Leita í fréttum mbl.is

Mér leiðist svona léttvæg rök eins og Vilhjálmur notar!

Maðurinn ferlega barnalegur í sinni röksemdarfærslu. Hvað á hann t.d. við með IKEA? Nú ætti hann sem lögreglumaður fyrrverandi að vita að fólk má ekki fara með áfengi út af veitingastöðum. Og börn mega hvorki selja né kaupa áfengi. En held að í mörgum matvöruverslunum séu afgreiðslufólk sem er langt undir 20 ára aldri. Þau eru jafnvel að afgreiða sígarettur oft til einstaklinga sem eru félagar þeirra eða án þess að spyrja um skilríki. 

Ekki það að þetta kæmi til með að há mér að vín yrði til sölu út um allt. En held að margir gætu átt í erfiðleikum með það. Nokkur atriði:

  • - Vilhjálmur talar mikið um að nota eigi forvarnir til að draga úr hættu á aukningu á neyslu við þetta. Bendi á að árangur sem náðst hefur í t.d. tóbaki er einmitt að stórum hluta til fengin með að fela tóbak sem mest. Þannig má það ekki sjást. Það gæti orðið erfitt með áfengi út af því hvað fer mikið fyrir þeim pakkningum
  • - Vilhjámur virðist ekki gera sér grein fyrir því að stór hluti starfsmanna í verslunum er um eða undir 20 ára. Og af reynslu veit ég að þar geta krakkar keypt sér tóbak þó þau séu undir 18 ára aldri bæði af vinum og vegna þess að tóbakið er selt af krökkum sem eru ekki 20 ára og kunna ekki við að spyrja um skilríki. Eins held ég að búðir yrðu að hækka verð á matvöru ef þau þyrftu að tryggja að allir starfsmenn á kössum væru yfir 20 ára.
  • - Vilhjálmur talar stíft um að áfengi sé jú selt á veitingarhúsum. En skv. reglum má fólk ekki fara með það áfengi út af staðnum.
  • - Kári benti á að ef menn eru á móti því að ríkið reki ÁTVR þá sé þeim í lófalagið að selja það. Annað hvort einstakabúiðir eða í heilu lagi.
  • Svo talar hann um að áfram yrði bannað að auglýsa áfengi í búðum. Halló heldur hann að það yrði ekki farið framhjá því. Það er gert í dag og hvað heldur hann að verði þegar að eigendur verslana vilja eðlilega fá aukinn hagnað af vörum sem þeir selja.
  • - Það kom fram í máli Vilhjálms að þetta mál fyrir hann snýst helst um að hugmyndir Sjálfstæðisflokksins um að vera ekki að reka fyrirtæki eins og Isavia, RUV, ATVR og fleiri og þetta sé fyrstu skrefin. Og þar með snýst þetta ekki um hag fólksins heldur hag fjárfesta!
  • - Kári sagðist hafa fyrir því heimildir að Hagar hefðu samið frumvarpið fyrir Vilhjálm og hafði m.a. alþingismenn fyrir þeim upplýsingum.

mbl.is „Fara alkóhólistar ekki í IKEA?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað kemur Sigmundi Davíð þetta við?

Nú býr Sigmundur Davíð í Garðabæ og er með lögheimili fyrir austan á eyðibýli þar í Fljótsdalshéraði. Svo hvað kemur honum þetta við? Hef ekki heyrt að hann væri spurður út þá fyrirtætlan Kópavogs að selja félagsheimilið þar og flytja bæjarskrifstofur í turnin við Smáralind. Heldur ekki heyrt hann tala um skipulagsmál t.d. í Garðabæ sem er farinn að teygja sig óþægilega í átt að Heiðmörk. Nú eða bara skipulagasmál á öðrum stöðum en þarna í miðbænum sem honum kemur bara ekkert við. Hann hvorki borgar skatta né skildur til Reykjavíkur.


mbl.is Ósammála sýn forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki ljóst að innan allra trúarbragða leynist illska og skepnuskapur og hefur gert um aldir

Svona í anda þeirra sem tala um múslima og að við eigum að loka landamærum fyrir þeim "skríl" þá væri kannski rétta að spyrja: Eigum við ekki að banna hér Kaþólsku fólki að búa eða flytja hingað? Þau aðhyllast trúarbrögð sem hafa orðið vís að stöðugum...

Gjörsamlega vanhæf Fjölmiðlanefnd!

Hef ekki skoðun á hvort að Mörður er hæfur eða vanhæfur til setu í Útvarpsráði. En þar sem hann hefur jú setið þar síðan í janúar. Það var vitað þá að hann væri varaþingmaður og hann sat á þingi í viku í sumar. Það er náttúrulega furðulegt að þetta skuli...

Dálítið fyndið hvernig meirihlutin vinnur í fjárlaganefnd.

Skv. fangelsismálastjóra þarf sennilega að loka Kvíabryggju þar sem að það vantar um 80 milljónir til að reksturinn gangi upp óbreyttur. En í kvöld var samþykkt að eyða um 75 milljónum í að undirbúa hönnun á húsi fyrir Alþingi byggt á 100 ára teikningum...

Einavinareddingar í gangi ?

Það kom fram í breytingatillögum meirihluta fjárlaganefndar við frumvarp til fjárlaga að selja eigi Þjóðaskjalasafnið. Og flytja það í nýtt húsnæði sem verði keypt eða leigt. Nú í fréttum í kvöld þá kom fram að þjóðskjalavörður hefur ekkert heyrt um...

Ættum við að heimta að kaþólskum kirkjum hér verði lokað

Í Mið og Suður Ameríkur er Kaþólksa ríkjandi trúarbrögð! Og þar er komið fram við konur eins og ég veit ekki hvað. Hér er saga frá Amesty Árið 2008 var Teodora del Carmen Vásquez dæmd í 30 ára fangelsi fyrir morð að yfirlögðu ráði eftir að hafa fætt...

Kristnir hryðjuverkamenn að verki?

Þarna eru eflaust öfgatrúarmenn Kristnir að verki og ekki í fyrsta skipti sem þeir ráðast að fólki og húsnæði þar sem boðið er upp á fóstureyðingar. Ef þetta hefðu verið múslimar þá hefði þetta samstundis verið kallað hryðjuverk. En af því að þetta er...

Er ekki rétt að Ísland gangi á undan í góðu fordæmi og slíti stjórnmálasambandi við þessa þjóð hið fyrsta!

Það gengur ekki að þjóðir heims þori ekkert að ýta við þessu fornaldar fjölskyldueinveldi. Þegar farið er að dæma fólk til dauða fyrir trú eða trúleysi, berja fólk til dauða auk kvennakúgunar þá á olía og fjármálahagsmunir ekki að koma í veg fyrir að...

Allt í lagi! Ef að endanlega er hætt við evru eða aðra erlenda mynnt þá krefst ég:

Að öllum innlendum fyrirtækjum með starfsemi hér verði bannað að gera upp í evrum, dollurum eða annari mynnt en krónunni. Það er óþolandi að það sé svona mismunur í gangi. Að engu fyrirtæki sé heimilt að borga starfsmönnum sínum í erlendri mynnt. Af sömu...

Landsfundur Sjálfstæðismanna ekki að vekja hrifningu! (hér á blog.is)

Það að Bjarni lofar öllum landsmönnum að þeir fái að skipta með sér 5% af Íslandsbanka áður en hann verður EINKAVINAVÆDDUR vekur nú takmarkaða hrifningu enda hefur Kjarninn reiknað það það út að það séu kannski um 30 þúsund á kjaft. Og ég ætla að það sé...

Jæja allt að verða tilbúið fyrir EINKAVINAVÆÐINGU 2

Nú er ríkið væntnlega að fá Íslandsbanka ætli Arion fylgi ekki fljótlega líka. Það er búið að ákvaða að leggja Bankasýslu ríkisins niður um áramót minnir mig. Og þá heyra þessir bankar beint undir Fjármálaráðuneytið! Ætli að Útgerðaelítan fá...

Hvernig er hægt að taka svona bloggara alvarlega!

Var að lesa blogg eftir Jón Val Jensson áðan eftir að hafa rekist á tengil á það á facebook. Þar segir hann: Samanlagt fylgi Samfylkingar (5,2%), VG (0,7%) og Bjartrar frt. (0,6%) í 1187 manna könnun á vef Útvarps Sögu, sem birt var í dag, var 6,5%, en...

Nú er Sigmundur Davíð kominn í lið með okkur sem viljum flytja flugvöllinn!

Helstu rök manna fyrir að Reykjavíkurflugvöllur eigi að vera þar sem hann er og alls ekki megi hrófla við honum hafa verið varðandi sjúkraflug og nálægð flugvallarins við sjúkrahús. Það er því undrun að Forsætisráðherra og formaður Framsóknar blæs á þau...

Hvað á maðurinn við?

Sigmundur Davíð segir: Það væri var­huga­vert ef Evr­ópa send­ir þau skila­boð að til að fá aðstoð þurfi flótta­menn að leita ásjár glæpa­hópa og leggja sig í lífs­hættu við að reyna að sigla til Evr­ópu eða kom­ast eft­ir öðrum hættu­leg­um leiðum. Geri...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband