Leita í fréttum mbl.is

Alveg er það furðulegt að hafa ekkert heyrt um þennan mann áður.

Alveg merkilegt hvað hagfræðingar eru orðnir miklir sérfræðingar í lagalegum útskýringum!

  • Það væri líka gaman að vita hvaða aðgerðir Hollendinga gegn okkur hafi verið ólöglegar. Því í þessum texta hér á mbl.is stendur

Kregel segir aðspurður aðgerðir breskra og hollenskra stjórnvalda til að fá fé sitt til baka í deilunni „ólöglegar“ og að Wouter Bos, fjármálaráðherra Hollands, hafi ekki rétt til að senda Íslendingum reikninginn.

Hvaða aðgerðir Hollendinga gegn okkur voru ólöglegar? Hélt að það væru aðgerðir Breta um frystingu eigna og það að þeir keyrðu dóttur banka Kaupþings í þrot!

  • Eins væri gaman að hann hefði tjáð sig um þau lögfræðiálit sem við höfum um hættuna á að fara með þetta mál fyrir dómstóla. Sú hætta er reifuð í öllum álitum um þetta mál sem við höfum fengið. Þ.e. að við verðum dæmd til að greiða alla upphæðina sem Bretar og Hollendingar greiddu. Að öll upphæðin yrði gjaldfeld strax og svo framvegis.
  • Eins væri gott að hann skýrði hvernig að við sem erum ekki í ESB ættum að koma þessu máli fyrir Evrópudómstólinn. Því hann tekur ekki nema í undantekningar tilvikum upp mál milli ESB þjóða og svo þjóða utan þess.
  • Síða er það furðulegt ef rétt sé að hann hafi verið ráðgefandi fyrir norðulandaþjóðinar varðadni  Icesave að þær virðast ekkert hafa hlustað á hann.

Það væri líka gaman að einhver hefði spurt hann sem hagfræðing um stöðu okkar ef að neðangreindar upplýsingar séu réttar:

  • Innlent | Morgunblaðið | 20.1.2010 | 05:30

    Icesave tæki eitt til þrjú ár fyrir dómstólum

    Fari svo að ekki náist samningar í Icesave-deilunni og ef Bretar og Hollendingar kysu að höfða mál vegna þess fyrir íslenskum dómstólum gæti slíkur málarekstur tekið á bilinu eitt til þrjú ár, að mati tveggja lögfræðinga sem þekkja vel til starfsemi dómstólanna.

  • Lars Seier Christensen bankastjóri Saxo Bank segir að Íslendingum beri að greiða Icesave skuldir sínar og það sé engin leið fyrir þjóðina framhjá því. (www.visir.is )

 

Það er ljóst að hægt er að finna út um allt menn sem standa með okkur í raun er hægt að fá álitsgjafa sem bakka upp allar skoðanir. En hvað gagnast þetta okkur? Er nema von að maður spyrji um af hverju Norðurlöndin hafa þá þessa afstöðu að við þurfum að klára Icesave ef þau hafa fengið aðstoð frá þessum manni?

Held að fólk þurfi að átta sig á að það hugsanlegt en þó ekki víst að okkur takist að semja um aðeins lægri vexti eða eitthvað í þá áttina. En þó alls ekki víst.


mbl.is Ber að vísa Icesave-málinu til Evrópudómstólsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú bíðum við eftir stjórnarandstöðunni!

Það er til lítils að fara fram á formlegar samningaviðræður og senda þverpólitíska nefnd ef að samningsmarkmiðin eru ekki á hreinu.

Hvaða þjóð heldur fólk að vilji semja við okkur í þriðjaskipti ef að aðilar eru ekki sammála um niðurstöðu sem og að þjóðaratkvæðagreiðsla er í farvatninu?

Allt sem að Sigumundur Davíð og Bjarni sögðu fyrir 2 vikum að væri hræðsluáróður ríkisstjórnarinnar er nú að koma fram.

Nú er það komið á hreint sem ríkisstjórnin varaði við að Norðurlönd ætla ekki að lána okkur fyrr en Icesave er lokið. AGS ætlar ekki að endurskoða áætlun okkar fyrir en Norðurlönd opna á lán til okkar sem og að ríki þar geta stoppað þessa endurskoðun. Og svo eru yfirvofandi aðgerðir lánshæfisfyrirtækja þar sem við verðum feld niður í ruslflokk og þá óvart eru flestum sjóðum og fjárfestum bannað að lána til landa með slíkt mat.

En nei við ætlum að halda áfram í skotgröfunum í stað þess að Bjarni og Sigmundur Davíð komi nú með sínar lausnir og kynni þær. Þeir hljóta að vera með þetta á  hreinu því þeir hafa nú ekki sparað gagnrýni sína á aðgerðir ríkisstjórnar og embættismanna í þessu máli. Og í framhaldi af þeirra tillögum væri þá kannski hægt að bjarga þessu máli á næstu vikum en nei menn hittast kvöld eftir kvöld og koma út með sama gasprið. Sigmundur vill að ríkisstjórnin lýsi því yfir að þau séu asnar og aumingjar og hafi gert ömurlegan samning. Ef þetta er samningstækni hans þá verði honum að góðu að semja við Breta og Hollendinga.

Bendi síðan á ágæta pælingu Gísla Baldvinssonar um þetta mál

 


mbl.is Engar viðræðuóskir frá Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úps þar fóru rök álitsgjafa og hliðholla greinarhöfunda okkar fyrir lítið

Ein lítil stutt grein og öll rök farinn varðandi ábyrgð Hollendinga á Icesave. Þar sem að FT.com er að gera kröfur til fólks að skrá sig til að lesa meira enn eina grein á mánuði þá læt ég hana fylgja með hér Sir, Robert H. Wade’s argument...

Með kveðju frá Indefence, Sjálfstæðisflokki og Framsókn

Þetta er nú alveg merkilegt! Sigmundur Davíð hefur sagt að allar viðvaranir um þetta sé hræðsluáróður. Það að hafna Icesave hafi engin áhrif erlendis og allir þar séu að snúast og séu svo miklir vinir okkar. En úps eins og venjulega hefur maðurinn ragnt...

Þetta er nú furðuleg röksemd

Ég skil ekki alveg þessi rök: Almenningur væri almennt ekki tilbúinn að taka á sig skuldbindingar vegna fallinna banka. Hvernig á þetta að vera rök fyrir gangrýni í Bretlandi? Hún hlýtur að átta sig á að Breskir skattgreiðendur eru búnir að borga þetta....

Spurning hvort þessar tafir á Icesave eigi eftir að gera okkur gjaldþrota

Það telur Þorvaldur Gylfason m.a. Þorvaldur Gylfason: Íslendingar búi sig undir greiðslufall - Það versta hefur gerst eftir hrun „Greiðslufall er eitthvað sem við þurfum að búa okkur undir,“ segir Þorvaldur Gylfason prófessor í hagfræði sem...

Ég veit að það hlakkar í mörgum við þá frétt að Björgólfur Thor sé að missa Actavis

En það er kannksi rétt að fólk horfi aðeins á þetta mál frá fleiri hliðum! Nú eru 2 af stærstu bönkunum komnir að mestu í erlenda eigu Actavis er eitt af okkar stærstu fyrirtækjum og sennilega á leið til erlendra aðila (Deutsche Bank) Mikið af...

Ömurleg staða Kópavogs!

Nú er Kópavogur að súpa seiðið af því hafa gefið einum manni nær sjálfdæmi um stjórn bæjarins undanfarin ár. Kópavogur er næst stærsti bær landsins og er nú komið á athuganalista félagsmálaráðuneytis vegna bágrar skuldastöðu. Nú er bæjarbúum að hefnast...

Ekki er ég viss um að Davíð leyfi Bjarna að ganga frá þessu máli þverpólitískt

Í Reykjavikurbréfi dagsins segir skv. www.eyjan.is Ekki ætti að skipa þverpólitíska samninganefnd til viðræðna við Breta og Hollendinga um Icesave-málið fyrr en að aflokinni þjóðaratkvæðagreiðslu um lögin sem forseti Íslands synjaði staðfestingar. Þessi...

Held að stjórnarandstaðan sé komin í vanda með að halda andlitinu

Miðað við að þessir aðilar eru búnir að fjalla um þetta mál í 14 mánuði hefði maður haldið að menn væru með á hreinu hvað þeir vildu og hvernig væri hægt að ná því. En rökin þeirra hingað til hafa verið bara: "Okkur ber ekki að borga þetta" " þetta er...

Ögmundur hvað er að hjá þér?

Finnst þetta með afbrigðum! Hvað heldur Ögmundur að það hjálpi að kalla alla sem eru ekki sömu skoðunar og hann illum nöfnum. Hann hefur nú þegar úthúðað: AGS og vildi ekki sjá aðstoð frá þeim Norðurlöndum og sérstaklega Svíum. Núverandi stjórnvöldum hér...

Rétt nálgun!

Það væri með öll óþolandi að fá Sigmund og Bjarna aftur nýbúna með ræðunnar um óhæfa samninganefnd og vanhæfa ríkisstjórn í þessu máli. Þeir hafa talað fyrir því að ekkert mál sé að ná nýjum samnngum. Þannig að nú fara bara allir saman út og koma heim...

Jæja gott fólk ný lausn í burðarliðnum!

Var að lesa eftirfarandi á ruv.is Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segist bjartsýn á að draga megi Breta og Hollendinga aftur að samningaborðinu til að semja upp á nýtt um Icesave. Málið skýrist á allra næstu dögum. Þau Össur Skarphéðinsson og...

Væri kannski einhver tilbúinn að benda Bjarna og Sigmundi á þetta?

Þeir báðir hafa farið hamförum í fjölmiðlum síðustu vikur og verið með fullyrðingar um að bæði Norðulönd og AGS hafi sagt að aframhaldandi afgreiðslur lána til okkar væru ekki tengdar Icesave! Og það að hafna samningi um Icesave hefði engin áhrif. En nú...

Er Ólafur ekki að bulla?

Nú hefur þessu verið haldið fram að ef þessi lög verði feld í úr gildi af þjóðinni taki gömlu lögin gildir. Það er sennilega rétt. En þar sem að Hollendingar og Bretar hafa hafnað þessari leið erum við þá ekki komin í þá stöðu að við erum búin í lögum...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband