Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

Auðvita er allt stopp! Við bíðum jú eftir að Bjarni og Sigmundur komi með flottu lausnirnar sínar.

Við hverju var að búast? Það var kynnt þegar stjórnvöld funduðu með stjórnarandstöðunni á mánudag að menn ætluðu að hittasta aftur og koma sér saman um einhverja lausn.

Nú er bara að bíða eftir að stjórnarandstaðan og aðrir snillingar komi með raunhæfa lausn á þessari deilu. Hingað til hefur stjórnarandstaðan nærst á því að segja að samninganefndin hafi verið vanhæf, embættismann verið vanhæfir og jafnvel gengir svo langt segja að þetta fólk hafi verið verra enn ekkert. Það hafi engu náð fram.

Því er eðlilegt að nú komi stjórnarandstaðan með markmið og leiðir til að ná nýjum samning. Og rétt væri að þau sköffuðu fólk til að koma þeim lausnum í gegn.

En það á víst að hittast í kvöld. Spennandi!

Hér má sjá nýjasta svar framsóknar (gáfulegt að vanda):

Framsóknarmenn setja það sem skilyrði fyrir pólitískri samstöðu í Icesave málinu að ríkisstjórnin lýsi því yfir að Íslendingar þurfi betri samning.

Þverpólitísk sátt í Icesave málinu er talin vera forsenda þess að Íslendingar geti hafið nýjar samningaviðræður við Breta og Hollendinga.

„Við verðum að reyna það að minnsta kosti þó að við höfum ekki verið ánægð með það hvernig ríkisstjórnin hefur haldið á þessu," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, aðspurður hvort hann telji líklegt að pólitísk sátt náist í Icesave málinu.

Hann segir að stjórnin hafi byrjað að senda út yfirlýsingar þar sem ítrekað hafi verið að Íslendingar ætluðu að ábyrgjast allar innistæður.

„Síðan í framhaldinu koma alls konar yfirlýsingar um að yfir standi örvæntingarfullar viðræður við Breta og Hollendinga. Utanríkisráðherra segir að við séum í herkví. Þetta er ekki til þess fallið að hjálpa málstað Íslendinga. Þess vegna gerum við kröfu um það að ríkisstjórnin að minnsta kosti lýsi því yfir að við þurfum að fá betri samning. Það hlýtur að vera lágmarkskrafa að stjórnvöld í landinu taki að minnsta kosti undir með almenningi og þeim sem vilja okkur vel í útlöndum og segi að við þurfum að gera betur," segir Sigmundur Davíð. (www.visir.is )

Þetta er nú svo barnalegt að ég á ekki frekari orð


mbl.is Stopp í Icesave-málinu þessa dagana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kópavogur má alveg við að þessi maður komi ekki nálægt stjórn bæjarins oftar.

Gunnar byrjaður að blogga á www.pressan.is og það var eins og við var að búast maður byrjar með skætingi og skítkasti eins og honum virðist vera tamt. Það eru ekki nema nokkrir dagar síðan að Gunnsteinn bæjarstjóri lýsti því yfir að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram aftur þar sem að Gunnar ynni gegn sér bak við tjöldin. En það er einmitt stjórnunarstíll Gunnars. Nú í fjarveru Gunnars frá bæjarmálum þá hefur tekist samstaða um vinnu í bæjarstjórn Kópavogs að erfiðri fjárhagsáætlun eftir að Gunnar nærri einn og óstuddur hefur gert Kópavog stórskuldugan.

Þannig var frétt á www.pressan.is fyrir nokkrum dögum þar sem sagði

Hafnarfjörður: Meirihlutinn hefur aukið skuldir bæjarins um átta milljónir á dag í átta ár

En á facebook sá ég eftirfarandi athugsemd við þessa frétt

Skuldir Kópavogsbúa hafa aukist um 17,5 milljónir á dag á þessu kjörtímabili, það var undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Þessi ágæti maður myndi kvarta ef hann byggi í Kópavogi!

En aðallega eru það vinnubrögð Gunnars sem ég vona að við séum laus við. Skítkast hans út í andstæðinga, baktjaldamakk, greiðasemi við verktaka, rándýr gæluverkefni hans og það að hygla vinum og ættingjum. Vanhugsaðar áætlanir og framkvæmdir úr öllum tengslum við raunveruleikan gera Gunnar að óhæfum stjórnanda Bæjarfélags. Þetta hentar kannsi verktakafyrirtæki en ekki bæjarfélagi það er bara allt annað. 


mbl.is Segir forstjóra Bankasýslunnar vera kúlulánadrottningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað á að segja um svona? Paranoia!

Það er alveg makalaust að hlusta á þessa drengi. Bjarna og Sigmund Davíð. Þeir ná sér bara ekki upp úr skotgröfunum. Það er sama hvað er verið að ræða um. Og þeir virðast vera þess fullvissir að Fréttablaðið sé í harðri baráttu gegn þeim og snúi út úr öllu sem þeir segja. Og ekki bara Fréttabalðið bara allir aðrir. Þetta er nú kallað ofsóknarkend.

 En ég segi að það var sama hvar maður hlustaði á þá maður gat ekki misskilið að þeir vildu síður að þetta mál færi í atkvæðagreiðslu. Þeir lögðu áherslu á að nýta sér synjun forsetans til að fara út og semja aftur. Og hvað er það nema að vilja komast hjá þjóðaratkvæðagreiðslu. Sér í lagi áberandi hjá Bjarna Ben.

Svo ég held að þessir menn ættu nú ekki að tala um spuna annarra, þeir fara þar fremstir og studdir samtökum og hópum bæði formlegum og óformlegum. Meira að segja er heilu dagblaði haldið gangandi til að styðja þeirra málstað.


mbl.is Stjórnarliðar buðu til samráðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lausn í sjónmáli?

Var að lesa á pressunni.is að Breska stjórnvöld staðfesta að viðræður séu milli þeirra, Íslands og svo Hollands og Bretlands með aðkomu ESB.

Fór í framhaldinu að velta fyrir mér:

  • Ef að næst samningur um hvað ætlar Framsókn að fylkja sé í staðinn? Verður Sigmundur kannski kjaftstopp?
  • Mun Bjarni Ben hætta að snúast í hringi í sínum málflutningi?
  • Nú er búið að samþykkja skattatillögur, fjárlög og helstu aðgerðir næsta árs.
  • Eða sameinast þeir um að verða á móti hugsanlegu nýju samkomulagi, jafnvel þó þeir hafi komið að því að vinna að því?

mbl.is Reynt til hins ítrasta að semja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta ekki maðurinn sem fyrir nokkrum dögum sagði allt annað?

Sögðu Bjarni og Sigmundur Davíð ekki fyrir nokkrum vikum eða dögum jafnvel að það væri með öllu óeðlilegt af stjórnvöldum að tengja Icesave og líf stjórnarinnar saman? Og hvað segir hann nú:

„Í víðu samhengi þá mun hún snúast um líf ríkisstjórnarinnar," segir Bjarni. „Ríkisstjórn sem getur ekki leyst þetta vandamál getur ekki haldið áfram.

Og í því samhengi þá undra það mann að Bjarni og eftir atvikum Sigmundur hafa ekki farið erlendis t.d. til Hollands og Bretlands og talað máli okkar þar við kollega sína í systur flokkum þar. Af hverju skildi það nú vera? Af hverju hamast þeir í stjórnvöldum fyrir skort á kynningu en hafa svo ekki sjálfir dug í að vinna að sínum góðu lausnum sem þeim finnast svo auðvelt að hrinda í framkvæmd? Maður hefði nú haldið að þeir vildu sína okkur efasemdarmönnum að við hefðum rangt fyrir okkur.

Er þetta kannski bara ekki ætlun þeirra. Getur verið að þeir séu bara vísvitandi að skapa hér falsvonir hjá þjóðinni og skapa hræðslu og ringulreið til að grafa undan núverandi stjórnvöldum. Nú þegar að búið er að ganga í skítverkin eins og hækka skatta og koma bönkunum af stað þá sé alveg þess virði að gera úrslitatilraun að koma stjórnvöldum frá.

Síðan væri gott fyrir Bjarna að átta sig á að hann sem talar um að við þeir segja að verðum að koma saman sem sterk heild gagnvart viðsemjendum, gerum það varla þegar að menn segja svona við Reuters:

 „Ríkisstjórn sem getur ekki leyst þetta vandamál getur ekki haldið áfram. "

Bjarni er að sýna sig sem tækifærisista sem segir bara það hentar í hvert skipti þó það stangist á við orð hans daginn áður.


mbl.is Bjarni: Snýst um líf ríkisstjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til umhugsunar fyrir fólk. Eru það greiðslur af Icesave sem setja okkur á hausinn?

Var að lesa bloggið hans Andra Geirs Arinbjarnasonar. Þar veltir hann fyrir sér eftirfarandi:

 Hvort er líklegar að Icesave samningurinn fari með þjóðina á hausinn eða sú staðreynd að allt er hér í stoppi vegna rifrildis um málefni sem nemur um 2.5% af landsframleiðslu.  Er virkilega skynsamlegt að setja hin 97.5% á ís mánuðum saman og fórna uppbyggingartækifærum og trausti okkar vegna Icesave?  Þurfum við ekki að setja þetta í rétt samhengi?  Góð erlend umræða hefur sín takmörk?

Allt bendir til að eignir Landsbankans dugi upp í höfuðstól lánsins þannig að það eru vextirnir sem verða íþyngjandi þar til lánið er að fullu greitt.  Í upphafi eru þetta um 950 dollara á mann á ári af landsframleiðslu upp á 37,000 dollara eða um 2.5%.

Það er sama tala og Bretar eyða í hernaðarútgjöld og þar sem við höfum ekki her og Icesave samningurinn á að bjarga okkur frá efnahagshruni passar þetta vel í bókhaldið!

Bandaríkjamenn eyða um 4.5% af þjóðartekjum í hernaðarmál til samanburðar.

Vandamálið er að þessi útgjöld skapa ekki vinnu hér á landi nema að takmörkuðu leyti og fara ekki í framleiðslu hér.  Kannski getum við reynt að fá Hollendinga og Breta til að "endurfjárfesta" hluta af þessu fjármagni í íslenskum atvinnurekstri.  

Icesve yrði þá okkar "hernaðarútgjalda" póstur í ríkisbókhaldinu.

Við þurfum að fara að hugsa um þetta mál á nýjum nótum.

Finnst að fólk ætti að velta þessu vel fyrir sér áður en það heldur því fram að greiðslunar af Icesave séu það sem kemur okkur á hausinn.

 


mbl.is Engar viðræður um nýtt Icesave-samkomulag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær ætlar fólk að ná þessu?

Birti hér fréttatilkynningu ríkisstjórnarinnar af www.eyjan.is

Innlent - mánudagur - 11.1 2010 - 16:33

Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar: Enginn vafi að innlán í útibúum erlendis eru á okkar ábyrgð

stjornarradid1.jpgRíkisstjórn Íslands hefur sent frá sér tilkynningu vegna fjölmiðlaumfjöllunar um ábyrgð gistiríkja á eftirliti útibúa fjármálastofnana innan sinnar lögsögu. Er það hrakið það sem Evrópuþingmaðurinn Alain Lipietz hélt fram í þættinum Silfur Egils í gær að Ísland bæri engar ábyrgðir vegna Icesave reikninga Landsbankans í Bretlandi og Hollandi.

Tilkynningin er svohljóðandi: 

Með aðild sinni að EES-samningnum gerðist Ísland hluti af innri markaði Evrópu. Samkvæmt tilskipunum ESB sem Ísland hefur tekið upp með lögum frá Alþingi gildir eftirfarandi:

·        Banki sem er með höfuðstöðvar í EES ríki stofnar útibú í öðru EES ríki: þá gildir ábyrgð tryggingarsjóðs heimaríkisins, þar sem höfðustöðvar bankans eru.
·        Banki sem er með höfuðstöðvar í ríki utan EES stofnar útibú í EES ríki: þá gildir ábyrgð tryggingarsjóðs gistiríkisins, þar sem útibúið starfar.

Ljóst er af þessu að þar sem Ísland er EES ríki féllu skyldur vegna trygginga á innlánum í útibúum íslenskra banka í öðrum EES ríkjum á íslenska tryggingasjóðinn.  Þótt meginreglan sé einnig sú að eftirlit með því að fjármálastofnun geti greitt út innlán hvíli á heimaríki hefur af hálfu Íslands samt sem áður verið bent á að eftirlitsstofnanir gistiríkis séu ekki undanþegnar eftirlitsskyldum.

Samkvæmt tilskipun 94/19/EB um innlánatryggingakerfi sem Ísland hefur tekið upp er það skylda sérhvers aðildarríkis EES að tryggja að á yfirráðasvæði þess sé komið á fót innlánatryggingakerfi, sem nái til fjármálastofnana með höfuðstöðvar í því ríki sem og útibúa þeirra á Evrópska efnahagssvæðinu. Tilskipunin kveður skýrt á um að útibú í öðrum aðildarríkjum EES falli undir innlánatryggingakerfi heimaríkisins.

Íslensk stjórnvöld hafa á öllum stigum Icesave-málsins haldið því fram gagnvart Bretum, Hollendingum og Evrópusambandinu að um lagalega óvissu væri að ræða varðandi ábyrgð ríkissjóða við kerfishrun á lágmarkstryggingum innstæðueigenda. Jafnframt var strax í upphafi lögð áhersla á að fá úr málinu skorið fyrir viðeigandi úrskurðaraðila eða dómstól, en öllum tilraunum til þessa hefur verið hafnað af öðrum samningsaðilum en það er meginregla í þjóðarétti að ríki geta ekki leyst úr ágreiningi sín á milli fyrir dómstólum nema allir aðilar samþykki. Þessi fyrirvari sem áréttaður er í 2. gr. l. nr. 1/2010 breytir þó engu um þá niðurstöðu að ábyrgð tryggingarsjóðs heimaríkis gildir um útibú banka innan EES þótt annað hafi verið fullyrt undanfarna daga. 

 Held svo að við ættum að reyna að klára þetta núna heldur en að valda okkur en meiri skaða. 


mbl.is Ræddi við norræna ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Argentínuleiðin var nú leið sem sumir stjórnasndstæðingar hafa boðað sem góða

Hér á síðasta ári voru margir stjórnarandstöðuþingmenn og fleiri sem boðuð leið sem Argentína fór þ.e. að neita að gera upp skuldir sínar. Menn hafa talað um að Argentína hafi bara hætt að borga og það hafi ekki haft nein áhrif. En úps það eru 8 ár síðan og þeir eru enn í vandræðum og eru að selja eignir ríkisins á spottprís. Í því sambandi og til að sýna hvað fólk getur bullað er rétt að benda á þessa frétt af www.visir.is

„Fyrir átta árum hlaut Argentína sömu örlög og Ísland. Landið gat ekki staðið við skuldbindingar sínar. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) og aðrar alþjóðlegar lánastofnanir neituðu landinu um ný lán þar til hin gömlu höfðu verið gerð upp."

Þannig hefst frétt á vefsíðunni e24.no undir fyrirsögninni „Argentína vill komast út úr íslensku gildrunni". Argentína er í sárri þörf fyrir fjármagn og hefur m.a. selt ríkisbréf til „góðra granna" á spottprís til að fjármagna vinsæl verkefni innanlands. Þar að auki hafa lífeyrissjóðir verið þjóðnýttir. Fréttin byggir á umfjöllun Financial Times um málið.

Nú setur landið traust sitt á Bandaríkin til að ná samningum við kröfuhafana. Efnahagsmálaráðherra Argentínu, Amado Boudou, fer til Washington á miðvikudag til samningaviðræðna við bandarísk stjórnvöld og hinna stærri lánveitendur. Málið er að ná endanlegu samkomulagi um endurgreiðslur á hluta af ríkisskuldunum.

Efnahagur Argentínu hrundi fyrir átta árum siðan og námu skuldir landsins þá um 100 milljörðum dollara sem landið gat alls ekki borgað. Reynt var að ná samkomulagi sem fólst í að kröfuhafar fengju tæplega þriðjung af skuldum sínum endurborgaðar. Það samkomulag var fellt og leiddi það til þess að Argentína var útilokað frá alþjóðlegum fjármálamörkuðum árið 2005.

Stjórnvöld hafa lagt fram tillögu um að gjaldeyrisvarasjóður landsins verði m.a. notaður til að greiða upp skuldirnar en það hefur valdið miklum deilum innanlands. Seðlabankastjóri landsins hefur enn ekki veuitt heimild til slíks.

Amado Boudou vonast til þess að komandi samningar myni ryðja úr veg þeim hindrunum sem voru á að semja árið 2005. Aðstæður séu aðrar núna og hægt að gefa kröfuhöfunum betri kjör á endurgreiðslum til þeirra.


mbl.is Ríkisstjórnin í vandræðalegri stöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er svona að velta fyrir mér: Hvað er ásættanlegir samningar?

Sigumundur Davíð sem hefur farið hamförum yfir að allt eigi að vera upp á borði svaraði þessari spurningu í dag á Stöð 2 og í morgun á Bylgjunni minnir mig.

 Hann segir aðspurður um hvað séu ásættanlegir samningar að hann vilji nú ekki gefa það upp í fjölmiðlum. Því það geti komið viðsemjendum okkar til góða. Bíddu halló! Ekki fannst honum það haldbær rök þegar verið var að fjalla um málið í þinginu. Hvernig getur hann sagt að einn samningur sé slæmur þegar hann er ekki tilbúinn að segja þjóðinni hvernig samning hann gæti sætt síg við?


mbl.is „Ekki einhliða innanríkismál“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá vandamál við þetta!

Svona til að byrja með er Íslands búið að gera samning og það t.d. 3x við Holland og 2x við Breta

Holland

Samkomulag milli Hollands og Íslands um IceSave

11.10.2008

Að loknum uppbyggilegum viðræðum hafa hollensk og íslensk stjórnvöld náð samkomulagi um lausn mála hollenskra eigenda innstæðna á IceSave-reikningum Landsbankans.

Fjármálaráðherra Hollands, Wouter J. Bos, og fjármálaráðherra Íslands, Árni M. Mathisen, tilkynntu þetta.

Ráðherrarnir fagna því að lausn hafi fundist á málinu. Wouter J. Bos kvaðst einkum ánægður með að staða hollenskra innstæðueigenda væri nú skýr. Árni M. Mathiesen bætti við að aðalatriðið væri að málið væri nú leyst.

Samkomulagið kveður á um að íslenska ríkið muni bæta hverjum og einum hollenskum innstæðueiganda innstæður að hámarksfjárhæð 20.887 evrur. Hollenska ríkisstjórnin mun veita Íslandi lán til að standa undir þessum greiðslum og hollenski seðlabankinn mun annast afgreiðslu krafna innstæðueigendanna.

 

Reykjavík 11. október 2008

Þetta samkomulag innifól í sér lán fyrir þessu frá Hollandi sem var reiknað með að yrði til 10 ára með 6,7% vöxtum

Samkomulag næst við Evrópusambandið fyrir hönd Hollendinga og Breta - Greiðir fyrir láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF)

16.11.2008

Mikilvægur áfangi hefur náðst til lausnar deilunnar um innstæðutryggingar vegna íslenskra bankaútibúa á Evrópska efnahagssvæðinu og stöðu sparifjáreigenda í þeim. Viðræður Íslands við nokkur Evrópusambandsríki, sem komust á fyrir tilstilli Frakklands sem nú fer með formennsku í Evrópusambandinu, leiddu til samkomulags um viðmið sem lögð verða til grundvallar frekari samningaviðræðum.

Samkomulagið felur í sér að íslensk stjórnvöld ábyrgjast lágmarkstryggingu þá sem EES-reglur mæla fyrir um til innstæðueigenda í útibúum bankanna erlendis. Endanlegur kostnaður ríkissjóðs vegna þessa mun ráðast af því hvað greiðist upp í innstæðutryggingar af eignum bankanna. Einnig er kveðið á um að Evrópusambandið, undir forystu Frakklands, taki áframhaldandi þátt í að finna lausnir sem gera Íslandi kleift að endurreisa fjármálakerfi og efnahag.

Aðilar eru ásáttir um að hraða fjárhagslegri aðstoð við Ísland, þar með talið samþykkt lánafyrir­greiðslu sem beðið hefur samþykktar stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) undanfarnar vikur. Erindi Íslands hjá IMF verður tekið til afgreiðslu hjá sjóðnum miðvikudaginn 19. nóvember.

Umsamin viðmið

  1. Ríkisstjórn Íslands hefur átt viðræðufundi með stofnunum Evrópusambandsins og hlutaðeigandi aðildarríkjum þess um skuldbindingar Íslands samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið að því er tekur til tilskipunar um innstæðutryggingar 94/19/EB. Aðilar komu sér saman um að tilskipunin um innstæðutryggingar hafi verið felld inn í lög­gjöf­ina um Evrópska efnahagssvæðið í samræmi við samninginn um Evrópska efnahags­svæð­ið og gildi því á Íslandi með sama hætti og hún gildir í aðildarríkjum Evrópusambandsins.
  2. Viðurkenning allra aðila á þessari lagalegu stöðu greiðir fyrir skjótri niðurstöðu samninga­viðræðna þeirra sem nú standa yfir um fjárhagsaðstoð við Ísland, þ.m.t. við Alþjóða­gjald­eyris­sjóðinn. Þessar samningaviðræður skulu fara fram með samhæfðum og samræmdum hætti og skal þar tekið tillit til hinna erfiðu og fordæmislausu aðstæðna sem Ísland er í og knýjandi nauðsynjar þess að ákveða ráðstafanir sem gera Íslandi kleift að endurreisa fjármála- og efnahagskerfi sitt.
  3. Stofnanir Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins munu taka áframhaldandi þátt í þessu ferli sem fer fram í samráði við þær.

Reykjavík 16. nóvember 2008

Í framhaldi af þessu þá fengum við samningin við Holland upptekin og lánstímin lengdur og vextir lækkaðir sem og að eignir Landsbankans far beint í að greiða niður þessi lán.

Þá var bara að ganga frá samning sem var gert í júní. Þennan sem við þekkjum með 5,55% vöxtum afborgunarlaust í 7 ár og til 15 ára.

Alþingi setti fyrirvara við ríkisábyrgð sem Holland og Bretar samþykktu ekki að fullu. Þeir tóku um 80% af fyrirvörum og gerðu við okkur viðbótarsamning.

 Í okt/nóv 2009. Þann samning er Alþingi búið að samþykkja.

Svo ég sé ekki alveg hvað sáttasemjari eða milligöngumaður eigi að gera fyrr en eftir þjóðaratkvæðagreiðslu. Nema að ríkisstjórnin dragi lögin nú til baka og rifti samningum við Breta og Hollendinga. Það er nokkuð ljóst að það þjónar hagsmunum Breta og Hollendinga að bíða þar til búið er að greiða atkvæði um þetta.

Eins velti ég því fyrir mér af hverju að Bretar og Hollendingar hafa ekki gripið til varnar í fjölmiðlum. Held að nú sé lognið á undan storminum. Trúi því að við eigum nú eftir að heyra hressilega í þeim ef þeim sýnist að útséð sé um úrslit þjóðaratkvæðagreiðsluna verði þeim ekki í hag.

Því held ég að þeir vilji náttúrulega lítið við sáttasemjara tala fyrr en endanleg niðurstaða ríkisábyrgðar liggur fyrir.  Væru frekar líklegir til að laga samninginn t.d. um 0,1% held ég og þá yrðu allir glaðirSmile


mbl.is Leita þarf utanaðkomandi aðstoðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband