Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2013
Föstudagur, 22. febrúar 2013
Missti af þessu fyrirspurnartíma! - En spurði einhver....
Spurði einhver Bjarna að:
- Nú talar hann um að okkur sé best að hafa krónuna áfram. Spurði einhver hann að því að hvort að hann hefði lausnir á því að nú er hagnaður af vöruskiptum við útlönd sem skapar hvað um 100 milljarða í gjaldeyrir sem því miður fer allur í að greiða afborganir í útlöndum og vexti. Ef við verðum með krónuna áfram þá verðum við væntanlega að vera með gjaldeyrisvarasjóð upp á verulegar upphæðir. Það kostar okkur hef ég heyrt um 15 milljarða eða meira. Sér hann einhverja lausn á þessu?
- Nú þegar hann talar um aukna fjárfestingu hér á landi. Þá vonar hann væntanlega að það séu erlendir fjárfestar en gerir hann sér grein fyrir því að það þýðir mjög aukin innflutning á fjárfestingavörum sem kostar okkur gjaldeyrir á meðan á byggingu stendur. Veit hann hvaðan við eigum að fá þann gjaldeyrir?
- Nú svo vær ágætt að vita hvaðan hann ætlar að taka í hvelli gjaldeyrir til að borga út kröfuhafa á hrakvirði út úr landinu? Það þarf væntanlega hundruð milljarða í það.
- Þá hafa menn verið að velta fyrir sér hvar hann ætlar að skera niður í ríkiskerfinu til að mæta skattalækkunum. Því þó hann tali um stærri köku þá er ekki hægt að éta hana fyrr en hún hefur bakast. Þ.e. að fyrirtæki borga jú nánast enga skatta þegar þau eru að byggja upp á lánum. Og stóriðja t.d. undanþegni mestu af sköttum fyrstu árin. Nú eru sjúkrahúsin að stynja undan niðurskurði, skólarnir líka og yfirleitt á flestum sviðum. Hvar ætla þeir að ná í peninga fyrir undanþágum á tekjuskatti vegna afborgana af húsnæðislánum, til að afnema skerðingarákvæði Elli og örorkuþega og fleira og fleira?
- Hvernig ætla þeir að afnema höft á krónu sem engin vill skipta með? Og hvernig með krónu sem er líkleg til að falla við afnám haftanna?
- Spurði einhver hvort þessi frétt hér skýrði kannski hversvegna Sjálfstæðismenn vilji halda í krónuna. Þ.e. að öflugir menn í flokknum eigi umtalsvert fé erlendis sem þeir geta notað svo hér á tvöföldu verði frá því að þeir fluttu það út:
Í síðustu viku var sagt frá því að hópur fjárfesta, undir forystu Framtakssjóðs Íslands (FSÍ), í eigu ríkisbankans og lífeyrissjóða, væri að setja sig í stellingar um að kaupa íslensku einkabankana Íslandsbanka og Arion banka. Í fréttum kom líka fram að aðrir í þessum hópi væru ýmsir fagfjárfestar.
Þetta er kunnuglegur inngangur að viðskiptafrétt. Í fréttum og tilkynningum af svona kaupum segir oftast að „hópur fjárfesta undir forystu lífeyrissjóða er að eignast…". Lífeyrissjóðir eru iðulega hafðir í forgrunni flestra stórra viðskipta sem verið er að gera. Það mýkir ásýnd þeirra og dregur úr áhyggjum almennings vegna þeirra.
Með í þessum fjárfestahópum eru þó iðulega einstaklingar og eignastýringasjóðir banka. Slíkir sjóðir eru í eðli sínu ekkert ólíkir hinum erlendu vogunarsjóðum, sem iðulega eru ekki kallaðir annað en hrægammasjóðir hjá ákveðnum kreðsum. Andlitslausir fjárfestar sem setja peningana sína í sjóði sem síðar kaupa eignir í þeim tilgangi að græða peninga. Án þess að nokkur fái að vita hversu mikla.
Hugmyndin um bankakaupin virðist ganga út á að þessir fjárfestar fái að kaupa bankana tvo á mjög niðursettu verði. Fjárfestarnir eru sagðir tilbúnir að greiða fyrir að hluta til eða öllu leyti með gjaldeyri sem þeir eiga erlendis. Röksemdafærslan er sú að þá eigi allir að vinna. Erlendir kröfuhafar komist út úr Íslandi en íslensku fjárfestarnir fái gríðarlega mikilvæg fyrirtæki með miklum afslætti.
Margir þeirra sem hafa verið að fjárfesta mikið á Íslandi eftir hrun voru nefnilega í aðstöðu til að sjá fyrir vandræði á góðærisárunum. Þeir pössuðu sig því á að flytja mikla fjármuni úr landi. Fall krónunnar um tæp fimmtíu prósent, gjaldeyrishöft og aukaafsláttur fjárfestingaleiðar Seðlabankans gerir þessum aðilum kleift að versla á brunaútsölu á Íslandi.
Og það hefur verið eftir miklu að slægjast á Íslandi fyrir þessa aðila. Eftir hrun fór enda stór hluti þjóðhagslegra mikilvægra fyrirtækja til banka eða annarra kröfuhafa sem ætla sér ekki að vera langtímaeigendur þeirra. Þetta voru meðal annars tryggingafélög, fjarskiptafyrirtæki, smásölurisar, fjölmiðlar, bílaumboð og auðvitað fjármálafyrirtæki. Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins um málið, sem gefin var út í fyrra, sagði að 46 prósent þeirra 120 fyrirtækja sem flokkast stór á Íslandi hefðu verið í ráðandi eign fjármálafyrirtækja í byrjun árs 2011. Á því ári voru tuttugu slík seld og enn fleiri í fyrra. Öll eiga þau það sameiginlegt að hafa verið seld í íslenskum krónum með þeim margfalda afslætti sem felst í því að gera viðskipti í þeirri mynt.
En trompin í spilastokki endurskipulagningarinnar eru bankarnir. Þeir sem ráða þeim eru með örlög atvinnulífsins í höndum sér. Sérstaklega á meðan höftin eru í gildi. Það er hagur þeirra sem vilja eignast þá að tala niður krónuna og festa höftin í sessi. Þá fá þeir enga alþjóðlega samkeppni um þau fyrirtæki sem þeir vilja eignast. Þá sitja þeir einir að kökunni og geta dundað sér við að prútta við bakarann áður en þeir éta hana.
Það er vert að hafa þetta í huga þegar stjórnmálamenn, sjálfskipaðir sérfræðingar eða stórir leikendur úr viðskiptalífinu tala upp krónuna eða niður raunhæfa möguleika um upptöku annarra gjaldmiðla. Það stendur yfir barátta um valdataumana á Íslandi. Að henni koma margir og úr öllum áttum. Og sem stendur er krónan að tryggja að margir þeirra sem áttu eignir fyrir hrun eignist þær aftur.
![]() |
Ekkert plan b og engin þörf fyrir það |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 21. febrúar 2013
Bjarni ætti kannski að kynna sér málin betur!
I ræðu sinni í dag sagði Bjarni Ben:
Fyrrverandi forsætisráðherra Finna var hér á landi fyrir nokkrum dögum á viðskiptaþingi. Hann sagði að það hefði hreinlega bjargað finnska velferðarkerfinu í kreppunni fyrir tuttugu árum að lækka og einfalda skatta á fyrirtækin og örva atvinnulífið. Þannig var fjárfesting aukin, tekjur ríkisins tóku kipp og hægt var að standa undir velferðinni.
Maðurinn ætti kannski að kynna sér málin aðeins betur. Ég skoðaði málin aðeins um árið. Finnar fóru hryllilega úr úr kreppunni. Það var gríðarlegt atvinnuleysi sem stóð í mörg ár. Það varð alveg heiftarlegur niðurskurður í velferðakerfinu. Skólum var lokað og börn þurftu morgunmat í skólum vegna þess að þau fengu ekki almennilegan mat heima t.d um helgar. Það var skorðið nður í heilbrigðisþjónustu. Og í öllu velferðarkerfinu. Og svo mjög að þeir eru enn að glíma við eftirköstin. T.d. af miklu atvinnuleysi ungs fólks.
En það sem Finnar gerðu rétt var að þeir efldu tækni og háskólanám og sér í lagi í tengslum við stóra aðila eins og Nokia. En svo höfðu Finnar vit á að ganga í ESB og taka upp evru og því gleymir Bjarni Ben náttúrulega
Hér má sjá þróun Atvinnuleysis frá því fyrir hrun í Finnlandi og frá á daginn í dag
Þarna sést að atvinnuleysi var langt yfri 10% i 12 ár eftir hrun hjá þeim.
![]() |
Best borgið utan Evrópusambandsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 21. febrúar 2013
Bráðum kemur betir tíð og blóm í haga! - Eða ekki!
Sko það sem ég heyrði í ræðu Bjarna og viðtölum:
- Það á að lækka tekjuskatt og afnema þrepaskiptingu. Ef þá er væntanleg ekki verið að lækka á línuna. Þannig það þá hlýtur tekjuskattur að lækka á þeim sem hæst hafa launin og hækka á þeim sem minnst hafa.
- Það á að veita afslátt á tekjuskatt vegna afborgana af íbúðalánum. Sem hann líkti við tekjuskattsafsláttar vegna séreignarsparnaðar sem er reyndar ekki rétt því fólk borgar skatt þegar það tekur hann út.
- Þá á að taka af veiðigjöldin
- Það á að lækka tryggingargjald sem er nú kannski í lagi.
- Það á að lækka aðrar álögur á fyrirtæki eins og tekjuskatt.
Svona skv. þessu þá sýnist mér í fljótubragði sem þetta séu kannski upp á um 50 milljarða sem tekjur til ríkisins minnka við þetta. Þá er það spruningin hvað heldur Bjarni að taki langan tíma til að bara þessa kökus sem hann ætlar að stækka á móti þessu. Við vitum að allar stærri fjárfestingar eru nærri skattlausar fyrstu árin. Orkan til þeirra er seld á lágmarkverði skv. fréttum í dag. Svo hvar ætlar Bjarni að fá tekjur á móti þessum lækkuðu tekjum. Sér í lagi þar sem flokkur hans ætlar að samþykkja á þessum Landsfundi tillögu um að það verði bannað að reka Ríkissjóð með halla. Hvar ætlar hann að skera niður þá fyrir þessu.
Sér í lagi í ljósi umræðunar um stöðu Landspítala t.d. og velferðamála almennt? Hvar ætlar hann næstu árin að skera niður?
Og í ljósi þess að um 70% af húsnæðislánum eru við Íbúðalánasjóð sem á nú um 2500 íbúðir skilst mér. Hvernig ætlar hann að fjármagna það ef fólk fer að skila lyklum í umvörpum?
Og hvernig á að vera hægt a bjóða fólki hér svipuð lánakjör og í nágranalöndunum með krónu sem er á hraðri niðurleið og hefur verið síðustu 90 árin?
Hef bara sjaldan heyrt einn flokk koma með svona mikið lýðskrum og loforð sem ætlunin er að svíkja strax eftir kosningar.
![]() |
Vilja endurskipuleggja íbúðalán |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 20. febrúar 2013
Þessi staða er nú að hluta til í boði Bjartrar Framtíðar og stjórnarandstöðunar.
![]() |
Vísað frá vegna nýrra barnalaga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 20. febrúar 2013
Furðuleg vinnubrögð hjá Þor Saari.
Svona aðallega hvað heldur hann að hann græði á þessu. Nema að hann vilji bara alls ekki neinar breytingar á sjórnarskránni. Heldur hann virkilega að einhver græði á starfsstjórn allra flokka? Það myndi loga í deilum og hver ætti að leiða hana?
Og svona til að byrja með er það ekki forsetinn sem á að ákveða hvað tekur við ef stjórnin fer frá? Og finnst honum ekki líklegt að forsetinn myndi ekki fela einhverjum að mynda samstjórn allara flokka heldur skipa þá núverandi stjórn að sitja áfram út þessa 68 daga. Eða hreinlega skipa embættismenn í stjórn utan þings.
![]() |
Stjórnin svaraði ekki tillögum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 20. febrúar 2013
Er ætlast til að fólk trúi svona kjaftæði?
Næ þessu ekki hjá Einari G. Þegar hann segir:
„„Það er sorglegt af því að það hefði verið svo hægur vandi að vinna öll þessi stóru mál í miklu samlyndi. En ríkisstjórnin vill það ekki. Hún kýs ófriðinn þó friður sé í boði.“
Hvað á blessaður maðurinn við. Þeir hafa í um 2 ár haft þetta mál til þess að vinna með. En lýstu því strax yfir að þeir væru ekki tilbúnir að vinna eftir þessum tillögum. Þeir boðuðu að þeir myndu leggja fram eigin tillögur að breytingu á stjórnarskrá en hún hefur ekki sést. Og síðan hafa þeir að mestu lagt það eina til í þessa umræðu að vera með málþóf og nær engar tillögur að breytingum. Nema að henda þessu og breyta bara því sem þeim hentaði.
![]() |
„Kýs ófriðinn þó friður sé í boði“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 19. febrúar 2013
Svona virkar krónan - Kafli 12
Már Guðmundsson frétt af vb.is
Seðlabankastjóri segir lítil myntsvæði um heim allan glíma við sama vanda.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir hættulegt að reka eigin gjaldmiðil og muni krónan ekki verða sett á flot á ný án nokkurra hafta. Már segir þetta í samtali við Bloomberg-fréttaveituna. Þar er sömuleiðis rifjað upp að fyrir tæpu hálfu ári sagði Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra krónuna of litla mynt í alþjóðahagkerfinu.
Már segir krónuna ekki eina litla gjaldmiðilinn sem eigin við þennan vanda að stríða. Umræðan um upptöku annars gjaldmiðils eigi sér sömuleiðis stað á fleiri smáum hagsvæðum.
„Eftir því sem landið er minna þeim mun meiri er vandinn,“ segir Már.
Svona virkar krónan
Svona virkar krónan KAFLI 2
Svona virkar krónan KAFLI 3 Svona skrifar Bubbi Morthens
Svona virkar krónan KAFLI 4 Svona skrifar Egill Helgason
Svona virkar krónan - KAFLI 5
Svona virkar krónan Kafli 6
Svona virkar krónan - Kafli 7
Svona virkar krónan - Kafli 8 - maggib.blog.is - Vettvangur Magga
Svona virkar krónan - Kafli 9 - maggib.blog.is
Svona virkar krónan - Kafli 10
Svona virkar krónan - Kafli 11
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 19. febrúar 2013
Svona virkar krónan - Kafli 11
Ragnar H Hall í Fréttablaðinu í dag.
Vorið 1967 lauk ég verslunarprófi frá VÍ og fór að starfa hjá innflutningsfyrirtæki. Sölugengi Bandaríkjadollara var þá 43 krónur. Breytingar á gengi krónunnar voru alltíðar og ekki alltaf tekin stutt skref í þeim efnum. Íslendingar sem fóru til útlanda máttu kaupa 100 sterlingspund í erlendum gjaldeyri – ef þeir þurftu meira urðu menn að kaupa hann á svörtum markaði. Ég fór aftur í skóla haustið 1968. Sölugengi dollara var þá komið í 88 krónur – hafði meira en tvöfaldast á rúmlega einu ári. Hér er að sjálfsögðu átt við „gamlar" krónur.
Í hvert skipti sem gengi krónunnar var fellt var búinn til „gengisjöfnunarsjóður". Í hann fóru peningar frá útflutningsgreinum sem fengu fleiri krónur fyrir afurðir sínar en þeir hefðu fengið við óbreytta gengisskráningu. Þessu fé var síðan ráðstafað til annarra atvinnugreina sem urðu fyrir skakkaföllum við gengisbreytinguna.
Ekki þarf að hafa mörg orð um það hvaða áhrif slíkar gengisbreytingar höfðu á kjör launafólks vegna hækkaðs verðlags – þetta var áratugum saman eitt helsta ágreiningsmál í kjarabaráttu hér á landi og þá auðvitað í stjórnmálalífinu um leið.
Hver er staðan nú?
Sölugengi Bandaríkjadollara er í dag um 127 krónur, eða nálægt 300 sinnum hærra en það var vorið 1967. Við erum líka með sérstaka löggjöf um gjaldeyrishöft sem hafa í för með sér verulega hættu á ólöglegu gjaldeyrisbraski og spillingu af ýmsu tagi. Samt erum við frá árinu 1993 aðilar að evrópska efnahagssvæðinu, en í því felst m.a. skylda til frjálsra fjármagnsflutninga og ýmislegs fleira sem við treystum okkur ekki til að standa við eins og málum er nú háttað í landinu.
Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur í útvarpsþætti áréttað þá framtíðarsýn flokksins að ríghalda í krónuna sem gjaldmiðil landsins. Flokkurinn muni eftir kosningar í vor gera það sem í hans valdi stendur til að berja niður alla viðleitni til að koma annarri skipan á þau mál. Jafnframt beri að stöðva viðræður við Evrópusambandið þannig að örugglega verði ekki í ljós leitt hvað gæti komið út úr slíkum viðræðum. Á sömu nótum er Framsóknarflokkurinn eftir landsfundinn um daginn.
Langmikilvægasta málið
Vissulega hafa verið erfiðleikar í ýmsum ríkjum Evrópusambandsins, og ekki er búið að leysa þau mál öll. Halda stjórnmálamenn hér uppi á Íslandi að við getum leitt hjá okkur vandann á helstu markaðssvæðum okkar með því að halda dauðahaldi í krónuna og „verja" hana með gjaldeyrishöftum?
Eitt af gullkornum áranna fyrir hrun var staðhæfingin um að galdurinn á bak við íslenska efnahagsundrið væri sveigjanleiki gjaldmiðilsins. Við héldum uppi fáránlega „sterkri" krónu með því að bjóða hærri vexti en tíðkuðust nokkurs staðar annars staðar. Afleiðingar af þessu þekkja allir – skuldarar vísitölutryggðra húsnæðislána þó sennilega betur en margir aðrir. Í dag liggur „styrkur" krónunnar í því að löggjöf um gjaldeyrishöft kemur í veg fyrir rétta skráningu hennar.
![]() |
Össur fundaði með litháskum kollega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 19. febrúar 2013
Held að það sé nú verið að búa til vandamál úr engu.
Sé ekki hvað ætti að vera sem Frakkar ættu að vera að verja í landbúnaði sem ekki er þegar varið þá í dag innan ESB. Nú held ég að Bandríks vín fari nú varla að yfirtaka markaðinn í Frakklandi. Til þess þyrftu þau að batna þó nokkuð. Held að þessi frétt sé nú stormur í vatnsglasi því viðræður eru ekki hafnar.
En get ekki séð hvað ESB andstæðingar á Mogganum ættu að hafa á móti því að vinir okkar í Evrópu geri víðtækan viðskiptasamning við Bandaríkin og auki hagvöxt og minnki atvinnuleysi. Mogginn hefur nú ekki haft svo lítlar áhyggjur af stöðunni þar. Og ekki verður verra að fólk þar auki viðskipti við Bandaríkin nema að það gæti dregið úr kaupum á vörum sem við erum að selja. En svo gæti verið að Morggamenn séu hræddir við að staðan í ESB batni og fólk hér fari að horfa meira til þess.
![]() |
ESB-ríki ekki einhuga um fríverslun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 18. febrúar 2013
Leiðrétt slagorð Landsfundar Sjálfstæðisflokksins 2013?
Rakst á þessa mynd á netinu. Og í texta við myndina var verið að velta fyrir sér hvort að slagorðið fyrir landsfund hefði ekki farið vitlaust á netið.
Hvort að það hefði ekki átta að vera svona:

Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
Augnablik - sæki gögn...
DV
Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
Augnablik - sæki gögn...
Pressan
Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson