Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2013

Þetta var það sem þurfti fyrst að bjarga skv. nýrri ríkisstjórn.

Neyðarlegri frétt er ekki hægt að finna fyrir nýja ríkisstjórn. Þau héldu lærðar bullræður um að sjávarútvegurinn væri bara alveg að fara á hliðina og það þyrfti að koma í veg fyrir hækkað veiðigjald svo þau færu að fjárfesta. En úps! Þeir borga eigendum út nú 1,1 milljarð og á síðasta ári 800 milljónir og sá peningur fer væntanlega ekki í fjárfestingar í fyrirtækjunum. Og þarna erum við bara að tala um eitt fyrirtæki.

Sýnir okkur vel að þetta var forgangsmál Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks og svo gjörsamlega vanhugsað eins og allt annað sem þau hafa farið af stað með. 


mbl.is Greiðir 1,1 milljarð í arð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En bíddu er þetta ekki stefna Framsóknar?!

„Rökstuðningurinn er sá að við ætlum að fylgja þessu plani Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem gengur í rauninni út á að halda gjaldmiðlinum veikum og gera Ísland að einhversskonar framleiðsluríki, sem framleiðir til útflutnings fyrir lág laun en flytur sem allra minnst inn. Þetta finnst mér vera mjög skuggaleg framtíðarsýn,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Er það ekki einmitt sem Framsókn og Sjálfstæðisflokkur eru að boða. Þ.e. framleiða meira og flytja meira út. Hvernig ætla blessaðir mennirnir að gera það nema reyna að keyra laun niður til að að við getum selt meira?  Þetta boðuðu þeir fyrir kosningar. Auka fjárfestingu, framleiðni og auka útflutningi! Og leggja áherslu nú að gera vel við þær greinar sem borga hvað lægst laun sbr ferðaþjónustu og fiskvinnslu.  Og svo spreða nokkurm virkjunum í fyrirtæki sem flytja hingað hráefni, fá ódýra orku og flytja svo vörunar aftur út án þess að við fáum mikinn virðisauka  annan en laun nokkur hundruða starfsmanna og svo þetta smánar verð fyrir orkuna.

Ríkisbákn? Hvar á að skera niður.

Hjá ríkinu starfa um 20 þúsund starfsmenn í um 16 þúsund ársverkum.

Starfsmenn ríkisins

Árið 2011 störfuðu rúmlega 21.000 manns hjá ríkinu og sinntu 16.808 ársverkum. Töluverðar sveiflur eru í starfsmannafjölda ríkisins yfir heilt ár. Þannig fjölgar starfsmönnum á sumrin vegna afleysinga en færri eru við störf yfir vetrarmánuðina.

Samkvæmt ríkisreikningi 2011 voru launagjöld ríkisins 119 milljarðar, eða 19,7% af heildargjöldum þess.

Fjölmennustu hóparnir sinna störfum á sviði heilbrigðismála, menntamála og löggæslu. Landspítalinn er stærsti einstaki vinnustaðurinn en þar starfa um 5.500 starfsmenn sem sinna um 3.800 ársverkum.

Þannig eru starfmenn á Landspítala einum um 25% af starfsmönnum ríkisins. Og ef við tökum öll sjúkrahús, heilsugæslu og hjúkrunarheimili þá geri ég ráð fyrir að yfir helmingur starfsmanna ríkisins sé bar í heilbrigðisgeiranum. Stór hópur eru svo kennarar í framhalds- og Háskólum og öðru sem tengist fræðslumálum.  Síðan er lögreglan sem væntanlega er með um  5 til 10%  hlut. Veit að starfsmenn í ráðuneytum beint eru um 500. Svo þegar fólk er að láta plata sig í að hér sé svakalega yfirbygging hjá ríkinu þá ætti það að skoða málin betur. Og meðal annarra orða þá hefur starfsmönnum fækkað frá hruni um upp undir 1000 minnir mig. 

En þessi inngangur er til að benda á grein á visir.is í dag. Þar sem m.a. er bent á eftirfarandi fréttir sem sýna að það er kallað á aukna mönnun hjá ríkinu frekar en fækkun:

Eru ríkisstarfsmenn of margir?
Af nýlegri umræðu má ráða að uppi séu skoðanir um að ríkisstarfsmenn séu of margir, og hægt væri að ná fram sparnaði með því að skera af óþarfa „fitulag“ með því að fækka ríkisstarfsmönnum. Erfitt er að finna vísbendingar sem styðja þessa staðhæfingu. Algengast er efni um hið gagnstæða, þ.e.a.s. að ríkisstarfsmenn séu of fáir. Nokkur nýleg dæmi:

1. „Lögreglumenn landsins allt of fáir. Til að tryggja brýnustu þjónustu lögreglunnar á landinu þarf að fjölga lögreglumönnum um 236 eða um tæp 40 prósent.“ (visir.is 27. júní 2013)

2. „55 læknanemar með tímabundið lækningaleyfi starfa á Landspítalanum í sumar. Langvinn mannekla er hluti ástæðunnar, segir formaður læknaráðs spítalans.“ (RÚV 20. júlí 2013)

„Ekkert krabbameinseftirlit á sumrin. Þeir sem eru í reglubundnu eftirliti vegna krabbameins fengu í vor bréf frá göngudeild blóð- og krabbameinslækninga Landspítalans þar sem kemur fram að vegna manneklu og sumarleyfa verði eftirlitstímum frestað fram á haust.“ (ruv.is 19. júlí 2013)

3. „Ekki jafn fáir starfsmenn síðan 2005. Starfsmönnum háskóla fækkaði um 140 á milli nóvember 2010 og nóvember 2011 … og hafa ekki verið færri síðan skólaárið 2005-2006.“ (mbl.is 13. júní 2013)

„Skortur á menntuðu starfsfólki. Háskólarnir eru komnir að þolmörkum vegna aukins álags án þess að starfsfólki hafi fjölgað í samræmi.“ (RÚV 11. apríl 2013)
Það sem styður þessi dæmi um núverandi skort á ríkisstarfsmönnum eru kannanir á stjórnun og starfsumhverfi ríkisstarfsmanna sem gerðar voru 2006-7 og 2011-12 (sjá vef fjármálaráðuneytisins). Þar má finna skýrar vísbendingar um mikið og vaxandi vinnuálag innan ríkisstofnana. Sjá hér

Svo geta Vigdís og Ásmundur bullað út í það óendanlega um að það megi sko skera niður og hafa gaman af. Sé ekki hvar þau geta gert það.  T.d. rekstur allra sendiráða kostar um 2 milljarða. Það er nærri það sama og þessi ríkisstjórn ætlar að láta ferðaþjónustuinni eftir af vsk. 

 


Svona sparnaður bítur okkur í rassinn fljótlega.

Minnir að þetta hafi verið áætlun sem unnið var að því að útfæra í nærri ár. Mikið af atriðum sem auðsjáanlega hefðu skilað okkur arðsemi á komandi árum auk þess sem þær stuðla að aukningu í greinum öðrum en þessu gömlu og stöðnuðu. Þarna m.a. nýsköpun og rannsóknir sem m.a. er eins og orðana hljóðan sprotafyrirtæki og frumkvöðlar. En auðvita byrjar stjórnin á að skera niður tekjustofna sem áttu að standa að þessu og koma um leið í veg fyrir sennilega einhver þúsundir starfa og auk þess afleiddum störfum.  Og versta er að ávinningur af þessum störfum hefðu væntanlega sýnt sig á næstu árum.
"Meðal verkefna sem fjárfestingaáætlunin gerði ráð fyrir voru aukið fjármagn í skapandi greinar, ferðaþjónustu, Græna hagkerfið, rannsóknar- og tækniþróunarsjóði og fjárfestingar í samgöngumannvirkjum og fasteignum. Í fjármálaráðuneytinu er verið að fara yfir þessi fjárfestingaloforð. Alls óvíst er því hversu mikið af þeim verður hrundið í framkvæmd."

Okkur veitt nú ekki af vegna þeirra samninga sem við stöndum að fara að skapa stöf í greinum sem menga minna sem og að huga því að draga úr mengun frá þeim fyrirtækjum sem þegar starfa hér.  Eins gildir um samgöngumál og fleira. En nei byrjað á því að skera niður tekjur í þessi mál og síðan hætt við þau öll. Þessi sömu flokkar voru síðustu 4 ár að hvetja til þess að stjórnvöld veittu auknu fé í verkefni sem sköpuðu vinnu.

Það er bara kristaltært að Íslandi dugar ekki að halda að allir geti fengið vinnu við sjávarútveg, ferðaþjónustu og stóriðju. Það þarf að skapa fjölbreytni og þá þarf að ganga á undan með góðu fordæmi og sjóðum og styrkjum sem sprotafyrirtæki og frumkvöðlar geta sótt um í og hjálpa þeim fyrsta áfangan. Slíkt hefur þegar skilað gríðarlegum árangri. Mörg af okkar stærstu fyrirtækjum í dag byrjuðu þannig. 


mbl.is Fjárfestingaáætlun skorin niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verði þeim að góðu!

Ef þetta fer eins og ég reikna með og allt fari í loft upp í haust/vetur þá er málið ekkert annað en  að bæði Framsókn og Sjálfstæðismenn töluðu um að nú væri tími niðurskurðar lokið nú ætti að fjölga vellaunuðum störfum og um leið lækka öll ég endurtek öll lán fólks. Það fór ekkert á milli mála í aðdraganda kosninga.

Málið var að lækka skatta og víkka út skattstofna með auknum tekjum fólks og þar af leiðir hærri greiðslur til ríkisins þrátt fyrir lækkun tekjuskatts.

Nú verða þessir labbakútar að standa við stóru orðin. Þeir vissu að það væri nær allir kjarasamningar lausir nú á næstu misserum og nokkurn vegin vissu þeir alveg hvernig staðan væri á ríkissjóð.

Þeir töluðu aldrei um niðurskurð þvert á móti sögðu þeir að nóg væri komið.

Svo skipa þessir labbakútar/fóstbræður fólk í þessa hagræðingarnefnd sem er frægt af því að málflutningur þeirra vekur oftar en ekki úlfúð og deilur. Og halda svo þessir flokkar að þetta hafi verið heppilegasta fólkið til að ná fram aðgerðum sem þjóðin sættir sig við og myndi þjóðarsátt?


Verði þessum flokkum að góðu.


mbl.is Ólík afstaða til launakrafna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú verðu fólk að vera vakandi. Það eru hætturlegar horfur með heilbirgðiskerfið.

Nú verður fólk að vera á verði. Finnst það liggja í loftinu að einkavæða eigi á næstu misserum í heilbrigðiskerfinu! Það má ekki undir neinum kringumstæðum verða ef að það verður til að misskipta hér aðgangi fólks að þjónustunni eftir efnahag. Eða að einhverjir verði í stöðu til að blóðmjólka ríkið fyrir ekki betri þjónustu.
Merki um þetta eru:


  • -Kristján Þór byrjar að ræða um að það vanti 8,6 milljarða í kerfið.
  • -Hagræðingarnefnd og forsætisráðherra tala um að vera að skoða algjörar kerfisbreytingar í rekstri stofnana hjá ríkinu.
  • -Greinar farnar að birtast um nauðsyn þess að auka einkavæðingu í heilbrigðisþjónustu.
  • -Og allt þetta komið fram bara í síðustu viku.
  •  Í umræðu í þessarar viku um að reyna að fá meira fyrir peningana.
Alveg skýrt dæmi finnst mér um að verið sé að undirbúa jarðveg fyrir svona algjöran viðsnúning. í heilbrigðisþjónustunni. 

Ég er ekkert á mót einkarekstri ef að hann innan mjög þröngra sviða og markmið skýrt en þetta má ekki fara út í öfgar sbr Bandaríkin.


mbl.is Þurfum að auka einkarekstur í heilbrigðiskerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bíddu segir Heimssýn ekki að Írland sé að fara til andsk...?

En viti menn þeir eru að vinna sig upp á meðan að hér skv. ríkisstjórninni er allt að hruni komið. Væri þá ekki betra fyrir okkur að hafa evrur. Lán heimila hafa þó ekki hækkað hjá þeim.

Fyrirtækið nefnir þá ástæðu helsta fyrir jákvæðum horfum að útlit sé fyrir að skuldastaða írska ríkisins lækki hraðar en fyrirtækið hafi áður reiknað með. Gert er ráð fyrir að efnahagsaðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Evrópusambandsins við Írland ljúki eftir sex mánuði.


mbl.is Metur horfur jákvæðar fyrir Írland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gaman að kíkja á það sem Sjálfstæðismenn sögðu fyrir kosningar í ljósi þessarar greinar Kristjáns.

T.d. sagði hann sjálfur

Það verður að rjúfa þann vítahring skattahækkana og niðurskurðar sem núverandi ríkisstjórn hefur búið til. Við verðum að lækka skatta, ekki hækka þá. Við þurfum að efla nýsköpun og atvinnulíf til að auka atvinnutækifæri, hækka laun hinna lægst launuðu og auka kaupmáttinn. Við verðum að létta byrðar millitekjufólksins, sem flestir á vinnumarkaði á Íslandi teljast til, ekki síst barnafólk. Við verðum að skoða gaumgæfilega allar leiðir til að koma fjölskyldum í landinu undan oki verðtryggingarinnar.
Ekkert af þessu kemst í framkvæmd undir núverandi ríkisstjórn. Við þurfum nýja pólitíska forystu. Alþingskosningarnar í apríl næstkomandi eru tækifæri til þess að skipta um stefnu, rjúfa kyrrstöðuna og sækja fram.

 


mbl.is Vantar 8.600 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nokkir vafasamir punktar í röksemdum Forseta

Skv skýringum hans þurfa þingmenn að beita málþófi til að hann setji mál í Þjóðarakvæðagreiðslu. Sbr.

Þegar Alþingi fjallaði um þetta mál, ólíkt þeim málum sem ég hef áður vísað til þjóðaratkvæðagreiðslu, fór þriðja umræðan bara fram á dagsparti. Ég man ekki nákvæmlega hvað það var, einn eða tveir eða þrír klukkutímar. En um hin málin þrjú, fjölmiðlamálið og Icesave-málin bæði, stóðu dögum og vikum saman, í bæði annarri og þriðju umræðu, harðar deilur á Alþingi,“ 

Og svo hreinlega fer hann ekki rétt með þegar hann talar um 3 milljarðalækkun þvií greinagerð með frumavarpinu segir:

Í meðfylgjandi töflu má sjá hvernig áætlað er að tekjur ríkissjóðs af veiðigjöldum fyrir aflaheimildir geti orðið á rekstrar- og greiðslugrunni fyrir þessi ár samkvæmt frumvarpinu borið saman við forsendur fjárlaga 2013 og ríkisfjármálaáætlunarinnar:


2013

2014
mia. kr. rg. grgr.
rg. grgr.
Ríkisfjármálaáætlun 13,5 12,6
16,2 14,5
Eftir breytingar 10,3 11,7
9,8 9,8
Munur -3,2 -0,9
-6,4 -4,7

 Og einnig segir þar:

Þegar litið er til lækkunar veiðigjaldanna í 9,8 mia. kr. á næsta fiskveiðiári, eins og kveðið er á um í frumvarpinu, má gera ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs af veiðigjöldum lækki um 3,2 mia. kr. á rekstrargrunni 2013. Þegar metin eru áhrif breytinga veiðigjalda á tekjur ríkissjóðs 2014 skiptir einnig verulegu máli hvert veiðigjaldið verður á fiskveiðiárinu 2014/2015. Ef gert er ráð fyrir að gjaldtakan verði sú sama í krónum talið á því fiskveiðiári, eða alls 9,8 mia. kr., þá má áætla að tekjur ríkissjóðs á rekstrargrunni árið 2014 geti lækkað um 6,4 mia. kr. árið 2014 frá því sem reiknað var með í fyrri ríkisfjármálaáætlun.

Svo hlýtu Ólafur að viðurkenna að það er gjá milli þings og þjóðar núna eins og í fyrri málum sem hann hefur vísað lögum til þjóðarinnar. En nú er telur hann nóg að segja að stjórmálamenn verði að ná sátt vði þjóðina um fiskveiðauðlindinga og arðinn af henni. Ekki mikil áhugi á að vilji þjóðarinnar nái nú fram. 

 


mbl.is Forsetinn staðfestir lög um veiðigjald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband