Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010

Held að Marinó hafi hlaupið á sig.

Fréttatíminn er kominn á netið og þar er fréttin um Marinó G Njálsson sem sagði sig úr stjórn Hagsmunasamtaka heimilana í dag. Eitthvað er þessi frétt ómerkileg og segir bara alls ekkert um fjárhag hans. Hún segir bara alls ekki neitt. Engin ástæða til að gera svona mikið mál úr þessum nema að Fréttatíminn hafi hætt við að birta upplýsingarnar.

marino


Þetta eru nú kannski ekki rétt viðbrögð hjá Marínó.

Það hefur nú hélt ég alltaf legið fyrir að Marinó og fleiri í Hagsmunasamtökunum fóru í sína baráttu vegna þess að þeir eins og aðrir voru skuldugir og með gengistryggð lán sem hækkuðu griðalega. Mig minnir að þeir hafi nú flestir sagt frá þessu áður þó ekki væri talað um upphæðir.  Eins hefur þetta verið í umræðunni. Og hversu ákaft þeir hafa beitt sér er náttúrulega líka kannski tengt hvernig þeirra skuldamálum er háttað. En ég sé ekki að það ætti að valda því að þeir hætti að tala fyrir sínum málum. Marinó hefur jú yfirleitt verið málefnalegur þó ég sé ekki sammála honum! 

En það hlýtur að hafa verið öllum ljóst að þeir sem fara m.a.  fyrir málum í Hagsmunasamtökunum sem og fleiri eru þarna vegna þess að þeir eru knúnir áfram af m.a. eigin stöðu. Og ekkert að því. Bara að fólk geri sér grein fyrir því.


mbl.is Segir sig úr stjórn vegna umfjöllunar Fréttatímans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Furðulegar fréttir frá Vg

Annar armurinn vill halda áfram viðræðum. Hinn armurinn vill ekki aðlögunarviðræður en ræða við ESB um fiskveiðar og landbúnað og fá niðurstöður í það fyrir 15 apríl:

Flokksráð VG gerir þá skilyrðislausu kröfu að yfirstandandi aðlögunarferli að Evrópusambandinu verði stöðvað, svokallaðri rýnivinnu vegna málsins hætt og að ekki komi til boðaðra fjárveitinga úr sjóðum ESB inn í íslenskt efnahags- og stjórnmálalíf. Flokksráð VG ítrekar þá afstöðu flokksins að hagsmunum Íslands sé betur borgið utan ESB. Mikilvægt er að sú afstaða flokksins komi skýrt fram í þjóðmálaumræðunni hvað sem líður ríkisstjórnarsamstarfi VG og Samfylkingar.“

Þá er ályktað um að þegar verði teknar upp efnislegar viðræður við ESB um grundvallarhagsmuni Íslands. Niðurstöður þeirra viðræðna liggi fyrir ekki síðar en 1. mars n.k. Þá skuli boðað til landsfundar VG þegar svörin hafi borist, ekki síðar en 15. apríl n.k. 

Sem sagt að það á að halda viðræðum áfram eins og Vg vill og klára málin í apríl.  

En hvað með okkur mörg sem viljum breyta landbúnaðarkerfinu. Og fá þar almennilega samkeppni sem og að eftirlit með opinberum styrkjum sé ekki á hendi þeirra sem þiggja þá?

Svo er allt í lagi að benda Vg á að þeir hafa ekkert um það að segja að breyta viðræðum. Þær voru markaðar af Alþingi og flokkþing þeirra breytir engu um það mál

Hvaða framtíðarsýn hefur Vg varðandi Ísland og hvernig það getur brauðfætt fleiri Íslendinga og skapað þeim mannsæmandi laun. Hátæknifyrirtæki hér eru farin að gera upp í evrum eða dollurum. Þau eru að yfirgefa Ísland að einhverju eða mestu leyti. Og Vg situr og hræðist að ESB sé tilbúið að fjármagna undirbúning að hugsanlegum breytingum sem við þyrftum að fara í.  Vg veit að vegna tolla á unnar matvörur geta neytendur hér ekki fengið þær á eins hagstæðu verði og félög bænda kaupa upp mest af þeim skömmtum svo engin geti flutt neitt inn. Og eins þá getum við ekki selt fullunnar matvörur þar sem á þær leggst  tollur hjá ESB löndum.

Svo hvernig framtíð sér Vg fyrir okkur. Eiga allir að fá sér bát og stunda strandveiðar? 

Eins væri gaman að Vg skýrði það út af hverju þau gera ekki athugsemdir við að útgerðamenn halda hér úti heilu dagblaði til að berjast á móti ESB. Og eins af hverju að ESB má ekki kynna sig hér á landi. Og af hverju peningar frá ESB eru hættulegir. Minni á að ESB styrkir hér rannsóknir og verkefni vísindamanna fyrir milljarða og Vg gerir ekki athugsemdir við það. ESB lög og reglugerðir eru teknar hér upp án þess að við höfum um það að segja og Vg gerir ekki athugsemdir við það.

Orðinn ekki lítið þreyttur á þessu liði. Vill að stjórninni verði slitið ef að þessi tillaga Ögmundararms Vg verði samþykkt.


mbl.is VG tekst á um ESB-inngöngu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnlagaþing: Kjörseðillinn minn

Hér er ég búinn að setja niður hvernig ég ætla að kjósa á Stjórnlagaþingið

kjorsedilinn
.

Svo er alltaf verið að deila á ríkisstjórnina

Held að fólk gleymi því oft að kröfuhafar bankana eru jafnvel bankar sem eru efnahagsleg stórveldi. Margfallt stærri en Íslenska ríkið. Svo mæta svona labbakútar eins og Hreyfingin, Framsókn og Hagsmunasamtökin og segja að málin séu einföld og ríkið eigi bara að lækka öll lán og það sé ekkert mál. Þeir gleyma því að endurreisn hér hefur verið erfið. Bankar og fyrirtæki hér hafa gleypt og tapað hvað um 7 til 9 þúsund milljörðum af fé sem kröfuhafar höfðu lánað hingað.

Þetta sýnir svo ekki er umdeilt að Sigumundur Davíð, Þór Saari og fleiri hafa bara yfirborðs þekkingu á málum og gera sér ekki grein fyrir hversu viðkvæm þessi sátt við kröfuhafa er varðandi gömlu og nýju bankana.

Eins er skrýtið að Ragnar Aðalsteinsson sé lögfræðingur margra kröfuhafana. Maður hefði ekki trúað að hann myndi taka svona mál að sér.


mbl.is Bankar veita ekki skaðleysisyfirlýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég legg til að greiðslumiðlun landbúnaðarins verði komið á.

Manni skilst að helstu áhyggjur Ásmundar Einars Daðasonar sé að ESB telji óeðlilegt að að hagsmunasamtökum séu afhentar um 500 milljónir fyrir að annast úthlutun á styrkjum okkar til bænda upp á 11 milljarða. Þeir vilja koma á sjálfstæðri ríkisstofnun sem úthlutar þessum styrkjum sem og hefur eftirlit með þeim.

 Hvað er að þessu Ásmundur? Og ég legg til óháð því hvort að við göngum í ESB að þessu kerfi verið komið á. Enda hefur fólk rætt um það í áraraðir að Bændasamtökin hafi nýtt þetta m.a. í að byggja eða halda við Bændahöllinni /Hótel Sögu. Eins þá er eðlilegt að það séu ekki þeir sem þiggja þessa styrki sem bæði semja um þá, sjá um að úthluta þeim til bænda og hafa svo eftirlit með sjálfum sér.

Þannig að ég sting upp á að einhverjir þingmenn taki sig saman um að flytja tillögu um að koma þessu kerfi hér á. Það hlýtur að vera að Alþingismenn samþykki þetta. Við erum jú að tala um meðferð á fé skattborgara.


mbl.is Hótað embættismissi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki að ná þessu hjá Hreyfingunni!

Svona til að byrja með þegar þau leggja til almenna leiðréttingu! Og finnst að lífeyrissjóðir geti vel borgað þetta af því að þeir hafi grætt svona mikið á verðtryggingu. Halló! Lífeyrissjóðir töpuðu mörg hundruð milljörðum á hruninu. Öllum hlutabréfum sínum í bönkunum og fleiri fyrirtækjum.  Þá eru lífeyrissjóðir bundnir af lögum að ávaxta fé sitt með minnst 3,5% raun ávöxtun. Og síðast en en ekki síst er jú stefnan að innan einhverja áratuga verið lífeyrissjóðir svo öflugir að þeir eigi að geta séð sínum sjóðsfélögum fyrir lífeyri sem dugi til framfærslu. Þ.e. þegar að út úr kerfinu fara þeir sem eru það gamlir að þeir löguðu ekki í sjóði fyrri hluta starfsævinar.

Þá bendi ég þessu ágæta fólki að bæði ríkið og bankar sem og lífeyrissjóðir þurfa væntanlega að ná þessu eignartapi og útgjöldum til baka. Og það þýðir verri lánakjör, skerðingar á greiðslur til ellilífeyrisþega, fleiri fyrirtæki sem ekki verður bjargað.  Eins hefur talað um að ríkið sé bótaskylt við svona almenna lækkun lána. Nema að að menn nái samkomulagi. Og svo skuldaaðlögun.

Bendi á ágæta pistla um þetta mál eftir Arnar Geir Arinbjarnarson Sjá hér og hér .

Það væri hræðilegt að eyða öllum þessum peningum og síðan væru nær sami fjöldi í vandræðum áfram. Því að t.d. meðalskuld þeirra sem eru í greiðsluvandræðum er um 18 milljónir. 15,5% lækkun þýðir um 2,5 milljónir sem höfuðstóllinn lækkar sem þýðir um 12 þúsund krónur sem mánaðarleg  greiðsla lækkar.

Viðbót skv. frétt á eyjan.is þá er þetta jafnvel enn klikkaðara með almannna lækkun lána:

Af þeim 185 milljörðum króna sem áætlað er að flöt niðurfelling á skuldum vegna húsnæðislána myndi kosta færi meginhluti þeirra beint í vasa tekjuhærri einstaklinga og fjölskyldna sem hefðu tólf milljónir eða meira í árslaun.

Kemur þetta fram í útreikningum á slíkri niðurfellingu af hálfu starfshóps þess er yfir slíkt fór að áeggjan stjórnvalda og kynnti útreikninga sína í gær.

Þannig fengju fjölskyldur eða einstaklingar með 2,5 milljónir í árstekjur skuldir sínar lækkaðar um 1,5 milljón krónur meðan fólk með átta milljónir í árslaun fengju skuldaniðurfellingu að upphæð þremur milljónum króna svp dæmi sé tekið. Hátekjufólk, með yfir tólf milljónir, fengju 3,5 milljóna króna niðurfellingu.

Bæði er þetta mun lægri upphæð en menn hafa verið að tala um fyrir meðallaun og lægri sem og hópurinn með hæstu launinn fær mestar niðurfellingar.  Þannig fenig fólk með laun upp 2,5 milljonir um 1.5 milljón í lækkun. Sem gerir lækkun á greiðslubirgði upp á 8 þúsund á mánuði eða um 96 þúsund á ári.


mbl.is Telja almenna leiðréttingu skynsamlegustu leiðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hvar heldur þú Marinó að við fáum svona lán?

Bara svona að velta fyrir mér hvar Marinó heldur að við fáum lán til að fjármagna þennan sjóð til 25 ára með 5% vöxtum núna? Ef að það á að fá lán innanlands þá sogum við allt fé sem nú er mögulegt til framkvæmda í þennan mögulega sjóð. Ef við ætlum að taka lán fyrir þessu erlendis þá væri það held ég vonlítið. Og kostnaðurinn sem Marinó reiknar sem hvað um 13 milljarðar í upphafi og næstu ár á eftir er í dag meira enn allur málaflokkur fatlaðra kostar á ári.  Síðan þegar hann ræðir um fjármögnun þá er eins og hann gleymi að við erum þegar að reka ríkð með tapi. Þannig að þetta bætist við. Það er ekki hægt að segja að auðlegðarskttur er eða eitthvað annað eigi að borga þetta þegar við erum þegar með 40 milljarða útgjöld umfram tekjur hjá ríkinu. Þetta er finnst mér ekki eins borðleggjandir og hann segir.

Held að tímbundin lækkun greiðslubirgði, hærri vaxtabótum og sértækri skuldaaðlögun fyrir þá verst stöddu, væri vænlegri og um leið treysta á að við göngum í ESB. Því þá kæmust við í myntsamstarf fljóstlega skv. fréttum í gær og þar með gætum við afnumið verðtryggingu og fengið stöðuga mynt sem lægri vöxtum. Sem leiddi til aukina viðskipta með fasteignir og hækkandi verð og þar með aukin eignarhlut fólks í húsnæði sem og hugsanlega aukinar samkeppni á bankamarkaði með erlendum bönkum og hagstæðari kjörum.


mbl.is Vill stofna sjóð um leiðréttingu lána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikil er viska Sigmundar Davíðs!

Alveg er makalaust að hlusta á Sigmund Davíð og reyndar fleiri eins og Þór Saari í kvöld. Þeir vita allt svo miklu betur en þetta fólk sem var að reikna út þessa möguleika. Sigumundur segir ekkert á þessu að byggja og þeir sem reiknuð eigi að taka þetta og hitt inn og þá komi allt önnur mynd út. Eins með Þór Saari. En þetta voru nú óvart menn sem vinna við þetta. Þeir byggðu á bestu fáanlegu heimildum en bæði Sigumundur Davíð og Þór Saari geta bara fullyrt að þetta sé bara vitleysa svona án þess að rýna í þessar tölur. Alveg að fá upp í háls af svona vinnubrögðum.

Þessi hópur sem var að skila af sér var ekki að leggja til eina eða neina leið heldur er það stjórnmálamanna að finna réttu blönduna. En skv. niðurstöðu nefndarinnar hefði leið framsóknar með 20% lækkun lána kostað okkur minnst 220 milljarða og hjálpað um 30% heimila í vanda. Hvað hefði átt að gera fyrir hina? Og hvernig? Engir peningar eftir.

Síðan má alveg nefna það að það er kannski óþarfi að meta vaxtalækkunarleiðina svona dýra því að ef við göngum í ESB þá eru líkur á að við kæmust strax í myntsamstarf þar sem krónan er bundin evru og þar með er verðtrygging úti sem og að við fengjum sambærilega vexti og aðrir með evru. Skv. fréttum í dag reiknar ESB með að við myndum taka upp evru eftir inngöngu mjög fljótt. Sbr. frétt af pressan.is

Stækkunarstjóri Evrópusambandsins býst við að Íslendingar hefji undirbúning að upptöku evru fljótlega eftir að landið fær aðild að sambandinu.

Samkvæmt frétt frá Bloomberg fréttastofunni þyrftu Íslendingar, sem leita hjálpar til að ná efnahagslegu jafnvægi í kjölfar bankahrunsins,  að tengja krónuna við evru í að minnsta kosti tvö ár áður en þeir gætu fengið aðild að sameiginlegu myntkerfi.


mbl.is Útreikningar sem ekkert segja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gríðarlegur munur á kostnaði eftir leiðum.

Alveg eins maður hefur sagt þá eru þessi flata lækkun skulda um 15,5% og jafnvel 20% okkur ofviða. Aðrar leiðir sem mest hafa verið í umræðunni kosta okkur gríðarlega. Sértæk skuldaaðlögun kostar um 25 til 30 milljarða og nær til þeirra sem mest þurfa. Og  með því að mæta hækkunum á lánagreiðslum með hækkun vaxtabóta kostar ríkið aðeins um 2 milljarða ári. Við það yrði greiðslubirgði fólks því svipuð og fyrir hrun og fólk hefði því meira fé milli handa í neyslu.  Held að fólk verði líka að horfa til ömurlegrar stöðu ríkisssjóðs þegar það metur þessar tillögur.

  •  15,5% flöt niðurfærsla m kostata 185 milljarða króna
  •  Niðurfærsla skulda miðað við upphaflega lánsfjárhæ myndi kosta 155 milljarða króna
  •  Niðurfærsla skulda að 110% af verðmæti fasteigna myndi kosta 89 milljarða
  •  Lækkun vaxta myndi kosta 24 milljarða
  •  Hækkun vaxtabóta myndi kosta 2 milljarða

Eins kemur fram í þessu fréttum að um 5% heimila verður ekki hægt að bjarga með viðkomandi húsnæði og þau verða að fá aðstoð við að komast í viðráðanlegt húsnæði frá sveitarfélögum eða ríkinu.

Athygli vekur að færri eru í vanskilum við Íbúðalánasjóð en voru árið 1997. Jafnframt eru vanskil í hópi 20% tekjulægstu lántakenda hjá sjóðnum færri en þau voru árið 2004.

Hins vegar eru um 5% lántakenda, alls 3651 manns, í þeirri stöðu að eiga ekki fyrir grunnneyslu. Það er mat sérfræðingahópsins að það sé fjármálastofnana, ríkis eða sveitarfélaga að bjóða þessum hóp upp á húsnæðisúrræði. Þeim verði ekki bjargað með skuldaaðgerðum. www.mbl.is

Þar erum við að tala um kaupleigukerfi, leiguhúsnæði og félagslegar íbúðir.

 Fækkun heimila í vanda eftir aðgerðFækkun heimila í vanda eftir aðgerð 
 Kostnaður milljarðar kr.Neysluviðmið UMS +50%Neysluviðmið UMS +100%Fjöldi sem úrræði nýtist
Sértæk skuldaaðlögun 18-26 2.100 (29,5%) 2.100 (19,6%) 2.605
Flöt lækkun skulda um 15,5% 185 1.500 (21,0%) 2.100 (19,6%) 72.762
Niðurfærsla skulda m.v. upphaflega lánsfjárhæð 155 1.250 (17,6%) 1.750 (16,4%) 72.762
Lækkun skulda að 110% verðm.eigna 89 900  (12,6%) 1.050  (9,8%) 15.203
Lækkun skulda að 100% verðm.eigna 125 1.250 (17,6%) 1.470 (13,8%) 20.348
Stiglækkandi niðurfærsla skulda að 90% af verðm.eigna 150 1.450 (20,5%) 1.800 (16,7%) 36.081
Hækkun vaxtabóta 2 á ári, 1.450 (20,5%) 1.070 (10,0%) 36.524
40 ef
varanlegt
Lækkun vaxta í 3% 24 ári 2.600 (36,3%) 3.770 (35,3%) 72.762
240, ef
varanlegt

 


mbl.is Vaxtabótahækkun árangursríkust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband