Leita í fréttum mbl.is

Verði þeim að góðu!

Ef þetta fer eins og ég reikna með og allt fari í loft upp í haust/vetur þá er málið ekkert annað en  að bæði Framsókn og Sjálfstæðismenn töluðu um að nú væri tími niðurskurðar lokið nú ætti að fjölga vellaunuðum störfum og um leið lækka öll ég endurtek öll lán fólks. Það fór ekkert á milli mála í aðdraganda kosninga.

Málið var að lækka skatta og víkka út skattstofna með auknum tekjum fólks og þar af leiðir hærri greiðslur til ríkisins þrátt fyrir lækkun tekjuskatts.

Nú verða þessir labbakútar að standa við stóru orðin. Þeir vissu að það væri nær allir kjarasamningar lausir nú á næstu misserum og nokkurn vegin vissu þeir alveg hvernig staðan væri á ríkissjóð.

Þeir töluðu aldrei um niðurskurð þvert á móti sögðu þeir að nóg væri komið.

Svo skipa þessir labbakútar/fóstbræður fólk í þessa hagræðingarnefnd sem er frægt af því að málflutningur þeirra vekur oftar en ekki úlfúð og deilur. Og halda svo þessir flokkar að þetta hafi verið heppilegasta fólkið til að ná fram aðgerðum sem þjóðin sættir sig við og myndi þjóðarsátt?


Verði þessum flokkum að góðu.


mbl.is Ólík afstaða til launakrafna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú verðu fólk að vera vakandi. Það eru hætturlegar horfur með heilbirgðiskerfið.

Nú verður fólk að vera á verði. Finnst það liggja í loftinu að einkavæða eigi á næstu misserum í heilbrigðiskerfinu! Það má ekki undir neinum kringumstæðum verða ef að það verður til að misskipta hér aðgangi fólks að þjónustunni eftir efnahag. Eða að einhverjir verði í stöðu til að blóðmjólka ríkið fyrir ekki betri þjónustu.
Merki um þetta eru:


  • -Kristján Þór byrjar að ræða um að það vanti 8,6 milljarða í kerfið.
  • -Hagræðingarnefnd og forsætisráðherra tala um að vera að skoða algjörar kerfisbreytingar í rekstri stofnana hjá ríkinu.
  • -Greinar farnar að birtast um nauðsyn þess að auka einkavæðingu í heilbrigðisþjónustu.
  • -Og allt þetta komið fram bara í síðustu viku.
  •  Í umræðu í þessarar viku um að reyna að fá meira fyrir peningana.
Alveg skýrt dæmi finnst mér um að verið sé að undirbúa jarðveg fyrir svona algjöran viðsnúning. í heilbrigðisþjónustunni. 

Ég er ekkert á mót einkarekstri ef að hann innan mjög þröngra sviða og markmið skýrt en þetta má ekki fara út í öfgar sbr Bandaríkin.


mbl.is Þurfum að auka einkarekstur í heilbrigðiskerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bíddu segir Heimssýn ekki að Írland sé að fara til andsk...?

En viti menn þeir eru að vinna sig upp á meðan að hér skv. ríkisstjórninni er allt að hruni komið. Væri þá ekki betra fyrir okkur að hafa evrur. Lán heimila hafa þó ekki hækkað hjá þeim. Fyrirtækið nefnir þá ástæðu helsta fyrir jákvæðum horfum að útlit...

Gaman að kíkja á það sem Sjálfstæðismenn sögðu fyrir kosningar í ljósi þessarar greinar Kristjáns.

T.d. sagði hann sjálfur Það verður að rjúfa þann vítahring skattahækkana og niðurskurðar sem núverandi ríkisstjórn hefur búið til. Við verðum að lækka skatta, ekki hækka þá. Við þurfum að efla nýsköpun og atvinnulíf til að auka atvinnutækifæri, hækka...

Nokkir vafasamir punktar í röksemdum Forseta

Skv skýringum hans þurfa þingmenn að beita málþófi til að hann setji mál í Þjóðarakvæðagreiðslu. Sbr. Þegar Alþingi fjallaði um þetta mál, ólíkt þeim málum sem ég hef áður vísað til þjóðaratkvæðagreiðslu, fór þriðja umræðan bara fram á dagsparti. Ég man...

Sjálfsmorðssveitin!

Veit það ekki en skv. þessu sýnist mér að við megum búast við hörðum niðurskurði næsta ár. Þarna eru jú 3 Heimssýnarliðar og svo Guðlaugur Þór. Ekkert af þeim hefur nú sýnt að það hafi sérstaka þekkingur í fjármálum eða rekstri. Veit ekki hvað Framsókn...

Man bara ekki eftir ráðherrum sem hafa byrjað jafn illa

Nú er það þannig að ég man bara ekki eftir að nokkrir ráðherrar hafi byrjað jafn illa og Illugi Gunnarsson og reyndar Sigurður Ingi. Það er almennt kallað eftir háskólamenntuðu fólki í atvinnulífinu. Og nú er verið að þrengja mjög að þeim sem eru eða...

Kannski rétt að skoða nýju kosningaloforð framsóknar í ljósi þess hvernig síðustu eru að enda núna!

Nú 2003 voru gefin kosningaloforð af hendi framsóknar um 90% lán. Og þessu var hrint í framkvæmd og allir flokkar tóku þátt í að útfæra þetta 2004 án þess að kynna sér viðvörunarorð og hugsanlega afleiðingar. Nú erum við með gríðaleg loforð upp á hundruð...

Er nema von að sporin hræða!

Það má segja að helstu kollsteypur okkar hér síðustu áratugi hafa gerst vegna kosningaloforða framsóknar eða ákvarðana sem teknar hafa verið á þeirra vakt. Af reynst loforð sem framkvæmd voru án þess að þau væru full könnuð eða afleiðingarnar kannaðar....

Rökin fyrir beytingunni á veiðigjaldinu lygi?

Því hefur m.a. verið haldið fram að veiðigjaldið sérstaka bitni helst á litlum eða meðalstórum útgerðum. En skv. því sem maður sér eru það stærstu útgerðinar sem njóta lækkun þeirra mest. Las þessa grein eftir Indriða H Þorlákssson. Þar fer hann yfir það...

Hvað mundi ríkisstjórnin gera þá?

Segjum að ríkisstjórninni taksist að koma á þessari almennulækkun lána. Sem gengur nú orðið reyndar út á að lækkunin verði mismunandi eftir því hvenær fólk keypti. En segjum að það tækist. En í kjölfarið af því að og því að það fara einhverjar...

Enginn sérfræðingur sammála ríkisstjón varðandi skuldamál heimila.

En eins og venjulega veit Sigmundur Davíð betur. OECD segir skv. þessari frétt: Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) telur þá flötu lækkun lána sem boðuð hefur verið ekki ráðlega og tekur undir þá gagnrýni Seðlabankans að slík lækkun myndi að mestu...

Þegar menn lofa öllu fyrir alla, þá verða menn að taka afleiðingu þess!

Sko ríkisstjórn sem er mynduð af flokkum sem lofuðu öllu fyrir alla fyrir kosningar geta bara ekki kvartað yfir því að allir bæði þeir sem lentu í minni hluta á Alþingi og allir hinir rukki þá um allt fyrir alla og helst meira. Þannig að nú vill fólk:...

Ekki var þetta eins mikið og maður hélt.

Það er sagt að þetta snerti um 7000 aldraðra en skv. því sem ég best sé að vef hagstofnuna eru fólk yfir 67 ára um 34.800. Hvaða stöðu eru þau 28 þúsund sem ekki fá neinar leiðréttingar?

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband