Leita í fréttum mbl.is

Eru kirkjur það sem kristni boðar að verði að vera til staðar?

Var að hugsa um það þegar ég las um vandræði safnaða hér um alla Borg vegna skulda - hversu marga milljarða eru við búin að festa í steinsteypu og búnaði í tengslum við þessar krirkjur? Og eins að að stórum hluta er þetta húsnæði nærri ónotað nema í messum og jarðaförum. Þar sem ég bý í Kópavogi eru rétt um kílómeter á mill kirkja.

Ég sé 3 kirkjur frá húsinu þar sem ég bý.. Þessi hús fyrir utan skrifstofu prestana standa svo ónotuð að mestu allan sólarhringin nema við athafnir.
Var að horfa á þátt um daginn á BBC stöð þar sem var verið að sýna frá húsnæði þar sem kirkjum var breytt í íbúðahúsnæði, tónlistarstúdíó og fleira og það var engin smá fjöldi af kirkjum sem var afhelgaður þegar söfnuðir lögðust niður eða fluttu.

Það er því spurning hvort að það væri ekki rétt að skoða það hvort að söfnuðir gætu ekki sameinast og selt aðra hvora krikju og þeim breytt í íbúðir, tónlistarsali, skemmtistaði eða bara eitthvað. Viss um að margir gætu nýtt þessi hús. Er ekki viss um að boðskapur kristni kalli á svona hallir til að koma saman í til að tilbiðja Guð. Er farið að minna mann á musterin sem að Jesú er sagður hafa haft mikið við að athuga og peningaplokkið í kring um það.
Mætti í staðinn borga prestum betur þannig að þeir þurfi ekki að rukka fólk um þjónustu sína. Sem og kórum. Væri hægt að nota hluta af safnaðargjöldum okkar til að borga inn á jarðaförina þannig að ættingja þyrftu ekki að borga milljónir til að koma okkur í jörðinna.


Ætli fjárlög næsta árs verði "teygjanleg"?

Svona eins og "strax" hjá Vigdísi?

Grínlaust þá finnst mér að nú eigi að Alþingi að taka völdin af skítkösturum eins og Sigmundi sem er á því að allir séu á móti sér sem ekki hafa sömu skoðun á málum. Þingmenn allra flokka að hittast og ræða sig niður á lausn sem allir geta við unað að mestu varðandi fjárlög næsta árs. Taka það sem er skynsamlegt í þessu frumvarpi og nota það. Finna leiðir til að hagræða eða auka tekjur og draga úr niðurskurði á þeim sviðum sem fólk almennt vill ekki.

Reyna að ná þrátt fyrir það hallalausum fjárlögum. Reyna að vinna þetta eins og fólk. Hver nefnd Alþingis gæti unnið að sínum köflum frumvarpsins. 

Alþingismenn væru menn að meiru ef þeir færu að tala saman milli flokka og viðurkenna að hér er alvarleg staða sem við þurfum að koma okkur út úr.

Það þarf að finna heppilegust einstaklinga til að stýra nefndum eins og fjárlaganefnd. Þ.e. fólk sem getur náð sáttum milli skoðana. Og svo fyrir áramót þá yrðu fjárlög á endanum afgreidd út úr nefnd sem mest af allri fjárlagnefnd. Og það yrði skýrt að þetta væru þá fjárlög alls Alþingis en ekki ríkisstjórnarinnar. Þannig að engin væri að eigna sér heiðurinn af þessu sérstaklega heldur Alþingi í heild.


mbl.is „Anda með nefinu; klukkan er ekki orðin ellefu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona að velta fyrir mér!

Hefði veiðigjaldið verið lagað til án þess að lækka það, VSK á gistiþjónustu verið haldið óbreyttu og auðlegðarskattur óbreyttur - Hefði þá ekki verið hægt að sleppa legugjöldum á sjúkrahúsum og komugjöldum á heilsugæsluna, hefði ekki verið hægt að auka...

Svona að velta fyrir mér hvað yrði um landið ef að 2000 milljarðar af krónum kæmu hér á markaðin?

Er ekki talað um að eignir gömlu bankana séu um 2000 milljarðar í erlendum eignum og svo um 800 milljarðar í krónueignum sem m.a. eru báðir bankarnir. En er svona að velta fyrir mér hvað þessi dómur þýðir. Er verið að tala um þessa 800 milljarða sem við...

Gætu þetta verið ástæður fyrir erfiðri stöðu okkar.

Þetta er grein eftir Jón Steinsson á eyjunni i kvöld: Láglaunalandið Ísland Í dag er Ísland láglaunaland í samanburði við nágrannalöndin. Tímakaup á Íslandi er svipað og í Slóveníu. Héðan streyma læknar stríðum straumum með þeim afleiðingum að það ríkir...

Er það þetta sem menn kalla hið íslenska fullveldi?

Á hrakhólum í eigin landi Á meðan forsætisráðherra segir að Ísland hafi ekkert til ESB að sækja eru kaupmáttamiklir ESB borgarar ólmir að komast til Íslands og spranga um í fínustu og dýrustu íbúðum og sumarhúsum landsins með láglauna Íslendinga...

Nokkuð ljóst að það liggur fiskur þarna undir steini!

Ljóst er að einhverjir hagsmunaaðilar hafa hag af því að gömlu náttúruverndarlögin haldi gildi sínu. Nú er það vinna fyrir fróða menn að skoða hverjir það eru sem græða á því að gömlu lögin veirð látin gilda áfram næstu ári. Því annar tilgangur getur...

Hvað á ráðherrann við?

Í fréttinni segir: „En burtséð frá stöðu ríkissjóðs þá eigum við að vera opin fyrir aðkomu annarra en ríkisins að uppbyggingu innviða í landinu, hvort sem það er við uppbyggingu vega, flugsamgangna eða hafnarmannvirkja. Sko ég get skilið að aðrir...

Skúbb varðandi samskipti við kröfuhafa?

Var að vafra um netið og rakst á pistil eftir Vilhjálm Birgisson sérlegan vin Framsóknar, sérfræðing í afnámi verðtryggingar og verkalýðsleiðtoga á Akranesi. Hann segir í pistli frá því gær hluti sem ég er hissa á að engin fjölmiðill hafi kannað nánar....

Sko hvernig á maður að skilja þessa ræðu!

Nú verð ég að viðurkenna að ég er ekki góður í "framsóknsku" en ég gat ekki skilið Sigmund öðruvísi en að í nánustu framtíð sennilega á næst ári yrðum við skattlaus, skuldlaus og með gríðarlaun! Og ég veit ekki hvað. Sé fyrir mér að kröfuhafar eigi...

Hefur verið reynt oft áður og rýmar illa við yfirlýsingar annarra ráðherra

Stjórn sem boðar frekar afnám reglna og eftirlits kemur nú til með að eiga erfitt með þetta. Það hafa áður verið gerðar aðgerðir í þessa átt sem ekki hafa skilað miklu til lengda. Og á meðan að hún segir þetta þá boða aðrir ráðherrar að hér eigi að...

Ekki er þetta nú traust verðugur fyrirlesari sem Heimssýn náði í

Af Silfri Egils: Flokkur fyrir bullur? Marta Andreasen, Evrópuþingmaðurinn sem hélt fyrirlestur hjá Heimssýn í gær, er skrautleg kona. Andreasen var í Ukip, breska sjálfstæðisflokknum, en er nú komin í raðir Íhaldsmanna. Viðskilnaður hennar við Nigel...

54% vilja klára viðræður við ESB 35% slíta þeim

Skv. nýrri könnun: Úr frétt Stöðvar 2 frá því í kvöld

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband