Bloggfærslur mánaðarins, maí 2011
Þriðjudagur, 31. maí 2011
Spurning hvort að Höskuldur hefur orðið fyrir höfuðskaða nýlega
Nú hefur ekki heyrst í Höskuldi síðustu mánuði, þar til nú í þessari viku. Um daginn var það fúkyrði Katríinar sem enginn gat fundið. Nú er hann virkilega að segja að stoðum verði kippt undan sjávarbyggðum með því að auka strandveiðar, byggðarpotta og fleira sem einmitt virkar þver öfugt. Eins væri gaman að hann skýrði hvernig að fiskurinn hverfur við þessar breytingar? Það er ekki eins og það eigi að hætta að veiða fiskinn. Í dag eru það 200 til 300 manns sem eiga þennan kvöta og stór hluti af honum er fluttur óveiddur út. Svo hvaða djöfulsins bull er þetta í manninum? Er hann svona vitlaus eða telur hann að það sé hægt að bulla svona og honum sé trúað? Þó að einhver fyrirtæki fari kannski á hliðina þá hafa þau hvort eða er verið reglulega að fara á hausinn. Eins þá er meiri hluti kvötans unnin út á sjó og þar af leiðandi óháðir heimahöfn. Fiskvinnslufyrirtæki sem verka fisk fá varla hráefni og eru sífellt að hætta. En þar sem eru strandveiðar er þeim tryggt hráefni út á landi.
Fólk verður að muna að þó að aðferðir við að úthluta veiðiheimildum breytist þá verður fiskur áfram veiddur nema að nú er hugsunin m.a að það séu ekki bara undir 500 manns sem njóti alls hagnaðar af því heldur fái þjóðin sinn skerf af honum.
Stoðunum kippt undan landsbyggðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 30. maí 2011
Hvað ætlaði Höskuldur að ræða um?
Hann segist hafa ætlaða að tala um fúkyrðaflaum frá Iðnaðarráðherra í svari hennar við fyrirspurn. Nú var ég að lesa á althingi.is ræðurnar og sé bara engan fúkyrðiflaum:
Virðulegi forseti. Hv. þingmaður ætti nú að taka hina pólitísku framsóknartappa úr eyrunum og hlusta einu sinni á það sem hér er sagt. Ég fór yfir það mjög skýrt að það er verið að gefa í í framkvæmdum þarna í sumar. Landsvirkjun er búin að samþykkja að fara í frekari rannsóknir en þegar hafa verið ákveðnar á svæðinu í sumar. (Gripið fram í.)
Virðulegi forseti. Hv. þingmaður ætti líka að tala við heimamenn vegna þess að viljayfirlýsingin (Gripið fram í.) sem við erum að fara að skrifa undir er að ósk heimamanna. Það eru fjölmörg verkefni sem þeir vilja ráðast í samhliða þessari atvinnuuppbyggingu sem þeir vita að er fram undan. Þeir vita það augljóslega betur en hv. þingmaður.
Hv. þingmaður gerir sínu fólki fyrir norðan engan greiða með því að tala niður þá vinnu sem verið er að vinna þarna. (Gripið fram í.) Við erum að vinna þessa vinnu í sameiningu og erum í nánu samstarfi. Hv. þingmaður ætti ekki að segja þeim ráðherra sem hér stendur að skammast sín fyrir að tala svona, heldur ætti hann að koma með okkur í þessa uppbyggingu og (HöskÞ: Ég )fagna því (Forseti hringir.) sem fram undan er í staðinn fyrir að tala það niður. (Gripið fram í.) Raunveruleikinn er sá að það (Forseti hringir.) eru mjög stórar framkvæmdir fram undan á svæðinu. Landsvirkjun áformar tæplega (Forseti hringir.) 50 milljarða fjárfestingar í fyrsta áfanga strax fyrir árið 2014. (Forseti hringir.) Hv. þingmaður ætti frekar að fagna þeim áfanga sem fram undan er en að tala þetta svona niður (Forseti hringir.) og þá vinnu sem heimamenn hafa unnið í því sambandi (Forseti hringir.) af því að þeir eiga þetta skuldlaust. [Háreysti í þingsal.]
Sé bara að Höskuldur hefur stundað það að grípa framí . Svo hann á bara þessa hellu skilið.
Upp úr sauð á þingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 26. maí 2011
Og hvað vill Einar gera?
Það nú kannski eðlilegt að mbl.is gleypi upp röflið í Einari Guðfinni sérstaklega þegar manni sýnist að það sé gegn ríkisstjórninni.
En hvað vill þessi líka "afburða" þingmaður gera. Jú að allt verði gert eins og 2007. Búið til hérna gervi gengi á krónuna sem engin innistæða er fyrir. Rafmangið gefið útlendingum og útgerðarmenn haldi öllu sínu og gott betur. Það les maður minnstakosti út úr þessu hjá honum. Sem og að lækka skatta og þá væntanlega að skera niður skóla, heilbrigðisstofnanir og fleira.
Hvað á hann t.d. við með:
aðgerðaleysi sínu gagnvart hækkandi verðbólgu og lækkandi gengi krónunnar
Nú er t.d. ljóst að ríkið er með gjaldeyrishöft einmitt til að koma í veg fyrir hrun krónunar sem talið er fullvíst að verði þegar höftum yrði aflétt í einu og hvað vill hann að ríkið geri við þessu. Hann vill ekki:
- Að við göngum í ESB og tökum upp evru
- Hann vill halda í krónuna
Og hvað vill hann að ríkið geri varðand verðbólgu. Jú hann boðar stórframkvæmdir sem munu leiða til enn meiri verðbólgu.
Almennt þá hefur hann engar lausnir nema að hann vill halda áfram að standa vörð um vini sína í LÍÚ:
Ríkisstjórnin að eyðileggja kjarasamningana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 26. maí 2011
Fyrirgefið er það án takmarkana hvaða fólk kemur sér í fréttir?!
Svona til að byrja með hvað er þetta fólk að fara? Hvað er það varðandi úthlutanir hjálparstofnunar sem það er óánægt með.
Í einhverjum fréttum af þessu þá er fólk líka að setja út á félagsráðgjafa Hjálparstofnunar sem því finnst tala niður til þeirra. Hvað eiga þau við? Og hvað á það að þýða hjá þessu fólki að reyna að eyðileggja fyrir Hjálparstofnun kirkjunar akkúrat daginn sem Hjálparstofnun er að safna fyrir átaki sínu að afhenda fólki sem þarf innkaupakort. Mér skillst að þau nemi allt að 18 þúsundum á mánuði sem fólk á að geta fengið þar og það komi til með að kosta allt að 100 til 150 milljónir á ári. Nokkuð ljóst ef ekkert fjármagn fæst þá fær fólk ekki aðstoð.
Þetta fólk lætur alltaf eins og ríkið og nú hjálparstofnanir sitji á gullkistum sem þurfi bara að opna og hægt að gera alla að millum.
Rétt að benda fólki á að bætur í dag eru svipaðar og lágmarkslaun. Það er fólki sem tekst að skrimta á þessu án aðstoðar svo framarlega að það hafi ekki farið fram úr sér í neyslu og lántökum eða lífsstíl. Þetta er oft ekki neitt fyrirmyndarlíf. En staða margra hefur oft verið verri. Því bætur og greiðslur frá TR hafa oft verið miklu lægri en lágmarkslaun.
Og að velja daginn sem Hjálparstofnun Kirkjunar er að setja kraft í söfnun sína sínir að þetta fólk gengur ekki á öllum. Sem og að setja út á félagsráðgjafa Hjálparstofnunar sem þó hefur nú breytt yfir í manneskjulegra kerfi sem og að veita fólki fjárhagsráðleggingar sem það hlýtur að þurfa til að ná því einhverntíma að komast af án aðstoðar.
Mótmæltu fyrir utan Biskupsstofu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 21. maí 2011
En þetta er nú líka bara orðaleikur
Eftir að bílalánið mitt var leiðrétt kem ég út á mjög svipuðum stað og ég var fyrir hrun. Margir eiga skuldlitlar eignir. Auðvita hefur verðlag hækkað, og eignir lækkað í virði enda var eignarbóla hér sem sprakk. Þar sem að engin innstæða var fyrir því.
En hvernig halda menn að hefði farið ef að bönkunum hefði verið leyft að hrynja með allar innistæður fólks. Sér í lagi aldraðra. Séreignarsparnaðurinn, eignir lífeyrissjóða og svo framvegis? Þetta eru jú leiðin sem fólk er að tala um sem segir að allt sé gert fyrir fjármálafyrirtæki.
Þá sætum við upp í dag með tug þúsunda í viðbót sem hefðu bæði tapað lífeyri sínum nær öllum og sem og séreignarsparnaði. Gamla fólkið sæti uppi með að allar innistæður þeirra væru farnar og hefði því ekkert í að ganga til að framfleyta sér umfram ellilífeyri sem væri skertur. Þá væri hér búið að hækka skatta umtalsvert meira bara til að þetta fólk fengi nauðþurftir. Sem og að fólk hefði nú engan séreignarsparnað til að ganga á til að bjarga sér. Meirihluti þjóðarinnar væri þá sennilega upp á greiðslur frá Ríkinu komin og Ríkið hefði enga leið til að fjármagna það nema með sköttum.
Allir urðu fyrir eignabruna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 17. maí 2011
Menn þola ekki að þrátt fyrir mótspyrnu er ríkisstjónin að koma öllum sínum málum af stað.
Breytingar á kvótakerfi eru jú eitt af því sem stjórnin var mynduð um. Menn í stjórnarandstöðu hafa reynt að setja fætur fyrir stjórnvöld í hverju málinu á fætur öðru. En þrátt fyrir það er alveg ótrúlegt hverju þau hafa náð að áorka. Þessi listi er fengin af síðu Gísla Baldvinssonar á eyjunni (sjá hér: http://blog.eyjan.is/gislibal/2011/05/17/alitsgjafar-og-serfraedingar/)
Einn álitsgjafanna sem jafnframt er prófessor í sínu fagi staðhæfir að þessi ríkisstjórn hafi ekki gert neitt og ekkert frá henni komið nema til skaða. Þetta er áhyggjuefni því þó enginn hafi haft orð á þessu þá er prófessorinn stétt sinni og fagi til skammar ef eftirfarandi er skoðað:
- Hagkerfið er tekið að vaxa á ný eftir hrun.
- Verðbólga er komin niður í 2.8% úr 18.6%.
- Stýrivextir hafa lækkað úr 18% í 4,25%.
- Atvinnuleysi er hætt að aukast, er minna nú en á sama tíma á síðasta ári og lækkar næstu mánuði, samkvæmt spám.
- Mikill afgangur er af viðskiptum við útlönd undirliggjandi viðskiptaafgangur nemur hátt í 200 milljörðum á ári.
- Skuldastaða þjóðarbúsins hefur stórbatnað hrein staða þjóðarbúsins við útlönd er neikvæð um 18% af landsframleiðslu í ár, en var neikvæð um 112% árið 2007.
- Fjármálakerfið hefur verið endurfjármagnað.
- Ábyrg stefna í fjármálum hins opinbera sem tekið hefur verið eftir á alþjóðavettvangi. Ísland klárar AGS-áætlunina í ágúst, aðeins tæpum þremur árum eftir hrun.
- Fjárlagahallinn verður kominn í 37 milljarða í lok árs, úr 200 milljörðum árið 2008. Allar spár sýna að hagvöxtur verði jákvæður í ár og næstu ár.
- Heimilin hafa fengið lausn á vandamálum vegna gengistryggðra lána endurútreikningi og útborgun að mestu lokið.
- Endurskipulagningu skulda lítilla og meðalstórra fyrirtækja hefur verið hrint í framkvæmd og fær þorri lífvænlegra en skuldugra fyrirtækja tilboð um endurskipulagningu fyrir sumarið.
- Velferðarkerfið hefur verið varið útgjöld til velferðarmála eru hærri nú en árið 2007.
- Kjör hinna lægst launuðu hafa verið varin kaupmáttur lægstu launa er hærri nú en hann var í góðærinu og skattbyrðin lægri.
- Gerðir hafa verið kjarasamningar á almennum vinnumarkaði sem tryggja launafólki verulegar kjarabætur. Með þeim er stigið er stórt skref í að bæta kaupmátt almennings eftir þá erfiðleika sem á dundu í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008.
Þá hefur aldrei í sögunni verið komið lengra til að koma til móts við skuldug heimili á Íslandi en af ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Með stórfelldum skuldaniðurfellingum, tugum milljarða í auknar vaxtabætur og algerri umbreytingu á réttarstöðu skuldara hafa þúsundir heimila og hundruð fyrirtækja náð að aðlagast aðstæðum og leysa úr vandanum.
Betra samfélag er að verða til. Unnið markvisst að ýmsum réttlætis- og mannréttindamálum sem jafnaðarmenn og félagshyggjufólk hefur lengi barist fyrir og komið mörgum af þeim í framkvæmd nú þegar, þótt kjörtímabilið sé aðeins hálfnað:
- Heildarendurskoðun þjóðarinnar á stjórnarskrá Íslands hafin í fyrsta sinn með Stjórnlagaráði.
- Fjármálaeftirlitið stóreflt með hærri framlögum frá fjármálafyrirtækjum.
- Starfshættir og skipulag Stjórnarráðsins stokkað upp með lærdómarannsóknarskýrslunnar að leiðarljósi.
- Reglum um skipan dómara breytt nú ráða ekki ráðherrar einir.
- Ný löggjöf sett um fjármálamarkað með hertum reglum.
- Fagleg yfirstjórn sett yfir Seðlabanka Íslands og peningastefnunefnd sett á fót með auknu gegnsæi.
- Umgjörð um starfsemi og fjármál stjórnmálaflokkanna gjörbreytt Ísland komið í fremstu röð.
- Forréttindi alþingismanna og ráðherra til lífeyrisréttinda afnumin.
- Bann sett við vændiskaupum.
- Ein hjúskaparlög sett fyrir alla.
- Sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á heimilum fyrir börn greiddar.
- Baráttan gegn kynferðislegu ofbeldi og mansali sett á oddinn.
- Aðildarviðræður við ESB hafnar niðurstöðurnar verða lagðar fyrir þjóðina til samþykktar eða synjunar.
Reynt að tryggja sjávarútvegi stöðugleika | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 3. maí 2011
Alltaf bjartsýn og uppbyggileg - hún Lilja!
Hún gleymir alveg að segja okkur hvernig ríkið á að geta greitt af sínum skuldum? Nei alveg rétt hún vill að við hættum bara að greiða þær, hendum út AGS, skattleggjum séreignarsparnaðinn (sem er nú óvart stöðugt minnkandi). Næst verður það að fyrirframskattleggja lífeyrisgreiðslur fólks sennilega. Jú og svo vill hún að við drögum úr niðurskurði og dreifa honum á lengri tíma. Þá vill hún að við tökum upp nýja minnt og notum hana til að hirða sem mest af erlendum mönnum sem eiga inneignir hér.
Og ef allt fer eins og hún leggur til þá verða kjör okkar eins og í Argentínu sem skv. henni er fyrirmyndarlandið.
Hvernig væri í staðinn að hvetja fólk til að spara t.d. í bensín kostnað með að samnýta ökutæki, nota almenningssamgöngur. Lækka hjá sér greiðslur með því að semja um endurfjármögnun lána sinna eða lengingu ofan á það sem þegar er búið að lækka þau með þeim leiðum sem eru í boði.
Held að til framtíðar sé það einmitt notkun okkar á olíu sem þarf að dragast saman!
Smá viðbót eftirfarandi rýmar ekki alveg við sönginn í Lilju og Hagsmunasamtökunum sem halda því fram að þúsundir ef ekki tug þúsundir einstakinga sé nú þegar orðnir gjaldþrota!
Þrengra í búi hjá þúsundum heimila | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 1. maí 2011
Mjög göfugt hjá Ögmundi en vanhugsað
Setti þessa athugsemd inn á eyjan.is við sömu frétt:
Mjög göfugt hjá Ögmundi en held að hann hafi ekki hugsað þetta til enda: Svona t.d. þá þyrfti þá allt nám og uppfærsla á námstíma að vera ókeypis. Því ef að fólk hefði lítinn sem engan ávinning af því að mennta sig þá legði það ekki út í að taka námslán og lifa á lágri framfærslu á meðan á námi stendur ef það þyrfti síðan án nokkurs ávinnings að borga af námslánum næstu áratugina á meðan þeir sem fara beint á vinnumarkað slyppu við það.
Og engin væri til í að taka að sér mjög krefjandi starf með mikilli ábyrgð ef að hann gæti án þess að það munaði ógurlega í launum sloppið við mikla ábyrgð.
Auk þess sem að við myndum upplifa að fólk kæmi ekki heim úr námi því þeim byðist mun betri kjör í öðrum löndum. Þannig t.d. fengjum við sennilega enga lækna heim úr framhaldsnámi.
Hæstu laun verði þreföld lægstu laun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 1. maí 2011
Held að þessir mótmælendur sé fólk minna en meðal greind
Svona miðað við skrif Guðmundar Gunnarssonar fer maður efast um að fólk sé í lagi. Og tilgangur mótmæla sé bara að fá tækifæri á að láta eins og fífl og vekja athygli á sjálfu sér. En eftirfarandi má lesa á bloggi Guðmundar Gunnarssonar:
Við forvitnuðumst hvað það væri sem fólkið væri að mótmæla og fengum kostuleg svör t.d. að stéttarfélögin hefðu samið um meðallaun og lágmarkslaun hefði fallið mikið. Þegar þeim var bent á það væri kaupmáttarhrap væri gengisfellingu krónunnar að kenna og það væru ekki ákvæði um meðallaun í neinum einasta kjarasamning fengum við yfir okkur óskiljanlegan fúkyrðaflaum og blásið var ú flautur og kveikt í blysum
Bullið eins og að verkalýðsfélög semji um meðallaun og það röfl um að þau hafi samið um launalækkanir er náttúrulega svo mikið bull að maður efast um greind þeirra. Hvað heldur fólk að þetta hjálpi í miðjum kjaradeilum t.d. og rétt að benda þessu fólki á að meðallaun (heldar) innan ASÍ eru um 300 þúsund eða meira. . Þó lágmarkslaun séu skammarlega lág. En það er einmitt verið að gera kröfur um að þau hækki verulega.
Og af hverju fólki lét svona við varformann ASÍ getur maður bara ekki skilið nema að eina markmiðið hafi verið að eyðileggja fundinn og daginn fyrir fólki. Síðan segir Guðmundur Gunnarsson:
Margir sögðust hafa verið í göngunni, en þegar hávaðinn byrjaði á Austurvelli fór það á 1. maíhátíð síns félags. Þeir félagsmenn sem ég heyrði í fullyrtu að þetta fólk hefði verið fengið til þess af LÍÚ að hleypa upp útifundinum.
En við getum verið þess fullviss að aðalfréttaefni allra fjölmiðlanna verða myndir af atvinnumótmælendunum og lítið fjallað um boðskap ræðumanna. T.d. hélt Signý varaforseti ASI þrumuflotta ræðu, með þeim betri sem ég hef heyrt lengi.
Dálítið langsótt en þó ekki ómögulegt
Kveikti á neyðarblysi við ræðupallinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Af mbl.is
Erlent
- Seljið þið bíla?
- Skutu 250 eldflaugum á Ísrael
- Rússar ráða jemenska skæruliða til sín
- Munu elta skipið ef það siglir af stað
- Sex drepnir í skotárás á bar
- Dæmdur fyrir að koma sér hjá herskyldu með ofáti
- Fundu 41 lík sem notuð voru til hugleiðslu
- Ása Ellerup flutt út og ætlar að selja húsið
- Hulda saksóknari: Tökum þetta ekki til greina
- Óþekktir drónar sáust yfir breskum herflugvöllum
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson