Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Það logar allt i verkföllum og stjórnvöld og almenningur bara gera ekki neitt

Það er eins og fólk geri sér ekki gren fyrir stöðunni hér á landi! Það logar allt í verkföllum og allir bara sultuslakir! Fólki bara sama á meðan það getur keypt sér mat og þarf ekki að nýta sér heilbrigðisþjónustu!

Hef aldrei áður séð svona mikil rólegheit áður. Minni á að BHM er búð að vera í verkfallsaðgerðum í mánuð núna og stjórnvöld gera ekki neitt til að ná samnngum.


Svona eins og ég man stofnun nýju bankana þá skil ég þetta ekki!

Ef ég man rétt þá voru nýju bankarnir stofnaðir m.a. með eignum gömlubankana! M.e. til að verja innistæður sem annars hefðu lent í þrotabúunum. Þannig að ef við heðfum ætlað að stofna nýja banka óháð kröfuhöfum og þrotabúum þá hefðum við væntanlega þurft að kaupa innstæðurnar úr gömlu bönkunum! Og við áttum nú ekki auðvelt með að fá hagstæð lán. Nú svo værum við einnig enn skuldsettari þá í dag.  Nú þurfti ríkið að leggja Landsbankanum nýja  til um 300 milljarða Sem við áttum ekki. Það var gert til að kaupa innistæður íslendingar út úr Gamal bankanaum og redda Icesave. Nú hefðum við þá ekki þurft að leggja hinum 2 bönkunum til annað eins!

Held að það sé líka hæpið að vitna í bækur sem heimildir sem hafa jú verið gagnrýndar fyrir að byggja ekki á staðreyndum. Og svo væri gaman að vita hvað menn ætlar að fá út úr rannsókn á þessu máli.

Væri svo ekki líka tilvalið að rannsaka afhverju að BM Vallá fékk öll þessi lán sem setti það svo á hliðina? Og eins að rannsaka einkavæðingu bankana upp úr aldamótum?


mbl.is Afhenti ríkisbanka án heimilda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott á Framsókn og Sjálfstæðismenn!

Á meðan að þeir hafa verið uppteknir nú í 6 ár að ráðast á Samfylkingu og reyndar Vg líka þá kom bara annar flokkur á meðan og tætir til sín fylgi. Margt sem maður getur stutt hjá Pírötum þannig að maður bara fagnar þessu!

Þannig að bloggarar góðir haldið áfram ykkar góða starfi að tryggja að Framsókn og Sjálfstæðismenn eiga ekki séns eftir næstu kosningar!


mbl.is Píratar lang vinsælastir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veit ekki alveg hvaða herferð er í gangi nú. En held að sjálfstæðismenn séu að eyða peningum í vitleysu!

Nú síðustu vikurnar streyma út bækur sem skrifaðar eru af sjálfstæðismönnum eða gefnar út af stjálfstæðismönnum nema hvoru tveggja sér. Þetta eru bækur eins og Bylting - og hvað svo og núna bókin hans Eggerts And­er­senskjöl­in, rann­sókn­ir eða of­sókn­ir? þar sem kerfisbundið er unnið að því að skíta út alla sem komu að málum hér í og fyrir hrun.

Þetta er svo augljóslega tilraun til að skrifa söguna upp á nýtt og ótal atriði sem strax hafa verið hrakin sem þarna koma fram. En það sem undrar mig er að menn séu tilbúnir að eyða í þetta peningum að koma út þegar að fólk nú til dags getur googlað þetta og komist að því strax að upplýsingar þarna séu í besta falli vafasamar. Þetta er auðssjáanleag skipulögð herferð sem er í gangi og má reikna með að hún magnist næstu misseri.  Ekki viss um að þetta gagnist þeim neitt. Guðlaugi Þór tóks nú ekki að nýta sér stríðið sem hann fór í við Gunnar Andersen. Jú hann náði að hrekja hann í grípa til aðgerða sem síðoan hröktu hann frá starfinu en Guðlaugur er áfram bara lítill sjallastrákur sem hefur ekkert vægi.

En ef þetta er byrjunin á einhverju flóði frá peningaköllunum í sjálfstæðisflokknum til að endurrita söguna þá verða þeir að kaupa google.com og loka því. Nú í dag geta allir kannað mest af sögunni sjálft og menn komast ekki upp með að endurskrifa hana.


mbl.is Skýrslur „peninga- og tímaeyðsla“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá fróðleikur um launakröfur og kjaradeilur!

Samtök atvinnulífsins og Ríkisstjórnin hamra á að 300 þúsundkrónu laun eftir 3 ár setji hér allt á hausinn.

  • Fyrir það fyrsta man ég ekki eftir þeim kjaradeilum sem ekki hafa endað á að enginn fekk allt sem hann fór fram á. Það er yfirleitt samið sem þýðir að allir slá af kröfum þegar samninga nálgast en þó þannig að ákveðin markmið nást.
  • Ríkið hefur einmitt oft komið að svona deilum með tilboð um skattabreytingar eða annan stuðning þannig að hægt væri að koma á móts við kröfur sérstaklega um þá sem standa lægst.
  • Yfirleitt hefðu kjaradeilurnar átt að vera komnar á stig þríhliða viðræðna fyrir löngu síðan en ríkisstjórnin magnaði upp þessar deilur t.d. þegar Sigmundur Davíð fagnaði kröfum um krónutöluhækkanir en er síðan að tala um allt annað. Svo sagði Bjarni allt annað.
  • Nú svo má ekki gleyma að BHM er nú þegar búið að standa í verkföllum í nærri mánuð og ríkisstjórninni er nákvæmlega sama.

mbl.is Rúmlega 10 þúsund í verkfalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óhamingju ríkisstjórnarinnar verður allt að vopni

Þessi fyrirsögn hér að ofan er fengin að láni frá bloggara hér á blog.is. Hann heitir J ón Baldur Lorange og hefur verið öflugur á blogginu og klárlega mikill stuðningsmaður stjórnarinnar eins og hann segir á bloggi sínu. Rakst á þessa færslu eftir hann hér dag þar sem hann segir m.a. eftirfarandi og ég verð að segja að ég get tekið undir hvert orð:

Ástandið hjá okkur er að verða hálf-skuggalegt hvert sem litið er. Heilbrigðiskerfið er að nýju komið í uppnám og alvarlega veikir sjúklingar fá ekki meðferð eins og þeim ber þar með taldir krabbameinssjúklingar. Landbúnaður í landinu er í uppnámi þar sem dýralæknar eru m.a. í verkfalli, og Fjársýsla ríkisins er hálf-lömuð sem fer m.a. að valda sveitarfélögum miklum vandræðum þá og þegar. Stórir hópar bíða þess að fara í verkfall og þá lamast aðrir þættir þjóðfélagsins með afleiðingum sem enginn þorir að hugsa til enda. Ríkistjórnin virðist hafa sofið á verðinum í aðdragandi kjarasamninga og því fór sem fór, því við erum fyrir löngu komin framhjá þeim krossgátum þar sem hægt var að koma í veg fyrir þá alvarlegu stöðu sem upp er komin. 

Og eins og þetta sé ekki nóg þá eru ráðherra og fyrrverandi ráðherra annars stjórnarflokksins að lenda í sjálfsskaparvíti sem dregur úr trausti og trú almennings á að ríkisstjórnin ráði við verkefnið.  Sama gera ummæli einstakra stjórnarliða sem ala á úlfúð og ósætti. Já, hvernig dettur Hönnu Birnu Krisjánsdóttur, varaformanni Sjálfstæðisflokksins, að koma á þessum tímapunkti inn stjórnmálasviðið þegar stjórnarliðar eiga fullt í fangi með að ná tökum á stöðunni? Mál ráðherra daga uppi á Alþingi og ráðaleysið er okkur stuðningsmönnum ráðgáta. Óhamingju ríkisstjórnarinnar verður allt að vopni.

Satt best að segja hefði ég aldrei trúað því fyrir nokkrum vikum síðan sem gallharður stuðningsmaður þessarar ríkisstjórnar að svo hratt gæti fjarað undan henni sem raun ber vitni. Ég er eiginlega kjaftstopp.( Tekið héðan )

 


mbl.is Bjarni tekur upp hanskann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á tímum google borgar sig ekki að ljúga Bjarni Ben

Þegar Bjarni Ben segir að hann hafi talið fulla þörf á að rannsaka erlenda áhrifavalda hrunsins og þessvegna samið við Félagsvísindastofnun um að taka að sér verkið, gleymir hann því að auðvelt er að googla aðdragandan að þessu verki. En hann er svona:

Verkefnið er unnið að frumkvæði Hannesar Hólmsteins,“ segir Guðbjörg. „Hann kemur með tillögu að þessu verkefni og semur um þetta við ráðuneytið, að þeir greiði fyrir vinnuna við það.

http://www.ruv.is/frett/hannes-atti-frumkvaedi-ad-verkefninu

Hannses hafði jú í umræðunni fyrir þessa rannsókn haldið því stíft fram að Seðlabanki Íslands hafi ekki gert neitt rangt og þetta hafi allt verið vondum útlendingum að kenna og Davíð Oddssyni hafi ranglega verið kennt um að eiga þátt í hruninu hér. Þetta væri bara allt útlendingum að kenna og sjálfstæðisflokkurinn væri gjörsamlega sakaus og ranglega sakaður  fyrir að hafa gert mistök og sérstaklega hefði Davíð aldrei gert annað en rétt.


mbl.is „Tek ekki þátt í þeim skrípaleik“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki kominn tími á að ríkistjórnin vakni og taki forystu að leysa kjaradeilurnar!

Væri ekki rétt núna að kalla alla aðila að borðinu svona eins og eina helgi og skoða:

  • Hvað getur ríkið boðið raunverulega til að koma á móts við kröfur um bæta sérstaklega hag þeirra sem eru lægst launaðir. T.d. skattleysismörk, húsnæðisbætur og fleira.  Þannig að það komi á móts við kröfur um 30 þúsund krónu hækkun lægstu launa
  • Skoða  hvað verkalýðsheyfingin er tilbúin að slá af við slíkt tilboð.
  • Gefa vinnuveitendum möguleika á að semja í sérstökum vinnustaðasamningum um frekari hækkanir hjá fyrirtækjum sem ganga vel t.d. í útfluttningi.

Finnst alveg hræðilegt ef að vinna síðustu 6 ára frá hruni yrði látin bara kafsigla okkur af því að menn geta ekki unnið saman. Og andvaraleysi ríkisstjórnar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband