað með því að koma bönkunum í gang og atvinnulífið skaffi þessar tekjur. Því að við vitum að þetta mundi ekki gerast svona einn, tveir og þrír. Kannski nokkur misseri sem mundu líða þar til einhverjar tekjur að ráði kæmu inn. Svo stjórnarandstaða segið okkur hvar eigi að spara, hvar eigi að ná í tekjur ef ekki með svona sköttum.?
Og ekki getum við vellt þessu fjárlagahalla á erlenda kröfuhafa? Þó mér detti í hug að einhverjir haldi það!
Ríkið fær 2,7 milljarða - lánin hækka um 8 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.5.2009 kl. 00:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Fimmtudagur, 28. maí 2009
Og svo eru Framsókn og Sjálfstæðismenn að setja út á vinnubrögð annarra.
Þetta er náttúrulega með ólíkindum. Bjarni búinn að fara mikinn í að deila á ómarkvissan undirbúning og óvandaða tillögu hjá Össuri og svo dreifa Framsókn og Sjálfstæðismenn nýrri tillögu og breyta svo í raun inntaki hennar klukkustund síðar. Alveg með ólíkindum.
Eins væri nú gaman að fara að heyra hvernig að Bjarni og co sem æpa stöðugt um aðgerðir til að koma atvinnulifinu af stað hafa hugsað sér að gera það um leið og þeir takast á við skuldavanda okkar. Þeir tala alltaf eins og við eigum fullt af peningum eða að fyrirtækin fari strax að skila fullt af tekjum í ríkissjóð. Vona að svona gaspur gangi yfir.
Úr umsókn í mögulega umsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 28. maí 2009
Þessar upphrópanir Bjarna eru að verða þreytandi.
Minni á að umsókn okkar er aðeins umsókn til ESB um að við fáum inngöngu eftir aðildarviðræður. Umsókn Norðmanna var t.d. bara nokkrar setningar. Síðan eru viðræður og markmið undirbúin. Nú boða B og D nýja tillögu þar sem að samningsmarkmið eru undirbúin af utanríksisnefnd fyrirfram og maður getur ekki séð munin á þessu. Finnst að stjórnin eigi eftir nokkra daga að bjóða að falla frá sinni og taka undir þessa tillögu D og B. Þá er næsta víst að víðtæk samstaða sé um þetta mál á þingi.
Þarf reyndar að laga þetta því að óþarfi er að gefa ESB fyrirfram hvað við væntum að fá út úr samningum.
Óskiljanlegt og illa undirbúið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Miðvikudagur, 27. maí 2009
Kemur á óvart að þessi fyrirtæki skuli ekki vera fleiri.
Þetta eru sem betur fer mun færri fyrirtæki sem hafa farið í þrot en ég hafði reiknað með. Það er jú rætt um að allt að 3500 fyrirtæki gætu farið í þrot en orðið er
Það verður að benda á að í góðærinu 2007 voru jú um 50 fyrirtæki sem fóru í gjaldþrot þrátt fyrir alla peningana sem flæddu hér um allt.
Eins þá er hægt að sjá á www.hagstofa.is að um 25 til 30% af þessum fyrirtækjum eru byggingarverktaka sem við vitum jú að sitja uppi með óseldar íbúðir. Og þar unnu jú að meirihluta útlendingar.
F Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð | |
Alls | . |
Janúar | 19 |
Febrúar | 22 |
Mars | 23 |
Apríl | 27 |
Og gjaldþrot haf jú verið viðvarandi hér á landi því að ekki ganga öll fyrirtæki.
1990 | 372,0 |
1991 | 317,0 |
1992 | 249,0 |
1993 | 446,0 |
1994 | 412,0 |
1995 | 388,0 |
1996 | 292,0 |
1997 | 241,0 |
1998 | 233,0 |
1999 | 245,0 |
2000 | 296,0 |
2001 | 362,0 |
2002 | 559,0 |
2003 | 669,0 |
2004 | 601,0 |
2005 | 528,0 |
Gjaldþort 2008 voru 748
Gjaldþrot í apríl 2005 til 2007 voru
Apríl | 2005 | 2006 | 2007 |
Alls | 56 | 47 | 52 |
Þannig að þó það sé aukning eru hún minni en ég hefði haldið og þetta lofar góðu
85 fyrirtæki í þrot í apríl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 26. maí 2009
Jæja nú sækjum við um!
Aðalrök andstæðinga aðildarviðræðna við ESB voru sjávarútvegsmálin og miðstjórn þeirra. Nú eiga ríkin sjálf að stjórna veiðum á sínum miðum.
Sjávarútvegsráðherrar Evrópusambandsins samþykktu í gærkvöld að draga stórlega úr miðstýring fiskveiða í Evrópusambandinu og gefa aðildarríkjum svigrúm til að móta eigin fiskveiðistefnu.
Þetta var niðurstaða fundar sjávarútvegsráðherra sambandsríkjanna sem lauk í Brussel í gærkvöld. Huw Irranca-Davies, sjávarútvegsráðherra Bretlands, sagðist fagna þessu. Árlegum hrossakaupum með kvóta lyki og fiskveiðum yrði stjórnað af hverju ríki fyrir sig í samráði við vísindamenn og þá sem ættu hagsmuna að gæta. Flestir viðurkenna að hin sameiginlega fiskveiðistefna Evrópusambandsins hafi sungið sitt síðasta. af www.ruv.is
Svo nú geta þeir sem voru á móti ESB vegna þessa ekki beitt neinum rökum gegn aðildaviðræðum. Og líkur á að fylgi við ESB aukist í Noregi líka. Þannig að nú er þetta spurning hvort að við ætlum að vera á undan Noregi að sækja um eða neyðast til að gera það þegar Noregur er búinn að sækja um. Því við ráðum ekki við að viðhalda EES samninginum við ESB án Noregs. Það yrði of dýrt. Það væri mun betri samningsstaða fyrir okkur að vera búin að semja áður en Norðmenn sækja um.
Sammála um að breyta fiskveiðireglunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 26. maí 2009
Samkvæmt mínum upplýsingum verður það óháð endurskoðun sem fer yfir þessi mál
Undirritaður var á fundi í gærkvöldi þar sem ég gat ekki betur heyrt en að það yrðu ekki endurskoðendur bæjararins sem færu yfir þessar greiðslur heldur aðrir óháðir.
En á þessum fundi koma fram margt skrítið.
- Frjáls miðlun fékk t.d 3,5 millónir fyrir afmælisrit sem þó er aðeins til í drögum. Svo miklum drögum að það eru aðeins 35 blaðsíður með myndum sem ekki eru inn í þessum tölum sem og að einhver texti óskildur þessu blaði er endurtekin 20 sinnum í þessu skjali.
- Það koma fram að greiðslur eru reglulegar fyrir þetta verk alltaf sama upphæðin 311.200 sem fólki reiknaðist til að væri 250 þúsund plús viðisauki. Og þessar greiðslur eru greiddar löngu eftir að þessum drögum vara skilað inn. Alltaf fast á mánuði.
- Þá höfðu vakið athygli fólks að allar kvittanir voru í númeraröð sem gæti sýnt að fyrirtækið heðfi ekki haft marga aðara viðskiptavini. Og þau númer sem vantaði inní gætu verið fyrir þau verk sem fyrirtæki vann fyrir Lánasjóðinn.
- Þá eru greiddar allt að 700 þúsund á ári fyrir að útbúa umhverfisviðurkenningar 5 stk. sem eru settar í ódýarna ramma. Sambærilegar greiðslur hjá öðrum sveitarfélögum eru t.d. 18 fyrir þessa vinnu hja Mosfellsbæ.
- Og síðan voru rakin fullt af öðrum dæmum á þessum fundi sem virkilega þurfa skoðunar við.
- Listi með greiðslum til þessa fyrirtækis voru það margar að listinn var margar síður sem við fengum að skoða.
Já ég held að það sé ýmislegt rotið í stjórn Kópavogs.
Greiðslur Gunnars skoðaðar í kjölinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 25. maí 2009
Lilja hefði kannski átt að fara með Samstöðu á fund AGS
Samstaða á hrós skilið fyrir þessa greinargerð sem þau birtu eftir fundi sinn með AGS þar segir m.a.
Undirrituð spurðu AGS um umdeilda stýrivaxtasefnu.
Fulltrúar AGS sögðust telja að til að ná jafnvægi á útflutningstekjum þjóðarinnar og koma í veg fyrir algjört hrun á innflutningi til landsins væri nauðsynlegt að halda stýrivöxtum háum um stundarsakir auk gjaldeyrishafta
Eins væri nú rétt að Lilja settist niður með Steingrími og ræddi þessi mál. Hún er jú í þingflokki hans.
Ætti að afþakka ráðgjöf AGS | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson