Leita í fréttum mbl.is

Hefur þessi ríkisstjórn staðið sig vel?

Fylgjendur þessarar ríkisstjórnar hafa held ég látið mata sig dálítið af meintum  árangiri hennar.

Það nægir að benda á nokkra hluti. 

Finnst engum skrítið að 99% kröfuhafa samþykktu stöðugleikaskilyrðin við uppgjör gömlu bankana? Held að helsta skýringin sé sú að þetta mjög í samræmi við þau tilboð sem þau höfðu gert ríkinu um uppgjör fyrir löngu. Þ.e. að afhenda ríkinu íslenskar krónueignir sínar eins og Íslandsbanka og fleiri.Auk þess sem ekkert gekk að selja bankana erlendum aðilum fyrir gjaldeyri. Kröfuhafar höfðu vitað frá 2011 eftir neyðarlög að þæir færu ekki út með allar krónueignir sína.

Eins er ríkisstjónin bara að lifa á tímum heppni Íslands. Það var fyrri ríkisstjórn sem setti í gang herferð til að draga að ferðamenn sem heldur betur sló í gegn eftir Eyjafallagosið. Makríll streymdi hingað allt í einu. Olíuverð hrapaði á heimsmarkaði og fleira.

Hér á eftir er listi yfir ýmis mál og ekki endanlegur. Rakst á hann á netinu og langað að sýna ykkur lista yfir mál sem sannarlega eru ekki velheppnuð.

Ríkisstjórinin sem:
1: Lækkaði skatta á ríka fólkið
2: Lækkaði auðlindagjald á útgerðina (kallað til sumarþings vegna þess)
3: Millifærði 80 miljarða af skattfé til þeirra sem áttu íbúð og urði fyrir tímabundum skakkaföllum vegna hrunsins. Ríkissjóður borgar. Ekki "hrægammar". . . Leigendur fé ekkert.
4: Trassaði heilbrigðiskerfið sem er komið af fótum fram. Forsætisráðherra þvælist fyrir öllu með furðu-hugmyndum um staðsetningu spítalans
5: Einkennist af spillingarmálum. Innanríkismálaráðherrann Hanna Birna neyddist til að segja af sér vegna þess að hún lak upplýsingum um skjólstæðinga sina til fjölmiðla.
6: Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra er í vasanum á auðmanni í jarðhitabransanum.
7: Fjármálaráðherra er með sparnaðinn sinn utna skattamæra Íslands .Ómögulegt er að sannreyna stæðhæfingar um upphæðir, tilgnag osfr.
8: Forsætisráðherra sömuleiðis. Ómögulegt er að sannreyna stæðhæfingar um upphæðir, tilgnag osfr.
9: Forsætisráðherra þorir ekki að veita viðtöl í ríkisfjölmiðlinum, sennilega vegna þess að hann er hræddur við almennilegar spurningar.
10: Fullkomð klúður vegna ferðamanna mála. Allt stefnir í óefni og við munum horfa upp á stórslys í sumar.


mbl.is „Það getur orðið ljótt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Væri ágætt að sjáfstæðismenn áttuðu sig á nokkrum atriðum

Þetta fer að verða þreytandi. Vilhjámur Þorsteinsson er fjárfestir. Það er hans starf. Hann er jafnaðarmaður. Það kom fram að hann hefði fjárfest m.a. í félagi í Luxemborg og hugsanlega með einhver tengsl við Kýpur. Eftir að um þetta var fjallað þá sagði hann af sér sem gjaldkeri Samfylkingar. Það sem Árni var að segja er að þegar fólk hefur sagt af sér þá er væntanlega ekki að halda þessu áfram nema hann hafi gert eitthvað ólöglegt.

Hann var ekki kjörinn fulltrúi þjóðarinnar og ekki í neinni þeirra stöðu að geta mulið undir sig og sína.  Hann sagði af sér samt stöðu gjaldkera Samfylkingarinnar. Nú bíðum við eftir að Framkvæmdastjóri Framsóknar segi af sér og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sem og að við bíðum náttúrulega eftir að Sigmundur Davíð segi af sér. Jafnvel Bjarni Ben vegna Vafnings og aflandsfélaga sinna Og allir hinir sem hugsanlega eru í þessari stöðu.


mbl.is Vill að Vilhjálmur njóti friðhelgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er nú ekki viss um að þetta sé heilbrigt

Ég veit ekki hvað aðrir segja en ég leyfi mér að efast um að Sigmundur Davíð hafi sigrað kröfuhafana einn og óstuddur. Og tengin við fjármuni konunar sinnar í þessu svari er út úr kú: Ég fékk enga hjálp við þetta frá Árna Páli Árnasyni eða...

Steingrímur Joð fagnar afléttingu leyndar og vill vinna með framsókn að því!

Af visir.is: Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Vinstri grænna, fagnar frumvarpi Framsóknarflokksins sem miðar að því að afnema svokallaða 110 ára reglu reglu en ákvæðið er í upplýsingalögum og felur í sér að 110 ára...

Vilhjámur Þorsteinsson segir af sér sem gjaldkeri Samfylkingar

Hann skýrir ákvörðun sína á heimsíðu sinni mjög vel og hefur ekkert skv. því að fela: Ég stofnaði hugbúnaðarfyrirtæki árið 1983, þá 17 ára gamall, ásamt félaga mínum. Félagið var svo selt á 10. áratug síðustu aldar til erlends hugbúnaðarfyrirtækis fyrir...

Smá viðbót við 110 ára leyndina!

Hef heimilidr fyrir því að þessi gögn sem Framsókn eru að tala um eru gögn sem Stjórnskipunar og eftirlisnefnd Alþingis fékk send frá Fjármálaráðuneytinu. Þetta eru gögnin sem Víglundur hefur verið að vísa til og hefur fengið mikið af sjálfur. Held að...

Auðvita á að aflétta svona langri leit.

Það er náttúrulega engin tilviljun að Framsókn komi með þessa tillögu akkúrat í dag. En auðvita á að aflétta þessari leynd. En Vigdís Hauks sem hefur legið í þessu máli er nú fræg fyrir að misskilja það sem hún les og mistúlka. Eins væri gaman að einhver...

Ef þú værir sterk efnaður og kæmist í ríkisstjórn. Hvað mundir þú gera?

Gæti verið að þú mundir einbeita þér að: Lækka skatta á há laun? Lækka eignarskatta? Lækka kostnað við fjárfestingar? Koma á leiðum fyrir fjárfesta til að koma fjármagni í skjól m.a. fyrir sköttum? Velta sköttum yfir á launþega sem hafa ekki aðrar...

Þrír ráðherrar tengdir skattaskjólum

Það verður stuð á næstunni: Nöfn þriggja íslenskra ráðherra og fleira áhrifafólks í íslenskum stjórnmálum eru á listum yfir eigendur aflandsfélaga í skattaskjólum. Þetta sýna gögn sem blaðamenn víðs vegar að úr heiminum hafa undir höndum og hafa unnið úr...

Kannski rétt að benda (þeim á sem kenna stjórnaranstöðu um lætin núna) að hún kom ekkert að þessu

Rétt fyrir fólk að muna að það var ekki stjórnarandstaðan sem kom þessum látum sem verið hafa um peninga hjónana Sigmundar og Önnu á Tortóla. Það var Anna sjálf sem gerði þetta opinbert eftir að fréttamaður eða fréttamenn hófu að spyrja þau út í þessi...

Smjörklípuaðferðin

Datt í hug þegar ég las fréttir á eyjan.is í dag að fletta upp "Smjörklípuaðferðinni" Smjörklípa er hugtak sem Davíð Oddsson kom í umferð og er notað yfir þá aðferð í opinberri umræðu að beina athyglinni frá eigin vandamálum eða athöfnum með því að benda...

Sigmundur Davíð toppar sig!

Sigmundur Davíð var í þættinum Á Sprengisandi!! Þar sagði hann að mér skildis að nær allir stjórnmálamenn nema hann hafa verið að verja eigin hag og fjölskyldna þeirra! NEMA hann! Hann! hafi fórnað eignum og hagsmunum konu sinnar fyrir...

Merkilegt viðtal við Þórunni Egilsdóttur í hádegisfréttum RUV

Þórunn Egilsdóttir þingkona sagði eitthvað á þá leið að framsókn hefði ekkert fundað út af málefnum Sigmundur Davíðs og Tortóla. Hún sagði enga þörf á því enda væri Sigmundur Davíð svo frábær! Svo fór hún eitthvað að rugla um Icesave! Eins og það sé...

Af hverju stofna fjáfestar félög á aflandseyjum?

Í allri umræðunni um að Sigmundur Davíð megi bara gera allt af því hann sé svo frábær og hafi bjargað Íalandi hefur kannski gleymst af hverju fólk stofnar félög á aflandseyjum eins og Tortola. Eins og ég skil þetta er tilgangurinn m.a. Að flytja eftir...

Í framhaldi af þessu er rétt að benda á þetta

Rakkst á þetta á facebook eftir einstakling sem hefur jú góða tengingar í ýmsar heimildir: Í fyrsta lagi má de ila um það hvort samningurinn sé yfirhöfuð sigur og í öðru lagi var þetta niðurstaða sem búið var að landa, að mestu, fyrir kosningar 2013....

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband