Leita í fréttum mbl.is

Ýmislegt furðulegt í þessari frétt og útreikingum.

Svona bara til að byrja með þá er Icesave samningurinn vaxtalaus til 1 október 2009.  Svo sé ég ekki hvernig Breski innistæðutryggingarsjóðurinn getur sótt sér fjármagn á sömu kjörum og Bresk stjórnvöld og Hollensk. Las einhverstaðar að það væri með álagi milli 2 og 3% vextir á þeim lánum sem Breski innistæðutryggingarsjóðurinn fær.  Enda er hann væntanlega ekki ríkisrekinn, sbr okkar.

En Mogginn er náttúrulega ekkert að gera athugasemdir við svona málflutning, hann hentar málstaðnum.

www.thjodaratkaedi.is og hætta að hlusta á skýringar svona matreyddar.
mbl.is Bretar og Hollendingar græða milljarða á vaxtamun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svo segja hér "Nei" spekingar að fyrirtæki hafi ótakmarkaðan aðgang að lánsfé!

Nú heyrum við af Orkuveitunni. Í síðustu viku heyrðum við frá Landsvirkjun sem jú fá lánsloforð en þau eru skilyrt við fjármögnun og Icesave. Svo getum við nefnt Hafnafjörð og fleiri bæjarfélög sem er boðið upp á lán með 7% vöxtum.

Reynið svo að segja að það skipti ekki máli að leysa úr málum eins og Icesave sem sannarlega hefur valdið því að hér eru líkur á að lánshæfi landsins fari algjörlega í ruslflokk.

Bendi fólki á lesa þennan pistil eftir Andra Geir Arinbjarnarson þar segir hann m.a.

Ef Icesave verður fellt má búast við að vaxtakrafan á erlend lán (ný, framlengd og endurfjármögnuð) til íslenskra aðila muni hækka enn frekar.  Til að mæta slíkri hækkun þarf að hækka skatta og gjöld (t.d. gjaldskrá OR), skera niður og takmarka launahækkanir (eða flytja úr landi eins og Össur).  Þá þarf að styrkja gjaldeyrisforðann og það verður varla gert nema með enn meiri höftum.  Innflutningshöft munu verða rædd, sérstaklega á lúxusvörur.  En ef það dugar ekki til og höft, skattar og niðurskurður eru orðin of sársaukafull er til leið sem verður næstum ómótstæðileg og það er að “þjóðnýta” erlendar eignir lífeyrissjóðanna. 

Og lesið svo áfram í pistlinum hvernig að fyrirmynd Lilju Mósesdóttur Argentína fór í eignir lífeyrissjóða Argentínubúa.


mbl.is Vilja ekki lána Orkuveitunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er rétt að fórna Krýsuvík?

Rakst á þessa myndasýningu á YOUTUBE. Þetta þarf virkilega að skoða vel. Við hljótum að þurfa að vernda einhver svæði hér á Reykjanesi og sér í lagi svo fagurt svæði eins og Krýsuvík þar sem margir koma.

Rangfærslur/misskilningur "Nei" sinna

Hlustaði á þáttinn Vikulokin á Rás 1 í gær. Þar var m.a. annarra Dóra Sif Tynes, lögfræðingur sem m.a. hefur unnið hjá ESA - Eftirlitsstofnun EFTA. Hún hafði ýmislegt til málana að leggja: Hún hafði leitað dómafordæma um það að karfa fyrir Íslenskum...

Er Jón bara ekki á móti öllum breytingum?

Svona fyrir utan að við vitum að hann vill reyna að breyta kvótakerfinu, þá finnst mér að hann sé á móti öllum öðrum meiriháttar breytingum hvaða nafni sem þær nefnast. Hlýtur að vera ömurlegt að vera þá í stjórn þar sem mikill meirihluti vill...

Get ekki séð að þetta myndi hjálpa nokkuð við að taka rétta ákvörðun.

Held að "Nei" sinnar hafi nú heldur betur fengið að koma sínum sjónarmiðum á framfæri í öllum fjölmiðlum og netinu síðustu misseri. Nú er komið nóg. Þetta gildi einnig um "Já" sinna. Hvernig halda menn að þetta yrði. "Nei" sinnar myndu halda fram...

Innlegg í umræðuna

Var að lesa þennan pistil Áhættuhegðun og Icesave eftir Oddnýju G. Harðardóttur formann fjárlagnefndar þar sem hún segir einmitt það sem fólk hætti að hafa í huga: Með dómstólaleið tækjum við mikla áhættu. Gleymum ekki að það var einmitt áhættusækni...

Bara að benda þeim á sem eru að krefjast afsagnar Jóhönnu á eftirfarandi:

Jóhanna gekk ítrekaði eftir því að farið væri eftir jafnréttislögum í þessu máli og hún fullvissuð af þeim sem unnu að þessari ráðningu að svo væri. Enda tölu þau að svo væri. Enda höfðu umsækjendur verið metnir og raðað í ákveðna röð. Þannig að skv. því...

Úps hvernig fer fólk að þessu?

Eru verkalýðsfélög ekki sjálfstæð félög? Ríkði hefur almennt ekkert með þau að gera. Þannig að það væri bort á stjórnarskrá held ég að taka fram fyrir verkefni aðalfunda félagana sem eru jú löggjafarsamkoma viðkomandi félags. Góð hugsun er gengur ekki...

Ég persónulega hefði farið nákvæmlega að eins og Jóhanna!

Skil ekki þetta upphlaup fólks. Fólk hefur verið að mótmæla persónulegum og pólitískum ráðningum ráðherra. Ég persónalega hefði farið eins að. Ég hefði falið sérfræðingi/sérfræðingum að sjá um allt ferlið og hefði síðan látið þeirra mat ráða því hver...

Loksins - Nú verða allir framfarasinnaðir Íslendingar að styðja þau.

Látum ekki þröngsýna aftuhaldsseggi koma í veg fyrir að við komumst upp úr þessar kreppu

Vantar ekki að Valtýr bendi á skýrari dæmi?

Ég býð enn eftir að hann bendi á hvar megi sjá þegar Jóhanna "nánast ærðist" af fögnuði. Forsætisráðherra hefur nánast ærst af fögnuði þegar þessir menn, eða menn úr þessum geira, eru hnepptir í gæsluvarðhald," Og eins þar sem hann skipar Láru V Júlísu...

Ef að Samstaða þjóðar gegn Icesave fær að koma að gerð kynningarefnis

Þá heimta ég að fá að koma að því líka. Ég treysti þessum mönnum ekki fyrir horn í kynningu á þessu efni hvað þá að vera með óhlutlægt mat á þessu. Og bullið í mönnum þegar þeir heimta að Lagastofnun Háskólans skili af sér "lögfræðilega réttu"...

Ég vill fá að vita hverjir þetta eru!

Það gengur ekki að að einhver lögfræðingur úr í bæ komi fram og segist ætla að kæra ákvörðun Bæjarstjórnar Kópavogs fyrir hönd fjölda einstaklinga og fyrirtækja í Kópavogi. Ég vill fá þessi nöfn í umræðuna því að ég er Kópavogbúi og vil ekki láta tengja...

Alveg var ég viss um að Agnes Bragadóttir væri höfundur þessarar fréttaskýringar

ALveg makalaust hvað henni tekst að dramatísera allt. Og versta fyrir hana Agnesi að hún hefur ekki lengur mikinn trúverðuleika því hún byggir oft að því sem hún heldur eða á kjaftasögum sem svo ekki reynast réttar.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband