Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010
Laugardagur, 23. janúar 2010
Hvað eiga þau við? Málflutningurinn orðin algjör klisja!
Ég er kannski svona tregur en ég skil ekki svona orðalag eins og allir gleypa nú hver eftir öðrum:
Í tilkynningu frá Nýja Íslandi segir að ekki hafi tekið nema 15 mínútur að bjarga fjármagnseigendum í hruninu. Hins vegar hafi fólkið sem byggir landið verið skilið eftir með stökkbreyttan höfuðstól lána og óréttlætið haldi áfram.
Á hvaða 15 mínútum var fjármagnseigendum bjargað? Hverjir voru fjármagnseigendur? Voru það ekki nær allir landsmenn sem áttu fé í banka? Og miðað við að það voru rétt búin mánaðarmót í október 2008 þá hefði ég haldið að það hefðu verið flestir landsmenn. Eins ber að geta þess að margir áttu fé á t.d. skuldbréfabréfasjóðum og hlutabréfasjóðum og töpuðu 15 til 35% af sínu fé þar.
Nýtt Ísland skorar á alþingismenn, ríkisstjórn og fjármagnsstofnanir að hlutskipti fólksins verði ekki bara að erfa skuldir útrásarvíkinga og tengdra aðila. Því vilja samtökin Nýtt Ísland bjóða þeim að koma með ný úrræði og leiðréttingar fyrir skuldsettar fjölskyldur.
Hvað eru "tengdir aðilar"? Og hvað eiga þeir við með "ný úrræði"?
Jafnframt segir í tilkynningunni að landið sé nær stjórnlaust. Eignir fjölskyldna brenni upp og lánin hækki m.a. vegna stjórnleysisins. Verði engin ný úrræði og/eða ný útspil ofangreindra aðila til leiðréttingar fyrir lántakendur munu samtökin herða mótmæli og kalla eftir frekari aðgerðum frá þjóðinni sem byggir þetta land.
Og hvað vill þetta fólk að gert sé til að stoppa að "Eignir fjölskyldna brenni upp" ? Og hvða eiga þau við að það sé vegna stjórnleysis? Hvað vilja þau gera til að stoppa fall á verði fasteigna? Þegar þau vita að Icesave deilan m.a. er að koma í veg fyrir að hér sé hafin endurreisn.
Finnst þessi samtök flest vera orðin klisja. Ef eitthvað er gert þá finna þau því allt til foráttu. Bendi á að hér sl. vor voru flestir á því að 20% lækkun höfuðstóls mynd vera allra meina bót. Nú er verið að bjóða allt að 30% lækkun höfuðstóls og það finnst þeim allt of lítið. Það er verið að bjóða óverðtryggð lán en þá eru vextirnir alveg ómögulegir. Það er verið að bjóða fólki að fara úr gengistryggðum lánum en það er ómögulegt vegna þess að þá hækka vextirnir. Það er eins og fólk sé búið að gleyma að við búum í landi með lítið hagkerfi sem er ávísun á að erum og verðum hávaxtasvæði alltaf. Og þegar vertryggingu sleppir þá koma vextirnir til með að endurspegla vísitölu og sveiflast ótt og títt.
200-300 á útifundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Laugardagur, 23. janúar 2010
Það gengur aldrei að ná samstöðu á Þingi um þetta mál nema að Höskuldur sé útilokaður
Og reyndar má bæta við þessa fyrirsögn þeim Vigdísi og hugsanlega Sigmundi Davíð. Það er ljóst að að minnstakosti Höskuldur og Vigdís lifa ekki í raunveruleikanum og þeim verður að halda utan við þetta. Eftirfarandi er haft eftir Höskuldi á www.visir.is
Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, telur það algerlega ótækt að Bretar geti sett einhver skilyrði áður en farið er í samningaviðræður vegna Icesave.
Er maðurinn gjörsamlega að flippa? Geta þeir ekki sett nein skilyrði? Nú hvað eiga þeir þá að gera heldur hann að þjóðir sem eru með nokkra undirritaða samninga og fjölmargar yfirlýsingar og samkomulög sem við erum svo reglulega að draga að uppfylla, geti ekki sett nein skilyrði?
Og svo kemur þetta gullkorn:
Þá segir Höskuldur að það hafi engir bindandi samningar verið gerðir við Breta og Hollendinga. Viljayfirlýsing hafi verið gerð 2008 þar sem hvergi komi fram að það sé ríkisábyrgð á innistæðutryggingasjóði. Þetta er algjört lykilatriði, að við höfum aldrei gert bindandi samning við Breta og Hollendinga," segir Höskuldur
Nú er þetta maður sem hefur unnið í nefnd sem hefur haft þetta mál á sinni könnu. Hefur hann ekki lesið t.d.
Samkomulag milli Hollands og Íslands um IceSave
Að loknum uppbyggilegum viðræðum hafa hollensk og íslensk stjórnvöld náð samkomulagi um lausn mála hollenskra eigenda innstæðna á IceSave-reikningum Landsbankans.
Fjármálaráðherra Hollands, Wouter J. Bos, og fjármálaráðherra Íslands, Árni M. Mathiesen, tilkynntu þetta.
Ráðherrarnir fagna því að lausn hafi fundist á málinu. Wouter J. Bos kvaðst einkum ánægður með að staða hollenskra innstæðueigenda væri nú skýr. Árni M. Mathiesen bætti við að aðalatriðið væri að málið væri nú leyst.
Samkomulagið kveður á um að íslenska ríkið muni bæta hverjum og einum hollenskum innstæðueiganda innstæður að hámarksfjárhæð 20.887 evrur. Hollenska ríkisstjórnin mun veita Íslandi lán til að standa undir þessum greiðslum og hollenski seðlabankinn mun annast afgreiðslu krafna innstæðueigendanna.
Reykjavík 11. október 2008
Held að ef við eigum að ná einhverri varanlegri niðurstöðu verði bara að útiloka svona vitleysinga. Menn eins og Höskuldur sem áttar sig ekkert á því að stjórnvöld sem standa ekki við samkomulög sem þau gera við aðrar þjóðir er hætt að taka mark á. T.d. Norður Kórea sem er alltaf að semja um að hætta þróun kjarnorkusprengja en hætta svo við. Íran sem er að sama leik. Argentína sem hætti að borga eftir samningum og fleiri lönd sem við viljum helst ekki vera likt við.
Svara líklega um helgina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 22. janúar 2010
Æ æ æ æ nú eru margir búnir að eyða nokkrum kílóbætum í vitleysu!
Smá mistök í fréttaflutningi og bloggarar og allir fréttamiðlar gleypa það upp og sletta þessu á netið sem tómu svindli og spillingu og svo er þetta ekki neitt. Enda ef fólk hugsaði málið og tók með í reikninginn sem m.a. Hagsmunasamtök heimilanna hafa haldið fram að raunverð fasteigna hafi fallið um 30% eða meira þá voru þetta nú bara ágætissölur hjá bankanum. Þ.e. Skúli var að greiða 73 milljónir fyrir eign sem með þessu 30% hefði fyrir 2 árum selst á 105 milljónir. Og Sigríður Anna kaupir á 42 milljónir raðhús sem hefði fyrir hrun farið á um 65 milljónir. Báðar þessar íbúðir voru seldar í gegnum fasteignasölur og voru auglýstar.
En þetta sýnir okkur að fólk hér er alveg tilbúið að dæma án þess að vita nokkuð um hvað það er að tala!
Bað þingmenn og sendiherra afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 21. janúar 2010
Er fólk alveg að missa sig?
Fólk hlýtur að gera sér grein fyrir að svona mál ef mun auðveldara í rannsókn en mál fjármálabrjálæðingana.
Og svo virðist fólk gleyma því að þarna voru starfsmenn og lögregluþjónar bitnir, konu kastað á ofn og fleira. Einn starfsmaður er með 8% varanlega örorku eftir þetta. Og á bara að sleppa þessum brjálæðingum sem voru að þessu? Held ekki! Það er ekki hægt að réttlæta lögbrot og ofbeldi með því að einhver önnur mál séu ekki svona langt komin.
Þessu fólki var fullkunnugt um það að þeim var ekki heimilt að ryðjast inn á Alþingi enda gilda um það sérstök lög að Alþingi er friðhelgt.
Það er nú sérstakur saksóknari að vinna að því að rannsaka tugi eða hundruð mála tengd hruninu. Eva Joly hefur sagt að þessi mál taki langan tíma því þau séu flókin. Og mistök í þeim geta kostað að engin verði dæmdur. Sérstakur saksóknari hefur sagt að hugsanlega um mitt þetta ár komi fram fyrstu ákærur.
En það réttlætir ekki að aðrir sem ekki fari að lögum sleppi. Enda gekk þetta fólk allt of langt.
Mál mótmælenda þingfest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 21. janúar 2010
Þetta eru nú bara afleiðingar sem allir áttu að geta séð fyrir
Ég hef sagt þetta áður og segi það aftur! Það eru líkur á að Ísland fari nú fyrst að finna fyrir hruninu fyrir alvöru í kjölfara ákvörðunar Forsetans. Það hlaut öllum að vera það ljóst haustið 2008 að hér þyrfti að grípa til aðgerða sem þjóðin væri ekki hress með. Og eins þá hefur verið alið upp í þjóðinni að það sé hægt að sleppa við að borga Icesave. Jú það er sjálfsagt hægt en það verður af því virkilegur fórnarkostnaður. Þannig er þróunin á skuldatryggingarálagi skýrt merki um það. Nú bætist kostnaður upp á 6,5% á öll lán okkar sem við þurfum að taka erlendis. Sem þýðir í raun að engin getur tekið lán því að vextir á lánum til okkar eru þá um 10% í dag.
Það er því ekki furða að ég hafi verið að velta fyrir mér kostnaði okkar við að draga þetta Icesave mál áfram. Þetta getur kostað okkur hindruð milljarða í frestuðum framkvæmdum, hærri vaxtakostnaði og fleira næstu árin.
Skuldatryggingaálagið í 650 punkta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 20. janúar 2010
Alveg er það furðulegt að hafa ekkert heyrt um þennan mann áður.
Alveg merkilegt hvað hagfræðingar eru orðnir miklir sérfræðingar í lagalegum útskýringum!
- Það væri líka gaman að vita hvaða aðgerðir Hollendinga gegn okkur hafi verið ólöglegar. Því í þessum texta hér á mbl.is stendur
Kregel segir aðspurður aðgerðir breskra og hollenskra stjórnvalda til að fá fé sitt til baka í deilunni ólöglegar og að Wouter Bos, fjármálaráðherra Hollands, hafi ekki rétt til að senda Íslendingum reikninginn.
Hvaða aðgerðir Hollendinga gegn okkur voru ólöglegar? Hélt að það væru aðgerðir Breta um frystingu eigna og það að þeir keyrðu dóttur banka Kaupþings í þrot!
- Eins væri gaman að hann hefði tjáð sig um þau lögfræðiálit sem við höfum um hættuna á að fara með þetta mál fyrir dómstóla. Sú hætta er reifuð í öllum álitum um þetta mál sem við höfum fengið. Þ.e. að við verðum dæmd til að greiða alla upphæðina sem Bretar og Hollendingar greiddu. Að öll upphæðin yrði gjaldfeld strax og svo framvegis.
- Eins væri gott að hann skýrði hvernig að við sem erum ekki í ESB ættum að koma þessu máli fyrir Evrópudómstólinn. Því hann tekur ekki nema í undantekningar tilvikum upp mál milli ESB þjóða og svo þjóða utan þess.
- Síða er það furðulegt ef rétt sé að hann hafi verið ráðgefandi fyrir norðulandaþjóðinar varðadni Icesave að þær virðast ekkert hafa hlustað á hann.
Það væri líka gaman að einhver hefði spurt hann sem hagfræðing um stöðu okkar ef að neðangreindar upplýsingar séu réttar:
- Innlent | Morgunblaðið | 20.1.2010 | 05:30
Icesave tæki eitt til þrjú ár fyrir dómstólum
Fari svo að ekki náist samningar í Icesave-deilunni og ef Bretar og Hollendingar kysu að höfða mál vegna þess fyrir íslenskum dómstólum gæti slíkur málarekstur tekið á bilinu eitt til þrjú ár, að mati tveggja lögfræðinga sem þekkja vel til starfsemi dómstólanna.
Lars Seier Christensen bankastjóri Saxo Bank segir að Íslendingum beri að greiða Icesave skuldir sínar og það sé engin leið fyrir þjóðina framhjá því. (www.visir.is )
Það er ljóst að hægt er að finna út um allt menn sem standa með okkur í raun er hægt að fá álitsgjafa sem bakka upp allar skoðanir. En hvað gagnast þetta okkur? Er nema von að maður spyrji um af hverju Norðurlöndin hafa þá þessa afstöðu að við þurfum að klára Icesave ef þau hafa fengið aðstoð frá þessum manni?
Held að fólk þurfi að átta sig á að það hugsanlegt en þó ekki víst að okkur takist að semja um aðeins lægri vexti eða eitthvað í þá áttina. En þó alls ekki víst.
Ber að vísa Icesave-málinu til Evrópudómstólsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 19. janúar 2010
Nú bíðum við eftir stjórnarandstöðunni!
Það er til lítils að fara fram á formlegar samningaviðræður og senda þverpólitíska nefnd ef að samningsmarkmiðin eru ekki á hreinu.
Hvaða þjóð heldur fólk að vilji semja við okkur í þriðjaskipti ef að aðilar eru ekki sammála um niðurstöðu sem og að þjóðaratkvæðagreiðsla er í farvatninu?
Allt sem að Sigumundur Davíð og Bjarni sögðu fyrir 2 vikum að væri hræðsluáróður ríkisstjórnarinnar er nú að koma fram.
Nú er það komið á hreint sem ríkisstjórnin varaði við að Norðurlönd ætla ekki að lána okkur fyrr en Icesave er lokið. AGS ætlar ekki að endurskoða áætlun okkar fyrir en Norðurlönd opna á lán til okkar sem og að ríki þar geta stoppað þessa endurskoðun. Og svo eru yfirvofandi aðgerðir lánshæfisfyrirtækja þar sem við verðum feld niður í ruslflokk og þá óvart eru flestum sjóðum og fjárfestum bannað að lána til landa með slíkt mat.
En nei við ætlum að halda áfram í skotgröfunum í stað þess að Bjarni og Sigmundur Davíð komi nú með sínar lausnir og kynni þær. Þeir hljóta að vera með þetta á hreinu því þeir hafa nú ekki sparað gagnrýni sína á aðgerðir ríkisstjórnar og embættismanna í þessu máli. Og í framhaldi af þeirra tillögum væri þá kannski hægt að bjarga þessu máli á næstu vikum en nei menn hittast kvöld eftir kvöld og koma út með sama gasprið. Sigmundur vill að ríkisstjórnin lýsi því yfir að þau séu asnar og aumingjar og hafi gert ömurlegan samning. Ef þetta er samningstækni hans þá verði honum að góðu að semja við Breta og Hollendinga.
Bendi síðan á ágæta pælingu Gísla Baldvinssonar um þetta mál
Engar viðræðuóskir frá Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 19. janúar 2010
Úps þar fóru rök álitsgjafa og hliðholla greinarhöfunda okkar fyrir lítið
Ein lítil stutt grein og öll rök farinn varðandi ábyrgð Hollendinga á Icesave.
Þar sem að FT.com er að gera kröfur til fólks að skrá sig til að lesa meira enn eina grein á mánuði þá læt ég hana fylgja með hér
Sir, Robert H. Wades argument (Letters, January 13) that the Icesave affair warrants third-party mediation would be more convincing were it not built on the false contention that the Dutch central bank (DNB) bears part of the blame for the current difficulties.
What were the Dutch to do? Both Iceland and the Netherlands are members of the European Economic Area, which establishes that a licensed bank in a member state does not need permission to open a branch in another member state. So, contrary to what Prof Wade implies, the DNB had no authority to block Landsbanki from opening a branch in the Netherlands.
Moreover, Prof Wades analysis for assessing blame in this matter overlooks the critical distinction between the liquidity and solvency supervisory obligations of central banks. The home country (Iceland) is responsible for solvency supervision; the host country (Netherlands) for liquidity supervision and only with respect to the branch located in the Netherlands.
The nature of Icesaves problems in the Netherlands clearly was of solvency, not liquidity. Is it fair, or accurate, for Prof Wade to criticise the Dutch central bank for not being cautious enough in its investigations when the key problem area solvency lay outside its area of responsibility?
Reference also is made to the so-called new responsibilities of host countries laid out by the February 2008 report of the Basel Committee on Banking Supervision. True, there is a line in that report that says liquidity regimes are nationally based according to the principle of host country responsibility.
But this limited mandate already had been in place in the Netherlands well before the notification on behalf of Landsbanki in 2006. There was nothing new about it to the Dutch.
Prof Wades claim that the Dutch central bank would have been much more cautious had it done the investigation that those new responsibilities entailed is without basis.
Þarna kemur m.a. fram að Holland átti að hafa eftirlit með starfsemi Icesave en bar enga ábyrgð á þeim skuldbindingum og tryggingum sem voru á bak við Icesave. Holland gat á grundvelli EES ekki bannað að opnuð væru útibú þar í landi. Og það væri ekki rétt að gangrýna Hollenska Seðlabanka/fjármálefrilt fyrir slakt eftirlit þegar það voru endurgreiðslur/eignarstaða Landsbankans sem var vandamálið. Það er eignir til að greiða innistæður til baka. Það var alfarið á okkar ábyrgð að svo væri.
Sé hvergi í greininni kafla þar sem mogginn segir að hann segi að Hollendingar hefðu mátt hafa betra eftirlit.
Segir Wade hafa rangt fyrir sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mánudagur, 18. janúar 2010
Með kveðju frá Indefence, Sjálfstæðisflokki og Framsókn
Þetta er nú alveg merkilegt! Sigmundur Davíð hefur sagt að allar viðvaranir um þetta sé hræðsluáróður. Það að hafna Icesave hafi engin áhrif erlendis og allir þar séu að snúast og séu svo miklir vinir okkar. En úps eins og venjulega hefur maðurinn ragnt fyrir sér. Norðulönd eru ekki viljug að lána okkur, AGS lánar endurskoðar ekki áætlun okkar og enn er engin þjóið nema eitt Eystrasalts ríki sem stendur með okkur og nokkrir tugir einstaklinga og fræðimanna sem líta á okkur sem tæki til að vekja athygli á baráttu sinni fyrir afléttingu skulda skuldugra ríkja.
Þýski bankinn Commerzbank segir að þótt líklega sé búið að verðleggja neikvæðar horfur lánsmatsfyrirtækjanna á lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins inn í skuldatryggingar og erlend skuldabréf ríkissjóðs geti lækkun lánshæfiseinkunarinnar orðið til þess að takmarka fjárfestingarákvarðanir erlendra fjárfesta, sem margir hverjir mega ekki fjárfesta í fjáreignum sem ekki njóta lánshæfiseinkunnar í fjárfestingarflokki.
Og þjóðin hleypur með og trúir þvaðrinu í stjórnarandstöðu og Indefence og ætlar að taka slaginn og flella Icesave lögin.
Þetta kemur til með að kost okkur gíðarlega til skamms og lengri tíma og þýðir að hér verða minni fjárfestingar næstu árinn, minni tekjur af því, af því leiðandi minni tekjur ríkisins, af því leiðir meiri niðurskurður, hærri skatta hér næstu árin. Nú er okkar eini möguleiki að það náist a semja aftur við þá fyrir þjóðaratkvæði annars erum við á hraðri leið til Andskotans.
Ef einhverjir opinberir aðilar eða fyrirtæki þurfa lán á næstunni mega þeir búast við því að þau beri um 5,5% skuldatrygginarálag þ.e. um 5,5% ofan á vaxtakjör annara.
Íslandsbanki segir, að búast megi við að verði ekki skriður á efnahagsáætlunina og línur orðnar skýrar varðandi fjármögnun hennar eftir hálfan mánuð muni Ísland líklega falla niður úr fjárfestingarflokki í bókum S&P. Einkunnir S&P hafi töluvert meiri áhrif en einkunnir matsfyrirtækisins Fitch, sem lækkaði einkunn ríkissjóðs niður fyrir fjárfestingaflokk fyrir hálfum mánuði.
Skuldatryggingaálag ríkissjóðs hækkaði talsvert í síðustu viku, en hefur hins vegar lækkað nokkuð í dag. Íslandsbanki hefur eftir gagnaveitunni CMA, að álagið til 5 ára sé þannig 524 punktar nú en það fór hæst í 545 punkta síðastliðinn föstudag.
En verði ykkur að góðu. Þetta er það sem þjóðin er tilbúin að kalla yfir sig í nafni einhvers réttlætis sem nær enginn annar skilur. Þ:ví það er ekki eins og almenningur í örðum löndum þurfi ekki að greiða vegna sinna banka líka þó þeir hafi ekki farið á hausinn formlega þá haf þeir fengið mikið af almanna fé og verið yfirteknir af ríkjunum líka.
PS nú kom þessi frétt á mbl.is
Viðskipti | mbl.is | 18.1.2010 | 16:42Hætta á veikingu krónunar
Ljóst er að miklu máli skiptir fyrir endurfjármögnun skulda hins opinbera að lausn náist í Icesave-deilunni. Ef ekki næst lausn er líklegt að Seðlabanki reyni að safna að sér sem mestum gjaldeyri til að standa undir framtíðar fjármögnun. Það gæti leitt til veikingar krónunnar. Kemur þetta fram í greiningu IFS Ráðgjafar.
Frétt um að S&P hyggist lækka lánshæfismat Íslands um einn eða tvo flokka innan mánaðarins hafði áhrif á skuldabréfamarkað í dag. Fjárfestar kusu að kaupa stystu verðtryggðu flokkanna á skuldabréfamarkaði í dag, segir í greiningunni.
Lækkun lánshæfiseinkunnar gæti orðið afdrifarík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sunnudagur, 17. janúar 2010
Þetta er nú furðuleg röksemd
Ég skil ekki alveg þessi rök:
Almenningur væri almennt ekki tilbúinn að taka á sig skuldbindingar vegna fallinna banka.
Hvernig á þetta að vera rök fyrir gangrýni í Bretlandi? Hún hlýtur að átta sig á að Breskir skattgreiðendur eru búnir að borga þetta. Ég var reyndar úti þegar hún var í Silfrinu. En ég skil þetta ekki.
Aukin gagnrýni í Bretlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson