Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

Spurning hvort þessar tafir á Icesave eigi eftir að gera okkur gjaldþrota

Það telur Þorvaldur Gylfason m.a.

Þorvaldur Gylfason: Íslendingar búi sig undir greiðslufall - Það versta hefur gerst eftir hrun

„Greiðslufall er eitthvað sem við þurfum að búa okkur undir,“ segir Þorvaldur Gylfason prófessor í hagfræði sem hefur verulegar áhyggjur af skuldastöðu þjóðarbúsins. Ástæðurnar eru fyrst og fremst tvær, seðlabankinn hafi vanmatið skuldastöðuna og allt of miklu hefur verið fórnað vegna Icesave.

Þetta sagði Þorvaldur í útvarpsþættinum Sprengisandi með Sigurjóni Egilssyni í morgun. Sagði hann að margt að því versta sem gerst hefur hér á landi, hafi gerst eftir bankahrunið. Þannig séu horfurnar nú mun verri en þær voru fyrir einu og hálfu ári. Það stafi meðal annars að því að seðlabankinn  hafi vanmetið stórlega skuldarstöðu þjóðarbúsins. Í öðru lagi hafi tafir á Icesave-málinu haft mjög skaðlegar afleiðingar. Það mál hafi eytt tíma og kröftum stjórnmálastéttarinnar í vitleysu. Greiðslufall sé því raunhæfur möguleiki. „Það er hámark auðmýkingarinnar í samfélagi þjóðanna. Því verður að forða.“

Hafni þjóðin Icesave-frumvarpinu í þjóðaratkvæðagreiðslu sér Þorvaldur fyrir sér að Norðurlöndin dragi sig í hlé. Þá sé tvennt í stöðunni. Annað hvort dregur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sig út úr efnahagsáætlunni með tilheyrandi gengishruni og óðaverðbólgu. Hinn kosturinn er sá að ný efnahagsáætlun verði lögð fram af AGS með mun lægri lánveitingum. Verði það raunin þurfi að leggjast í svo mikinn niðurskurð að nær ómögulegt verði fyrir stjórnmálastéttina að ná samkomulagi um hann. (www.pressan.is )

mbl.is Ekkert fundarboð komið úr Stjórnarráðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég veit að það hlakkar í mörgum við þá frétt að Björgólfur Thor sé að missa Actavis

En það er kannksi rétt að fólk horfi aðeins á þetta mál frá fleiri hliðum!

  • Nú eru 2 af stærstu bönkunum komnir að mestu í erlenda eigu
  • Actavis er eitt af okkar stærstu fyrirtækjum og sennilega á leið til erlendra aðila (Deutsche Bank)
  • Mikið af sjávarútvegsfyrirtækjum eru skuldum vafin bæði við þessa banka sem nú útlendingar eiga og eins beint við erlenda banka. Og sum svo skuldug að í raun gætu kröfuhafar yfirtekið þau.
  • Mörg fleiri fyrirtæki eru beint og óbeint í raun í hættu á að vera yfirtekin af erlendum aðilum.

Þetta þarf ekki að vera slæmt og í raun sé ég ekkert að því að erlendir aðilar séu að fjárfesta hér eða eignast fyrirtæki. Gæti í framtíðinni þegar við erum búin að ganga frá málum varðandi Icesave og fleira orðið til þess að fleiri vildu koma og fjárfesta hér.

En það sem ég var að pæla í er að þeir sem fagna því að Björgólfur sé að missa tökin á fyrirtækjum sínum eru sömu og vilja draga úr tengslum okkar við útlönd og setja allskonar skorður á að þeir fái að koma hingað. Sömu aðilar og vilja ekki sjá ESB en vita samt að við erum í EES sem gerir okkur að sætta okkur við að taka upp lög ESB án þess að hafa nokkuð um það að segja.

En það verður ekki sleppt og haldið. Því þegar Björgólfur missir völdin í sínum fyrirtækjum þá eru það erlendir aðilar sem koma í staðinn. Eins gæti þetta orðið með Haga. Og fleiri fyrirtæki.  Þetta er nú bara afleiðing af því að við búum nú í heimi þar sem fjármagn flæðir milli landa sem fjárfesting eða lán. Og aðallega þangað sem þeir geta skilað eigendum sínum mestum arð til styttri eða lengri tíma. Eins er þetta með okkar peninga í framtíðinni. Og á meðan að við erum hér ein og ekki hluti af stærri heild verða hér sérstakar aðstæður þar sem gjaldmiðillin er veikur og vextir háir og því reglulega markaður fyrir erlenda fjárfesta að ná sér í skjótfengin gróða. Þetta ástand kemur aftur hér innan fárra ára. Því skil ég ekki í fólki sem vill halda okkur frá því að koma okkur í umhverfi þar sem að við höfum aðgang að umhverfi sem smæð okkar efnahagskerfis skipti ekki lengur eins miklu máli þar sem við verðum hluti af stærra kerfi með sama gjaldmiðil og flestar Evrópuþjóðir.

Nú t.d. er staðan sú að erlendir aðilar eru eða gætu eingast hér fullt af fyrirtækjum. Ef að hér verður aftur hrun þá væntanlega verða þau fleiri og þá erum við jafnvel að horfa á orkufyrirtæki og fleira.


mbl.is Björgólfur að missa Actavis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ömurleg staða Kópavogs!

Nú er Kópavogur að súpa seiðið af því hafa gefið einum manni nær sjálfdæmi um stjórn bæjarins undanfarin ár. Kópavogur er næst stærsti bær landsins og er nú komið á athuganalista félagsmálaráðuneytis vegna bágrar skuldastöðu.  Nú er bæjarbúum að hefnast fyrir allar fáránlegu fjárfestinga sem Gunnari var leyft að ráðast í:

  • Hesthúsabyggðin í Glaðheimum Þar sem að Kópavogur keypti á endanum 40 ára hesthús á verði sem slagaði upp í einbýlishúsaverði.
  • Íþróttabrjálæðið í Kórnum
  • Vatnsveitan til að redda hestamönnum nýju svæði vegna Glaðheima. Kópavogur t.d. selur Garðabæ vatn á um 5 krónur tonnið sem selur hluta þess áfram til Álftaness fyrir 18 krónur. Og Kópavogsbúar borga mun meira en Garðbæingar.
  • Stórskipahöfnin sem er ekkert notuð lengur

Og svona er hægt að halda lengi áfram. Allt þetta skilur Kópavog eftir með milljarða skuldabagga. Las það einhverstaðar að skuldir Kópavogs hafi aukist um 17 milljónir á dag síðustu 4 ár.

Við tölum svo ekki um spillinguna sem kraumaði undir síðan flestu sem Gunnar gerði.

Þessi maður má ekki koma að málum aftur í Kópavogi.

Nokkur sveitarfélög í gjörgæslu

Eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga er nú með níu sveitarfélög til skoðunar vegna fjárhagsstöðu þeirra í árslok 2008. Hún tekur væntanlega ákvörðun á næstu dögum um hvort gripið verði til frekari aðgerða hjá þeim.

Ástæðan er oftast mikill rekstrarhalli eða miklar skuldir. Sveitarfélögunum var gert að skila gögnum til nefndarinnar um hvernig þau hygðust snúa þróuninni við, og síðan var óskað eftir viðbótarupplýsingum frá sumum þeirra. Athugun á einu sveitarfélaganna var hætt þar sem staðan þótti fullnægjandi.

Meðal hinna níu eru Álftanes, sem fór í sérmeðferð fyrir mánuði og Bolungarvík, sem fékk heimild til úrvarshækkunar í fyrra, en hluti hennar hefur verið dreginn til baka nú. Hin sjö sveitarfélögin eru Kópavogur, Hafnarfjörður, Reykjanesbær, Borgarbyggð, Grundarfjarðarbær, Fjarðarbyggð og Fljótsdalshérað.


Að sögn Jóhannesar Finns Halldórssonar starfsmanns eftirlitsnefndarinnar hafa mörg þessara sveitarfélaga tekið vel til í sínum málum en hjá öðrum er enn beðið eftir viðbótarupplýsingum. Hvert sveitarfélag fyrir sig er skoðað sérstaklega og því er ekki ljóst hvenær niðurstaða fæst í mál þeirra. (www.ruv.is )


Ekki er ég viss um að Davíð leyfi Bjarna að ganga frá þessu máli þverpólitískt

Í Reykjavikurbréfi dagsins segir skv. www.eyjan.is

Ekki ætti að skipa þverpólitíska samninganefnd til viðræðna við Breta og Hollendinga um Icesave-málið fyrr en að aflokinni þjóðaratkvæðagreiðslu um lögin sem forseti Íslands synjaði staðfestingar.

Þessi skilaboð koma úr Hádegismóum og eru frá höfundi Reykjavíkurbréfs sem birt er í Sunnudagsmogganum. Blaðið kom út í dag.

Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, er höfundur Reykjavíkurbréfs.

Þannig sér Davíð væntanlega fyrir sér að hægt sé að stærra höggi á ríkisstjórnina. Held nefnilega að þverpólitískt samstarf hugnist mönnun ekki í sjálfstæðisflokknum í raun og veru. Þeir sýndu það ekki þegar þeir voru sí stjórn og hef ekki trú á því að vilji fylgi orðum núna. Þannig að staða þeirra er pínleg núna. Þeir ættu að vera að hrósa happi að komast að þessu samningaborði en um leið eru aðrir á því að þeir eigi að láta fella málið í þjóðaratkvæði og fella þessa vinstristjórn sem þeir hata.

En um leið vilja þessir flokkar helst ekki fara í stjórn hér á meðan að verið er að vinna óvinsælustu verkinn. Heldur halda þessari stjórn undir stöðugri ágjöf þangað til að flestum verstu aðgerðum er lokið og koma þá eins og frelsandi englar þegar ástandið stefnir hér upp á við.


mbl.is Fagna samstöðu um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Held að stjórnarandstaðan sé komin í vanda með að halda andlitinu

Miðað við að þessir aðilar eru búnir að fjalla um þetta mál í 14 mánuði hefði maður haldið að menn væru með á hreinu hvað þeir vildu og hvernig væri hægt að ná því. En rökin þeirra hingað til hafa verið bara:

"Okkur ber ekki að borga þetta"

" þetta er lélegir samningar"

" Menn voru að semja með hagsmuni Breta og Hollendinga að leiðarljósi"

"Samninganefndin var ekki starfi sínu vaxin"

Og svo framvegis. Nú gefst þeim tækifæri að komast að samningaborðinu ef okkur gefast möguleikar að taka þá upp aftur. Og þeir segja fólki ekkert um hvað þeir leggja áherslu á og hvernig á að ná því. Er þetta liður í því sem þeir hafa talað fyrir á þingi að allt sé upp á borðum?

Held að þeir séu aðeins að lenda í dæminu með nýju fötin keisarans . Þ.e. þegar grant er skoðað er gasprið þeirra innihaldslaust.


mbl.is Ekki formleg niðurstaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ögmundur hvað er að hjá þér?

Finnst þetta með afbrigðum! Hvað heldur Ögmundur að það hjálpi að kalla alla sem eru ekki sömu skoðunar og hann illum nöfnum. Hann hefur nú þegar úthúðað:

  • AGS og vildi ekki sjá aðstoð frá þeim
  • Norðurlöndum og sérstaklega Svíum.
  • Núverandi stjórnvöldum hér og sagði sig úr ríkisstjórn
  • ESB
  • EES
  • NATÓ

Í raun hefur hann talað gegn öllum erlendum ríkjum sem við erum í tengslum við.

Hann eins og fleiri telja að það eigi bara að vera sjálfsagt að lána okkur fé. Það væri gaman að einhver spyrði hann um hvaða þjóðum við höfum lánað athugasemda laust

Og eins væri honum gott að átta sig á því að þessar þjóðir og AGS telja nauðsynlegt að við fylgjum þeirri áætlun sem við settum fram haustið 2008 og óvart er laust Icesave eitt af því sem þar er inni.

Norðurlönd óttuðust t.d. að það fé sem þau lána okkur færi í það að greiða Icesave skuldina ef við hefðum ekki náð að semja um hana.

Skil ekki hvað er hlaupið í Ögmund. Mann sem hefur staðið í samningaviðræðum fyrir BSRB í gegnum árin. Er hann að halda því fram að hann hafi náð öllum kröfum sínum í gegn þar. Og ekki var hann með svona skítkast út í viðsemjendur sína þá. Enda er það ekki vel til þess fallið að ná samningum.


mbl.is Svíar handrukkarar Breta og Hollendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rétt nálgun!

Það væri með öll óþolandi að fá Sigmund og Bjarna aftur nýbúna með ræðunnar um óhæfa samninganefnd og vanhæfa ríkisstjórn í þessu máli. Þeir hafa talað fyrir því að ekkert mál sé að ná nýjum samnngum. Þannig að nú fara bara allir saman út og koma heim með nokkra milljarða lækkun fyrir okkur. Og allir verða glaðir.

Nema náttúrulega þeir sem hafa haldið að Bjarni og Sigmundur hafi verið að tala um að við greiddum ekki neitt! 

En þá er spurning um hvað þessi snillingar ætla þá að ræða um?


mbl.is Þverpólitísk nefnd um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja gott fólk ný lausn í burðarliðnum!

Var að lesa eftirfarandi á ruv.is

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segist bjartsýn á að draga megi Breta og Hollendinga aftur að samningaborðinu til að semja upp á nýtt um Icesave. Málið skýrist á allra næstu dögum. Þau Össur Skarphéðinsson og Steingrímur J. Sigfússon, hafa ítrekað rætt í síma við starfsbræður sína í Bretlandi, Hollandi og á Norðurlöndunum síðustu daga.

Þau hittu foringja stjórnarandstöðunnar í stjórnarráðinu fyrr í kvöld og þar var lögð fram áætlun um hvernig megi leysa þann hnút sem Icesave hefur verið í. Forsætisráðherra segir þó ekkert í hendi enn sem komið er en málin skýrist vonandi strax upp úr helginni.

 Nú er um að gera að hafa stjórnarandstöðuna með og hún getur verið með og komið með sínar frábæru lausnir í þetta mál og síðan er þingið væntanlega sameinað um þetta. Og þá er þetta andskotans mál væntanlega úr heiminum.


mbl.is Segja um góðan fund að ræða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Væri kannski einhver tilbúinn að benda Bjarna og Sigmundi á þetta?

Þeir báðir hafa farið hamförum í fjölmiðlum síðustu vikur og verið með fullyrðingar um að bæði Norðulönd og AGS hafi sagt að aframhaldandi afgreiðslur lána til okkar væru ekki tengdar Icesave! Og það að hafna samningi um Icesave hefði engin áhrif.

 En nú væri kannski rétt að benda þeim á eftirfarandi fréttir:

  • Forsætisráðherra Svíþjóðar, Fredrik Reinfeldt, segir í viðtali við Reuters í dag að Svíar muni ekki lána Íslendingum fyrr en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) endurskoðar áætlun sína fyrir Ísland. Endurskoðun AGS hefur, að því er virðist, slegið á frest. (www.visir.is )
  • Skuldatryggingaálagið á ríkissjóð tók mikinn kipp upp á við í dag samkvæmt mælingu Credit Market Analysis (CMA). Er nú svo komið að alþjóðlegir fjárfestar treysta fjármunum sínum betur í hinu stríðshrjáða Írak en á Íslandi. (www.visir.is )
  • Og í framhaldi af þessu er rétt að benda á þessa frétt frá SA: "Samtök atvinnulífsins (SA) segja, að brýnasta verkefnið í efnahagsmálum þjóðarinnar sé að stuðla að því að störfum taki að fjölga á nýjan leik. Það gerist ekki nema með arðbærum fjárfestingum, einkum í útflutningsstarfsemi og það sé jafnframt forsenda þess að lífskjör geti batnað á nýjan leik." Gaman að einher spyrja Bjarna og Sigmund Davíð um hver þeir haldi að fjárfesti hér þegar að tryggingarálag á vexti er um 5.5%

Og svo kemur mannvitsbrekkan hann Höskuldur Þórhallsson nú og segir:

Þingmaðurinn segir villandi að stilla Icesave málinu upp með þeim hætti að ríkisstjórnin bíði nú viðbragða stjórnarandstöðunnar og vilji að minnihlutaflokkarnir greini frá þeim samningsmarkmiðum sem þeir vilji stefna að. Hann segir að forsætisráðherra fari með fullt umboð fyrir hönd íslensku þjóðarinnar til að semja í málinu.

„Ég óttast að það sé verið að stilla stjórnarandstöðunni upp við vegg og að verið sé að reyna að búa til spuna í máli sem er mjög einfalt. Jóhanna Sigurðardóttir verður að koma með tillögur um það hvað hún vill gera. Það er ekki á forræði neins annars," segir Höskuldur. (www.visir.is )

Hann virðist ekkert vita um það að Jóhanna var í desember allan að berjast við að koma Icesave 2 í gegnum þingið. Svo hvað er hann að velta fyrir sér blessaður? Það er jú stjórnarandstaðan sem vill gera eitthvða annað?


mbl.is Reinfeldt: Ákvörðun AGS forsenda fyrir láni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Ólafur ekki að bulla?

Nú hefur þessu verið haldið fram að ef þessi lög verði feld í úr gildi af þjóðinni taki gömlu lögin gildir. Það er sennilega rétt. En þar sem að Hollendingar og Bretar hafa hafnað þessari leið erum við þá ekki komin í þá stöðu að við erum búin í lögum samþykkja ríkisábyrgð en samt ekki með samning.

„Það mun ekkert alvarlegt gerast í efnahagslífinu vegna þess að þá tekur gildi samkomulagið sem gert var síðasta sumar milli þessara tveggja landa,“ segir Ólafur Ragnar í viðtali við Bloomberg fréttaveituna, þar sem hann er staddur í Nýju Delhi á Indlandi.

Samkomulagið sem Ólafur vísar í er það sem Alþingi samþykkti síðasta sumar með fyrirvörum. Það samkomulag var háð samþykki Hollendinga og Breta, en þjóðirnar höfnuðu því.  Féllust ríkin á málamiðlun sem Alþingi samþykkti en forsetinn vísaði til þjóðaratkvæðagreiðslu.

„Þar sem Bretland og Holland neituðu að samþykkja þá fyrirvara sem settir voru af Alþingi er ekkert samkomulag á borðinu verði frumvarpinu hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir Einar Karl Haraldsson, upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins.

Í frétt Bloomberg kemur jafnframt fram, líkt og Pressan greindi frá í gær, að Hollendingar og Bretar hafi verið í nánu sambandi til að samhæfa viðbrögðin vegna ákvörðunar forsetans. Hefur Evrópusambandið jafnframt verið með í ráðum.  „Augljóslega erum við áhyggjufull yfir því að fá peningana ekki endurgreidda,“ var haft eftir talsmanni Gordons Brown.  (www.pressan.is )

Og er rétt af forseta að tala svona í alþjóðlaga fréttamiðla? Hvað er einhver kynnir sér þetta betur? T.d. gætu þeir farið að spyrja hann um hvaða munu sé á þessum lögum frá því í sumar og núna. Og eins og við vitum eru það aðallega 2 atriði þ.e. hvað verður um hugsanlegar eftirstöðuvar 2024 og svo hvenær við borgum vexti. En það er talið að reyni aldrei á ákvæðið varðandi 2024 og aldrei hafi verið möguleiki á að restinni yrði bara afskrifuð þá. Það væri nú okkur varla til framdráttar í umræðunni. Þ.e. öll þessi læti út af ekki stærri atriðum.


mbl.is Eldri lögin taka gildi falli þau nýju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband