Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010
Fimmtudagur, 7. janúar 2010
Kostnaður okkar af icesave ófrágengnu!
Hef nú mitt í öllum þessu spádómum sem nú eru í gangi verið að velta fyrir mér kostnaði okkar við að hafa Icesave ófrágengið. Svona upp á grínið setti ég upp þessa punkta sem mótast á að ég veit lítið um þetta.
- Nú er ljóst að icesave hefur með öðru valdið því að við ríki, sveitarfélög og fyrirtæki eru í raun útilokuð frá lánamörkuðum og með afleit kjör.
- Svona ef við sláum á það gæti ég trúað að við eðlileg eða betri skilyrði í dag væri þörf fyrir lánsfé hér upp á kannski 15 til 20 milljarða á mánuði. T.d. í virkjanir, endurfjármögnun, vegaframkvæmdir og fleira. Og skapa líka vandræði hjá þeim sem þurfa að endurfjármagna sig og þurfa því að skera niður.
- Þetta gera þá kannski um 240 milljarða á ári sem koma ekki inn í þjóðarbúið með tilheyrandi vexti.
- Eins má færa að því líkur að álit og traust erlendra banka hafi hrapað enn meira niður og lengri tíma taki að vinna það til baka.
- Þannig að ef við segjum að Icesave verði fellt í mars. Og deilur verði um þessi mál fram eftir ári þá má færa líkur á að þessar deilur kosti okkur kannski 300 til 400 milljarða alls þegar tekið er tillit til tapaðra fjarfestingakosta, vaxtakjara, vaxtar í þjóðfélaginu og atvinnuleysi.
- Finnst fólk alveg furðulega rólegt varðandi þetta.
- Skil ekki heldur að enginn hagfræðingur hefur ekki reynt að spá um þennan kostnað.
Bretar beita sér ekki gegn Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 7. janúar 2010
Ekki allt fallegt sem um okkur er skrifað og sagt í dag
t.d. þetta
Bananalýðveldið Ísland
Þegar forseti Íslands synjaði lögum staðfestingar sem skuldbinda Ísland til þess að tryggja innstæður útlendinga í íslenskum bönkum er það ekki aðeins atlaga gegn fulltrúalýðræðinu í landinu. Það er einnig tilraun til þess að skrá Ísland út úr samfélagi þjóðanna.
Þannig tekur Daninn Uffe Elleman-Jensen, fyrrverandi ráðherra og nú dálkahöfundur til orða í grein í Berlingske Tidene í dag. Það er eins og harðgerðir Íslendingarnir hafi misst allt raunveruleikaskyn.
Uffe Elleman segir jafnframt að hugmyndirnar, sem á kreiki séu um afleiðingarnar af þessu, séu geggjaðar og yfirdrifnar. Þetta segi ég sem gamall Íslandsvinur. Hugsið ykkur hvernig málið lítur út frá bæjardyrum annarra...
Og hann lýkur þessu svona
Íslenskur vinur minn sagði eitt sinn þegar við ókum fram hjá gróðurhúsi sem kynt er með jarðvarma. Hér ræktum við banana og því gætir þú allt eins kallað okkur bananalýðveldi.
Ég hló að þessu þá. Ég gat ekki látið mig dreyma um að kalla eitt elsta lýðræðisríki veraldar, byggt stoltum og sterkum einstaklingum, bananalýðveldi. Ég er ekki lengur eins viss í minni sök eftir atburði síðustu daga. http://www.dv.is/frettir/2010/1/7/bananalydveldid-island/
Og svo segir sá finnski Kaarlos Jännäris, bankasérfræðingurinn og fyrrverandi forstjóri finnska fjármálaeftirlitsins, sem stjórnvöld réðu sem ráðgjafa við endurskipulagningu bankakerfisins hér. m.a. sem er gott að muna þegar við eru að skamma Norðulönd
Um leið kveðst Jännäri skilja reiði þjóðarinnar yfir þeirri stöðu sem hún er í. Á hinn bóginn séu reglur um innlánstryggingar ein af grunnstoðum hins evrópska fjármálakerfis. "Íslendingar eru bundnir af lögum Evrópusambandsins með aðild sinni að Evrópska efnahagssvæðinu og þurfa að haga málum sínum í samræmi við þær reglur." Hann segir ljóst að ef eignir tryggingasjóðs dugi ekki til þá þurfi ríkið að hlaupa undir bagga. "Og nú hafa ríkisstjórnir Hollands og Bretlands greitt þessar inneignir sem tryggingarsjóður ykkar skuldar og ríkisstjórn Íslands ábyrgist," segir Jännäri og kveðst sjálfur hafa farið yfir muninn á nýju lögunum og þeim sem samþykkt voru í ágúst. "Og ég get vel séð af hverju Bretar og Hollendingar geta ekki sætt sig við fyrirvarana sem þá voru settir. Gömlu lögin nægja því ekki."
Kaarlo Jännäri segist eiga hér marga góða vini og vilja styðja Íslendinga í raunum þeirra. "En því miður virðast margir hafa misskilið stöðuna sem landið er í. Sumir virðast nú reiðir erlendu ríkjunum, sem þó eru að reyna að hjálpa Íslendingum." Sem dæmi nefnir Jännäri að vegna fjárlagahalla heima fyrir hafi Finnland neyðst til að taka 30 milljarða evra (5.400 milljarða íslenskra króna) að láni. "Samt eru Finnar að lána Íslendingum peninga. Og það sama gildir um mörg önnur lönd sem glíma við vandamál heima fyrir. Ég held að komið hafi verið fram við ykkur af mikilli vinsemd, en þjóðin virðist ekki hafa áttað sig á því." Jännäri segir sér virðast sem íslenskum stjórnvöldum hafi mistekist að skýra stöðu landsins fyrir þjóðinni. olikr
http://vefblod.visir.is/index.php?s=3673&p=86354
Bylmingshögg ef Norðurlöndin hjálpa ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 7. janúar 2010
Stjórnin stendur og fellur með Icesave! Annað gengur ekki!
Verð að segja að þetta er frekar barnalegt viðhorf?
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, sagði eftir fund nefndarinnar í dag að hún vilji að stjórnvöld sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis að hún muni ekki nota Icesave-kosninguna sem mælikvarða um það hvort ríkisstjórnin lifi eiður ei, eða hvort forseti Íslands eig að segja af sér. Þetta snýst ekki neitt um það, segir hún.
Hún hlýtur að sjá að ef að þetta mál fellur á ríkisstjórnina þá er það yfirlýsing um að þjóðin er að hafna leiðum stjórnvalda og þeirra skýringum. Og af hverju ætti stjórnvöld þá að starfa áfram nema til þess að stjórnarandstaðan fái tækifæri á að hamra á ríkisstjórninni í hverju stórmálinu á eftir öðru. Heyrði m.a í Þór Saari í útvarpi um daginn þar sem hann lýsti algjöru frati á tillögu stjórnvalda um Þjóðaratkvæði um þetta mál og sagði það blauta tusku framan í þjóðina. Siv Friðleifsdóttir ein af þeim þingmönnum sem hegðar sér eins og þingmaður var algjörlega ósammála Þór og sagði þetta frumvarp eins og það ætti að vera. En því nefni ég þetta að það virðist vera að stjórnarandstaðan ætli að nota þessa ríkisstjórn sem boxpúða til að geta slegið sig til riddara fyrir að berja á henni, án þess að koma með neitt uppbyggilegt í staðinn.
Af hverju ættu stjórnvöld að leggja á sig að vinna erfið verk ef að unnið er markvisst að því að grafa undan þeim. Verk sem oft eru íþyngjandi fyrir þjóðina, ef að stjórnarandstaðan veit allt betur en vill bara ekki taka við.
Réttum skilaboðum sé komið á framfæri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 7. janúar 2010
Furðuleg frétt hjá Mbl.is
Til að byrja með er þeir að vitna í færslu sem Karl Pétur skrifaði rétt eftir að ríkisstjórnin kynnti viðbrögð sín eftir að forsetinn tilkynnti niðurstöðu sína. Eða nánar: 05. jan. 2010 - 15:01
Síðan hefur m.a. komið fram
- Búið var að undirbúa viðbrögð við þessum tíðindum
- Forsetinn gaf ríkisstjórn engan fyrirvara um hvað hann ætlaði að gera
- Byrjað var að hafa samband við allar helstu fréttastofur þegar eftir að forsetinn tilkynnti sína ákvörðun.
Örugglega margt sem hefði mátt gera betur en 2 daga bloggfærsla sem búið er að svara m.a. hér og Steingrímur líka í viðtölum, er varla efni á fréttavef mbl.is
Almannatengill undrast viðbrögð forsætisráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 6. janúar 2010
Ruv segir annað
Er ég eitthvað að misskilja hér. Þetta stendur á www.ruv.is
Meirihluti landsmanna myndi samþykkja Icesave lögin í þjóðaratkvæðagreiðslu samkvæmt skoðanakönnun Capacent Gallup. Rösk 60% telja að ákvörðun forsetans hafi slæm áhrif á þjóðarhag.
Næstum níu af hverjum tíu gera ráð fyrir að taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave ríkisábyrgðina, fari hún fram.
Einhver er að bulla
PS Ok var að fatta þetta núna. Meirihlutinn vill fá nýjan samning. Það er nú allt annað. Það er semsagt von manna að takist að gera 3 samninginn við Breta og Hollendinga. Það er bara allt annað. Fólk er tilbúið að samþykkja núverandi lög en vonast eftir 3 lögunum og samkomulagi við Breta og Hollendinga
Meirihluti vill afnema lögin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Miðvikudagur, 6. janúar 2010
Skrautleg þjóð.
Held að Ólafur hafi ekki verið að vitna í marktækar skoðanakannanir þegar hann rökstuddi ákvörðun sína. Eða hvað segir fólk þegar að svona sveifla verður á einum degi:
Fyrst birt: 06.01.2010 18:00Síðast uppfært: 06.01.2010 18:13
Ríflega helmingur ósammála forseta
Ríflega helmingur þeirra sem svöruðu spurningum Gallups er ósammála ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, að skrifa ekki undir lög um ríkisábyrgð á Icesave.
Gallup beið ekki boðana eftir að ákvörðun forseta lá fyrir og spurði 1200 Íslendinga um álit á niðurstöðunni. Spurt var: Ertu sammála eða ósammála ákvörðun forseta Íslands um að staðfesta ekki lög um ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldbindinga sem Alþingi samþykkti 30. desember 2009?
51% aðspurðra er ósammála ákvörðun forsetans en 41% sammála. 8% voru hvorki sammála né ósammála.
Sé rýnt nánar í tölurnar kemur í ljós að 16,5% stuðningsmanna ríkisstjórnarinnar eru sammála ákvörðun forsetans, en 64,5% þeirra sem ekki segjast styðja stjórnina. Í greiningu Gallups segir að niðurstöðurnar bendi til þess að eftir því sem lengra hafi liðið frá tilkynningu forsetans hafi þeim fjölgað sem séu ósammála ákvörðun hans.
Svarhlutfall í könnuninni var 63,5% en þessi könnun var gerð á netinu. Nánar verður fjallað um niðurstöðurnar í sjónvarpsfréttum klukkan sjö.
Meirihluti andvígur ákvörðun forsetans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 6. janúar 2010
Er það skrítið þó að þeir misskilji málið!
Ef að fjölmiðlar hafa fylgst með málflutningi stjórnarandstöðunnar hér þá hefur hún sennilega komið mörg hundruðum sinnu í ræðustól Alþingis og sagt að við eigum ekki að borga. Svo hafa þeir hvíslað svona þegar fáir eru að taka eftir að auðvita ættum við að borga. Og eðlilegt að útlendir fjölmiðlar misskilji þetta þegar stórhluti þjóðarinnar hélt að hann væri að skrifa undir undirskriftalista InDefence um að hafna því að borga Icesave.
Telur útlenda fjölmiðla misskilja málið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 6. janúar 2010
Sé að Sigmundur hefur ekkert lært af áramótaskaupinu!
Sigumundur kemur fram í fjölmiðlum ótt og títt og talar um hræðsluáróður ríkisstjórnarinnar. Þetta er sami maður og hefur verið að tala um að við séum á leið til helvítis og AGS og allir erlendir aðilar séu í herferð gegn okkur. Og að allir embættismenn séu ömurlegir, ráðherra ómögulegir og ég veit ekki hvað. En svo eru honum leyft að koma hér og segja:
Formaður Framsóknarflokksins segir það mjög slæmt ef fyrirhuguð þjóðaratkvæðagreiðsla eigi að snúast um stjórn eða stjórnarandstöðu
Nú um hvað heldur hann að þetta snúist? Er hann að segja að þetta sé einfalt og ef ríkisstjórnin fari að vilja Framsóknar þá séu allir vinir? Eru gjörðir hans eitthvað sem vekur traust fólks á að hans leiðir séu þær rétt?
Neikvæð umræða hentar ríkisstjórninni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 6. janúar 2010
Hrikaleg mistök forseta og fleiri
Ég hef í ljósi atburða gærdagsins verið að velta fyrir mér hverslags vinnubrögð þetta eru hjá forseta og sennilega ríkisstjórn. Nú er forseti og ríkisstjórn að fara bæði með málefni Íslensku þjóðarinnar.
Var þá til of mikils mælst að þau hefðu samræmt sig áður en að forsetinn tilkynnti um ákvörðun sína. Jafn vel daginn áður. Hann hefur væntanlega verið búinn að ákveða sig einhvern tíma áður þvi hann var tilbúinn með enska útgáfu af yfirlýsingu sinni þegar hann synjaði lögunum staðfestingar. Og t.d. hefði verið hægt að stilla þessu upp þannig að ríkisstjórn hefði getað brugðist við jafnvel áður og sagt í ljósi þess að forstinn muni synja þessum lögum staðfestingar þá vildi ríkisstjórn Íslands lýsa því yfir að ekki væri verið að falla frá ríkisábyrgð landsins. Hefði sparað okkur sennileg nokkra milljarða í formi lánakjara okkar næstu árin.
Finnst furðulegt að í ljósi ábyrgðar og reynslu forseta að hann hafi ekki undirbúið þetta betur til að standa vörð um hagsmuni landsins.
Indlandsferð forseta enn á dagskrá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 5. janúar 2010
Getum við ekki sent Indefence að redda okkur?!
Íslendingar í vondum málum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson