Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
Laugardagur, 29. nóvember 2008
Hörður hefur þú hugsað þetta?
Þetta framistaða Harðar og co er náttúrulega frábært. Ekki ætla ég að setja út á það. Það er aftur boðskapurinn sem endurspeglast í orðum Harðar á hverjum fundi þegar hann fær fólk til að svara spurningum sem og inntakið í öllum ræðum sem fluttar eru þarna sem vakti hjá mér eftirfarandi pælingar:
Hörður hrópar:
Viljum við stjórn Seðlabanka burt?
Undir það get ég tekið.
Viljum við stjórn fjármálaeftirlist burt?
Það gæti líka verið sterkur leikur en samt kannski ekki klókt nú þegar að verið er að breyta bönkunum undir stjórn þess.
Viljum við spillingaröflin burt?
Hvað á Hörður við? Á ekki að finna út hverjir það eru? Á kannski að senda bara alla burtu sem reka hér stærri fyrirtæki sem kannski hafa einhver tengsl inn í þessa banka og hafa verið að taka lán og fjárfesta. Verða þá kannski engir hér eftir sem hafa burði til að fjárfesta og stofna fyrirtæki? Hvað gerum við þá?
Viljum við stjórnina burt?
Hvað telur Hörður að hann græði á því. Er hann að tala um bara núna á stundinni og hvað tekur þá við? Verður hér ekki stjórnarkreppa þar sem engu verður komið í verk og kemur til með að seinka möguleikum okkar á að komast út úr þessari kreppu.
Viljum við kosningar?
Hvað á Hörður við? Á að boða til kosninga strax? Hvað mundi það þýða? Yrðu ekki allir flokkarnir í því að klambra saman kosningaloforðum sem hljóða upp á gull og græna skóga en engin búinn að skoða afleiðingar loforðanna? Erum við ekki búin að fá nóg af svoleiðis? Flokkar lofa öllu fögru en hafa ekkert skoðað afleiðingarnar. Man fólk ekki eftir 90% lánum og keppni flokkana um skattalækkanir og annað sem við nú þurfum að súpa seiðið af.
Væri ekki skynsamlegra að bíða aðeins um sinn. Leyfa flokkunum að setjast yfir sín mál og marka sér stefnu. Þar sem að flokkarnir ákvæðu
- hvaða sýn þeir hefðu til framtíðar
- hvaða leiðir eigi að fara
- hvaða atriðum þurfi að gæta að
- hvað þeirra leið mundi kosta þjóðina
Af hverju ættum við að kjósa núna akkúrat. Þetta mundi þýða að öll orka flokkana færu í prófkjör og síðan kosningabaráttu. Þar mundu allir keppast við að bjóða betur en hinn. Enginn hefði tíma til að skoða hvað þeirra loforð mundu kosta og reyndar sennilegt að kosningaloforðin yrðu hönnuð á auglýsingastofu. Eins endurtek ég að við verðum að rannsaka þessa spillingu og meinta spillingu áður en við rekum alla sem við náum í. Og er ekki verið að vinna í að koma þessu á.
Minni fólk á að þegar fyrirtæki verður gjaldþrota er skipaður skiptastjóri og það tekur marga mánuði að ganga frá því. Jafnvel ár. Ísland varð í raun gjaldþrota og fólk vill að við ruppum þessu af á nokkrum vikum. Held að það gæti orðið okkur dýrt.
Segir góða stemningu á mótmælafundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.12.2008 kl. 10:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 29. nóvember 2008
Er það þetta sem fólk vill?
Held að það eigi nú eftir að spretta upp nokkrar svona hreyfingar. Skipaðar fólki eins og Ástþóri, Sturlu bílstjóra og fleiri "góðum". Og því miður á þessi athygli sem þessir menn kefjast eftir að dreifa umræðunni og koma í veg fyrir að hér verði almennileg umbót. Maður sér fyrir sér umræður fyrir kosningar þar sem Ástþór mætir með tómatsósu og sprautar yfir sig eða myndavélar, Sturla mæti með hópinn sinn góða nokkra brúsa af gasi. Þetta er svona dæmigerðar hreyfingar sem tala um að það þurfi að lækka t.d. Olíu en hugsa ekkert um hvaða áhrif það hefur um allt ríkiskerfið. Það er sjá ekki heildarmyndina.
Nú eru t.d. talað um að breyta kosningum af fólki í þessu hreyfingum. Talað um að kjósa einstaklinga án flokkaskipunar. Hafa þessir menn hugsað t.d. hvernig þingið mundi virka með 63 einstaklinga sem hefðu hver sínar skoðanir og markmið. Halda menn virkilega að menn mundu ekki hópa sig strax saman í hópa til að vinna sínum málum framgöngu? Og þar yrðu þá menn að laga sig að þeim flokki og við hefðum ekkert um það að segja. Þarna gætu myndast hættulegir meirihlutar sem gætu komið okkur í veruleg vandræði. T.d. bæði öfgahópar til hægri og vinstri sem mundu taka ákvarðanir t.d. um að stofna her, stofna til milliríkja deilna við aðrar þjóðir, stofna til mismununar þegna t.d. varðandi skatta og réttinda. Nær allar þjóðir í heiminum sem hafa kosningar bjóða upp á kosningar milli flokka. Það er vissulega hægt að hafa kjörið þannig að kosið í eins þingmanns kjördæmum en þá verður að kjósa milli flokka þar.
En eins og ég sagði er verst að þessir flokkar skemma fyrir alvöru umbótum hér. Það er allt í lagi að bjóða upp á nýja flokka sem standa fyrir umbótum, en plís eitthvað alvöru fólk í þetta sem treystandi er að hafa fullmótaða hugsun um þetta. Ekki svona menn sem eru líklegir til að framkvæma fyrst og hugsa svo.
Lýðræðishreyfingin fundar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 29. nóvember 2008
Æji ég veit ekki!
Finnst nú hálf hjákátlegt nú á tímum gjaldeyrishafta, með verðlitla krónu og þær afleiðingar sem krónan hefur haft. Þ.e. verðbólga, gjaldeyrisþurrð, hrun fyrirtækja og banka. Að fólk skuli vera að fagna í boði Heimssýnar. Held að menn ættu nú að átta sig á því að krónan ein og sér er búinn að gjaldfella fullveldi okkar. Sem dæmi um það er að stórhluti fisks við landið er veðsettur erlendis, erlendir bankar eiga í raun stóran hluta banka okkar í formi lána sem þeir skulda. Í raun eru um 20% íbúðarhúsnæðis í veði fyrir skuldum við erlenda lánadrottna í gegnum Íslenska banka.
Svo tala þessir menn um að verja fullveldi okkar!
Fagna fullveldinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 28. nóvember 2008
Búinn að finna orsökina fyrir hruni Íslands
Á slóðinni http://www.nornabudin.is/sapuopera/2008/11/vargastefna.html fann ég yfirlýsingu sem Eva Hausdóttir móðir Bónusflaggarans setur þar fram:
Vargastefna
Þann 9. nóvember í fyrra gól ég seið gegn stóriðjustefnunni á Austurvelli. Vinnubrögðum alþingis var reist níðstöng, enda er hlutverk þingsins sem útverði lýðræðisins löngu orðið hlálegt. Ég særði vættir landsins til aðgerða og skoraði á þær:-að opna augu almennings fyrir gagnsleysi þeirrar taumlausu neysluhyggju sem knýr okkur til að þrautpína náttúruna, kvelja dýr og brjóta gegn mannréttindum,
-að fletta ofan af stjórnvöldum, stórfyrirtækjum og einstaklingum sem með valdníðslu, spillingu og óhóflegri auðsöfnun stofna náttúru landsins, lýðræði og sjálfstæði í voða, og koma þeim frá völdum
-að klekkja svo illa á álrisunum að þeir hundskist burt frá þessu landi með stórtjón á bakinu.Galdrar virka -en yfirleitt ekki á þann hátt sem maður reiknaði með. Ég beið eftir jarðskjálfta á Kárahnjúkasvæðinu. Hann hefur reyndar látið á sér standa en álverð í heiminum hefur hríðlækkað og það er allavega á hreinu á almenningur er búinn að sjá í gegnum spillingaröflin
Þarna er auðséð að henni hefur misheppnast hrapalega og nú sitjum við í súpunni vegna þess. Og því sting ég upp á að fólk safnist saman og beri hana út úr Nornabúiðinni. Því hún er auðsjáanlega að starfa við eitthvað sem hún hefur enga stjórn á. Hún gerði Ísland nærri gjaldþrota.
Og nú ætlar hún að koma á ástandi hér sem líkjast skálmöld því hún segir:
Nú þarf að gera enn betur og klára dæmið. Ég ætla því, þann 1. desember að halda vargastefnu við Stjórnarráðið. Ég mun særa fram reiði þjóðarinnar í vargslíki, vættum landsins til hjálpar.
Frá stjórnarráðinu verður svo haldið að Seðlabankanum. Við munum skora á Davíð Oddson að segja af sér og fáum við ekki viðunandi svör, munum við skunda þangað inn og bera hann út -öðrum til varnaðar.
Það er nokkuð ljóst að Ísland á sér ekki viðreisnar von ef Nornir eru að taka völdin hér.
Lög um gjaldeyrismál samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 26. nóvember 2008
Við þurfum væntanlega að kaupa t.d. Norskarkrónur
Halda menn að norðmenn mundu bara sætta sig við að við keyptum norskar krónur með Íslensku krónum? Eða ætla menn að eyða þeim gjaldeyrir sem við nú höfum fengið að láni hjá alþjóðagjaldeyrissjóðnum í þetta. Það veit í raun enginn hvað við þurfum mikið en það er væntanlega um eða yfir 100 milljarðavirði af seðlum og mynt. Síðan þurfum við að eiga norskar krónur í varasjóðum okkar sem og evrur og fleira til að eiga til að mæta áhlaupum á bankakerfið hér. Ég leyfi mér að efast um að norðmenn þó þeir séu ríkir séu tilbúnir að taka áhættuna. Hvað eru norðmenn ekki 7 eða 8 milljónir.
Finnst að með því að stinga upp á þessu séu frjálslyndir að segja að þeir eigi auðveldara með að afhenda einni þjóð fullveldi okkar án þess að við höfum neitt um peningamál okkar að segja í framtíðinni heldur en að við verðum virkir þátttakendur í framtíðinni í ESB. Eins held ég að Norðmenn ættur erfitt með að sætta sig við breytingar á gengi hjá sér út af stöðu Íslands í framtíðinni.
Og svo má bæta því við að Norðmenn voru spurðir óformlega og þeir sögðu nei við þessu og það nokkrir fulltrúar norsku stjórnarinnar og seðlabanka þeirra.
Held að AGS væri ekki hress með að lánin hans væru notuð í þetta.
Eins er þetta með Dollara. Held að Bank of America yrði ekki okkar lánveitandi til þrautarvara. Við stæðum því óvarinn ef að til áhlaups kæmi auk þess sem að við værum þá komin út fyrir samning við AGS og ættum því varla nokkuð þangað að sækja.
Sé ekki hvernig menn telja að
Vilja tengja íslensku krónuna við þá norsku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 26. nóvember 2008
Af hverju var Jón ekki spurður hvort að hann gangi í takt við aðra í Frjálslyndum
Afstaða Kristins tekin fyrir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 25. nóvember 2008
Vandamál víðar en hér.
Nú þegar allir eru að verða brjálaðir út af aðgerðaleysi stjórnarinnar hér er kannski ekki úr vegi að benda á að aðgerðir stjórna um allan heim virðast ekki vera að virka nógu vel og kreppan læðist nú inn í flest lönd. Ef við rennum yfir fréttir síðast sólarhring:
Viðskipti | mbl | 25.11 | 17:16Frekari aðgerðir hins opinbera
Bandaríski seðlabankinn hyggst verja 800 milljörðum Bandaríkjadala, jafnvirði 112 billjóna króna, til að reyna að koma jafnvægi á fjármálakerfi landsins. Þessar aðgerðir koma til viðbótar 700 milljarða dala aðgerðaráætlun, sem Bandaríkjaþing samþykkti í haust. Meira
Viðskipti | AP | 25.11.2008 | 16:09Boðar björgun í Frakklandi
Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, boðaði í dag viðamiklar aðgerðir á næstunni til þess að styðja við bíla- og byggingaiðnaðinn í Frakklandi sem hefur farið illa út úr efnahagskreppunni. Þetta kom fram í hringborðsumræðum sem forsetinn tók þátt í Valenciennes í Norður-Frakklandi í dag. Skýrði forsetinn ekki nánar út í hverju björgunaraðgerðirnar fælust.
Sagði Sarkozy að innan tíu daga myndu frönsk stjórnvöld kynna viðamiklar aðgerðir til þess að koma bílaiðnaðinum til aðstoðar og svipað yrði uppi á teningnum með byggingaiðnaðinn.
Franski bílaiðnaðurinn hefur átt undir högg að sækja undanfarna mánuði og hefur verið ákveðið að loka einhverjum verksmiðjum tímabundið í sparnaðarskyni. Um 10% af vinnuafla landsins starfa í bílaiðnaðinum og leggur Sarkozy mikla áherslu á að þau störf haldist í landinu.
Viðskipti | AFP | 25.11.2008 | 15:26ESB veitir Lettlandi aðstoð
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti í dag aðgerðir til þess að bjarga næststærsta banka Lettlands sem var þjóðnýttur fyrr í mánuðinum. Segir í tilkynningu frá framkvæmdastjórninni að aðstoðin sé nauðsynleg til þess að afstýra alvarlegri ókyrrð í efnahagslífi Lettlands.Eru aðgerðirnar í takt við þær sem Evrópusambandið hefur veitt öðrum ríkjum ESB. Aðgerðunum eru settar takmarkanir í tíma og umfangi og verða eins litlar og mögulegt er til þess að þær hafi ekki samkeppnishamlandi áhrif.
Versti ársfjórðungur í sögu norska olíusjóðsins
Norski olíusjóðurinn tapaði 173 milljörðum norskra kr. á þriðja ársfjórðungi eða sem nemur um 3.500 milljörðum kr.. Er þetta þar með versti ársfjórðungur í sögu sjóðsins hvað taprekstur varðar.Í frétt um málið á vefsíðunni E24.no segir að markaðsvirði sjóðsins við lok fjórðungsins hafi numið 2.120 milljörðum norskra kr. eða sem nemur nær 45.000 milljörðum kr..
Um 53% af eigum sjóðsins eru í hlutabréfum og er ástæða hins mikla taps nú að verð þeirra hefur lækkað töluvert í þeirri fjármálakreppu sem ríkir í heiminum.
Darling vill endurskoða innistæðutryggingakerfi Evrópulanda
Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, vill að innistæðutryggingakerfi Evrópsambandsuríkja verði endurskoðað í ljósi deilnanna við Ísland um Icesave-reikninga Landsbankans.
Í umræðum um fjárlög næsta árs á breska þinginu í gær greindi Darling frá því að hann hefði þegar ritað framkvæmdastjórn Evrópusambandsins bréf þar sem farið væri fram á endurskoðun á tryggingakerfinu sem nær einnig til Evrópska efnahagssvæðisins.
Benti hann á að ekki væri hægt að ætlast til þess að breska ríkisstjórnin kæmi breskum þegnum sem lagt hefðu peninga sína inn í erlenda banka alltaf til aðstoðar. Vísaði hann þar til Icesave-reikninganna. Það er ekki hægt að ætlast til þess að hinn breski skattgreiðandi verði tryggjandi til þrautarvara," sagði Darling og bætti við að hann ætti von á skýrslu um málið með vorinu.
Sagði hann enn fremur við að menn hefðu lært það af fjármálakreppunni að tryggja þyrfti betur innistæður fólks í bönkum og hraðari afgreiðslu mála ef bankar færu í þrot
Ísland fer illa út úr kreppunni í samanburði við aðrar þjóðir
Ísland er meðal þeirra landa sem Efnahags- og framfarastofnunin OECD segir að fari verst út úr kreppunni. Stofnunin telur að iðnríkin séu á leið inn í lengstu og dýpstu kreppu sem þau hafi upplifað síðan á áttunda áratug síðustu aldar.
Það hafa fáar góðar fréttir borist utan úr heimi undanfarnar vikur. Og á því varð ekki breyting þegar Efnahags- og framfarastofnunin OECD birti framtíðarsýn sína í París í dag.
Schmidt-Hebbel sagði að atvinnuleysingjum ætti eftir að fjölga um átta milljónir í hinum þrjátíu aðildarríkjum OECD. Atvinnuleysi muni halda áfram að aukast fram á mitt ár 2010.
Tölur OECD benda til þess að þróunarríkin séu nú komin í niðursveiflu sem vari í að minnsta kosti í fjóra ársfjórðunga. Tveir ársfjórðungar í röð er almenn skilgreining á kreppu.
OECD nefndi nokkur aðildarríki þar sem kreppan verður sérstaklega þung meðal annars vegna lækkunar á húsnæðisverði. Meðal þeirra ríkja eru Ísland, Bretland, Ungverjaland, Írland, Lúxemborg, Spánn og Tyrkland.
Ekki er þó endalaust svartnætti hjá OECD. Það sést glæta um mitt ár 2009.
Herða þarf reglur um banka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 24. nóvember 2008
Kristinn H Gunnarsson sagði einmitt það sem mér finnst.
Það er nú hálf skrítið að mér fellur oft vel við skoðanir Kristins H Gunnarssonar "Sleggjunar" Hann hikar ekki ef hann hefur ákveðnar skoðanir á hlutunum. Jafn vel þó þær stangist á við flokkana sem hann hefur verið í eða annað.
Í kvöld má lesa eftirfarandi á heimasíðu hans.
Atkvæðaskýring í atkvæðagreiðslu um vantrauststillögu á ríkisstjórnina, sem fram fór á Alþingi í dag.
Kjarninn er sá að mörg verk þarf að vinna á næstu vikum sem ekki þola bið. Þau eru vandasöm og finna þarf bestu eða skárstu lausnina á skömmum tíma. Kosningar munu einungis koma í veg fyrir þau verk engum til góðs. Upplýsa þarf allt er snertir bankahrunið til þess að almenningur geti lagt mat á ástæður þess og ábyrgð þeirra sem að málinu koma. Það er forsenda uppgjörs í kosningum.
Virðulegi forseti.
Það er verkefni stjórnvalda, sérstaklega kjörinna fulltrúa þjóðarinnar, næstu mánuði að vinna að endurreisn fjármálakerfisins og tryggja fjárhag heimilanna og fyrirtækja landsmanna.
Það er verkefni stjórnvalda að sjá til þess að orsakir bankakreppunnar verði rannsakaðar og upplýstar og greindur þáttur hvers og eins og ábyrgð hans, þannig að almenningi verði gert kleift að taka yfirvegaða ákvörðun í alþingiskosningum í kjölfarið og getur valið milli stjórnmálaflokka, sem hver um sig ber fram svar sitt og stefnu.
Það er verkefni stjórnvalda að virða réttarríkið og tryggja sanngjarna málsmeðferð og traustar upplýsingar.
Samþykkt tillögunnar og þingkosningar nú mun færa vinnu stjórnvalda frá lausn aðsteðjandi vanda yfir til baráttu um hylli kjósenda, þar sem þjóðarhagur víkur fyrir flokkshagsmunum.
Tillagan er fjarri því að vera tímabær og ég segi því NEI
Og eins er ég sammála því sem kemur fram á Orðinu á götunni
Orðið á götunni er að það hafi verið fljótfærni af stjórnarandstöðunni að leggja fram tillögu um vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og kosningar á þessum tímapunkti. Spádómar um að tillagan mundi þjappa stjórnarliðinu saman gengu eftir. Hugmyndir um að einhverjir ráðherrar og þingmenn Samfylkingarinnar mundu greiða atkvæði með stjórnarandstöðunni rættust ekki og voru ákaflega óraunsæjar. Eini liðhlaupinn við atkvæðagreiðsluna var úr röðum stjórnarandstæðinga sjálfra, þegar Kristinn H. Gunnarsson snerist gegn tillögunni.
Orðið á götunni er að það hafi einnig verið misráðið að stefna að þingrofi um áramót og kosningum strax í febrúar. Þetta hafi verið óraunsæ áætlun hvernig sem á málið sé litið; hefði spillt jólahátíðinni, veðurfars vegna séu febrúarkosningar óheppilegar og svo gæfist ekki nægur tími til að klára þau mál sem þarf að klára í þinginu fyrir áramót.
Orðið á götunni er að það hefði bæði verið skynsamlegra að bíða með tillöguna og miða framkvæmdina við vormánuði. Nú þegar Alþingi er búið að hafna þingrofi og kosningum er hætt við að andófshreyfing almennings dofni þar sem líkur á því að enn sé hægt að knýja fram kosningar hafa minnkað.
Ég vill að það verði kosið en ekki fyrr en í vor og jafnvel ekki fyrr en í haust.
Láti sig hverfa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 23. nóvember 2008
Jæja nú þarf bara að finna þá sem brutu hurðir og glugga á Hverfisgötu?
Ekki er ég sáttur við að þurfa að greiða þessar skemmdir af mínum sköttum. Minni á að þjóðin á þetta hús og þarf að greiða allar skemmdir á því. Hélt að fólk væri að mótmæla því að við þyrftum að borga fyrir aðra óráðsíumenn
Finnst út í hött hjá fólki að kvarta yfir framgöngu lögreglu. Þegar að fólk hefur brotið hurð og ryðst inn í Lögreglustöð er ósköp eðlilegt að lögregla bregðist við.
Og það að foreldrar séu þar með 16 ára unglinga í fremstu röð er náttúrulega út í hött.
Síðan þau rök að allt hefði verið í þessu fína ef að lögreglan hefði komið út og rætt við fólkið. Kjaftæði. Þeir lögreglumenn hefðu verið í stórhættu. Fólk sem brýtur hurðir og glugga hefði ekki verið treystandi til að henda ekki gjóti eða öðru í lögregluna. Fólk verður að athuga að hér er réttarríki og ef fólki finnst á sér brotið þá kærir það. Barn sem er komið inn í anddyr lögreglustöðvar með óðum skríl það á það á hættu að verða fyrir piparúða. Og má kannski þakka fyrir að hafa ekki orðið fyrir reiðum skrílnum og og eða grjót, eða höggum.
Svona mótmæli eru fólkinu sem tók þátt í því til skammar.
Var ekki látinn vita | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Laugardagur, 22. nóvember 2008
Spurningar til þeirra sem vilja kosningar strax!
Ég er einn af þeim sem er óánægður með stjórn mála nú að undanförnu. Ég er ekki sáttur við hversu mjög þjóðin og jafnvel Alþingi hafa verið höfð lítið með í ráðum. Ég er á því að fljótlega eiga fara fram kosningar t.d. næsta vetur. En ég hef verið að velta fyrir mér hvað fólk sem er að boða stjórnina burt strax er að fara.
- Hvað vill fólk fá í staðinn?
- Nú þegar er einn nýr flokkur sem er að komast á koppinn. Og fyrir honum stendur Sturla Jónsson vörubílstjóri með fleirum. Eru það mennirnir sem fólk vill til að bjarga landinu út úr kreppunni
- Er það framsókn sem það vill að komi hér að málum? En var framsókn ekki við völd hér frá 1994 þangað til í fyrra og kom að sölu banka og stjórn mála hér sem hefur haft þessar afleiðingar.
- Er fólk að láta sig dreyma að prófkjör og val á fólki á lista flokka taki bara smá stund? Og verða það ekki flestir þeir sem voru í efstu sætum síðast? Þarf ekki að gefa nýju fólki tíma til að kynna sig og sinn málstað og vinna sér fylgi.
- Hvaða bull er þetta í fólki með IMF lánið. Það er talað eins og það lán eigi að borga næstu áratugi. Veit fólk ekki að þetta fé á að reyna að nýta sem minnst og á að vera að fullu greitt 2015 til baka.?
- Hvað á fólk við þegar það segir það undirlægjuhátt að semja um IceSave? Hverskonar hugsunarháttur er það að við ein þjóða ætlum að túlka EES reglur þannig að við þurfum ekkert að borga þeim sem lögðu fé inn í Íslenska banka. Hvað hefði þetta fólk sagt ef að ríkisstjórn hefði neitað líka að borga íslendingum sínar innistæður í bönkunum?
- Finnst að fólk ætti áður en það boðar byltingu og moka fólki út að koma með raunhæfar tillögur um hvað það vill að taki þegar að búið er að bola stjórni frá. Það þarf nefnilega að stjórna landinu á meðan og tillögur um breytingar þurfa því að vera fullmótaðar.
- Hér eru menn með hugmyndir um: Ekkert lán frá IMF. Ætla menn þá að taka á þessu eins og Finnar sem spöruðu með því að loka skólum og fólk gat ekki keypt mat. 20% atvinnuleysi á meðan við erum að spara fyrir skuldum?
- Hér eru aðrir sem tala um að taka upp dollara! Hvernig ætla menn þá að greiða 400 til 500 milljarða sem liggja hér í krónubréfum. Kannski að taka dollarann upp á genginu 150 krónur. Sem mundi þýða alveg gríðarlega kaupmáttarrýrnun.
- Hér eru aðrir sem tala um að taka upp norskar krónur. En norski seðlabankinn þvertekur fyrir það. Enda gæti þetta þýtt fall norskukrónunnar þar sem við erum svo skuldug.
- Og svona væri hægt að halda áfram.
Væri ekki nær að fólk færi að koma með lausnir frekar að því hvað við eigum að gera í framtíðinni? Björk og Háskólinn í Reykjavík eru byrjuð og fullt af hugmyndum frá aðilum hér og erlendis.
Það þarf að taka til hér. Hér þarf að ráða þjónustu okkar m.a. Seðlabanka mann sem nýtur virðingar fyrir þekkingu sína á efnahagsmálum. Síðan þarf að styðja við allar hugmyndir sem skapa störf til lengdar. Og eins þarf að vinna að áætlun sem gerir Ísland að landi sem fólk vill og nýtur þess að búa í. Og getur óhrætt gert hér áætlanir án þess að allt hrynji í hausinn á þeim.
Minn draumur er að við stefnum hratt í átt að inngöngu í ESB og tökum upp evru.
Íslendingar láti ekki kúga sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Af mbl.is
Erlent
- Myndskeið: Jólakveðja 400 kílómetrum ofar jörðu
- Geta ekki staðfest að flaugin hafi rofið lofthelgi
- Rússar réðust á orkuinnviði á jóladag
- 39 létust í flugslysi
- Aukning varnarútgjalda kaldhæðni örlaganna
- Segja Norður-Kóreumenn hafa haft lítil áhrif
- Clinton kominn heim af sjúkrahúsi
- Skíðafólki bjargað með þyrlu
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 47
- Frá upphafi: 969479
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson