Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2013

Sjálfsmorðssveitin!

Veit það ekki en skv. þessu sýnist mér að við megum búast við hörðum niðurskurði næsta ár.  Þarna eru jú 3 Heimssýnarliðar og svo Guðlaugur Þór. Ekkert af þeim hefur nú sýnt að það hafi sérstaka þekkingur í fjármálum eða rekstri. Veit ekki hvað Framsókn gengur til að velja Ásmund og Vigdísi í þetta starf en yfirlýsingar hennar um fjármál hafa nú ekki verið gáfulegar hingað til. 

Hagræðingarhópurinn starfar undir stjórn Ásmundar Einars Daðasonar alþm. og í honum sitja auk hans Guðlaugur Þór Þórðarson alþm., Vigdís Hauksdóttir alþm. og Unnur Brá Konráðsdóttir alþm

Nema að þetta sé ráð að koma þeim endanlega út úr pólitk.  


mbl.is Aðgerðir til hagræðinga hjá stofnunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Man bara ekki eftir ráðherrum sem hafa byrjað jafn illa

Nú er það þannig að ég man bara ekki eftir að nokkrir ráðherrar hafi byrjað jafn illa og Illugi Gunnarsson og reyndar Sigurður Ingi.

Það er almennt kallað eftir háskólamenntuðu fólki í atvinnulífinu.  Og nú er verið að þrengja mjög að þeim sem eru eða ætla í nám. Ráðherra miðar alltaf við noðurlönd í máli sínu en ólíkt okkur eru Noðrulöndin að mestu með styrki á meðan að hér borgar fólk megnið af sínum lánum tíl baka. Sparnaðurinn af þessum aðgerðum á að vera um 130 milljónir en á móti kemur að fjölgun ráðuneyta kostar ríkð um 209 milljónir á ári.  Þá eru studentar ekki þeir sem menn æsa upp án þess að það hafi afleiðiingar. 

Ráðherra ætlaði einnig að koma í stjórn RUV 6 af 9 stjórnamönnum að eigin vali gegn loforðum sem var búð að gefa á Alþingi. En sem betur fer var einn stjórnarþingmaður það stór að hann greiddi atkvæði með lista minnihlutans sem varð til þess að skiptin urðu 5 á móti 4 eins og lofað var. 

En aðallega er það hroki ráðherra sem birtist á ræðum og viðtölum við hann. 

Um Sigurð Inga þarf nú varla að rifja nokkuð upp. Við sjáum nú til hvað forsetinn gerir varðandi lækkun veiðigjalda. Sem samsvara nokkurnvegin að hægt hefði verið að lækka tekjuskatt um 1% á almenning. Minnir að það kosti um 8 milljarða að lækka tekjuskatt um 1%. Og svo öll önnur vitleysa sem hefur oltið upp úr þeim báðun svona fyrsta mánuð þeirra í starfi. T.d. um umhverfismál.

 


mbl.is „Ekkert til að hrópa húrra fyrir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kannski rétt að skoða nýju kosningaloforð framsóknar í ljósi þess hvernig síðustu eru að enda núna!

Nú 2003 voru gefin kosningaloforð af hendi framsóknar um 90% lán. Og þessu var hrint í framkvæmd og allir flokkar tóku þátt í að útfæra þetta 2004 án þess að kynna sér viðvörunarorð og hugsanlega afleiðingar.

Nú erum við með gríðaleg loforð upp á hundruð milljarða í farvatninu. Framsókn tekur ekkert marg á viðvörunum og hlustar ekki á skammstafanir. Ætla að vona að aðrir láti þá ekki leika sér með hagsmuni okkar sem þjóðar. Bendi t.d. á færslu Gunnars Tómassonar um loforð Framsóknar:

Leiðréttingarleið XB ógnar stöðugleika

„Það er furðulegt hversu víða birtist þrá um að Framsóknarmenn hverfi frá einbeittum vilja til að koma til móts við íslensk heimili. Þeim sem vilja koma því til leiðar mun ekki verða að ósk sinni.” (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Afnám og leiðrétting. Þetta er einfalt, 15. marz 2013.)

Í þingsályktunartillögu Alþingis um málið er fjallað um einn valkost í þessu sambandi:

„Gerð verði úttekt á kostum og göllum þess að stofna sérstakan leiðréttingarsjóð vegna húsnæðislána. Ef bið verður á því að samningar náist við kröfuhafa væri mögulegt að setja á fót leiðréttingarsjóð vegna húsnæðislána til að aðgerðir í þágu lántaka komist fyrr til framkvæmda og til að tryggja gagnsæi og eftirlit með leiðréttingunum. Ekki er gert ráð fyrir að peningamagn í umferð aukist með tilkomu slíks sjóðs.”

Hér verða leidd rök að því að leiðréttingarsjóðsleiðin myndi ógna fjárhagslegum og efnahagslegum stöðugleika.

Sviðsmynd.

1. Gera skal 25% leiðréttingu á 1.200 ma. verðtryggðum húsnæðislánum í gegnum leiðréttingarsjóð (LS).

2. Íbúðalánasjóður (ÍLS) á 800 ma. af heildinni en aðrir aðilar 400 ma.

3. Seðlabanki Íslands (SÍ) veitir LS 1.200 ma. vaxtalaust stofnfjárlán með færslu á reikning LS við SÍ.

4. LS innleysir útistandandi lán með 1.200 ma. millifærslu á óverðtryggða bundna reikninga ÍLS og annarra aðila við SÍ.

5. Lánin eru leiðrétt í 900 ma. óverðtryggð lán með 4% ársvöxtum og 45 ma. ársgreiðslum yfir 20 ár.

6. Á fyrsta ári innheimtir LS samtals 81 ma. af lánunum (45 ma. afborganir og 36 ma. vextir).

7. Á fyrsta ári eru neikvæð áhrif á sjóðstreymi ÍLS um 76 ma. miðað við (a) enga verðbólgu, (b) jafnar afborganir af 800 ma. höfuðstól og (c) 4% ársvexti (40 ma. afborganir og 36 ma. vextir).

8. Á fyrsta ári eru neikvæð áhrif á sjóðstreymi annarra aðila um 38 ma. (20 ma. afborganir af 400 ma. höfuðstól og 18 ma. vextir).

9. Á fyrsta ári eru því neikvæð áhrif á sjóðstreymi ÍLS og annarra aðila samtals 114 ma. (76 + 38 = 114 ma.)

10.  Þensluverkandi áhrif leiðréttingarinnar á peningamagn í umferð eru því 33 ma. (114 – 81 = 33 ma.).

11. „Ekki er gert ráð fyrir að peningamagn í umferð aukist með tilkomu slíks sjóðs”, segir í þingsályktun Alþingis um aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar.

12. Á ofangreindum forsendum stríðir leiðréttingarleiðin gegn þessu markmiði.

„Teymi fagaðila leggi fram tillögur um fjármögnun sjóðsins, sér í lagi aðkomu ríkissjóðs og aðkomu lánveitenda auk greiðsluflæðis”, segir einnig í þingsályktun Alþingis.

Sviðsmyndin er grunnmynd sem endurspeglar helztu breytistærðir sem teymið hefði úr að spila til að ná fram markmiði ríkisstjórnarinnar varðandi áhrif LS á peningamagn í umferð.

Sjálf grunnmyndin er óraunhæf þar sem verðbólga er ekki tekin með í reikninginn. Ef ársverðbólga væri t.d. 5% myndi raunvirði innstæðna ÍLS og annarra aðila hjá SÍ rýrna um samtals 60 ma. á fyrsta ári.

Án aðgerða á tekju- og/eða útgjaldahlið fjárlaga – skattahækkana eða niðurskurðar útgjalda – getur ríkissjóður ekki bætt ÍLS og öðrum aðilum þá rýrnun án innlendrar eða erlendrar skuldsetningar upp á 60 ma.

Leiðréttingarsjóðsleiðin ógnar því fjárhagslegum og efnahagslegum stöðugleika.

Ríkisstjórn XB og XD hefur því um tvennt að velja:

(a) Að koma ekki til móts við íslenzk heimili.

(b) Að koma til móts við íslenzk heimili eftir öðrum leiðum.

 


mbl.is Fingraför Framsóknar víða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er nema von að sporin hræða!

Það má segja að helstu kollsteypur okkar hér síðustu áratugi hafa gerst vegna kosningaloforða framsóknar eða ákvarðana sem teknar hafa verið á þeirra vakt. Af reynst loforð sem framkvæmd voru án þess að þau væru full könnuð eða afleiðingarnar kannaðar.

Og í þessari skýrslu fá ákvarðanir þeirra á kjaftinn og eru að kosta okkur milljarða  hundruði. Eins kemur þarna fram alveg ótrúlegur klíkuskapur sem á ekki að líðast. Sbr:

Orðrétt segir í skýrslunni: „Árið 2004 ákváðu stjórnvöld að fara vissa vegferð með Íbúðalánasjóð. Hún fólst í breyttum útlánum og fjármögnun þeirra. Í fyrsta lagi var húsbréfakerfið lagt niður og íbúðabréfakerfið tekið upp með beinum peningalánum. Í öðru lagi var hámarkslánsfjárhæð hækkuð mikið og veðhlutfall almennra lána sjóðsins hækkað úr 65% í 90%. Þessi vegferð endaði illa og varð þjóðinni dýrkeypt.“

Og á eyjan.is segir t.d. 

Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri í Skagafirði, sóttist hart eftir því að verða stjórnarformaður Íbúðalánasjóðs. Rannsóknarnefnd um sjóðinn furðar sig á samningi sem gerður var við dótturfélag kaupfélagsins, en sá samningur fól í sér engan sjáanlegan ávinning fyrir sjóðinn.

Og einnig:

Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga (KS), var og er áhrifamaður innan Framsóknarflokksins. Guðmundur Bjarnason, framkvæmdastjóri ÍLS, var varaformaður Framsóknarflokksins áður en hann hætti þingmennsku og hóf störf í ÍLS. Félagsmálaráðherra á þessum tíma var Páll Pétursson Framsóknarflokki og sonur hans, Páll Gunnar Pálsson, var forstjóri Fjármálaeftirlitsins þegar eldri stofnfjáreigendur í Sparisjóði Hólahrepps reyndu að standa gegn auknum áhrifum KS í Sparisjóði Hólahrepps og málið kom til kasta eftirlitsins.

Og svo les maður þetta:

Eiríkur tjáði okkur frá að daginn áður hafi hann verið skipaður í stjórn hins nýja Fjármálaeftirlits sem var að taka til starfa við sameiningu Bankaeftirlitsins sem hafði áður verið innan Seðlabankans og Tryggingaeftirlitsins. Við óskuðum honum til hamingju með skipunina og að það gætu verið spennandi tímar framundan með svona nýja stofnun. Eiríkur þakkaði fyrir og sagði svo þessi orð sem enn hafa ekki liðið mér úr minni. „Það sérkennilega er að skipunin var háð því skilyrði að ég væri sammála því að ráða son félagsmálaráðherra sem forstjóra stofnunarinnar.“

Það er að Eiríkur seðalbankastjóri var skipaður í stjórn FME þegar það var stofnað gegn því að að hann samþykkti að sonur Páls Péturssonar ráðherra yrði forstjóri þar. 


mbl.is Mistök sem kostað hafa tugi milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rökin fyrir beytingunni á veiðigjaldinu lygi?

Því hefur m.a. verið haldið fram að veiðigjaldið sérstaka bitni helst á litlum eða meðalstórum útgerðum. En skv. því sem maður sér eru það stærstu útgerðinar sem njóta lækkun þeirra mest.

Las þessa grein eftir Indriða H Þorlákssson. Þar fer hann yfir það hverjum gagnist lækkun veiðigjalda mest eins og verið er að útfæra hana nú. Hann segir:

 

Þau 7 fyrirtæki sem mestan kvóta hafa, hvert um sig yfir 12 – 35 þús. þorskígildistonn, munu fá lækkun sem nemur um 2 milljörðum króna. Næstu 12 fyrirtæki með yfir 4 þús tonn hvert munu fá um 1,2 milljarða króna. Næstu 28 fyrirtæki sem hafa yfir 1 þús. tonn hvert fá samtals um 800 milljónir króna. Tæplega 500 fyrirtæki sem þá eru eftir fá um 550 milljónir, en þar af var meira en helmingur þegar gjaldfrjáls þ.e. með minna en 30 tonna afla.

Það þarf brenglað sjónarhorn til að lesa út úr þessu sérstakan stuðning við meðalstór og lítil fyrirtæki. Stærstu 19 fyrirtækin fá 3,2 milljarða í lækkun sem er yfir 70% heildarinnar. Sama er að segja um þá fullyrðingu að þetta sé gert fyrir landsbyggðina. Veiðigjöldin greiðast af eigendum fyrirtækjanna og engum öðrum. Þessi stóru fyrirtæki eru í eigu fárra aðila á Suðvesturhorninu og fáum öðrum stöðum. Meðal stórra eigenda í þeim eru bankar, lífeyrissjóðir, tryggingafélög og eignarhaldsfélög með óþekktu eignarhaldi. Þessum aðilum á að færa arðinn af fiskveiðiauðlindinni. Eiga þeir hann?


mbl.is „Hafa skapað sér sjálfskaparvíti“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband