Bloggfærslur mánaðarins, desember 2013
Mánudagur, 30. desember 2013
Sammála Össuri um margt í þessu en þó ekki öllu.
Fyrir það fyrsta finnst mér að menn eigi að hefja innri skoðun og endurskoðun stefnu sinnar og verka innan hóps en ekki í fjölmiðlum.
Þá væri gott að einhver benti Össuri á að það hafa engar skuldalækkanir farið fram í tíð þessarar nýju stjórnar. Og því er lof hans á Sigmund Davíð í bestafalli full fljótt á ferðinni. Eigum við ekki fyrst að sjá frumvörp koma fram og hvort að framkvæmd þeirra standis fyrir dómsstólum ef að þau fara þessa leið. Eða hvort að gera þarf samninga við þrotabú bankana og þá að þeir samningar verði ekki afleikur hjá okkur.
En Össur er refur og ég held að nú sé í gangi hjá honum einver skák sem þar sem hann er búinn að leggja grunn einhverju loka tafli og sigri sem hann stefnir að. Vona að það sé sigur fyrir jafnaðarhugsjónina og stefnu Samfylkingar en ekki bara fyrir hann sjálfann.
En ég er algjörlega á því að Samfylking að að styðja öll mál sem koma sér vel fyrir fólkið í landinu ef þær eru framkvæmanlegar og hafa ekki aukaverkanir sem við þurfum svo að fást við til langrar framtíðar.
Þannig bíð ég eftir að sjá ný frumvörp um skuldalækkanir og í framhaldi skoðun á alfeiðingum þeirra.
Samfylking fari í naflaskoðun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 24. desember 2013
Eftir allt sem á undan er gengið er bara eitt að segja nú!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 19. desember 2013
"Íslendingaheilkennið!"
Alveg frábær greining á Íslandi og Íslendingum í Fréttablaðinu i dag. Sem ég bara set hér inn í heild sinni. Hún er eftir Árni Richard Árnason stærðfræðing sem ég hef ekki heyrt um fyrr, en hann tekur okkur fyrir og finnur út að við erum haldin sérstöku heilkenni sem finnst sennilega hvergi annarstaðar.
Kaupmáttur meðaltímakaups á Íslandi er lægri en á Spáni, þrátt fyrir að Íslendingar séu ríkir af auðlindum og fái fleiri ferðamenn miðað við höfðatölu. Því veldur óhagkvæmni einangraðs íslensks hagkerfis þar sem störf eru varin og mynduð með íhlutun stjórnmálamanna.
Íslenskt hagkerfi einkennist af stjórnlyndi og ríkissósíalisma, og almenningur virðist halda að hlutverk stjórnmálamanna sé að skapa störf og hagvöxt. Hér eru einkenni að verki sem ég kalla Íslendingaheilkennið, en mætti líka nefna Þetta-reddast-heilkennið eða frekar Reddið-þessu-heilkennið. Ég ætla að reyna að gera þessu heilkenni skil með þessum pistli.
Einkennin
Sá sem er haldinn Íslendingaheilkenninu er með eindæmum skammsýnn. Hann aðhyllist ekki langtímalausnir, heldur töfralausnir. Hann hugsar oft stórt, en ekki mjög djúpt, og mest í eigin þágu. Hann virðist frjálslyndur gagnvart því hvernig annað fólk lifir sínu lífi, sem er stundum mistúlkað sem umburðarlyndi eða virðing, en í rauninni er honum sama um annað fólk á meðan það skaðar hann ekki. Hann óttast útlendinga sem geta svipt hann lífsviðurværi sínu og jafnvel stolið auðlindum þjóðar hans. Hann vill auka ríkidæmi sitt hratt, til dæmis með því að láta virkja fallvötn og byggja álver sem skapar gervihagvöxt.
Fylgifiskur gervihagvaxtar er þó að hann gengur til baka, með tilheyrandi samdrætti, en það stöðvar ekki þann sem er haldinn Íslendingaheilkenninu því hann hugsar ekki svo langt. Hann þolir illa viðvaranir eða svartsýnisböl, sérstaklega ef slíkt kemur frá útlendingum. Hann lætur sér ekki segjast, enda væri það aðför að sjálfstæðinu að fylgja ráðgjöf útlendinga. Allt sem er íslenskt er gott, sérstaklega hin blessaða króna sem kemur hagkerfinu til bjargar með sveigjanleika sínum. Þó er krónan í hlekkjum og blóðsýgur íslenskt hagkerfi, þar sem blóðið er í formi vaxtagreiðslna til erlendra lánardrottna og kröfuhafa.
En sá sem er haldinn Íslendingaheilkenninu er eindæma þrjóskur þegar kemur að því sem íslenskt er, enda er hann íslenskari en páfinn. Ef lausnir bjóðast sem fela í sér langtímasamstarf við útlendinga þá er þeim hafnað á þeim forsendum að lausnirnar séu ekki töfralausnir, nema með þeirri undantekningu að um styrki sé að ræða. Þetta er líka allt saman útlendingum að kenna. Íslendingar eru svo sjálfstæð þjóð. Þetta reddast.
Áhrif á samfélagið
Íslendinga sem eru veikir af Íslendingaheilkenninu er að finna í öllum starfsstéttum á Íslandi, og þeir gegnsýra allt íslenskt samfélag, svo að tala má um faraldur í þessu samhengi. Birtingarmynd þessa er einkum skýrust í fjármálaheiminum, fjölmiðlum og stjórnmálum.
Um það fyrstnefnda þarf ég ekki að fara mörgum orðum, enda þekkja allir þann skaða sem hefur hlotist af Íslendingaheilkenninu á þeim vettvangi, þó að fæstir kunni góð skil á heilkenninu sjálfu. Íslenskir fjölmiðlar eru að mestu leyti slúðurfréttamiðlar með það meginmarkmið að endursegja hvað fólk sagði í stað þess að greina og skýra hvað gerðist eða mun gerast.
Eitt vinsælasta viðfangsefni fjölmiðlastéttarinnar er fjölmiðlastéttin sjálf. Hvar annars staðar í heiminum birtast reglulega fréttatilkynningar um óléttu fjölmiðlakvenna? Hvar annars staðar í heiminum getur fólk orðið frægt fyrir ekki merkilegri afrek en að vera fyllibyttur eða dópistar?
Lágkúrulegar slúðurfréttir eru vinsælasta efni veffjölmiðlanna og framboðið mætir eftirspurn.
Íslendingaheilkennið og grunnhyggnin ráða ríkjum. Ástandið minnir óþægilega mikið á gamlar zombí-kvikmyndir, með þeirri undantekningu að zombí-áhrifin eru aðeins innvortis, smitast sennilega ekki við bit, og gætu verið meðfædd.
Kjósendur vilja skammtímalausnir
Alþingi er helsta vígi Íslendingaheilkennisins. Þar ræða hugsjónalausir stjórnmálamenn skammtímalausnir sem eru best fallnar til þess að kaupa atkvæði auðkeyptra kjósenda. Sem betur fer fyrir stjórnmálamenn þá muna kjósendur ekki langt aftur, og hugsa ekki langt fram í tímann, enda flestir haldnir Íslendingaheilkenninu. En stjórnmálamönnum er refsað fljótt ef þeir finna ekki skammtímalausnir hið fyrsta sem gefa fólki aura í vasann, og því eiga stjórnmálamenn með framtíðarsýn ekki upp á pallborðið hjá kjósendum.
Til allrar hamingju fyrir ráðandi stjórnmálamenn þá hafa þeir þjálfað hæfni sína í að finna fjármuni og þeir geta jafnvel tekið þá af framtíðarskattgreiðslum, jafnvel þó að óvíst sé að þær muni nokkurn tímann eiga sér stað. Kjósendur hafa engar áhyggjur af því, enda er það þeim ofviða að hugsa svo langt fram í tímann. Þetta reddast.
Að svo komnu er Íslendingaheilkennið einangrað við Ísland sökum legu landsins. Ef þú býrð utan Íslands, þá hef ég þetta að segja: Dont panic.
Miðvikudagur, 18. desember 2013
Rétt að benda á frétt RUV um þetta mál. Og smá skúbb!
Undirritaður hefur fyrir því heimildir að auk þessa sem segir hér fyrir neðan í frétt RUV þá hafi fengist samþykkt að skipuð verði þverpólitísk nefnd um tillögur að úthlutun afla í nýjum tegundum og gjaldtöku fyrir það á næsta ári.
Svo bendi ég sérstaklega á það sem kemur um miðbik fréttarinnar þ.e. að hætt er við komugjöld á sjúkrahús, aukið fé í rannsóknarsjóði. Þannig að það er rétt hjá Árna að þau í stjórnarandstöðunni hafa komið viti að einhverju marki fyrir stákana í stjórninni.
Samkomulag hefur náðst milli stjórnar og stjórnarandstöðu á Alþingi um þinglok. Eins og fram kom í tíufréttum í kvöld þá sagði forsætisráðherra það gleðiefni að tekist hafi að færa fjármagn til svo mögulegt verði að greiða út desemberuppbót til atvinnuleitenda.
Samkvæmt heimildum fréttastofu mun líka hafa náðst samkomulag um að hætta við komugjöld við innlögn á sjúkrahús og þá mun hafa náðst samkomulag um að bæta fjármagni við rannsóknarsjóði. Formenn flokkanna og þingflokksformenn hafa fundað í þinghúsinu í kvöld til að semja um afgreiðslu mála þótt enn sé óljóst hvenær þingstörfum ljúki fyrir jól. Hins vegar bendir allt til þess að atkvæðagreiðsla að lokinni annarri umræðu um fjárlög fari fram síðdegis á morgun.
Góður árangur af góðri vinnu minnihluta á Alþingi og í raun merki um að flokkar geti samið um mál á Alþingi sem eru okkur almenning til framdráttar.
Samþykkt að greiða desemberuppbót | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 17. desember 2013
Skoðun mín á nokkrum atriðum fjárlagafrumvarpsins 2014
- Nokkuð ljóst að ég er ekki ánægður með að auðlegðarskattur var tekinn af. Veiðigjald lækkað, vsk. á gistinætur lækkaður. En í stað þess eru sett þjónustugjöld á sjúklinga, aukin gjöld á þá sem skrá sig í háskóla og skorið niður í rannsóknum og nýsköpun. Þ.e. það er verið að flytja þessar byrgðar á milli þeirra sem hafa það hvað best núna yfir á þá sem standa lægst.
- Það er talað um að leggja 5 milljarða í að draga úr skerðingum á bótum almannatrygginga síðustu ára. En gera menn sér grein fyrir því að með óbreyttum skattleysismörkum kemur rikð til með að taka sennilega um 37% til baka í sköttum.
- Ég er algjörlega mótfallinn því að ríki sem er í hópi þeirra 20 ríkja í heiminum þar sem fólk hefur það best skeri niður þróunarsamvinnu. Enda má líta á að þetta sé mögulega fjárfesting til framtiðar því að komist samstarfsríki okkar upp úr eymdinni þá verða þau kaupendur að vöru og þjónustu m.a. t.d. vörum og þjónustu varðandi háhita.
- Ég vill meina að ef við hefðum haldið t.d. vsk. á gistingu og hærri veiðigjöldum en um leið haldið útgjöldum í hófi þá þyrftum við ekki að setja á legugjöld, ekki hækka skráningargjöld í HÍ og fleiri skólum og samt sem áður átt milljarða umfram til að greiða niður skuldir.
- Þá er ég á því að t.d. náttúrumynjasafnið verði að komast í almennilegt húsnæði þar sem við þurfum að huga að því t.d. að geta boðið þessum væntanlega milljónum ferðamanna upp á fjölbreytni og þar gæti það safn komið sterkt inn.
- Eins og fjárlagafrumvarpið er í dag með 500 milljóna afgangi sé dæmt til að mistakast. Þar sem þar eru vanáætluð útgjöld og niðurskurður í starfsmönnum og verkefnum ráðuneyta er ekki skynsamlegur og gengur ekki upp nema að ráðherrar ætli að vera nær verklausir . Það eru jú starfsmenn sem vinna að framgangi og útfærslna ákvarðana ráðherra og þings. Sem og alla umsýslu málefna viðkomandi ráðuneytis og þeirra málaflokka sem falla undir þau.
Las upp sparnaðartillögur SUS | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 16. desember 2013
Ragnheiður Elín ætti nú að kynna sér málin almennilega. Þetta segir Hörður hjá Landsvirkjun
Úr frétt á ruv.is
Landsvirkjun getur ekki annast orkuöflun fyrir álverið í Helguvík nema að litlu leyti að sögn forstjórans. Álverð þyrfti að hækka um 30 til 40 prósent svo að hægt yrði að ljúka samningum.
Og svo bætir hann við. Takið sérstaklega eftir þeim kafla þar sem ég breytti lit á letrinu. Vekur mann til umhugsunar um stöðu annarra virkjana vegna álverana hér.
Við munum aldrei geta tekið við þessu verkefni
Michael Bless forstjóri Century Aluminumm sem á Norðurál, hefur sagt það verð sem HS orka og Orkuveitan hafi boðið sé óviðunandi. Landsvirkjun hefur aðeins 50 til 100 megavött til umráða fyrir virkjunina sem er aðeins lítill hluti af þeirra raforku sem álverið þyrfti fullbúið. Samningar um þá orku hafa staðið yfir í þrjú ár en lítið þokast að undanförnu. Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. Það er ljóst að þeir aðilar sem störtuðu þessu þurfa að bera hitann og þungann af orkuöfluninni. Vissulega erum við tilbúin til að aðstoða eins og við getum en við munum aldrei getað tekið við þessu verkefni, segir Hörður.
Hörður gagnrýnir misræmi í upplýsingagjöf álfyrirtækisins. Hérna á Íslandi er gefið í skyn að verkefnið geti farið af stað innan mjög skamms tíma en undanfarin þrjú ár hafa þeir tjáð sig mjög skýrt í Bandaríkjunum með að það væru ýmis ljón í veginum og því miður hefur atburðarrásin verið í samræmi við upplýsingagjöf þeirra í Bandaríkjunum. Það er ljóst að þetta misræmi á upplýsingagjöf hér og í Bandaríkjunum tel ég afar óheppilegt.
Erfitt er að segja til um hvenær óvissu um framtíð álversins verði eytt. Ég held að það sem þurfi að gerast er að álverð þarf að hækka. Það er mjög lágt og það þarf hækka held ég um 30 til 40 prósent, það myndi hjálpa verkefninu mikið, segir Hörður.
Ekki búið að slá Helguvík af | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 16. desember 2013
Það er bara þannig að Sigmundi tekst að snúa öll sem aðrir segja á haus.
Jam nú er að ESB sem er að slíta viðræðum! Bíddu hvað átti Sigmundur þá við þegar hann sagði við þá í sumar þegar þeir voru að láta vit að viðræður væri komnar í bið. Þá segir Sigmundur sjálfur að hann hafi sagt þeim
Sigmundur Davíð sagðist ekki hafa óskað eftir að haldið yrði áfram að styrkja ný verkefni, þvert á móti hafi hann tekið fram að hann sýndi því fullan skilning ef sambandið hætti slíkum greiðslum.
Held að skattgreiðendur í ESB ríkjum hefðu nú gert athugasemdir við það að þegar að Utanríkisráðherra fer út tilkynnir hlé á viðræðum og kemur svo heim og segir að viðræður haldi ekki áfram á hans vekt í ráðuneytinu og engin þjóðaratkvæðgreiðsl um áframhaldið fari fram fái hann einhverju ráðið. Halda menn að þetta fréttist ekki út fyrir landssteinana.
ESB sjálft slitið viðræðunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 14. desember 2013
Fjárlög verða ekki afgreidd nema að atvinnulausir fái desemberuppbót
Held að því fyrr sem að Framsókn áttar sig á að fjárlög komast ekkert áfram nema að fundnir verði peningar til að fjármagna desemberuppbót, því fyrr komist önnur mál eitthvað áfram og með því að bjóða stjórnarandstöðu upp á að sleppa þessu nýju komugjöldum á sjúkrahús þá sé komin grundvöllur til að möguleiki sé á að koma fjálögum í gegn fyrir áramót.
Og ef að skoðaðar verða auknar tekjur ríkisins af ferðamönnum t.d. vsk hækkun, einhver auðlegðarskattur eða annað til að sleppa t.d. samdrætti í sjóðum fyrir rannsóknir og nýsköpun þá séu líkur á að þetta komist allt í gegn. Jafnvel hægt að skila með þessu hærri afgangi á pappírnum fyrir næsta ár þó við vitum að það verður farið verulega yfir því það er svo margt óvissu háð á næsta ári eins og kjarasamningar, staða íbúðalánasjóðs og fleira.
En annars má búast við málþófi fram að áramótum.
Föstudagur, 13. desember 2013
Komugjöld á sjúkrahús!
skv. áætlunum heilbrigðisráðuneytis er áætlað að 297 milljónir skili sér
í komugjöld á sjúkrahús. Sem skv. fjölda innlagna gæti þýtt um 11
þúsund að meðaltali. En þar sem öryrkjar, aldraðir og börn fá afslátt þá
gæti þetta gjald fyrir okkur hin verið hugasnlefga frá 15 upp í 20
þúsund krónur. Og það í hvert skipti sem fólk þarf að leggjast inn.
Fimmtudagur, 12. desember 2013
Engin desemberuppbót fyrir atvinnulausa!
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson