Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010
Föstudagur, 30. apríl 2010
Nokkuð ljóst hver ástæðan er á bak við þessa hugmynd um "Þjóðstjórn" í Reykjavík
Útiloka ekki „þjóðstjórn“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 29. apríl 2010
Gott framtak hjá Ólafi Þór!
Ég trúi ekki öðru en að Samfylkingin taki undir þetta og fylgi þessu eftir. Það er ýmislegt skrítið sem hefur gerst í Kópavogi síðustu áratugina. Eins hefði ég viljað að það yrði skýrt almennilega fyrir okkur almenningi í Kópavogi hvernig nákvæmlega við erum lent í því að skulda nú yfir 40 milljarða.
Eins vill ég að hér í Kópavogi verði formlega hætt að mæla lífsgæði í því hversu ört það fjölgar í bænum og hversu mikið sé byggt. Ég vill fá bæjarfélag sem hugar fyrst og fremst að því að veita fólki fyrirmyndar þjónustu sem þegar býr í bæjarfélaginu. Ég hef ekki séð í gegnum tíðina að þessi öra fjölgun hér í bæjarfélaginu hafi skilað t.d. lækkun á útsvari eða öðrum gjöldum. Man ekki eftir því að útsvar hér í Kópavogi hafi alltaf verið í hámarkinu. Og manni finnst hart að hluti af útsvari mínu hafi farið í hina ýmsu greiða við byggingaóða verktaka og ýmis gæluverkefni bæjarstjóra.
Rannsóknarnefnd fari yfir stjórnsýslu í Kópavogi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 27. apríl 2010
Furðuleg ályktun!
Það er furðulegt að Ungir VG séu nú fyrst að fatta að Samtök Iðnaðarins séu hagsmunasamtök. Og eins þá væri kannski rétt fyrir þau að átta sig á í hvað þessi gjöld voru notuð!
Iðnaðarmálagjald er lagt á flest iðnfyrirtæki í landinu og hefur verið 0,08% af veltu. Peningarnir hafi verið nýttir til iðnþróunar en einnig til menntamála, nýsköpunar og verkefna á borð við Veljum íslenskt og aðgerðir gegn svartri atvinnustarfsemi. Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir að óvíst sé hvort framhald verði á þessum verkefnum
Furðulegt að Vg sé á móti þessu!
Segja SI pólitísk hagsmunasamtök | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 26. apríl 2010
Er stjórnlagaþing það sem bjargar hér öllu?
Hef síðustu daga verið að velta fyrir mér ummælum allra þeirra snillinga sem kallaðir eru líka álitsgjafar á góðum stundum. Í síðustu viku voru allir að tala um leyndarhyggju. Nú eru allir að tala um stjórnlagaþing. Og fólk lætur mata sig á því að slíkt þing reddi bara öllu. En ég spyr hvernig á þetta þing að leysa vandamálin sem við stöndum frami fyrir í dag.
Ég veit að þessi stjórnarskrá okkar er meingölluð:
- Í henni er viðhaldið mismunun varðandi kosningar þar sem að atkvæði hafa mismunandi vægi eftir því hvaða landshluta er um að ræða.
- Ég veit að það þarf að endurskoða kafla um forsetan
- Það þarf að setja inn ákvæði um eign þjóðarinnar á auðlindum.
En ég sé ekki hvaða ákvæði í henni koma til með að stuðla að friði hér milli hópa. Ég sé ekki hvaða ákvæði í nýrri stjórnarskrá leysir úr skuldavanda heimila, lækkar þjóðarskuldir eða þessháttar.
Auðvita vantar líka í stjórnarskrá skýrari ákvæði um ábyrgð fólks (t.d. ráðherra) og sitthvað en ég sé ekki hvaða brýna vanda ný stjórnarskrá leysir.
Eins sé ég ekki hvernig á að velja á þetta stjórnlagaþing? T.d. handahófsval úr þjóðskrá myndi þýða að þar veldust kannski fólk þar sem meirihlutinn hefur ekkert velt þessu fyrir sér. Og reynsla mín af hópstarfi er að þeir sem hafa áhuga móta allar tillögur sem svo þeir í hópnum sem ekki hafa áhuga samþykkja. Er það besta leiðin.
Eins er að angra mig umræða um styrki og dauðalista Hreyfingarinnar sem m.a. varaþingmaður þeirra leiðir vinnu við að hrinda í framkvæmd sbr þetta hér.
Á lista þeirra eru þingmenn sem hafa þegið styrki yfir ákveðinni upphæð árið 2006. En af hverju eru allir þingmenn sem þegið hafa styrki í prófkjör frá fyrirtækjum tilgreindir. Er einhver sem getur dæmt um hvort að 500 þúsund kr. hafi haft áhrif á störf þingmanns frekar enn annars sem fékk 2 milljónir? Fer það ekki eftir því hverju fólk eyddi í prófkjörið og hvernig fjárhagsstaða þeirra er hugsanlega?
Í framhaldi af því að allir þingmenn sem hafa fengið styrki til prófkjara myndu segja af sér hvaða þingmenn yrðu eftir? Og myndum við treysta þeim til að leysa þau brýnu vandamál sem þarf að vinna næstu mánuði? Og ef við bætum við þeim sem hafa hlotið dóma fyrir að taka sér opinbert fé, stórskuldugum útgerðamönnum, þingmönnum sem verið hafa ráðherrar síðustu 6 árin og svo framvegis. Þá verður því miður ekki mjög gáfulegt líð eftir að mínu mati. Og það myndi skipta um nærri helming þingmanna. Og flestir þeirra þyrftu að læra inn á þingstörfin og ekkert myndi gerast næstu mánuði. Og hvaða fólk er að koma í staðinn? T.d. Sigurður Kári, Óli Björn eru það skárri kostur?
Væri ekki betra að einbeita sér að því að koma á þessu stjórnlagaþingi og semja nýja Stjórnarskrá, taka á brýnustu málunum næstu misseri og boða svo til kosninga eftir t.d. ár. Jú sennilega þarf hvort eð er að kjósa eftir 2 ár vegna ESB samninga.
Eða ætla menn að einbeita sér að því að því að finna einhverja patent lausn eins og Stjórnlagaþing, afsagnir, brotrekstur embættismanna, að allir á Alþingi verði vinir, afnám leyndiarhyggju og svo framvegis leysi málin? Þetta eru allt góð mál en leysa ekki vandamálin núna eða á næstunni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 24. apríl 2010
Leyndarhyggja!
Alveg makalaust hvað umræðan hér á Íslandi er makalaus. Nú keppast menn hver um annan þveran að tala um "Leyndarhyggju" Og flestir taka undir þetta. Tala um að leyndarhyggja sé nú komin í hæstu hæðir eins og Sigmundur Davíð orðar það í dag.
En um hvað eru menn að tala?
Væntanlega er Sigmundur Davíð að tala um Icesave! Eða hvað annað gæti hann verið að tala um. Kannski upplýsingar frá bönkunum?
Síðan eru menn af fabúlera um að samráð eigi að vera um alla hluti og ná samkomulagi um þessi mál. HALLÓ! Af hverju heldur Sigmundur að það séu ólíkir flokkar hér á landi? Það er vegna þess að fólk aðhyllist mismunandi sýn á það hvernig hagsmunum þjóðarinnar sé best fyrir komið. Og hann ætti sem best að vita það að hann og hans flokkur er á móti því sem réttbær stjórnvöld vilja gera. Hann og hans flokkur með aðstoð Sjálfstæðismanna hafa gert í því að hamla á móti öllum stærri málum sem ríkisstjórnin vill koma til framkvæmda. Og því minnka líkurnar á því að stjórnarmeirihluti vilji hafa samvinnu við minnihlutann.
Leyndarhyggja er bara tískuorð um ekki neitt. Það er gjörsamlega vonlaust að ætla að ná árangri í samningum við nokkurn ef að allar hugmyndir þurfa að fara hér í almenna umræðu í marga mánuði eða misseri. Auk þess sem að allar ákvarðanir verða þá útþynntar og jafnvel orðnar verri en ef ekkert hefði verið gert. Það er auðvita fullt af atriðum sem allir flokkar geta unnið saman að, en ég hef ekki heyrt af neinu lýðræði þar sem meirihluti ræður ekki ákvörðunum að lokum. Og hér á landi höfum við fulltrúalýðræði. Og hér höfum við stjórn sem hefur meirihluta þingmanna á bak við sig. En stjórnin þarf að bera stærri mál undir þingið og jafnvel þjóðina.
Draumur Ögmundar og fleiri um að Alþingi geti rætt sig saman um niðurstöður þar sem allir eru sammála um stærstu mál sé draumsýn. Því að á meðan að einn flokkur talar fyrir sem mestu frelsi einstaklingsins og minnis samneyslu eru aðrir sem ræða um jöfnuð með sköttum og tryggja öllum jafna þjónustu. Þessar lífsskoðanir fara bara ekki saman.
Eins hefur Sigmundur Davíð og síðar Sjálfstæðismenn talað fyrir lausnum í Icesave sem ekki hafa reynst framkvæmanlegar. Ríkisstjórnin hefur talið að við eigum ekki annarra kosta en að semja. Ríkisstjórnin byggir það á áliti stjórnkerfisins og sérfræðinga erlendis. Sem og stöðu okkar. Þessar skoðanir eru ekki sambærilegar og mér sýnist að hugmyndir Sigumundar um samráð sé að ríkisstjórnin gefi bara eftir og hann fái að ráða þessu.
Framsóknarflokkur biðst afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 22. apríl 2010
Ef að fólk fer inn á vef Ríkisendurskoðunar þá sjá menn að ýmsir eru að sleppa vel í umræðunni.
T.d má sjá þetta úr uppgjöri þingmanna vegna prófkjara og kosninga 2007
Frambjóðandi: Guðlaugur Þór Þórðarson
Sjálfstæðisflokkur
Reykjavík
Framlög Skýr. 2007
Framlag frá lögaðilum ........................................................................... 1 17.730.000
Framlög einstaklinga ............................................................................. 2 7.100.000
24.830.000
1 Framlög lögaðila 2007
Óskar nafnleyndar..............................................500.000
Óskar nafnleyndar............................................. 750.000
Óskar nafnleyndar............................................. 1.000.000
Óskar nafnleyndar..............................................1.000.000
Óskar nafnleyndar............................................. 1.000.000
Óskar nafnleyndar..............................................1.000.000
Óskar nafnleyndar............................................. 1.500.000
Óskar nafnleyndar............................................. 1.500.000
Óskar nafnleyndar............................................. 2.000.000
Óskar nafnleyndar..............................................2.000.000
Óskar nafnleyndar............................................. 2.000.000
Framlög lögaðila undir 500 þús.kr. hvert.............3.480.000
Framlög lögaðila samtals 17.730.000
2 Framlög einstaklinga
NN.............................................................500.000
NN.............................................................500.000
NN............................................................ 1.000.000
NN............................................................ 1.000.000
NN.......................................................... 1.000.000
NN............................................................ 1.000.000
NN............................................................ 1.500.000
Framlög einstaklinga undir 500 þús. kr. hvert................. 600.000
Framlög einstaklinga samtals 7.100.000
Og þó nokkrir þingmenn með mjög háa styrki.
Steinun Valdís er með á þessum tíma:
1 Framlög lögaðila
Landsbanki Íslands......................................2.000.000
Baugur.......................................................1.000.000
Fl Group hf.................................................1.000.000
Framlög lögaðila undir 500 þús.kr. hvert......650.000
Framlög lögaðila samtals 4.650.000
En síðan bætast við styrkir sem hún fékk vegna sveitastjórnakosninga árið áður.
Skrítið að engin sé að mótmæla hjá öllum hinum. Margir fengu háa styrki en komast upp með að stíla þá á góðkunningjana "Óskar nafnleyndar" og "NN"
En það sem mér finnst skrítið er að þessar upplýsingar lágu frami fyrir síðustu kosningar. Og fjallað um þær þá. Hvað verður þess að verkum að þessi óþjóðalýður byrjar að ráðast að Steinunni nú? Það er hlýtur að vera skipulagt. T.d. af hverju frekar hún en t.d. Árni Johnsen sem ráðstafaði ríkiseignum eins og þær væru sínar eigin eða Ásbjörn Óttarsson sem er á þingi og á fyrirtæki sem á skuldsettan kvóta upp á milljarða og borgar sér úr arð af tapi. Og af hverju komust t.d. þessir ekki á dauðalista Hreyfingarinnar.
Hvet fólk til að lesa pistil Þráins Bertelssonar og eins þessa grein
P.s. Gleðilegt sumar!
Segir ásakanir á hendur sér rangar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 21. apríl 2010
Er ekki hægt að smúla þessu í burtu?
Hef verið að hugsa! Mér var að detta það í hug hvort ekki sé möguleiki á að gera lífvænlegra þarna á þeim bæjum sem verst urðu úti með því að beina þangað tækjum frá slökkviliðum og haugsugum og fleiri og hreinlega byrja að múla öskunni frá bæjarstæðunum a.m.k. ef ekki túnunum líka. Það var jú reynt að kæla hraun í Vestmannaeyjum til að stoppa það. Af hverju ekki að reyna að hjálpa rigningunni að skola þetta í burtu. Slökkviliðin eiga bíla með háþrýstidælum og við eigum nóg vatn. Er ekki hægt að reyna þetta?
A.m.k. Þannig að fólk geti farið þarna milli húsa án þess að verða á kafi í ösku. Og jafnvel til að hjálpa túnum að taka við sér aftur.
Svifryk mælt á Suðausturlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 20. apríl 2010
Á ég að trúa því að Ólafur skilji þetta ekki?
Ólafur Ragnar hlýtur að sjá að það er nauðsynlegt að upplýsingar um stöðu mála séu samræmdar sem héðan koma. Hann er ekki eins og hver annar álistgjafi. Og ekki er hann hér einvaldur. Hann hlýtur að sjá að hann verður að ráðfæra sig við stjórnvöld áður en hann fer með skilaboð frá Íslandi tíl útlanda.
T.d. hefur verið bent á að í þeim tilfellum sem Katla hefur gosið í tengslum við gos í Eyjafjallajökli hafa þau gos ekki verið mikið stærri en gosið sem er nú í Eyjafallajökli. Eins þá er aðalhætta af Kötlu flóðahætta. Og hann sem reyndur stjórnamálamaður og ráðherra hlýtur í ljósi undangengina atburða að sjá nauðsyn þess að fara nú ekki fram úr sér og bera svona mál undir sérfræðinga að minnsta kosti áður en hann ræðir við alþjóðlega fjölmiðla.
Óábyrgt að draga fjöður yfir goshættuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 17. apríl 2010
Bara að benda á eftirfarandi frétt um Óla Björn
Las eftirfarandi á www.dv.is
Óli Björn Kárason er varamaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur sem hefur ákveðið að láta af þingmennsku tímabundið. Hann skuldaði, síðla árs 2005, 478 milljónir króna en á þeim tíma var hann eigandi útgáfustjóri Viðskiptablaðsins. Lánin voru öll veitt frá Kaupþingi og voru flest veitt til ÓB-fjárfestingar (í eigu Óla Björns) og félaga í meirihlutaeigu þess félags. Eitt þeirra gaf út Viðskiptablaðið.
Og kannski þetta líka af www.dv.is
Það vakti nokkra athygli í gær þegar tilkynnt var á vefnum amx.is að báðir ritstjórarnir, Jónas Haraldsson og Óli Björn Kárason, hefðu hætt. Vangaveltur eru uppi um það hvort Óli Björn hafi sett þennan fremsta fréttaskýringarvef Íslands á hausinn.
Eiður Guðnason, fyrrverandi sendiherra, er oddviti þeirrar kenningar: Er ÓBK þá líka búinn að setja AMX ,sem kallar sig fremsta fréttaskýringamiðil landsins á hausinn ? Það er vissulega afrek , eða þannig, bloggar Eiður á Eyjunni. Vísar Eiður þarna væntanlega til fortíðar kappans í viðskiptum
Óli Björn tekur sæti Þorgerðar á Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 16. apríl 2010
Áskorun til þingmanna Hreyfingarinnar
Það á náttúrulega ekki að þurfa að benda þessu fólki í Hreyfingunni að þau þurfa kannski að skoða stöðu sína líka fyrst að þau eru að hnýta í aðra.
- Fyrir það fyrst þá kaus enginn kjósandi í síðustu kosningum Hreyfinguna
- Því má segja að þessi flokkur þeirra sé umboðslaus á þingi.
- Þau sitja þar fyrir mörg atkvæði sem stefnuskrá Borgarahreyfingarinnar fékk. En þau klufu sig úr henni innan nokkra mánaða.
- Þannig að þau sitja nú með stefnu sem þau mótuðu eftir að hafa verið kosin á þing á öðrum forsendum.
- Þetta er ekki akkúrat eitthvað sem styrkir trú fólks á lýðræði.
Ekki það að ég tel að það sé gott að fólk taki ábyrgð á sínum gerðum og segi af sér ef þau hafa ekki staðið sig.
En einhverstaðar verður að stoppa og nýir þingmenn á Alþingi hafa ekki vakið traust hjá mér. Þeir halda uppi gjörsamlega ómálefnalegri gangrýni í stað þess að vinna að því að koma landinu til bjargar. Málflutningi sem snýst um "að allt sem kemur frá stjórnvöldum er slæmt og þarf að berjast gegn". Ekki komið neitt til móts við stjórnvöld þó menn viti að flestar lausnir eru og verða málamiðlanir á milli ólíkra skoðana.
Ekki endilega að segja að Hreyfingin far fremst í því en framkoma þeirra sl. sumar þegar þau ætluðu að nota ESB aðildarviðræður sem þvingun á stjórnvöld það var svik við það sem þau höfðu staðið fyrir og Borgarahreyfingin hafði sagt og þá bar þeim að segja af sér og hleypa varamönnum að.
Þingmenn Hreyfingar skora á þingmenn að segja af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson