Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2013

Þegar fólk talar um alla þá tugþúsundir sem fluttir eru til Noregs, þá fer fólk ekki með rétt mál

Tölur hagstofu segja að að þegar við erum búin að taka frá þá sem hafa flutt aftur heim lítur þetta svona út.  Ekki alveg margir tugir þúsunda sem hafa flutt. 

 

noregur.jpg

 


Til Samfylkingarfólks sem nú leitar að sökudólgum varðandi hrun í fylginu.

Af hverju ekki að taka hlutunum aðeins létt núna næstu vikur og sjá aðeins til Svo síðssumar þegar menn eru búnir að hugsa málið: Þ.e.

  • Hvað var gert rangt?
  • Hverjur þarf að breyta ?
  • Hvernig breytum við því ?
  • Hverjir gera það  ?

Og svo að tryggja að allir flokksmenn komi að næstu ákvörðunum. Halda fundi um land allt fiska eftir hugmyndum almennra félaga og opna jafnvel fyrir þá almennilegt vefsvæði fyrir tillögur og umræður.  En þangað til treysta því fólki sem við eigum þó á þingi og formannir sem við vorum að kjósa. Svo ef fólk vill þangað til kenna einhverjum um getur það kennt sólinni um um leið og það nýtur hennar. 

 


 


Hvað ætlar þú að gera við peningana sem herrann í Framsókn ætlar að gefa þér?

Nei úps þú keyptir ekki íbúð á bilinu 2005 til 2008. Svo þú bara heldur áfram að borga skattana svo við getum hjálpa einhverjum öðrum.

 

3D balloons

 


Eigum við að tala um pólitík?

Nei nenni því ekki. Er farinn út að eyða fyrirfram skattalækkunum sem ég hlýt að reikna með  sem og hugsanlegum milljónum í lækkun lána.

 

smileys2.gif

 


mbl.is Þingstyrkur skiptir ekki öllu máli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju félagshyggjufólk og vinstra fólk á Íslandi!


Nú hefur okkur tekist að koma helmingaskiptaflokkunum til valda á ný. Og nærri því án þess að þeir þyrftu að gera neitt.  Þetta er árangur 4 ára þar sem að hver höndin hefur verið upp á móti annarri í þessum hóp.
  • Þingmenn hafa jú farið þar fremstir í hópi. Hlaupið undan merkjum vegna t.d. ESB umsóknar sem þó alltaf stóð til að þjóðinn tæki ákvörðun um.  Eins þá hafa þeir beilað undan erfiðum verkum á ákvörðunum og frekar hlaupið úr flokkunum.
  • Stuðningsmenn Vg og Samfylkingar hafa eins verið eins og ég veit ekki hvað. Áhrifaríkir álitsgjafar, bloggarar og aðrir hafa verið hnýtandi í ríkisstjórnina vegna einhverja atriða sem bæði ríkisstjónr réð ekki við og eins vegan mála sem skiptu ekki svo miklu máli.
  • Svo þessi árátta félagshyggju manna að stofna heilu framboðin um sín séráhugamál sem áttu ekki hljómgrun eða aðrir flokkar voru þegar að bjóða upp á.  Þetta skilaði hvað um 15% af dauðum atkvæðum sem nýttust Framsókn og Sjálfstæðismönnum.
  • Nær allir utanaðkomandi sem telja að miðað við aðstæður hafi stjónvöld hér staðið sig mjög vel síðustu 4 ár. En nú þegar að loks sá til sólar þá tóku vinstri- og félagshyggjufólk hana af lífi og færðu Framsóknarmönnum og Sjálfstæðismönnum árangurinn til að leika sér með. 
  • Menn hafa ekki getað leyft stjórninni að njóta neins af þeim afrekum sem hún vann. Menn hirtu ekki einu sinni um að verja góðuverkin, heldur horfðu á stjórnvöld rægð, niðurlægð og rangfærð án þess að lifta hendi til að verja hana. Ekki einu sinni Alþingismenn flokkana sumir skiptu sér almennilega af því. 
  • Ætla ekki að minnast á ríkisstjónina sjálfa og hvernig hún hefur á köflum ekki borið við að verja sig. 
  • Svo þessi smákóngaháttur og sundrung og "vita betur" tilhneigin skapaði um 8 til 9 flokka á þessum væng sem sköpuðu um 15% af dauðum atkvæðum. 
Svo nú fær Íslenska þjóðin það sem hún á skilið og sérstaklega félagshyggjufólk. Nú geta kannski menn andskotast skoða vinnubrögð sín næstu árin til að þetta komi aldrei aftur fyrir. Það þarf að sameigna flokksbrotin og ná saman um stærstu málin og stefnu og svo afgreiða hvernig þau mál sem menn eru ósammála um eru afgreidd. Svo verður þessi foringjadýrkun að hverfa. Það eru flokksmenn sem eiga að ráða en ekki fá einhverja tilbúna pakka frá forystunni. Stefnan á að ráðast af félögum í flokknum og engar ákvarðanir á að taka stórar án þess að flokksmenn séu spurðir. 

Er svona að velta fyrir mér í ljósi þessara kosninga og væntanlega nýrri B-D stjórn:

Er svona að velta fyrir mér hvað fólk kemur til með að hafa mikið langlundageð gagnvart nýju stjónrvöldum.
Báðir stóru flokkarnir hafa boðað:
- Lækkun lána fólks
- Lækkun skatta
- Afnám verðtrygginar
- Lækkun óverðtryggðra vaxta
- Hækkun bóta/ afnám skerðinga.
- Fullt af hálaunastörfum
- Aðstoð við þá sem eru að leigja
- Fullt af framkvæmdum
- Hækkun launa á sjúkarhúsum og þá væntanlega hjá öllum opinberum starfsmönnum.
- Ný tæki á sjúkarhúsin
- Aukinni þjónustu á sjúkrahúsum út um landið.
- Háhraðatengingu um allt land
- Af nám gjaldeyrishafta
Reyndar er ég að velta fyrir mér ef að það hefjast hér stórframkvæmdir og hér verða til hálaunastörf, þurfum við þá ekki að hefja hingað aftur innflutning á starfsmönnum frá Evrópu. Því að fólk á atvinnuleysiskrá eru ekki svo margir og þeir neita að vinna á þeim lágmarkslaunum sem eru í boði t.d. hjá ríki og borg í umönnunar stéttum.
En samt sem áður nú er bara að byrja strax að heimta að þessi loforð öll séu uppfyllt og það sem fyrst. Held að flokkarnir fái örugglega ekki meira en ár til að klára þetta. Því a.m.k. annar formaðurinn sagði að þetta væri ekkert mál.

mbl.is Geta myndað stjórn með 51% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hamingja hjá Framsókn og Sjálfstæðismönnum.

Sýnist að þarna sé sönn ást á milli manna. Og grunar að milli þeirra sé fyrir löngu búið að skipa stjórn. Enda þarf að sækja ýmsa banka og fyrirtæki sem félagar þeirra og flokkseigendur hafa óvart misst úr höndunum síðustu árin.

 

sonn_ast.jpg

 


Spá um þingmenn eftir flokkum

Hér er spáinn fyrir fyrir kvöldið. Byggð á minni yfirgripsmiklu þekkingu. Nú geta menn bara slökkt á sjónvarpinu og farið að sofa. Engin ástæða til að bíða eftir raunverulegum tölum.

 

thingmannaspa.jpg

 


Halló þjóð ætlið þið að kjósa þetta yfir okkur?

Í júlílok á síðsta ári sagði Bjarni Ben: Að það væri veruleikafyrring hjá Guðbjarti Velferðarráðherra að neita að skera meira niður í velferðaþjónustu. Hvernig heldur fólk að Sjálfstæðismenn ætli að sækja þá peninga sem tapast við alla skattafslættina sína til fyrirtækja og auðmanna?

 

thetta_sag_i_bjarni_ben_i_fyrra.jpg

 


mbl.is Kjörsókn nokkru minni en síðast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband