Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
Sunnudagur, 25. janúar 2009
Á morgun eru líkur á að komið hafi verið á móts við allar kröfur mótmælenda.
Það verður gaman að sjá hvað þá tekur við. Nú er þetta sennilega að nálgast að vera lífsstíll hjá ákveðnum hópum að mótmæla. Nú á morgun er líklegt að staðan verði svona:
Ég er að velta fyrir mér hvort að mótmælin séu að verða lífstíll. Og þá hvað fólk gerir nú þegar felst
- Reikisstjórn burt! Hún fer og ekki seinna en eftir 100 daga
- Stjórn fjármálaeftirlist burt! Hún er búin að segja af sér og forstjórinn hættir 1 mars.
- Þeir sem áttu bankana eru búnir að missa þá og eiga ekki að hafa áhrif þar lengur
- Davíð verður vonandi settur af á morgun. Sem og bankastjórnin. Jón Sig þegar búinn að ákveða að segja af sér í stjórn.
- Geir er að hætta
- Búið að ákveða að auglýsa stöður bankastjóra Landsbanka og Glitnis
- Hafin rannsókn á bankahruninu
- Samfylking búin að lýsa yfir að það verði tekið til í stjórnkerfi sem þýðir að einhverjir fleiri embættismenn fjúka á næstunni.
- Líkur á að Árni Matt verði færður eða segi af sér.
Það er spurning hvort að mótmælendum finnst sniðugt að skipta um stjórn núna. Menn hafa talað um utanþingsstjórn og nefnt ýmsa til að leiða hana. Veit ekki? Um þá flesta er það að segja að maður hefur nú ekki séð þá stýra einu eða neinu hvað þá hagsmunum 320 þúsundmanna þjóðar. Það tekur menn örugglega mánuði að komast inn í störfin og þá eru komnar kosningar. Held að flestir þeir sem nefndir hafa verið ættu kannski frekar heima sem ráðgjafar þá nýrrar stjórnar eða sem fulltrúar á stjórnlagaþingi.
Munum að ný stjórn þarf að eiga í samskiptum við marga og ólíka aðila innanlands sem utan. Og nú á næstunni reynir mjög á samskipti okkar við erlendar þjóðir.
Held líka að fólk haldi að með nýrri stjórn verði strax hægt að lækka lánin þeirra, skatta og skapa störf. Held að fólk sé alltaf í einhverjum drauma heimi. Það hafa verið þurrkaðir út úr þessu samfélagi þúsundir milljarðar sem í raun voru aldrei til hér. Og eftir sitjum við með skuldir vegna lána sem bankarnir tóku m.a til að lána okkur. Og þessar skuldir þarf að borga. Og til þess þarf að skera niður. Og fólk þarf að borga lán sín því annars lendir það öðrum með hærri sköttum. Stjórnvöld eiga að gera fólki það mögulegt með ráðstöfunum en ef láni er aflétt á einum þarf annar að borga meira fyrir vikið.
En það verður gaman að sjá hvað fólk gerir á morgun.
![]() |
Mótmælt við Seðlabankann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 25. janúar 2009
Af hverju þarf þetta að vera svona flókið?
Geir ætti það að vera fullkunnugt að nær öll heimsbyggðin treystir ekki Davíð.
- Hann er ábyrgur fyrir að setja fjármálakerfinu leikreglur og vera svo grænn að halda að halda að kerfið mundi halda sjálft utan um sín má og gæta að sér.
- Hann seldi bankana í algjörum fljótheitum mönnum sem aldrei höfðu rekið banka. Þeir höfðu efnast á því að sölsa undir sig Sambandsfyrirtæki og með því að fara með gömul bruggtæki til Rússlands.
- Hann hefur sem Seðlabanakstjórn markvisst unnið að því að létta öllum kvöðum á bankana til að aðstoða þá við að þennjast út
- Hann hafði ekki hugsun á því að koma upp voldugum gjaldeyrisvarasjóði hvorki sem forsætisráðherra né sem Seðlabankastjóri.
- Hvernig má það vera að maður með hans reynslu er ekki búinn að segja af sér.
Nú verður honum í raun sparkað og síðan verður hann í kennslubókum um allan heim um mann sem setti landið sitt á hausinn. Og sem víti til varnaðar öllum framtiðar seðalbankastjórum um allan heim.
Hefði ekki verið betra fyrir hann að hætta í október og komast hjá þessari niðurlægingu?
![]() |
Vonast eftir að Davíð verði látinn víkja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 25. janúar 2009
Lögregla ekki hress með Vg og Ögmund
Var að lesa www.vb.is þar segir m.a.
Ég lýsti áhyggjum mínum af hagsmunaárekstri er varðar Ögmund Jónasson sem er formaður BSRB og í áberandi hlutverki mótmælenda og framvarðasveit VG.
Þannig byrjar tölvupóstur sem lögregluvarðstjóri sendi öllum lögreglumönnum landsins í gær og Viðskiptablaðið hefur nú undir höndum en þarna vitnar varðstjórinn í samtal sem hann átti í síma við Snorra Magnússon, formann Landssambands lögreglumanna þá um morguninn.
Þá þóttu mér ummæli hans undarleg að undanförnu og hefur ekki legið á liði sínu við að safna sér atkvæðum með að þegja þunnu hljóði er varðar framkomu manna við lögreglu þrátt fyrir að vera formaður BSRB sem við erum aðili að, segir jafnframt í tölvupóstinum.
Eins kemur fram í þessari frétt:
Þá segist varðstjórinn hafa óskað eftir því að framkvæmd yrði könnun meðal allra lögreglumanna og hug þeirra til þess að slíta Landssamband lögreglumanna úr BSRB og færa þangað sem hagsmunum okkar er frekar borgið, segir í tölvupóstinum.
Forsvarsmenn Landssambands lögreglumanna hittu þingmenn VG
Viðskiptablaðið er einnig með undir höndum svar Snorra Magnússonar þar sem hann segist hafa farið á fund Ögmundar Jónassonar til að koma á framfæri við hann, umbúðalaust eins og það er orðað, þeim ábendingum sem til hans hefðu borist.
Þar kemur fram að Ögmundur hafi vísað því á bug að hann hefði ekki tjáð sig um málefni lögreglunnar í þeirri orrahríð sem verið hefur undanfarna daga.
Þá kemur fram að Snorri hafi við annan mann átt fund í kjölfarið með Atla Gíslasyni, þingmanni VG þar sem sömu málefni voru rædd og framganga einstakra þingmanna m.a. hans og Álfheiðar Ingadóttur í garð lögreglu, segir í svari Snorra.
Leiðréttu vankunnáttu Atla Gíslasonar á valdbeitingartækjum
Það má nú líka benda á að Ögmundur situr í stjórn Lífeyrissjóðs Starfsmanna Ríkisins var formaður en er nú varaformaður og gaman að vita hvernig peningar lífeyrissjóðsins hafa farið í hruni fjármálastofnana hér.
Sjóðurinn hefur tapa 10 til 20% á þessu hruni. Spurning hvar var fjárfest.
Þannig að ég skil félaga í Lögreglumana félaginu og reyndar fleiri að það sé erfitt að hafa Ögmund báðum megin við borðið og jafnvel allt í kring um borðið.
![]() |
Steingrímur J: Dæmigert fyrir ríkisstjórn í upplausn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 25. janúar 2009
Björgvin axlar ábyrgð!
Það er athyglisvert að þeir 2 ráðherrar hingað til sem hafa sagt af sér hér á landi eru báðir jafnaðarmenn.Björgvin er maður af meiru að hafa viðurkennt sína ábyrgð og sagt af sér.
Eins og hann sagði líka þurfa að verða miklar hreinsanir.
Eins þá er athyglisvert að Jón Sigðursson og aðrir í stjórn FME segja af sér um leið og þeir gera starfslokasamning við Jónas Fr Jónsson.
Frábært Björgvin og takk fyrir að leggja þítt af mörkum til að koma á einhverju trausti milli stjórnmála og fólksins í landinu.
[Gleymdi sjálfstæðismönnunum Albert og 2 stykkum af Magnúsum sem hafa sagt af sér]
![]() |
Björgvin segir af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 25. janúar 2009
Væri ekki ágætt að leyfa Vg að spreyta sig fram í maí!
Gæti ekki Samfylking ekki leyft Vg að mynda minnihlutastjórn fram í maí. Það væri hægt að semja um að þeir hreyfðu ekki við IMF láninu og samningum. Nei það er sennilega hættulegt.
Rakst á þetta á www.visir.is
Hugmyndir um að skila láninu frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum eru mjög hæpnar, að mati Þorvalds Gylfasonar hagfræðiprófessors við Háskóla Íslands. En þessa hugmynd hafa forystumenn Vinstri grænna viðrað að undanförnu.
Ef láninu yrði skilað að þá væri gengi krónunnar miklu ótryggara og miklu líklegra til þess að falla um skeið þegar byrjað verður að slaka á gjaldeyrishöftunum," segir Þorvaldur. Hann bendir hins vegar á að ekki hafi komið fram hvers konar breytingar Vinstri grænir leggi til á efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar, sem gerð var í samkomulagi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Hann geti því ekkert tjáð sig um þann þátt málsins.
Og þetta kom fram á www.ruv.is
Glapræði að hætta við lán frá AGS
Gylfi Zoega hagfræðiprófessor segir það glapræðigagnvart fólkinu í landinu og heimskuleg skilaboð til umheimsins ef hætt yrði við efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Öryggi landsmanna geti legið við því enginn annar vilji lána þjóðinni peninga. Gylfi lét þessi orð falla í fyrirlestri hjá Nordea-bankanum í Ósló. Hann telur að vantraust á fjármálastofnunum Íslendinga sé nú einn helsti vandi þeirra innanlands og utan. Gylfi sagðist í fyrirlestri sínum telja að aðgerðaáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefði þegar skilað árangri. Hann varaði jafnframt sterklega við því að samvinnu við Gjaldeyrissjóðinn yrði hætt.
Þetta er nú það sem Vg hafa verið að bjóða. Þarna tala 2 af þeim hagfræðingum sem fólk hefur verið að nefna að ættu jafnvel að vera í utanþingstjórn.
Þó ég geti fallist á margt sem Vg hefur fram að færa eins og varðandi náttúruvernd, varðandi kvótamál, og áherslur á lítil og meðalstór fyrirtæki þá mundi ég ekki treysta þeim einum og óstuddum til valda. Og vandamál Samfylkingar við að mynda með þeim stjórn næstu 100 daga fram að kosningum væri það að fólk yrði held ég fyrir ofboðslegum vonbrigðum með árangur þessa stutta tíma. Fólk er búið að gera sér svo miklar vonir. Margir gera sér grein fyrir að skuldirnar okkar hverfa ekki og við verðum að skera niður en aðrir halda að ný stjórn reddi þessu í hvelli. Margir halda það að breytingar á stjórnarskrá sé bara eitthvað sem hægt er að redda á nokkrum dögum. Svo er ekki. Það þarf eflaust ár það minnst til að koma með stjórnaskrá sem stenst allar þær kröfur sem þarf að gera til hennar. Og svo þarf að kjósa um hana tvisvar og rjúfa þing á milli. Margir halda að við getum aflétt af þeim skuldum eða lækkað þær verulega. En margir vita líka að skuldir hverfa ekki heldur þarf þá ríkið að greiða þær og þarf með þarf að hækka skatta eða auka enn á niðurskurð. Veit ekki hversu erfitt er að breyta vertryggingu en því verður varla lokið á skömmum tíma.
Þannig held ég að hver sem verður við stjórn næstu mánuði eigi eftir að upplifa að almenningur verðu vonsvikinn. Spurning um hvort að núverandi flokkar eða einhverjir aðrir græði á að vera í stjórn þennan tíma.
Nema að því leiti að mig minnir að þegar við sömdum um IMF lánið þá var talað um að jafnvel í mars gætu stýrivextir farið að lækka.
![]() |
Meiri biðlund á landsbyggðinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 25. janúar 2009
Það eru fleiri en Össur sem fara hamförum á kvöldin og nóttinni á blogginu sínu.
Held að hann hafi kallað á sig hafsjó af bloggum núna! Dómsmálaráðherra ætti nú kannski ekki að vera að ögra fólk nú í miðjum mótmælafasa.
![]() |
Segir þingmenn VG hafa veist að lögreglu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 24. janúar 2009
Vg stærsti flokkur landsins í skoðanakönnunum - Hvaða lausnir býður hann nú?
Nú þegar að 32% þjóðarinnar segir að þau mundur kjósa Vg er allt í lagi að fara að velta fyrir sér hvaða lausnir hann bíður fólki í þessu hruni sem við höfum orðið fyrir síðasta misseri.
- Samningur við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn IMF:Steingrímur og Ögmundur fóru hamförum þegar að samningur var gerður við AGS. Þeir hafa m.a. sagt að í samningnum felist að að við missum yfirráð yfir auðlyndum okkar og getum aldrei greitt þetta. En skv. því sem mér skilst er meiningin að nota þessa peninga ekki heldur geyma þá í gjaldeyrisvarasjóð og þar eru þeir á vöxtum. En hvað vildi Vg þá gera? Það hafa þeir aldrei sagt. Þeir vita eins og aðrir að enginn var tilbúinn að lána okkur nema að við værum í samstarfi við AGS? En hvaða lausnir hefur Steingrímur? Hann sem er á móti pukri bauðst reyndar til að fara leyniferð til Noregs og reyna að fá þá til að aðstoða okkur. En hann vissi að Norðmenn eins og aðrir vildu fá áætlun frá AGS áður en þeir skoðuðu það.
- IceSave: Vg vill að við skrifum ekki undir samninga um lámarksábyrgð á IceSave reikningum. Heldur láta þetta fara fyrir dóm. Vg veit væntanlega að þar með mundi milliríkjadeila okkar við Breta og Holland magnast aftur og þeir mundu beita sér og ESB gegn okkur. Loka á viðskipti sem og setja allar skorður aftur á gjaldeyrisviðskipti við okkur.
- Þeir vilja auka útgjöld töluvert í viðbót á fjárlögum en tala ekkert um hvernig við vinnum okkur út úr skuldum.
- Framtíðarsýn: Ég hef ekkert heyrt frá þeim um hvernig þeir sjá fyrir sér að best sé fyrir Ísland að koma sér út úr þessari kreppu.
- Þeir vilja ekki ganga í ESB
- Þeir vilja ekki taka upp evru
- Þeir vilja breyta EES samningi okkar yfir í tvíhliða samning við ESB. Eins og ESB séu ólmir í það.
- Þeir hafa nefnt myndsamstarf við Noreg. En ég get ekki séð að Noregur sem er nú ekki risa myntsvæði geti tekið áhættu á að fara í slíkt samstarf. Enda benti Norski Seðlabankastjóri á að það þjónaði ekki hagsmunum okkar.
- Hvaða hugmyndir hafa þeir varðandi lausnir sem auka atvinnutækifæri núna? Ekki í framtíðinni heldur næstu 2 ár. Til að vinna gegn atvinnuleysi.
Þannig að ég er að velta fyrir mér þegar fólk segist ætla að kjósa Vg hvað það horfir til hjá þeim annað en að þeir hafa ekki verið í stjórn áður.
![]() |
Fylgi VG mælist rúmlega 32% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 24. janúar 2009
Skemmdarverk á vefsíðu Nýs lýðveldis
Ömurlegt af vsir.is
Skemmdarverk á vefsíðu Nýs lýðveldis
Skemmdarverk hafa verið unnið á nýstofnaðri síðu Nýs lýðveldis þar sem skorað er á forseta og Alþingi að hlutast til um myndun utanþingsstjórnar og boðun stjórnlagaþings, að fram kemur í tilkynningu frá Ólínu Þorvarðardóttur sem er einn af forsvarsmönnum Nýs lýðveldis. Aðstandendur síðunnar hugleiða nú stöðuna og munu snúa sér með málið til lögreglu.
Í morgun höfðu rúmlega þrjú þúsund undirskriftir borist á síðuna en hún hafði þá verið opin í rúman sólarhring. Um svipað leyti urðu aðstandendur síðunnar varir við að eitthvað undarlegt var á seyði, því birtum undirskriftum fór fækkandi. Nú sýnir talingin 0.
,,Það er sorglegt að svona skuli komið fyrir umræðu og tjáningarfrelsi í landinu á þessum erfiðu tímum; að einhver skuli leggja á sig að eyðileggja frjálsan, opinn, umræðuvettvang til þess að þagga niður þessa eðlilegu kröfu. Það mun ekki takast," segir Ólína.
![]() |
Talsverðan tíma tekur að undirbúa kosningar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 24. janúar 2009
Krónan dáin - Framtíð okkar í ESB
Þessi frétt er í raun grafalvarleg. Það vilja nær engir lána okkur vegna þess að þeir eru brendir af bankahruninu hér. Og nú eru þeir að horfa í stjórnmálaástandið hér og óróleikan. Þeir segja að stjórnarskipti breyti engu hér um.
Alþjóðleg matsfyrirtæki lækkuðu lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins verulega á síðasta ári. Haft er eftir Michael Ganske, sérfræðingi hjá Commerzbank, að veikindi íslenska forsætisráðherrans og nýjar kosningar bæti ekki úr skák. Og þótt ekki sé hægt að segja að íslenska ríkisstjórnin hafi verið sérlega farsæl muni þessir atburðir enn auka á óstöðugleikann.
Eina sem við gætum gert væri að sækja um aðild að ESB og upptöku evru. Sbr.
Kenneth Orchard, sérfræðingur hjá matsfyrirtækinu Moody´s, segir að fylgst verði grannt með stöðu mála á Íslandi næstu mánuðina. Nauðsynlegt sé að þar komist á stöðugleiki þannig að stjórnvöld geti slakað á þeim höftum, sem sett hafi verið á gjaldeyrisviðskipti og peningamál.
Moody's segir, að fyrirtækið myndi líta á tilraunir Íslendinga til að ganga í Evrópusambandið jákvæðum augum en stjórnmálaþróunin á Íslandi væri þó minna áhyggjuefni.
![]() |
Stjórnarskipti breyta engu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Laugardagur, 24. janúar 2009
Kerfið hefði hrunið hvað sem við gerðum!
Samkvæmt þessari frægu skýrslu Willem H. Buiter og Anne Sibert gerðu og var víst stungið undir stól hefði bankakerfið hér sennilega aldrei lifað af. Og eini raunhæfi möguleiki okkar þegar hún var gerð var að flytja alla banka erlendis. Og samkvæmt skýrslunni átti mönnum að vera þetta ljóst þegar bankarnir voru einkavæddir og þeir fóru að alþjóðavæðast. Bankar sem ætluðu sér að sækja á markaði erlendis gátu ekki gengið í svona litlu penigakerfi eins og hér var.
......nýjum inngangi í skýrslunni, sem birtur var á netinu, stendur að Ísland hefði ekki átt að stofna til alþjóðabankakerfis án evrunnar. Það hefði verið ljóst í júlí 2008, rétt eins og í apríl og janúar sama ár. Það hefði átt að vera ljóst árið 2006, sem og 2004 og 2000.
Þau segja í skýrslunni að það hefði skipt sköpum ef við hefðum verið með Evru. Og samkvæmt þessari greiningu þeirra sem lesin er út úr þessu glærum hefðum ósköp lítið getað gert þegar hún birtist.
- Hugsanlega farið í að safna gríðarlegum gjaldeyrisforða. Þá held ég að almenningur hefði nú orðið brjálaður út af öllum lántökunum.
- Jú selt eða flutt bankana úr landi. Þá held ég að allir hefðu orðið brjálaðir. Og þetta túlkað sem greiði við eigendur til að losna við skatta hér
Hefðum betur verið búin að ganga í ESB fyrir löngu! Og eins að vanda okkur betur við sölu bankana. En það er einmitt flokkurinn sem nú ríkur upp í vinsældum sem stóð fyrir því ásamt Davíð. Þræðir Davíðs liggja um allt þetta hrun okkar og hann verður að víkja.
Samfylkin kemur að þessu á þeim tíma sem fátt virðist mögulegt til bjargar. Við vitum að Geir, Ingibjörg og Davíð fóru um allt til að afla gjaldeyris en það gekk ekki. Davíð hafði reyndar man ég neitað nokkrum lánum af því honum líkuðu ekki kjörinn. En mér finnst Samfylkingin dæmd of hart fyrir sinn þátt í þessu.
![]() |
Hrunið óumflýjanlegt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Af mbl.is
Nýjustu færslurnar
- Öryggismál og Brusselspuni
- Forstýra fyrir forstjóra ... Femínizka byltingin gengur bara vel, takk fyrir ...
- Valdið á bak við orðin, réttmætt eða ekki?
- Þorgerður harmar opinberlega þáttöku Hafþórs í kraftlyftingum í Rússlandi, en...
- Stuttbylgjur og stafrænt útvarp: Ný tækifæri í fjarkennslu fyrir þróunarlönd
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.4.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 969767
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
Augnablik - sæki gögn...
DV
Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
Augnablik - sæki gögn...
Pressan
Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson