Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Gætið að þvi sem þið segið á þessu stigi!

Finnst að allir þurfi að gæta að þvi sem þeir segja um þetta blessaða Icesave og fyrirvarana áður en að Holland og Bretland hafa fjalla um þetta og samþykkt.

Held að ummæli eins og höfð er eftir Ragnari t.d. í RUV gætu orðið skaðleg ef þau berast viðsemjendum okkar áður en stjórnvöld eru búin að kynna þetta og fá þá til að samþykkja fyrirvarana. Því eiga allir að varast svona ummæli:

„Þessi fyrirvarar eru þannig að ég lít svo á að hér sé um að ræða gagntilboð til Breta og Hollendinga. Þetta er það mikil breyting á samningnum sem verið er að gera að við erum alls ekki að samþykkja ríkisábyrgð á þeim samningi sem lagt var af stað með",

Ragnar H Hall á www.ruv.is

Og eins

Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna, útilokar ekki að Íslendingar þurfi að semja á nýjan leik við Breta og Hollendinga um Icesave reikninga Landsbankans. Hún telur að viðbrögð þeirra við þeim breytingartillögum sem fjárlaganefnd samþykkti í fyrrinótt geta orðið með þeim hætti að semja þurfi upp á nýtt

Þetta hjálpar okkur ekki ef að þetta verður til þess að fá þessa fyrirvara samþykkta. Því að þarna eru þau bæði að tala um að um fyrirvaranir kalli á nýjan samning. Það er jú verið að reyna að gera núverandi samning þolanlegan en ekki verið að reyna að svindla nýjum samning inn að viðsemjendur okkar. Það er óþarfi að fara með þetta í opinbera umræðu áður en við erum formlega búin að kynna þeim þetta mál. Við viljum ómögulega að þeir fyrtist við heldur að þeir taki jákvætt í þessar breytingar.


mbl.is „Gleður mitt litla hjarta“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líst ágætlega á að InDefence einbeiti sér að baráttu fyrir málstað Íslendinga

Eftir allt hrunið er það einmitt þetta sem InDefence á að einbeita sér að:

Um þessar mundir segir Ólafur samtökin einbeiti sér meira af því að kynna málstað Íslendinga erlendis með greinaskrifum og öðru. „Nú þurfum að fylgja þessu eftir með málflutningi, það er það sem við setjum mest púður í,“ segir hann og kveður um fimmtíu sjálfboðaliða koma að þeirri vinnu.

Því þetta er einmitt það sem við þurfum. Annað í þessari frétt hljómar eins og InDefence sé eitthvað afl sem geti ráði hvað Alþingi og stjórnvöldi gera. T.d. finnst manni þetta hljóma furðulega:

Hann segir að málið verði skoðað ofan í kjölinn og borið undir hagfræðinga og lögfræðinga, hér á landi og erlendis.

InDefence mun að sögn Ólafs taka afstöðu til frumvarpsins í núverandi mynd þegar það hafi verið gaumgæft í bak og fyrir.

Þeir geta náttúrulega skoðað málið aftur á bak og áfram en samt sem áður eru þeir bara hópur manna sem hefur skoðun á málinu. Það er meirihluti Alþingis sem er búinn að taka ákvörðun og nú er þetta í höndum Alþingis og stjórnvalda.

Þeim veitir samt ekki af stuðuningi við málið og Íslandi veitir ekkert af því að rétta álit annarra á okkur erlendis. Því vona ég að InDefence einbeit sér að því.

P.s. bendi fólki á stórmerkilega grein Jóns Baldvins um icesave á pressan.is

Þar svarar hann grein Sigurðar Líndal og tekur ábyrgð okkar vegna icesave ágætlega fyrir.


mbl.is InDefence mun gaumgæfa málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég verð að segja að ekki hækkar Höskuldur í áliti hjá mér við þessi viðbrögð.

Mjög reyndir lögfræðingar komu að því að semja texta um lagalega fyrirvara en enn á ný þykjast Framsóknamenn vita betur. Margt að því sem Höskuldur hefur rokið með í fjölmiðla hefur reynst vera marklaust og lítilsvirði.

En ef að hann heldur að þessi vinnubrögð séu það sem þarf, þá verði honum að góðu. Væri kannski rétt fyrir hann og framsókn að muna eftir því að þegar að mikill meirihluti þingsins og fræðinga telur að við þurfum að axla ábyrgð þá væri nú happadrýgra að taka þátt í að mynda samstöðu um lausn heldur en að halda fram hugmyndum og skoðunum sem gætu kostað okkur ófyrirséðar afleiðingar.


mbl.is Þýðingarlaus sýndarmennska
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æ er þetta nú réttar yfirlýsingar Bjarni áður en við erum búin að fá viðbrögð Breta? og Hollendinga

Er þetta merki um góða stjórnvisku Bjarni! Að láta hafa eftir sér í blöðum áður en við tölum við Breta og Hollendinga:

Í raun hafi samningnum verið hafnað. „Það er alger sjálfsblekking að halda því fram að þessi ströngu skilyrði fyrir ríkisábyrgðinni feli ekki í sér breytingu á því samkomulagi sem frá var gengið.“

Held að það væri nú skynsamlegt að halda svona fullyrðingum í algjöru lágmarki því að þessi orði berast nú víða.

Ef að Bjarni vill að kjósendur Sjálfstæðisflokksins fái trú á honum þá verður hann held ég að vanda betur það sem hann segir. Og ég tala ekki um aðra þingmenn.


mbl.is Samningnum í rauninni hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú eru líkur á að við fáum 7 ára frið frá þessu máli

Auðvita verður þetta ekki auðvelt en frábært að allir nema framsókn skuli vera nú fylgjandi þessu máli. Heyrist að allir þeir fyrirvarar sem hægt var að setja án þess að í raun að fella þennan samning hafi verið settir. Og auðvita verður á næstu 7 árum reynt að finna enn betri lausn á þessu máli. Svo er að vona að samningsaðilar okkar samþykki þessa fyrirvara.

Framsókn vildi náttúrulega fella þennan samning þannig að það voru aldrei líkur á því að þeir yrðu með. Spurning fyrir flokkinn hvernig horft verður á þeirra framlag eftir nokkur ár. Eins framgöngu þeirra í ESB málinu og allar upphrópanir þeirra sem ekki hafa sýnt sig að hafi átt við rök að styðjast.

Nú ættu innan skamms að verða umskipti í viðskipum okkar við útlönd og lán til okkar að berast.


mbl.is Hagvöxtur stýri greiðslum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icesave út úr nefnd og allir með nema framsókn

Held að framsóknarflokkurinn eigi eftir að sjá eftir því að vera ekki með á þessu samkomulagi.

 


Icesave afgreitt

Icesave afgreitt

Fyrirvarar um ríkisábyrgð vegna Icesave-samkomulagsins voru afgreiddir úr fjárlaganefnd Alþingis um hálf þrjú leytið í nótt. Var það gert með stuðningi allra flokka nema Framsóknarflokksins.

Höskuldur Þórhallsson fulltrúi Framsóknarflokksins í fjárlaganefnd segir að hann hafi boðist til að útfæra breytingatillögu sem lögð yrði fyrir nefndina í dag en að á það hafi ekki verið fallist. Æskilegt hefði verið að meiri tími hefði verið gefinn til að afgreiða málið.


Þór Saari þingmaður Borgarahreyfingarinnar segir að mikilvægir efnahagslegir fyrirvarar hafi náðst fram, meðal annars verði greiðslur miðaðar við hagvöxt en ekki landsframleiðslu auk þess sem dregið hafi verið úr gengisáhættu. Með þessum breytingum sé tryggt að lífskjör Íslendinga skerðist ekki vegna þessara skuldbindinga.


Unnið verður að nefndarálitum og greinargerðum með tillögunum um helgina en ekki er búist við að önnur umræða fari fram á þinginu fyrr en í fyrsta lagi á þriðjudag.

Til þeirra sem eru óánægðir með þessa niðurstöðu!

Smá spurning til ykkar sem eruð á móti þessari afgreiðslu! Nú er verið að samþykkja ábyrgð á láni til innistæðutryggingarsjóði með þeim fyrirvörum sem laga málið að mörgu leiti að óánægju með samningin eins og hann lág fyrir. Þ.e. við setjum mörk á ábyrgð ríkisins. Af hverju eru menn þá óánægðir? Halda menn að ef við hefðum hafnað samningnum að við hefðum getað fengið Breta og Hollendinga til að breyta honum eitthvað meira.

Við erum að í raun að setja í samningin mörk á því hvað við erum tilbúin að borga og hvernig. Og eins að opna á möguleikann ef tækifæri gefst að úrskurðað verði fyrir dómi um þessa ábyrgð okkar. Svo hvað eru menn svona sérstaklega óánægðir með núna? Held að við séum að fá í gegn ýmislegt í þessum fyrirvörum sem við jafnvel hefðum ekki fengið í nýjum samningi.Og sér í lagi sterkara endurskoðunarákvæði. Lagafyrirvarar unnir m.a. af Eiríki Tómassyni sem gagnrýndi samninginn óbreyttan og Helga Áss sem er í Indefence hópnum

Held að menn ættu að skoða þetta betur áður en þeir kvarta.


mbl.is Samkomulag að nást
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsóknarlykt af þessu máli.!?!

Í ljósi þess að óreyndustu og fljótfærnustu þingmennirnir eru þaðan sem og Indefence deild framsóknar var líka á þessum fundum þá kenni ég þeim um lekan þar til einhver bendir mér á það staðfest að einhver annar hafi lekið þessu.


mbl.is Skaðar hagsmuni Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það á ekki að hlæja að þessu!

Ýmislegt gott sem þingmenn Borarahreyfingarinnar hafa bent á og sett fram. En hópur sem getur ekki haldið utan um 4 þingmenn í meira en nokkra mánuði hljóta að velta fyrir sér hvort að fólk hefur trú á þeim til að leiða starf við lausn vandamála sem herja á þjóðina. Af hverju í ósköpunum gátu þau ekki bara verið sátt um að vera ósátt. Og af hverju er ekki meira samráð við almenna flokksmenn og stjórn? Sér í lagi þar sem þau kynntu ný vinnubrögð í framboði sínu í vor. Var það ekki þjóðin á þing? Og svo hafa þau ekki einu sinni fullt samráð við flokksfélaga til að móta stefnu sína!

En þetta er þeirra vandamál og ég er hættur hér með að tjá mig um þessi hörmungarmál þeirra.


mbl.is Þingmenn okkar hafa brugðist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband