Leita í fréttum mbl.is

Lánalækkunin! Af því ég er svo skemmtilegur! :)

Svona eftir lauslega skoðun á gögnum sérfræðinganefndarinnar þá sýnist mér að meðal skuldir heimila séu um eð í kring um 15 milljónir. Og skv. því sem sagt er á höfuðstóll þeirra að lækka um 13% á næstu 4 árum. Og strax á að skipta láni upp í nýtt lán sem er 13% lægra en það stendur í dag og svo þann hluta sem á að greiðast niður á næstu 4 árum. OK

 

Segjum svo að heimili sé með meðallán 15 milljónir. Þá nemur lækkunin 13% og það lækkar þá um  1 milljón 950 þúsundum. En því til frádráttar koma sérstakar vaxtabætur sem hjá láglaunafólki getur hafa verið um  300.000 kr hjá hjónum eða um 600 þúsund fyrir árin 2011 og 2012 eða um 600 þúsund.  Þetta gefur okkur þá að meðalheimili er að fá um 1.350 þúsund í lækkun á láninu. Sem gerir þá að lánin hjá viðkomandi fjölskyldu lækkar úr 15 milljónum í 13.75 milljónir. Greiðslubirgðin um sennilega um 10 þúsund á mánuði. 

Eða þá svona 

 

skulir.jpg

Sýnist þá skv. þessu að meðal skuldugt heimili með lágar millitekjur verið þá með um 10 þúsund lægri greiðslubirgði á mánuði.  

Fannst bara að rétt væri að minna á þetta því allir eru að tala um lækkanir á lánum sínum um 4 milljónir. Svo er ekki. 


Sigmundur Davíð, Ólafur Ragnar og svo Kim Jong Un - Óþægilegar líkar áherslur!

Fólk kannski skilur hvað menn eiga við þegar menn ræða hér um þjóðernishyggju og furðulega ósk/kröfu um samstöðu sem byggir á að allir sætti sig við skoðun leiðtogans þegar fólk les þetta:

Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, lagði áherslu á mikilvægi samstöðunnar í nýársávarpi sínu í gær og lagði áherslu á að nú sé búið að ryðja úr vegi þeim sem vilji sundra þjóðinni. 

 

Og þó við séum ekki að tala um kjarnorku hér þá má heimfæra þetta á það sem Sigmundur Davíð hefur sett um önnur mál hér:

Í ávarpinu lofaði Un að halda áfram með kjarnorkuvopnaáætlun stjórnvalda og fleira til. Áætlunin hefur í gegnum tíðina verið það sem aðrar þjóðir hafa sett sig upp á móti og m.a. valdið því að viðskiptabann var sett á Norður-Kóreu

 

En sem sagt þarna tala einræðisherra og miskunarlaus maður á sama hátt og Sigmundur Davíð. Og samstað þeirra snýst að því að fólk sé ekki að gagnrýna þeirra leið, Þeir viti þetta betur, þeir ráði þessu einir og aðrir verða að sætta sig við það eða taka afleiðingunum. 

 


Úps var Palli Vill ekki búinn að afskrifa að þetta gæti gerst og vinir hans í Heimssýn

Bara varð að setja þessa fyrirsögn hér á bloggið. Því eins og Páll Vilhjálmsson og félagar í Heimssýn tala þá er og verður algjört svartnætti í ESB til framtíðar og Evran að draga þessi lönd til dauða sem voru plötuð til að taka upp sameiginlega mynt. En...

Það setur að mér ugg!

Svona fyrir utan hvað mikill samhljómur er milli forsetans og forsætisráðherra í ræðunum þá setur að mér ugg varðandi eitt atriði. Nú þegar Ólafur er viss um að við verðum stórveldi c.a. á morgun eða hinn vegna nálægðar okkar við ýmis verðmæti og...

Sammála Össuri um margt í þessu en þó ekki öllu.

Fyrir það fyrsta finnst mér að menn eigi að hefja innri skoðun og endurskoðun stefnu sinnar og verka innan hóps en ekki í fjölmiðlum. Þá væri gott að einhver benti Össuri á að það hafa engar skuldalækkanir farið fram í tíð þessarar nýju stjórnar. Og því...

"Íslendingaheilkennið!"

Alveg frábær greining á Íslandi og Íslendingum í Fréttablaðinu i dag. Sem ég bara set hér inn í heild sinni. Hún er eftir Árni Richard Árnason stærðfræðing sem ég hef ekki heyrt um fyrr, en hann tekur okkur fyrir og finnur út að við erum haldin sérstöku...

Rétt að benda á frétt RUV um þetta mál. Og smá skúbb!

Undirritaður hefur fyrir því heimildir að auk þessa sem segir hér fyrir neðan í frétt RUV þá hafi fengist samþykkt að skipuð verði þverpólitísk nefnd um tillögur að úthlutun afla í nýjum tegundum og gjaldtöku fyrir það á næsta ári. Svo bendi ég...

Skoðun mín á nokkrum atriðum fjárlagafrumvarpsins 2014

Nokkuð ljóst að ég er ekki ánægður með að auðlegðarskattur var tekinn af. Veiðigjald lækkað, vsk. á gistinætur lækkaður. En í stað þess eru sett þjónustugjöld á sjúklinga, aukin gjöld á þá sem skrá sig í háskóla og skorið niður í rannsóknum og nýsköpun....

Ragnheiður Elín ætti nú að kynna sér málin almennilega. Þetta segir Hörður hjá Landsvirkjun

Úr frétt á ruv.is Landsvirkjun getur ekki annast orkuöflun fyrir álverið í Helguvík nema að litlu leyti að sögn forstjórans. Álverð þyrfti að hækka um 30 til 40 prósent svo að hægt yrði að ljúka samningum. Og svo bætir hann við. Takið sérstaklega eftir...

Það er bara þannig að Sigmundi tekst að snúa öll sem aðrir segja á haus.

Jam nú er að ESB sem er að slíta viðræðum! Bíddu hvað átti Sigmundur þá við þegar hann sagði við þá í sumar þegar þeir voru að láta vit að viðræður væri komnar í bið. Þá segir Sigmundur sjálfur að hann hafi sagt þeim Sigmundur Davíð sagðist ekki hafa...

Fjárlög verða ekki afgreidd nema að atvinnulausir fái desemberuppbót

Held að því fyrr sem að Framsókn áttar sig á að fjárlög komast ekkert áfram nema að fundnir verði peningar til að fjármagna desemberuppbót, því fyrr komist önnur mál eitthvað áfram og með því að bjóða stjórnarandstöðu upp á að sleppa þessu nýju...

Komugjöld á sjúkrahús!

Árni Þór í vinstri grænum sagði í dag að skv. áætlunum heilbrigðisráðuneytis er áætlað að 297 milljónir skili sér í komugjöld á sjúkrahús. Sem skv. fjölda innlagna gæti þýtt um 11 þúsund að meðaltali. En þar sem öryrkjar, aldraðir og börn fá afslátt þá...

Engin desemberuppbót fyrir atvinnulausa!

En samt ýmsir fjárlagaliðir árið 2013 ekki fullnýttir en á að nýta þá í vinnu við að stytta framhaldsskólan á næsta ári. M.a. eru þarna einhverjir peningar sem áttu að nýtast í nám er vinnandi vegur fyrir atvinnulausa. En úps Illuga langar til að nota þá...

Svona vorkenni meirihlutanaum og sérstaklega ríkisstjórninni?

Það er oft að menn setja sér háleit markmið en vita ekkert hvernig þeir eiga að ná því. Þannig er það nú held ég með fjárlög miðað við þær miklu breytingar sem menn eru nú búnir að vera að gera á þeim síðustu vikur og daga. Þrátt fyrir meiri tíma en...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband