Leita í fréttum mbl.is

Jafnaðrmenn stundum seinir til svars

Hef löngum viljað að einhverjir mér klárari settust niður og svörðu einhverju af bullinu sem hefur verið látið rigna yfir Samfylkingunna og jafnaðarmenn síðustu árin án þess að því hafi verið almennilega svarað. Las þó áðan grein á Eyjunni þar sem einn gerir tilraun til að leiðrétta sumt af þessum rangfærlsun varðandi fyrra kjörtímabil. Leyfi mér að byrta hanan bara hér í heild:

Afrek og meintar syndir síðustu ríkisstjórnar

Í umræðum og í pistlum vefmiðla sé ég að ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna 2009-2013 er borin ýmsum sökum, því miður oft ómaklega. Förum aðeins yfir það.

  • „Alls kyns skattar voru hækkaðir og bætur skertar.“

Já, rétt. En enginn gerir slíkt að gamni sínu. Stjórnin tók við gati á ríkissjóði eftir hrunið sem nam 216 milljörðum króna 2008. Því var mætt með niðurskurði að sirka tveimur þriðju og nýrri tekjuöflun að sirka einum þriðja. Slíkar aðgerðir eru mjög sársaukafullar og lítt til vinsælda fallnar. En árangurinn varð sá að stjórnin skilaði af sér hallalausum ríkissjóði 2013 (-0,7 ma. kr. skv. ríkisreikningi). Það er afrek í rústabjörgun; afrek sem sú ríkisstjórn sem nú situr – og við öll – höfum notið góðs af.

  • „Nýja stjórnarskráin var ekki kláruð.“

Nei, það tókst ekki að klára nýju stjórnarskrána á síðasta kjörtímabili. En það var vitaskuld umrædd ríkisstjórn, undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur sem hefur alla tíð verið ötul baráttukona fyrir stjórnkerfisumbótum, sem setti stjórnarskrármálið af stað – í opnu og lýðræðislegu ferli sem var til fyrirmyndar. Það tókst að semja fullbúin drög að stjórnarskrá 2011 og setja þau í þjóðaratkvæði 2012. Sennilega var ekki raunsætt að ná lokaáfanga í málinu á einu kjörtímabili, sérstaklega með stjórnarandstöðu sem var í harðri baráttu og grenjandi málþófi gegn því. Nýja stjórnarskráin lifir hins vegar – og sem betur fer – góðu lífi og tekur vonandi gildi í lok næsta kjörtímabils.

  • „Sjóvá var bjargað.“

Sjóvá var skólabókardæmi um áhættusækni og óðafrjálshyggju sem fékk að vaða uppi með lágmarks eftirliti. Stjórnendur tryggingafélagsins töpuðu bótasjóðum þess í fjárfestingarævintýrum sem fóru langt út fyrir mörk eðlilegs umboðs þeirra fyrir hönd tryggingataka fortíðar og nútíðar. Það eru nefnilega tryggingatakarnir sem eiga bótasjóðina í reynd; þeir eru m.a. notaðir til að greiða bruna-, slysa-, örorku- og dánarbætur til fólks sem hefur orðið fyrir áföllum og tjóni. Ef félagið hefði verið látið fara í gjaldþrot hefðu tjónþolar setið eftir með sárt ennið. Það hefði ekki aðeins verið reiðarslag fyrir marga þeirra persónulega, heldur einnig rýrt traust til vátryggingastarfsemi á Íslandi um langa framtíð. Hluthafar í Sjóvá töpuðu vitaskuld hlutafé sínu, ríkið eignaðist félagið að 3/4 og hefur sem betur fer náð meirihluta af kostnaðinum við björgunina til baka (sjá einnig hér, bls. 27 o.áfr.). Sökin í Sjóvá-málinu er ekki þeirra sem þurftu að taka til eftir óðu kapítalistana, heldur þeirra sem skópu það hugarfar og praktíseruðu þá viðskiptahætti sem leiddu til hrunsins.

  • „SpKef var bjargað.“

Sparisjóðurinn í Keflavík var einstaklega illa rekinn í samkrulli viðskipta og pólitíkur. Gríðarlegt tap hans í hruninu kom aðeins smám saman í ljós eftir því sem kafað var dýpra ofan í bækurnar. Hann er eina íslenska fjármálastofnunin sem átti ekki nægar eignir fyrir innistæðum. Ríkissjóður varð því að hlaupa undir bagga með honum til að verja innistæður, sbr. yfirlýsingu Geirs H. Haarde frá október 2008 um að allar innistæður í íslenskum bönkum yrðu tryggðar. Sjóðurinn endaði að lokum inni í Landsbankanum.

  • „Skuldir fólks ruku upp.“

Já, krónan féll um helming í hruninu og því fylgdi mikil verðbólga, sem hækkar verðtryggðar skuldir fólks. Í gegn um krónuna verður ógætileg hagstjórn sjálfkrafa að vandamáli alls almennings. Ríkissjóður var galtómur (sbr. fyrsta punktinn) og því takmarkað svigrúm til að hjálpa skuldurum. Ráðist var í 110% leiðina sem hafði þann stóra kost að vera á kostnað lánveitenda, ekki skattborgara. Greiðslujöfnunarvísitala var virkjuð (hún lækkar afborganir verðtryggðra lána þegar vísitala hækkar langt umfram laun), sett lög um greiðsluaðlögun, sett á fót embætti umboðsmanns skuldara o.m.fl. En rót vandans var að sjálfsögðu hagstjórnin í aðdraganda hrunsins og krónan okkar margblessuð.

  • „Bankarnir voru einkavæddir/afhentir kröfuhöfum.“

Bankarnir voru hvorki einkavæddir né „afhentir kröfuhöfum“. En það var tekin ákvörðun um að ríkissjóður legði ekki fram eigið fé (hlutafé) Arion banka og Íslandsbanka nema að litlu leyti. Hefði ríkissjóður gert það hefðu skattgreiðendur tekið alla áhættu og ábyrgð á rekstri þriggja banka. Þá voru framundan gengislánadómar og alls kyns óvissa önnur um virði lánasafna. Eiginfjárframlög til allra bankanna hefðu numið vel á fjórða hundrað milljarða króna meðan ríkissjóður var galtómur.

Þetta var rétt ákvörðun í stöðunni, eins og sýndi sig síðar, þegar bankarnir komust hvort eð er í eigu ríkisins sem hluti af krónueignum sem kröfuhafar skildu eftir gegn því að sleppa út úr höftum með allar erlendu eignir föllnu bankanna.

  • „Kröfuhöfum var gefið skotleyfi á heimilin.“

Þetta er innihaldslaus frasi. Stjórnvöld, hver sem þau eru, hafa engin ráð – innan ramma réttarríkisins – til að breyta einhliða höfuðstól eða skilmálum þegar gerðra löglegra lánasamninga. Lög geta jú ekki verið afturvirk, löglegir samningar skulu standa og engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema fullar bætur komi fyrir. Það var því aldrei möguleiki, þó menn hefðu viljað, að grípa inn í efni eða efndir lánasamninga. Sú staðreynd er óháð því hvernig eignarhaldi á bönkum var eða er háttað. Hins vegar var unnt að grípa til ýmis konar mótvægisaðgerða til að létta fólki róðurinn eftir föngum. Síðasta ríkisstjórn beindi þeim aðgerðum, til dæmis vaxta- og barnabótum, fyrst og fremst til þeirra sem höllustum fæti stóðu, þ.e. fólks með lægri tekjur og slæma skuldastöðu. Vitaskuld hefði verið æskilegra að gera meira fyrir fleiri, en ríkissjóður var því miður ekki aflögufær.

Að auki er það svo að aðeins lítill hluti fasteignalána heimilanna var í bókum Arion og Íslandsbanka (bankanna sem kröfuhafar áttu óbeint hlut í) eftir hrun. Íbúðalánasjóður var vitaskuld með stóran hlut, en bankarnir höfðu pakkað íbúðalánasöfnum sínum inn í „sértryggð skuldabréf“ fyrir hrun og selt þau m.a. lífeyrissjóðum. Þá hafði Seðlabanki Íslands eignast talsvert af þessum lánum þegar hann gekk að veðum hjá Kaupþingi og Glitni. Kröfuhafarnir hefðu því ekki ráðið miklu um innheimtu íslenskra íbúða- og neytendalána jafnvel þótt þeir hefðu beina aðkomu að stjórnun nýju bankanna, sem þeir höfðu ekki.

Gleymum því ekki að það var fall krónunnar sem stökkbreytti gengistryggðum lánum og olli verðbólguskoti sem hækkaði verðtryggðu lánin. Svo það sé endurtekið: vond hagstjórn og slælegt eftirlit bitnar á almenningi í gegn um íslensku krónuna. Hún er okkur gríðarlega dýr.

  • „Það hefði átt að frysta vísitöluna.“

Það er ekki unnt að krukka í vísitölur sem notaðar eru til verðtryggingar lána skv. þegar gerðum lánasamningum. Til eru 2-3 dómafordæmi Hæstaréttar (t.d. „Samvinnusjóðsmálið“ frá 1990) sem gera þetta alveg skýrt: allar breytingar á grundvelli vísitalna þurfa að vera minniháttar og málefnalegar. Tilraunir til að „frysta vísitölu“ hefðu því verið dæmdar ólöglegar. Hitt er annað mál að svokölluð „greiðslujöfnunarvísitala“ var virkjuð eins og áður var nefnt, sem tók af allramesta kúfinn.

— o —

Ég gæti haldið áfram en læt hér staðar numið í bili. Þigg ábendingar um fleiri umfjöllunarefni í athugasemdum.

Mér sárnar þegar fólkið sem tók að sér rústabjörgunina í síðustu ríkisstjórn af mikilli ósérhlífni er haft fyrir rangri sök, og jafnvel hengt sem bakarar fyrir smið. Ekki tókst allt jafn vel sem síðasta ríkisstjórn ætlaði sér, en heilt yfir vann hún afrek. Ég myndi sjálfur helst gagnrýna hana – og þá með því að vera vitur eftir á – fyrir að hafa færst of mikið í fang. Hún reyndi að koma of mörgum góðum og þörfum umbótamálum í gegn samhliða risavöxnu þrekvirkinu í efnahagsmálunum, hafandi mjög nauman og jafnvel engan meirihluta á Alþingi (þökk sé villiköttum VG, mikil er ábyrgð þeirra) – og aðeins eitt kjörtímabil til að vinna með. Væntingarnar voru því sennilega spenntar of hátt og vonbrigðin því meiri sem því nemur. Hins vegar er ekki endilega sanngjarnt að dæma eftir væntingunum, heldur eftir árangrinum eins og hann varð, miðað við fordæmalausar aðstæður. Í því efni þarf enginn að skammast sín; þvert á móti.  ( upprunalega birtist þessi grein hér)


Rakst á þessar leiðréttingar á orðum Lilju Alferðsdóttur um Landspítalann

Viðkomandi sagði á facebook að hann ætlaði aðeins að benda á nokkrar rangfærslur og sagði:

Því meira sem Lilja tjàir sig um Landspítala, því augljósari verður pínleg vanþekking hennar à stofnuninni, stærstu og sennilega mikilvægustu stofnun landsins og fjölmennasta vinnustað í hennar eigin kjördæmi. Lítið dæmi (af mörgum) úr þessari grein;

"öll starfsemi Landspítala fer fram à framkvæmdasvæðinu" - þau ykkar sem starfið à Grensàs, Fossvogi, Vífilstöðum, Kleppi og víðar eru þà að gera hvað? Svo talar hún um 17 hús à Hringbrautarsvæðinu - að líkindum ruglar hún þarna saman þeirri staðreynd að í dag starfar LSH à 17 stöðum í 100 húsum.

 

Síðar bendir þessi facebook aðili á eftirfarandi:

Hugsanlega hefur hún þetta frà "sérfræðingum" sem SDG hefur valið að tala við - allavega hefur ràðherrann ekki séð àstæðu til að ràðfæra sig við raunverulega sérfræðinga í mâlinu hvorki frà NLSH, LSH eða HÍ


mbl.is Verum kjörkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá um Flokk fólksins, Þjóðfylkinguna og fleiri

Á facebooksíðu þjóðfylkingar má finna þetta plagg. Sem er uppdráttur að samningi milli flokkana um sameiginlegt framboð. Sýnist að það snúist aðallega um að tryggja aðgang að þeim styrkjum sem framboðið mundi fá þó það kæmi ekki mönnum á þing. Sjá hér...

Spurt er: Hvað eigum við að hjápa flóttamönnum frá öðrum löndum þegar íslensk börn lifa við fátækt?

Svarið er við hjálpum flóttafólki og fátækum börnum Við gerum það með því að kjósa flokka sem vilja vanda móttöku flóttamanna og skilvirka úrvinnslu málefna hælisleitenda. Við kjósum flokka sem vilja hækka tekjutengingar, húsaleigubætu, vinna að fjölgun...

Kennum Samfylkingunni um það !

Þetta virðist vera nýja tískan síðustu misserin að kenna Samfylkingunni um allt sem miður fer. Liggur við að maður hræðist að það sé til fólk sem komi til með að kenna Samfylkingunni um hvernig forsetakosningarnar fara í Bandaríkjunum. Eða hreinlega um...

Eftir Kastljósþátt kvöldsins er þetta ljóst!

Fólk verður að setja X við D til að verja auðvaldið! Gaman að vita hvert þessir 80 milljarðar fóru sem Kaupþingi var gefið þarna og var horfið næsta dag. Og um þetta véluðu fyrrum Forsætisráðherra við þá verandi forsætisráðherra og hvorgur vill taka...

Það er grafalvarlegt að það skuli vera framboð í gangi sem hafa ekki einu sinni fyrir því að kanna hvort það sem þau segja standist.

Og þetta fólk telur sig hæft í að taka þátt í stjórnun landsins en hafa ekki einu sinni fyrir því að kynna sér kosningalöggjöfina. Sem segir okkur að flest annað sem þau halda fram eða stefna að er jafn óröksstutt. Ekki er rétt að kjós­end­ur geti látið...

Áríðandi upplýsingar til kjósenda :)

Svona af umræðunni þá merki ég að margir eru ekki alveg með sum atrið á hreinu varðandi kosningar! Þó fólki lítist vel á einhvern frambjóðenda þá getur það ekki kosið hann ef hann er ekki í þeirra kjördæmi. Þannig að þó enhver skipi efsta sæti flokks...

Furðuleg fobia!

Sko segjum að múslimar myndu kaupa sér t.d. Valhöll væri fólk þá rólegra? Fólk hlýtur að átta sig á að hústegund skipit i raun engu máli. Stofnun múslima hefur þegar keypt Ýmishúsið. Félag Múslima er með aðstöðu i Ármúla. Við erum bara að tala um...

Flokkur fólksins keppist nú við að bjóða flokksmenn Þjóðfylkingar í sínar raðir

Fyrirgefið en ef Flokkur fólksins er að bjóða fólki úr Íslensku Þjóðfylkingunni í lið sitt, segir það okkur ekki að þau ætla að taka við sem útlendingahatursflokkur landsins?

Þetta er nú meiri aumi félagskapurinn þessi þjóðfylking.

Hvað liggur fyrir hjá fólki sem eyðir tíma annarra í stofna stjórnmálaflokk og tilgreina frambjóðendur sem svo nokkrum dögum síðar komast að því að þeim líka ekki við stjórn flokksins sem og að þau eru ekki einu sinni sammála um stefnu flokksins. Farið...

Smá fróðleikur um hælisleitendur kafli 2

Fólk er að sífellt að æsa sig yfir að hælisleitendur fái húsnæði og um 10 þúsud á viku til framfærslu á meðan mál þeirra er klárað. Svo ruglar fólk kosnaði sem ríkið heur á hverjum einstakling sem er jú rúmlega 200 þúsund á mánuði en þar inní er leiga á...

Smá fróðleikur um hælisleitendur og flóttamenn

Var á fyrirlestri í dag í vinnunni. Þar mættu fulltrúar frá Rauðakrossinum sem vinna með flóttafólki og hælisleitendum. Það var ýmislegt sem þar kom fram sem fólk almennt gerir sér ekki grein fyrir. Síðan á sjötta áratug síðustu aldar þegar við skrifuðum...

Sá að Íslenska Þjóðfylkingin ætlar að aflétta viðskiptabanni á Rússa. Sem er merkilegt.

Aðallega er það merkilegt því við höfum ekkert sett neitt viðskiptabann á Rússa. Heldur voru það þeir sem settu viðskiptabann á okkur til að refsa okkur fyrir að styðja vopnasölu bann á þá vegna átaka í Úkraníu.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband