Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2013

Meintur kraftur í Framsókn - Bara loft?

Er kannski meintur kraftur sem Sigmundur Davið sagði í flokknum bara loftstífla. Og kannski aðeins að losna um loftið núna:

 

framsokn.jpg

 


mbl.is Erlend stjórnvöld kosti ekki áróður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég hef alltaf verið á móti verðtryggingu! En fólk verður að athuga hvað afnám hennar fylgir

  • Fyrir það fyrst þá erum við með krónu. Þannig að óstöðugleiki hennar þýðir að í óverðtryggðu umhverfi verða hér alltaf háir vextir vegna þess að lánveitendur verða að hafa tryggingu fyrir því að sveiflur valdi því ekki að útlánin þeirra rýrni. Þar sem þeir eru að lána fé sem þeir geyma fyrir aðra og taka að láni frá öðrum í annarri mynt.
  • Þannig að þegar að verðtrygging verður afnumin þá þýðir það t.d. eftirfarandi. Sem er tekið af bloggi Ólafs Margeirssonar:
    „Þegar fólk annaðhvort staðgreiðir verðtrygginguna eða greiðir af láni með breytilegum nafnvöxtum getur OG Á greiðslubyrðin að breytast. Og hún getur breyst hratt!

    En fólk verður að átta sig á því að það er tilgangurinn með afnámi verðtryggingar neytendalána að greiðslubyrði lánanna geti breyst hratt og í samræmi við peningastefnu seðlabankans!

    Þegar greiðslubyrðin breytist hratt við nafnvaxtabreytingu – t.d. vegna þess að seðlabankinn hækkaði vexti um 0,25% - þá skilur fólk það samstundis að kostnaðurinn við lántökuna hefur breyst. Og það skilur það samstundis hversu mikið kostnaðurinn hefur breyst: sveiflan í greiðslubyrðinni sem er afleiðing nafnvaxtabreytinga er það sem veitir fólki haldgóðar upplýsingar um að það eigi að breyta neyslu sinni. Raunar er það svo, í tilviki vaxtahækkunar, að fólk VERÐUR að draga úr neyslu sinni eigi það að halda húsnæðinu (sem nú byggir upp eigið fé á hverjum mánuði því höfuðstóll óverðtryggðs/nafnvaxtaláns lækkar alltaf)."
  • Þetta þýðir að fólk verður að átta sig á því að afnam vertryggingar eykur greiðslubirgðar lána fyrri helming lánstímans því það bæði greiðir vexti staðgreitt þegar þeir hækka.  Og með krónuna þarf að beita vöxtum til að stýra eftirspurn. Þ.e. að hér verði ekki bólur þegar að krónan styrkist t.d. tímabundið.  Þannig má reikna með að með krónuna þá geti stýrivextir þurft að fara upp í kannski 10 til 15% um tíma og lán með breytilegum vöxtum hækka gríðalega um tíma. Og þannig eiga þeir að virka þ.e. draga úr eftirspurn þegar þennsla er. Og því gæti orðið erfitt hjá fólki sem er með há lán tímabundið. Gætu átt erfitt með greiðslubirgð og framfærslu.
  • Þannig held ég að fólk geri sér ekki grein fyrir að afborganir af nýjum 20 milljóna láni nýju eða nýlegu í dag er um 85 þúsund. En af 20 milljónum óverðtryggðu er um 135 þúsund  og stökkin geta verið gríðarleg.
  • Það er fínt fyrir stjórnvöld framtíðarinnar að geta stýrt neyslu en þetta er líka erfitt fyrir fólk því ljóst er að bankar eru ekki í aðstöðu eins og var hér fyrir 1979 þegar verðtrygging var tekin upp. Þá voru hér lág lán. Og hér voru allir bankar ríkisreknir og Alþingi skaffaði þeim peninga á hverju ári til að bæta þeim upp tapið af lánum.  Nú eru lán há og ríkið getur ekki lagt þeim til neitt að ráði til að hjálpa þeim.
  • Þannig fínt ef að hægt verður að afnema verðtyggingu. En það tryggir ekki fólki lægri greiðslur núna heldur hækka þær. Það tryggir fólki ekki öryggi og jafnar afborganir. Það er einmitt líklega að þær verði enn meira sveiflukenndar.
  • En á móti kemur að ríkið fær loks þ.e. Seðlabanki tæki sem virkar til að stýra neyslu okkar. Þ.e. að þrengja að fólki þegar það er að koma bóla og slaka á þegar að það kemur slaki.
    Eða eins og Friðrik lýsir ágætlega hér:
    Til lengri tíma lagast hugsanlega kjör lántakenda (og dregur úr líkum á heimatilbúnum kreppum í kjölfar fjármálabólu eins og búin var til hér 2005 – 2008, sérstaklega seinni tvö árin), tala nú ekki um ef einhverntíma verður hægt að komast í skjól alvöru gjaldmiðils. En til skemmri tíma versna kjörin þar sem standa þarf fullan straum af raunkostnaði lánsins strax, í stað þess að greiðsludreifa honum til framtíðar. Það mun valda samdrætti í ráðstöfunartekjum, kaupmætti, hagvexti og fjárfestingu. Fólk neyðist til að draga úr tilhneigingu sinni til að lifa um efni fram, sem verðtryggingin ýtir undir, og augljóslega við aukna áhættu lánveitandans í lánveitingum mun áhættuþóknun í gegnum vaxtagjaldið hækka.

    Áhrifin til skemmri tíma af afnámi verðtryggingar eru sem sagt „neikvæð“ á meðan að vinnst ofan af “ókeypishádegisverðar” áhrifunum og fólk áttar sig á því að það getur ekki lengur falsað kaupmátt sinn með greiðsludreifingu raunvaxtakostnaðar í gegnum verðtrygginguna. S.s. eftir afnám verðtryggingar hefur þú bara efni á að kaupa þér 60fm íbúð af því að þú getur ekki lengur platað þig upp í kaupmátt sem leyfir þér kaup á 90fm íbúð, og bankinn hefur ekki lengur beinan hag af því að ýta undir yfirspennta skuldsetningu þína. Ekki misskilja mig, ég er á móti verðtryggingunni, en við verðum hins vegar að gera okkur grein fyrir fullum áhrifum afnáms hennar, jákvæðum og neikvæðum."

  • Góðar greinar um þetta mál hér og hér

mbl.is Verðtrygging neytendalána afnumin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt í lagi Framsókn höfum krónuna!

 Svona rétt að geta þess að Frosti Sigurjónsson var eða er stjórnarformaður í CCP en minnir að allir starfmenn þar hafi valið að fá laun sín í Evrum. Og þeir væntanlega græða hér fullt á því að krónan rýrnar. Þannig að það er allt í lagi að benda á það að felst af stærri fyrirtækjum hér gera upp í erlendri mynnt og því hljóta útflutningsfyrirtæki að elska að krónan fellur og þeir gera upp í dollurum og evrum og margfalda virði launa og tekna með því að borga hér fyrir aðföng í krónum en hafa svo tekjur og laun í erlendri mynnt. 

Allt í lagi ef Framsókn vill hafa þetta svona.

En þá krefst ég þess að þið, ef að flokkurinn kemst til valda tryggið að krónan falli ekki um % frá gengi evrunnar.  og helst að þið bætið mér með kauphækkunum þau 40% sem launin mín hafa rýrnað miðað við ef ég hefði haft laun í evrum frá árinu 2005. Þið farið örugglega létt með að tryggja mér 40% hækkun með Sigmund og Frosta sérfræðinga. Og eins að þið tryggið að hér verði ekki fákeppni á neinum markað. Ekki á bankamarkaði, tryggingarmarkaði og í verslun og þjónustu.  Þið tryggið aðgang vísinda og rannsókna að auknu fé til rannsókna og að hafa áhrif á tilskipanir og lög sem við verðum að taka upp skv. EES.  Þið tryggið að bændur og þeirra samlög hafi ekki hér aðgang að opinberu fé um leið og þeir ráða verði á afurðum sínum til almennings. Þið tryggið aðgang allra sem vilja t.d. að mjólkurframleiðslu og afnámi mjólkurkvóta þannig að menn séu ekki bundnir af að selja í gegnum sölusamtök bænda. Þið tryggið að bændasamtök hafi ekki samningstöðu, úthlutun og eftirlit með styrkjum frá ríkinu. 


mbl.is Íslandi best borgið utan ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vissulega héldu Framsóknarmenn uppi að ekki ætti að semja um Icesave. En.....

Það er nokkuð ljóst að Framsóknarmenn héldu því nær allan tíman fram að ekki ætti að semja um Icesave. Þó held ég ef maður skoðar ræður Sigmundar Davíðs í fyrstu Icesave umræðunum þá hafi hann reyndar alltaf talað um betri samninga en ekki um að semja ekki. Hann talað um að nokkuð víst væri að þetta myndi kosta okkur 1000 milljarða því ekkert væri í þrotabúum Landsbankans.  Finnst of mikð gert úr þessum þætti Framsóknar. Þeir höfðu vissulega þessa skoðun en hún var undir í öllum atkvæðagreiðslum þannig að þeir sem flokkur stoppuðu ekki neitt. 

Svo er nokkuð ljóst að Framsókn sjálf skipti minnstu máli hvernig Icesave fór. Því nokkuð skýrt var haldið fram að Indefence væru ekki flokkspólitísk. Framsókn talað sem að þeir ættu ekki aðild að Indefence. Og þar voru menn úr öðrum flokkum.  Og Alþingi afgreiddi Icesave samning a.m.k. 2 sama hvað Framsókn sagði þannig að ef forsetinn hefði ekki synjað samningum þá væru áhrfi framsóknar á þetta ferli engin. 


mbl.is Icesave mælikvarði á staðfestuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

367 atkvæði er það góð þátttaka í formannskjöri?

„Ég skynja eins og þið öll hversu gríðarlegur kraftur er á þessu flokksþingi og bjartsýni,“ sagði Sigmundur Davíð. Hann lagði á áherslu á mikilvægi þess að Framsóknarflokkurinn kæmist til valda til þess að gera lífið betra í þessu landi. Hann sagði flokkinn hafa lausnirnar, kraftinn og að það eina sem þyrfti væri að fá umboðið til þess

Svona í ljósi umræðunar um Landsfund Samfylkingar þar sem ég var hef ég nú efasamemdir um að þessi orð standist. Þarna er Sigmundur Davíð kjörinn með um 368 atkvæðum sem voru um 97.6% greiddra atkvæða. Og alls greiddu um 380 manns atkvæði. Þetta er nú ekki stór hópur ef maður miðar við að í Framsókn er held ég skráðir um 13.000 félagar. Og maður sér ekki að tímamótavinna skili sér af þessum fundi.

P.s. skv. frétt á smugan.is voru um 770 sem höfðu kosningarétt í þessu kjöri en aðeins um 380 greiddu atkvæði.  Þannig að meintur kraftur í starfi er því enn aumkunarverðari fyrir vikið. 


mbl.is „Framsókn Íslands að hefjast á ný“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ömurleg fréttamennska!

Ég heyrði viðtalið við Katrínu í morgun. Hún tók það sérstaklega fram að það væri ekki um meiri peninga að ræða vegna þess að nú væri búið að afgreiðs fjárlagafrumvarpið. Og það með halla upp á 3,7 milljarða sem þýðir jú auknar lántökur sem því nemur. Þessvegna sagði hún að hún hefði ekki meira fé til reiðu. En það verður örugglega á endanum hægt að kreista eitthvað meira út. En það lendir þá í aukafjárlögum.
mbl.is Margir milljarðar í ný útgjöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætlaði að tjá mig um þessa frétt um ræðu Vigdísar en held að ég hafi það stutt

Hvaða bull er þetta:

„Þarna ætluðu stórveldi, nýlenduþjóðir, að kúga smáþjóð til uppgjafar. Láta smáþjóðina gefa upp fullveldisrétt sinn og komast síðan óhindrað inn í náttúruauðlindir okkar,“ 

Og hvaða bull er þetta:

„Það leiðir hugann að því að það er mjög mikilvægt að fyrir næstu kosningar þá bindum við auðlindir þjóðarinnar í stjórnarskrá - til þess að tryggja að svona sjónarsvið fari ekki fram á nýjan leik,“ sagði Vigdís.

Og getur hún ekki bara skirfað venjulega Íslensku heldur en að vera að skrúfa sig upp í eitthvað sem hún ræður ekkert við:

„Á þeim fjórum árum sem þessi vinstri stjórn hefur starfað hefði ég aldrei trúað því, nema sjá það sjálf, að okkur var boðið í „vinstri veröldina.“ Á fjórum árum ætluðu vinstri flokkarnir að breyta okkar ágæta samfélagi. Við sitjum uppi með rammaáætlun Vinstri grænna og Samfylkingarinnar. Það á að skrifa nýja stjórnarskrá sem er skilgetið afkvæmi stefnumála þessara stjórnmálaflokka. Þetta er stefnuyfirlýsing vinstri manna en ekki þjóðarsátt, ekki grunnsáttmáli þjóðarinnar sem við þurfum á að halda,“ sagði Vigdís.

Og hefur blessuð konan lesið Náttúruverndalögin. Þetta er bara alls ekkert lýsing á þeim. það að eigi að takamarka utanvega og slóða akstur kallar ekki á svona viðbrögð:

Hún ræddi frumvarp til nýrra náttúruverndarlaga og sagði: „Við erum núna að fást við í þinginu náttúruverndarlög, sem eru náttúruverndarlög Vinstri grænna og Samfylkingarinnar. Þau eru svo íþyngjandi að inn á hálendið má nánast enginn koma nema fuglinn fljúgandi

Og loks þetta:

Við höfum þraukað í fjögur ár með því að veita þessari ríkisstjórn mikla og kröftuga viðspyrnu.

Segir Vigdís en segir svo:

Við þurfum að skapa hér veröld, veröld fyrir okkur öll, veröld þar sem samstaða ríkir. Þar sem mál eru afgreidd í sátt en ekki sundrung. 

Hef ekki séð þennan vilja hennar allt þetta kjörtímabil. 


mbl.is Vill út úr veröld vinstri flokka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ein tillaga Framsóknar er alveg skoðandi!

En það var tillaga sem Sigmundur Davíð sagði frá í ræðunni í dag:

Að það yrði skipuð nefnd um nauðsynlegan undirbúning að því að afnema verðtryggingu sem ætti að ljúka störfum fyrir árslok 2013 og þá með útfærða aðgerðaráætlun um það skildist mér frekar en frumvarp. Þá fengjum við væntanlega skýra mynd af því hvernig það yrði gert að hvað það myndi þýða fyrir okkur og samfélagið. Og eins hugmynd um 4% þak á verðtryggingu ef það er gerlegt að breyta þegar gerðum samningum. Því verðbólga er nú um 4,2% og fer lækkandi og því skptir þak kannski engu máli. 

Ég vill fá skýra mynd af þeim aðgerðum sem þarf að grípa tii.

  • Hvað þetta kostar lífeyrissjóð? 
  • Hvað þetta kostar skattgreiðendur?
  • Hvað þetta hækkar afborganir af lánum sem yrði breytt. Þ.e. skv. reiknivélum bankana er myndu mánaðargreiðslur af óverðtryggðu láni upp á 20 milljónir vera um 130 þúsund á mánuð en af verðtryggðu láni um 85 þúsund fyrstu árin eða áratugi lánstímans. En óverðtryggðu afborganir lækka svo hratt eftir það vegna þess að það er búið að borga miklu meira af láninu enda hærri greiðslur.
  • Hvernig áhrif þetta hefur á þær greiðslur sem við þurfum að greiða út úr Trygginarstofnun til eldriborgara ef þetta lendir með fullum þunga á lífeyrissjóðum og þeir þurfa að skerða greiðslurnar hjá sér sem eru í dag um 70 milljarðar en TR er að greiða um 50 milljarða til eldriborgara.
  • Og hvaða áhrif hefur þetta á banka og lánamöguleika og vilja þeirra?

En ef þetta er eins og Framsóknarmenn segja ekkert mál þá má sko skoða þetta 

 


Hann gleymdi nokkum atriðum!

Hann talar í ræðunni sinni um að við hefðum getað keypt hér allar kröfur á bankana á hrakvirði. Hvernig í ósköpunum reiknar hann með að bankar og fjármálafyrirtæki hefði selt Íslenska ríkinu skuldir sem þeir áttu hér á landi fyrir hrakvirði.

Hann talar eins og vogunarsjóðir séu glæpafyrirtæki. Þetta eru óvart algjörlega löglegir sjóðir og mörg af fjárfestingarfyrirtækjum hér eru einmitt vogunarsjóðir í raun. Þ.e. sjóðir sem taka nokkra áhættu í fjárfestingum. Mörg fyrirtæki hér gætu verið vogunarsjóðir.

Og hvar hefðum við átta að fá peninga til þess. Að kaupa allar kröfur í bankana. Það voru óvart um hvað 10.000 milljarðar og væntanlega hefði því kaupverðið verið örugglega nokkur þúsund milljarðar fyrir afskriftir. 

Síðan varðandi gengistryggðu lánin og yfirfærslu þeirra í nýju bankana. Hefði hann viljað þau væru frekar áfram í höndum skilastjórna gömlu bankana? Hefur það gefist vel með Droma?

Síðan vantar okkur að vita hvar hefðu átt að fá peninga til að lækka öll lán um 20%. Og fyrst að gengistryggð lán voru dæmd öllögleg hefði ríkð þá ekki verið búði að eyða fullt af peningum í að lækka þau án þess að fá nokkuð til baka. 

Og síðan talar hann um aukin útgjöld í hitt og þetta hvaðan á að fá peninga til þess? Eins og hann nefndi t.d. að auka laun í heilbrigðisgeiranum.

Ég kaupi ekki þessa froðu. En skv. skoðunarkönnunum virðast um 20% kaupa þetta. Og um 35% sjálfstæðismenn. Því er ljóst að þjóðin vill endilega fá hagsmunafélög bænda og útgerðamenna hér aftur til valda. Svo ég segi bara 

ALLAR GÓÐAR VÆTTIR VERNDI OKKUR EFTIR KOSNINGAR!  

En ætti kannski ekki að hafa áhyggjur því skv. þessari ræðu Sigmundar Davíðs verðum við öll orðin milljónamæringar og skuldlaus á næstu misserum. 


mbl.is „Skjaldborgin sneri öfugt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verð að segja að ég man ekki eftir neinu sem Siguður Ingi hefur haft til málana að leggja nema...

Ég kannski hef ekkert sérstaklega fylgst með málflutningi Sigurður Inga nema að ég man að á löngum köflum hefur mér bara fundist hann ræða virkjanir hér og virkjanir þar. Hef stundum hugsað hvort að hann og fleiri haldi að virkjanir sem slíkar bjargi okkur óháð því hvað við fáum fyrir orkuna.

En hann má þó eiga það að hann hefur þó komið fram án þess æsings sem hefur fylgt sumum þingmönnum Framsóknar. 


mbl.is Býður sig fram til varaformanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband