Leita í fréttum mbl.is

Spurt er: Hvað eigum við að hjápa flóttamönnum frá öðrum löndum þegar íslensk börn lifa við fátækt?

Svarið er við hjálpum flóttafólki og fátækum börnum Við gerum það með því að kjósa flokka sem vilja vanda móttöku flóttamanna og skilvirka úrvinnslu málefna hælisleitenda. Við kjósum flokka sem vilja hækka tekjutengingar, húsaleigubætu, vinna að fjölgun  ódýrari félagslegum leiguíbúðum. Við kjósum flokka sem vilja hækka lágmarkslaun og bætur. Við kjósum ekki flokka sem gera út á að gera mest fyrir þá efnameiri en sem allra minnst fyrir þá sem verst standa! Þetta er ekki flókið.

Og umræða um að kosnaður við aðstoð við hælisleitendur og flóttamenn sé að koma í veg fyrir að hægt sé að útrýma fátækt er bara út í hött. Hér hafa um árabil verið nær engir hælisleitendur en samt var hér bullandi fátækt t.d. var fjölskylduhjálpin stofnuð á mestu uppgangstímum Íslandssögunar. Það er nú til nægur peningur í að ekkert barn ætti að þurfa að upplifa efnislegan skort.


Kennum Samfylkingunni um það !

Þetta virðist vera nýja tískan síðustu misserin að kenna Samfylkingunni um allt sem miður fer. Liggur við að maður hræðist að það sé til fólk sem komi til með að kenna Samfylkingunni um hvernig forsetakosningarnar fara í Bandaríkjunum. Eða hreinlega um næsta eldgos eða bara það sem fólki dettur í hug.  Förum yfir nokkur atriði

  • Vg nýtur nú góðs fylgis í kosningum. En úps Vg var jú með Samfylkingunni í ríkisstjórn á síðasta Kjörtímabili. Þau fóru m.a. með Fjármálaráðuneytið lengi vel. Þau flæktu málin t.d. varðandi fiskveiðilögin að það varð ekkert úr því að aflahlutdeild færi á markað. Og högðu sér eins og verstu framsóknarmenn í mörgum málum.
  • Kjörtímabilið á undan því var stutt og endaði þarna vorið 2009. Þar var Samfylkingin í stjórn með FLokknum. Þ.e. Sjálfstæðisflokknum. Og þar fór sjálfstæðisflokkur bæði með Forsætisráðuneytið og Fjármálaráðuneytið. Og ef út í það er farið hafði FLokkurinn gert það um 2 áratugaskeið. En nú er um fjórðungur kjósenda til að kjósa hann.
  • Sjálfstæðisflokkurinn hafði áður en hann fór í samstarf við Samfylkinguna verið langtímum saman í sæng með Framsókn. Og saman höfðu þeir einkavinavætt bankana auk þess að létta sköttum af auðstéttinni. Og hefðu örugglega gjarnan viljað koma fleiri eignum til vina sinna. Hélt að allir vissu þetta.
  • Menn láta eins og Samfylkingin eigi og ráði RUV. Það væri gaman ef fólk hugsuð hverjir hafa verið útvarpsstjórar þar. Held að þeir séu nær allir Sjálfstæðismenn. Eins og Magnús Geir, Páll Magnússon, Heimir Steinsson, Markús Örn Antonsson. Auk þess sem að Sjálfstæðisflokkur hefur farið með menntamálaráðuneytið megnið af þessum tíma og því bæði fyrir og eftir ohf væðinguna skipað stjórnaformann RUV og því furðulegt að fólk haldi að Samfylkingin ráði þar einhverju um.

Held kannski áfram með þetta síðar en áróður um Samfylkinguna hefur sannarlega síast inn í fólk. Fólk skal samt ekki halda að jafnaðarstefna og hugsjón hverfi þó að Samfylkingin verið lítil um stundarsakir. Ef hún er ekki að virka í þessu formi þá verður henni bara breytt eða stofnaður nýr flokkur, því að þið skulið ekki láta ykkur dreyma um að flokkar sem nú lofa jöfnuði og sanngirni standi við það til lengdar.


Eftir Kastljósþátt kvöldsins er þetta ljóst!

Fólk verður að setja X við D til að verja auðvaldið! Gaman að vita hvert þessir 80 milljarðar fóru sem Kaupþingi var gefið þarna og var horfið næsta dag. Og um þetta véluðu fyrrum Forsætisráðherra við þá verandi forsætisráðherra og hvorgur vill taka...

Það er grafalvarlegt að það skuli vera framboð í gangi sem hafa ekki einu sinni fyrir því að kanna hvort það sem þau segja standist.

Og þetta fólk telur sig hæft í að taka þátt í stjórnun landsins en hafa ekki einu sinni fyrir því að kynna sér kosningalöggjöfina. Sem segir okkur að flest annað sem þau halda fram eða stefna að er jafn óröksstutt. Ekki er rétt að kjós­end­ur geti látið...

Áríðandi upplýsingar til kjósenda :)

Svona af umræðunni þá merki ég að margir eru ekki alveg með sum atrið á hreinu varðandi kosningar! Þó fólki lítist vel á einhvern frambjóðenda þá getur það ekki kosið hann ef hann er ekki í þeirra kjördæmi. Þannig að þó enhver skipi efsta sæti flokks...

Furðuleg fobia!

Sko segjum að múslimar myndu kaupa sér t.d. Valhöll væri fólk þá rólegra? Fólk hlýtur að átta sig á að hústegund skipit i raun engu máli. Stofnun múslima hefur þegar keypt Ýmishúsið. Félag Múslima er með aðstöðu i Ármúla. Við erum bara að tala um...

Flokkur fólksins keppist nú við að bjóða flokksmenn Þjóðfylkingar í sínar raðir

Fyrirgefið en ef Flokkur fólksins er að bjóða fólki úr Íslensku Þjóðfylkingunni í lið sitt, segir það okkur ekki að þau ætla að taka við sem útlendingahatursflokkur landsins?

Þetta er nú meiri aumi félagskapurinn þessi þjóðfylking.

Hvað liggur fyrir hjá fólki sem eyðir tíma annarra í stofna stjórnmálaflokk og tilgreina frambjóðendur sem svo nokkrum dögum síðar komast að því að þeim líka ekki við stjórn flokksins sem og að þau eru ekki einu sinni sammála um stefnu flokksins. Farið...

Smá fróðleikur um hælisleitendur kafli 2

Fólk er að sífellt að æsa sig yfir að hælisleitendur fái húsnæði og um 10 þúsud á viku til framfærslu á meðan mál þeirra er klárað. Svo ruglar fólk kosnaði sem ríkið heur á hverjum einstakling sem er jú rúmlega 200 þúsund á mánuði en þar inní er leiga á...

Smá fróðleikur um hælisleitendur og flóttamenn

Var á fyrirlestri í dag í vinnunni. Þar mættu fulltrúar frá Rauðakrossinum sem vinna með flóttafólki og hælisleitendum. Það var ýmislegt sem þar kom fram sem fólk almennt gerir sér ekki grein fyrir. Síðan á sjötta áratug síðustu aldar þegar við skrifuðum...

Sá að Íslenska Þjóðfylkingin ætlar að aflétta viðskiptabanni á Rússa. Sem er merkilegt.

Aðallega er það merkilegt því við höfum ekkert sett neitt viðskiptabann á Rússa. Heldur voru það þeir sem settu viðskiptabann á okkur til að refsa okkur fyrir að styðja vopnasölu bann á þá vegna átaka í Úkraníu.

Hvað eiga menn við þegar þeir segja á útlendingar aðlagist ekki okkar menningu?

Maður heyrir þetta í umræðunni víða. En hvað eiga menn við? Sumir tala um að fólkið tali ekki Íslensku. En ég man þá tíð þegar ég var lítill fyrir mörgum áratugum að þá voru hér útlendingar sem höfðu komið í kjölfar stríðsins og þeir töluðu mjög óskýra...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband