Leita í fréttum mbl.is

Hvernig er hægt að taka svona bloggara alvarlega!

Var að lesa blogg eftir Jón Val Jensson áðan eftir að hafa rekist á tengil á það á facebook. Þar segir hann:

Samanlagt fylgi Samfylkingar (5,2%), VG (0,7%) og Bjartrar frt. (0,6%) í 1187 manna könnun á vef Útvarps Sögu, sem birt var í dag, var 6,5%, en með Pírötum (9,6%) 16,1%. Framsókn og flugvallarvinir slógu öllum við með 401 atkvæði eða 33,8%. Sjálfstæðisflokkur var með 24,4% (ríkisstjórnin þannig með traustan meirihluta), en næststærsti hópurinn var þó sá, sem var síðasti kosturinn sem menn gátu merkt við: "Annað", með 305 atkvæði, 25,7%.

Vinstri menn verða eflaust fljótir að vefengja þessa skoðanakönnun eins og fleiri sem sýna fráhvarf fólks frá vinstrimennskunni.

Finnst honum það skrítið að einhver véfengi svona niðurstöðu?  Til að byrja með er þetta ekki skoðanakönnun sem slík heldur frekar flipi á síðunni hjá Útvarpi Sögu þar sem að menn geta leikið sér að vild að greiða atkvæði á netinu. Fann t.d. könnun þar sem gerð var rétt fyrir síðustu kosningar til borgarstjórnar og þar voru um 41% fylgi við að Sveinbjörg Birna yrði Borgarstjóri. Eins þá finna könnun fyrir síðustu kosningar þar sem að Samfylkingin átti að fá 5% og Framsókn 33,8%.

Þessi maður bloggar út í eitt um hvað ESB séu vondir, vinstri menn séu vondir, hvað múslímar séu hræðilegt fólk og hvað kristni er góð. Og vitnar því til stuðnings í margar áttir en held að menn sem nýta könnun á vefsíðu Útvarps Sögu sem heimild um stöðu mála séu bara gjörsamlega ómarktækir.


Nú er Sigmundur Davíð kominn í lið með okkur sem viljum flytja flugvöllinn!

Helstu rök manna fyrir að Reykjavíkurflugvöllur eigi að vera þar sem hann er og alls ekki megi hrófla við honum hafa verið varðandi sjúkraflug og nálægð flugvallarins við sjúkrahús. Það er því undrun að Forsætisráðherra og formaður Framsóknar  blæs á þau rök. Og nú væri kannski rétt að skoða að byggja nýja spítala á Vífilstaðasvæðinu eða jafnvel í nágreni IKEA og svo flugvöll í Hvassahrauni!

Sigmundur Davíð segir á RUV:

Ódýrara og fljótlegra að byggja annars staðar

Sigmundur Davíð lýsti annarri skoðun í Kastljósi kvöldið áður. Þá sagði hann að það gæti verið miklu ódýrara og hraðvirkara að byggja nýjan hátæknispítala frá grunni á nýjum stað heldur en að tjasla upp á gamlar byggingar í miðbænum og púsla við þær. „Ég hef lýst þeirri skoðun minni og það hafa margir fleiri gert að ýmis rök mæli með því að menn byggi bara nýjan flottan hátæknispítala frá grunni á betri stað. Með betri stað á ég við stað sem liggur betur við samgöngum, er meira miðsvæðis, býður upp á meiri þróunarmöguleika og svo framvegis," sagði Sigmundur Davíð í Kastljósi. „Hins vegar er það eitthvað sem ég nefndi til sögunnar og aðrir hafa nefnt líka sem leið sem menn ættu að fara út í ef þeir sæju fram á að með því væri hægt að gera hlutina hraðar og á hagkvæmari hátt. Ekki til þess að tefja framkvæmdir eða gera þær dýrari," sjá hér

En þetta er dálítið spaugilegt í ljósi þess að framsókn er jú í samstarfi við flugvallarvini í Reykjavík.


Hvað á maðurinn við?

Sigmundur Davíð segir: Það væri var­huga­vert ef Evr­ópa send­ir þau skila­boð að til að fá aðstoð þurfi flótta­menn að leita ásjár glæpa­hópa og leggja sig í lífs­hættu við að reyna að sigla til Evr­ópu eða kom­ast eft­ir öðrum hættu­leg­um leiðum. Geri...

Ætlaði ekki að blogga um þetta mál en er Kjartan ekki aðeins að rugla!

Ég er ekki að draga úr því að það þarf náttúrulega alþjóða aðstoð í flóttamannabúðum í löndum í kring um Sýrland. En held að á styrjaldarsvæðum eins og í Sýrlandi sjálfu væru flóttamannabúðir eisn og tilbúin skotmörk fyrir ISIS og aðra brjálaða flokka...

Bara svona áður en umræðan fer út í vitleysu!

Það hlýtur öllu hugsandi fólki að vera ljóst að þjóðerni mannsins sem grunaður er um að hafa smitaða konur hér á landi af HIV skiptir ekki mál. Þetta hefði alveg eins getað verið Íslendingur nú eða erlendur starfsmaður frá Evrópu. Ef að maðurinn var að...

Náttúrulega er maður öllu vanur frá Vigdísi En.....!

Er nú ekki rétt að einhver bendi Vigdís á að lesa aftur þennan pistil nafnleysingja sem skrifar á fararheill.is. Pistillinn er eins og hann sé skrifaður af fullum fyrrverandi starfsmanni Isavia og uppfullur af órökstuddum dylgjum. Örugglega margt sem...

Nokkuð ljóst að við höfum ekkert inn í ESB að gera akkúrat núna!

Á meðan að evru ríkin og ESB geta ekki leyst málefni Grikklands svo vel fari höfum við ekkert að gera með að ganga inn þetta samstarf. Alveg ótrúlegt að það skuli hafa dregist í um 5 ár að finna lausn og hún sé í raun ekki enn fundin. Hallast helst að...

Jafnaðarmenn verða að hugsa sinn gang!

Nú er ljóst að jafnaðarmenn verða að hugsa vel sinn gang. Það er ljóst að aðrir flokkar hafa tekið yfir mörg af málefnum Samfylkingar til skemmri tíma sem við vitum reyndar að á ekki eftir að uppfylla. Þingflokkurinn hefur ekki áttað sig á að hann er...

Þetta vissuð þið ekki um lánveitendur Grikkja!

Alveg er það makalaust hvað frétta/blaðamenn eru ónýtir að upplýsa okkur um mál sem eru í fréttunum. Nú er talað um að ESB náttúrulega og þeir séu fantar við Grikki og vilji ekki skera niður lán til þeirra sem og AGS. En úps þeir eru bara langt í frá...

Bendi á ágæta grein um stöðna í Grikkalandi á mannamáli.

Eg vísa í grein af eyjan.is þar sem að rakið er í nokkrum tölusettum liðum af hverju Grikkir eru í þessum vandræðum sem þeir eru í dag. Þarna segir m.a. 1. Skúrkarnir í málinu eru þeir stjórnmálamenn (og þau sem kusu þá) sem skuldsettu gríska ríkið svo...

Kópavogsbúar athugið!

Það er ýmislegt sem er að gerast í bænum ykkar sem vert er að skoða! Mér er efst í huga að allt í einu núna í júní á að rjúka í að versla 3 hæðir í Norðurturninum sem hefur verið öllum til ama frá því að byggingin hófst. En það sem vekur mér furðu er...

Maður veltir stundum fyrir sér!

Nú eru menn skv. fréttum hugsanlega að ná saman! En maður spyr sig: Hvversvegna í ósköpum láta menn deilur ganga svona langt þegar öllum aðilum er örugglega ljóst strax eftir nokkarar viðræður ljóst nokkurnvegnin hvaða niðustað fæst. Þetta er ekki í...

Hvað er þetta með Kópavog? - Bæjarskrifstofur í verslunarmiðstöð?

Nú berast fréttir af því að flytja eigi bæjarskrifstofur Kópavogs í Turninn vandræðalega sem er að klárast loks við Smáralind. Þar á að kaupa 2 hæðir. Heyrði þetta fyrir einhverjum mánuðum eða misseri en trúði því ekki. Hvaða bæjarfélag setur skrifstofur...

Sannleikurinn um tilboð ríkisins til hjúkrunarfræðinga!

Skv. mínum upplýsingum var tilboðið þetta: Samningur til 4 ára 17,5% hækkun Sem gerir um 4,35% hækkun á ári á samningatíma að meðaltali Samningur sem er víst lakari en framhaldskólakennarar fengu og engar kynbundnarleiðréttingar á launum hjúkrunafræðinga...

Hvað á þetta eiginlega að þýða?!!!!!!

Að hanga á netinu þegara svona gott veður er uti. Ég er að minnstakosti farinn út! Þið lesið bara önnur blogg á meðan. Enda lekur spekin í stríðum straumum frá mönnum sem setja þar inn hinn endanlega sannleik dag eftir dag. Um hvað við Íslendingar eru...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband