Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009
Föstudagur, 21. ágúst 2009
Það verður nú að segja rétt frá
Skv. tölum frá Hagstofunni þá er hreyfing á Íslenskum ríkisborgurum
1986 | 2.041 | 2.479 |
1987 | 2.598 | 1.916 |
1988 | 2.395 | 1.856 |
1989 | 1.735 | 2.883 |
1990 | 2.055 | 2.806 |
1991 | 2.281 | 1.995 |
1992 | 1.980 | 1.775 |
1993 | 1.749 | 2.016 |
1994 | 1.796 | 2.657 |
1995 | 1.929 | 3.566 |
1996 | 2.406 | 3.444 |
1997 | 2.584 | 3.158 |
1998 | 2.788 | 3.021 |
1999 | 2.867 | 2.709 |
2000 | 2.741 | 2.679 |
2001 | 2.487 | 2.959 |
2002 | 2.360 | 3.380 |
2003 | 2.351 | 2.964 |
2004 | 2.838 | 3.276 |
2005 | 3.093 | 2.975 |
2006 | 2.762 | 3.042 |
2007 | 3.228 | 3.395 |
2008 | 2.817 | 3.294 |
janúar - júní 2009 | 1.131 | 1.902 |
Þessi tafla sýnir að það eru nær alltaf fleiri íslenskir ríkisborgar sem flytja frá landinu en til þess. Það er vegna þess að m.a. að fólk fer í nám
Nú á þessu ári eru um 780 fleir sem hafa flutt frá landinu en til baka ef við horfum aðeins á þá sem eru Íslenskir ríkisborgarar.
En eins og vitað var eru þeir sem hingað hafa flutt til að vinna í byggingarframkvæmdum farnir margir heim aftur. En þeir höfðu ekki hér ríkisborgararétt og voru í raun farandverkamenn.
Varasamt af fjölmiðlum að vera að búa til vandamál fyrirfram.
![]() |
Margir fluttu frá landinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 21. ágúst 2009
Afsakið hlé
Vegan almennra leiðinda eftir að hafa hlutstað á Alþingi öðruhverju í dag verður því miður lokað hér í dag.
Miðvikudagur, 19. ágúst 2009
Fjölmiðlar ekki að vinna með okkur núna!
Held að það sé rétt hjá mér að tölur hagstofunar mótast af því að fólk af erlendu bergi brotið sem var hér í byggingarvinnu er að flytja aftur heim sem og fólk sem var að klára vinnu við Kárahnjúka og á Hellisheiði. Hér er þetta blásið út eins og ég veit ekki hvað. Þetta hjálpar okkur ekki neitt. Vissulega stefnir hér í fólksflótta en vornandi ekki of stóran. En óþarfi að ýkja þetta:
Eins og málin hafa þróast síðustu ár hefur streymt hingað fólk til að vinna. Var ekki talað um að um 70% af byggingar og verktastarfsmönnum væru erlendir ríkisborgarar sem nú eru flestir á leið burtu þar sem enga vinnu er að hafa. Svona hefur þetta þróast síðust rúm tuttugu ár:
Aðfluttir Brottfluttir
1986 | 2.703 | 2.964 |
1987 | 3.616 | 2.408 |
1988 | 4.151 | 2.685 |
1989 | 2.755 | 3.841 |
1990 | 3.166 | 3.847 |
1991 | 3.989 | 2.982 |
1992 | 2.959 | 3.213 |
1993 | 2.698 | 2.901 |
1994 | 2.676 | 3.436 |
1995 | 2.867 | 4.285 |
1996 | 3.664 | 4.108 |
1997 | 3.990 | 3.921 |
1998 | 4.562 | 3.682 |
1999 | 4.785 | 3.663 |
2000 | 5.203 | 3.489 |
2001 | 5.002 | 4.034 |
2002 | 4.215 | 4.490 |
2003 | 3.704 | 3.837 |
2004 | 5.350 | 4.820 |
2005 | 7.773 | 3.913 |
2006 | 9.832 | 4.577 |
2007 | 12.546 | 7.414 |
2008 | 10.288 | 9.144 |
janúar - mars 2009 | 1.551 | 2.262 |
Því er eðlilegt þegar að hér hafa þúsundir flutt hingað til að vinna og hafa svo misst vinnunna að fæðngar hér nái ekki að dekka þann fjölda sem er að flytja í burtu. Bendi líka á að það hefur gerst oft áður að brottfluttir séu fleiri en aðfluttir. T.d. árin 2003,2002, 1996, 1995, 1994, 1993, 1992 og fleiri ár.
Þannig að ég held að okkur vanti upplýsingar um hversu margir íslenskir ríkisborgarar hafa flutt í burtu frekar.
![]() |
Íslendingar sagðir flýja sökkvandi skip |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 19. ágúst 2009
Hér er umræðan öll komin á haus!
Hef verið að hlusta á umræður síðustu daga og meira að segja á virta hagfræðinga þar sem mér finnst að menn séu komnir út í tóma vitleysu.
- Það eru allir að tala um aðgerðir fyrir heimilin. Og rök styðja það með að nú sé svo mikið búið að gera fyrir fjármagaeigendur og því þurfi nú að snúa sér að skuldum heimilanna. Það gangi ekki að gera upp á milli þessara hópa. Ég verð að segja að ég hef aldrei skilið þetta.
- Nú er það nú þannig að þeir sem áttu inneignir á almennum reikningum voru nú sennilega nær allir landsmenn á þessum tíma. Og þeir eðlimálsins voru kröfuhafar í bankana ef þeir hefðu farið í stöðvun
- Þeir sem áttu peninga í peningamarkaðsreikningum töpuðu frá 15 til 35% af því sem þeir áttu þar.
- Þeir sem höfðu fengið lánað hjá bönkunum voru náttúrulega ekki kröfuhafar heldur voru lán þeirra eignir bankana. Því get ég ekki séð mismuninn.
- Og nú þegar verið er að tala um almennan niðurfærslu lána til allra þá hefur enginn skýrt út fyrir mér af hverju þetta ætti að vera svona auðvelt. Lilja Mósesdóttir talar að miða eigi við niðurfærslu lána við flutning frá gömlu í nýju bankana en það á aðeins við um 30% lánanna því hitt er hjá Íbúðarlánasjóði sem er með ríkisábyrgð á öllum sínum lánum. Og því gæti hann illa fært mikið af lánum niður án þess að við þyrftum að leggja honum til fé. Og hvar fáum vð það fé?
- Eins fá ég ekki séð að lúxus bílar á bílalánum séu fjölskyldum nauðsynleg og að skattfé verði notað til þess að greiða þau öll niður. Verður þetta ekki að vera samningur milli þeirra fyrirtækja sem eiga þessi bílalán eða kaupleigu og þess sem keypti bílinn.
En mér finnst að ég hafi ekki séð ennþá raunhæfar tillögur frá neinum um hvernig við fjármögnum svona heildar niðurfærslur.
Mér reyndar dettur í hug núna þegar ég skrifa þetta að kannski væri hægt að nota hugmynd Tryggva Þórs um innsköttun á lífeyrissjóðsgreiðslum til að greiða niður lánin. Því að það er sama fólkið og er að greiða í þessa sjóði sem er með þessi lán. Var það ekki um 40 milljarðar á ári sem það átti að geta gefið í skatttekjur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 18. ágúst 2009
Helvítis fantar!
Ef við skoðum málið er eins og heimurinn í heild sé á móti okkur (að minnsta kosti gæti maður haldið):
Helvítis bankarnir sem neyddu fólk til að taka gengistryggð lán. Jafnvel að skuldbreyta eldri lánum í gengistryggð lán.
Helvítis ríkisstjórnir sem leyfðu sér að tryggja innistæður í bönkum af því að öll önnur lönd gerðu það. Og gleymdu alveg þeim sem áttu skuldir í bönkum því eins og fólk veit eru það eign(?)
Helvítis ríkisstjórn sem skaffar ekki peninga í að færa allar skuldir hér niður ( Og láta bara erlenda kröfuhafa borga eða finna bara peninga fyrir þessu af því hún á aðgang að svo miklum peningum)
Helvítis Innlits/útlits þættirnir sem hvöttu fólk til að henda í Sorpu öllum innréttingum og húsgögnum svo hægt væri að kaupa húsgögn eins og voru í þáttunum á lánum.
Helvítis bílasölunar sem neyddu fólk til að kaupa sér nýjan bil þó að gamli bíllinn hafi verið í fínu lagi. Og helvíti kaupleigufyrirtækin og bankarnir sem neyddu fólk til að fólk til að taka þetta allt á lánum.
Helvítis Bretar og Hollendingar sem leyfa sér að rukka inn innstæðutryggingar á reikningum í íslenskum bönkum
Helvítis alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sem vogar sér að segja okkur fyrir verkum varðandi endurreisn hér á landi. (skilja þeir ekki að við kunnum þetta svo miklu betur)
Helvítis nágranaþjóðir okkar (sem vilja að AGS komið hér á einhverju vitræðnu efnahagslífi áður en þeir lána okkur)
Helvítis starfsmenn og embættismenn ríkisins sem hafa nú dag og nótt unnið að því að leysa úr margra ára uppsafnaðri óreiðu.
Helvítis helvíti!
En samt er nokkuð ljóst að þetta er ekki okkur að kenna. Þó við höfum jú keypt okkur helmingi stærri íbúð, nýjan bíl en spörðum okkur að flytja með því að henda öllu sem við áttum og keyptum allt nýtt í nýju íbúðina því að það var akstur innifalinn. Og nýi bíllinn kostaði ekki neitt í upphafi því við áttum ekki að byrja að borga fyrr en 4 mánuðum eftir að við keyptum hann. Og sumarbústaðurinn hefði borgað sig upp á 40 árum með því að sleppa við leigu á sambærilegum. Og eins var það með íbúðina á Spáni.
En þetta var ekki okkur að kenna. Og því á ríkið að borga lánin fyrir okkur. Jafnvel þó við borgum það aftur í sköttum.
Það er ekki okkur að kenna þó við höfum gjörsamlega hundsað gömlu gildin að eiga fyrir því sem okkur langaði í eða hluta þess.
(ATH þetta á ekki við um alla! Sumir lentu í þessari stöðu þrátt fyrir aðhald og sparsemi)
![]() |
Alvarleg skilaboð felast í minni greiðsluvilja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 18. ágúst 2009
Hverju á maður svo að trúa
Það væri nú gaman að vita hverjir það voru sem gáfu Dv þessar upplýsingar. Því nú kemur fram hjá Landsbanka að ekki verði um neinra afskriftir að ræða fyrr en gengið hafi verið að öllum veðum. Sbr.
n eru þau lán sem um ræðir með tryggum veðum?
Það var ég ekki að segja, það á eftir að koma í ljós en ég gef ekki upp um hversu háar fjárhæðir er að ræða eða hvernig þau veð sem liggja að baki lánunum er háttað eða hversu mikið Skilanefndin fær fyrir veðin. Það á allt eftir að koma í ljós. Skilanefndin leggur mikla vinnu á sig til þess að ná eins miklum verðmætum út úr þeim eignum og kröfum sem Skilanefndin hefur til meðferðar. Ég get fullyrt það," segir Páll.
Er Magnús í persónulegri ábyrgð fyrir þeim lánum sem hann fékk hjá Landsbankanum?
Hann er í persónulegri ábyrgð fyrir sumum lánum en ekki öðrum eins og gengur og gerist. Félög í hans eigu voru til að mynda sett sem veð fyrir ákveðnum lánum," segir Páll en hann vildi ekki tjá sig frekar um upphæðir þeirra lána sem um ræðir né hversu góð veðin væru fyrir lánunum.
Það er einfaldlega verið að vinna í þessum málum og verið að leysa þau vandamál sem við stöndum frammi fyrir, hvort sem það sé varðandi lán til Magnúsar eða annarra en ég fullyrði að engin lán hafa verið afskrifuð eða koma til með að vera afskrifuð fyrr en gengið hefur verið að veðum viðkomandi lántaka í hverju tilfelli fyrir sig," segir Páll að lokum.
DV verður að muna að hér er ástandið eins og í púðurtunnu og því nauðsynlegt að hafa þetta á hreinu.
Annars kom mér á óvart sem ég heyrði í dag. Að þessi Magnús er búinn að kaupa m.a. Dominos og fullt af fyrirtækjum. M.a. Sólningu og svo í kjölfarið nær annað hvort dekkjaverkstæði. Og hin er N1 búinna ð kaupa. Hvað vakri eiginlega fyrir þeim nema að með þessu geta þeir okrað á okkur þar sem þeir væntanleg flytja inn dekkinn, selja þau og sjá um að setja þau undir. Og með því að kaupa gróin verkstæði þá treysta bílstjórar þeim og þeirra mati. Og hafa því lítið val.
Þarna er kannski skýrasta dæmið um hvernig arðinum af kvótanum er ráðstafað í brask. Og notað til að reyna að komast í markaðsráðandi stöðu.
![]() |
Gamli Landsbankinn afskrifar skuldir Magnúsar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 17. ágúst 2009
Ég á bara ekki orð yfir málflutningi Bjarna Benedikssonar.
Vona fyrir hans hönd og annarra Íslendinga að hann eigi aldrei eftir að komast í þá aðstöðu að stýra málum hér á landi ef hann heldur svona áfram. Hvaða hag hefur hann af því að berjast nú eins og rjúpa við staur fyrir þeirri túlkun að í raun séu samningarnir fallnir. Til hvers í andskotanum var hann þá að semja um að afgreiða málið úr nefnd með þessum fyrirvörum ef hann telur að í raun sé þetta gjörbreyting á samningnum. Og hverskonar trúverðugleika heldur hann að flokkur hans fái bæði hér á landi og erlendis að samþykkja fyrirvarana og koma svo daginn eftir með hinar ýmsu túlkanir á semja þurfi í raun upp á nýtt. Bjarni Ben fer nú að verða sá þingmaður sem skiptir oftast um skoðun frá upphafi Alþingis. Það muna jú allir eftir umsnúningi hans í ESB málinu.
Og hvaða málstað gæti verið að skemma með því að halda því fram að þetta rúmist innan samningsins?
Maður sér fyrir sér að hann hafi fengið skammir frá Davíð eða Birni eða einhverjum úr ættinni og nú er allt breytt á nokkrum dögum.
Hann hlýtur að gera sér grein fyrir að það er viðsemjendana að meta hvort að tilefni sé til að taka þessa samninga upp!
![]() |
Stórskaðar hagsmuni Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 17. ágúst 2009
Er ekki hægt að finna einhvert húsnæði afskekt og geyma þetta lið þar til að kreppan er búin?
Er alveg að fá nóg af þessu auma liði sem er farið að líta á þjófnað sem atvinnugrein. Er ekki hægt að finna einhvern gamlan héraðsskóla sem hætt er að nota og geyma þetta fólk þar til að það kemst í afplánun. Þeim er sleppt eftir rannsókn og halda þessu svo bara áfram. Nú á þessum síðustu og verstu væri nauðsynlegt að taka þetta fólk úr umferð að mestu þar til að kreppunni líkur.
Eða senda þetta lið til síns heima sem væri náttúrulega best
![]() |
Þjófahringur upprættur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mánudagur, 17. ágúst 2009
Alveg makalaus málflutningur!
Það er nokkuð ljóst að Framsókn og Sjálfstæðismenn ætla ekki að hætta fyrr en þeir eru kyrfilega búnir að koma þeim skilaboðum til Breta og Hollendinga að við séum að reyna að snuða þá. Og sennilega hætta framsóknarmenn ekki fyrr en að Bretar og Hollendingar falla frá þessum samningi.
Og svo í kjölfarið er þá samkomulag við ESB og þessara þjóðir um að það skuli tekð tillit til fordæmalausu stöðu sem hér sé, fellur úr gildi og Breta og Hollendingar hefja hér innheimtu upp í allar þær innistæður sem þeir borguð út fyrir okkur. Ekki bara innistæðutryggingar heldur allar upphæðirnar í ljósi yfirlýsingar ríkisstjórnar Geirs Haarde um að allar innistæður sér tryggða hér og jafnræði milli innistæðu eigenda.
![]() |
Eiga að viðurkenna staðreyndir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 16. ágúst 2009
Rétt að benda aðra grein sem birtist í kvöld á FT.com
Bendi á grein eftir Michael Hudson sem birtist á ft.com í kvöld. Í frétt á www.eyjan.is segir m.a.
Með fyrirvörunum um að tengja endurgreiðslu Icesave krafnanna við greiðslugetu stefnir í að Ísland taki forystu í átt frá þeirri hugmyndafræði að endurgreiðsla ríkisskulda sé heilög.Þetta segir hagfræðingurinn Michael Hudson í nýrri grein á vef Financial Times og spáir því að slíkar takmarkanir eigi eftir að breiðast út.Fyrirsögn greinarinnar er Icelands debt repayment limits will spread eða Takmarkanir á endurgreiðlum Íslands munu breiðast út.
Grein sem gæti ekki komið á heppilegri tíma.
![]() |
Djúpt vantraust |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Af mbl.is
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
Augnablik - sæki gögn...
DV
Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
Augnablik - sæki gögn...
Pressan
Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson