Leita í fréttum mbl.is

Hvernig væri nú að fréttmenn köfuðu almennilega niður í þetta verðtryggingarmál.

Eins og ég skil þetta með verðtrygginguna þá er aðalvandamálið með afnám hennar þetta.

  • Með afnámi verðtryggingar þá stæðust aðeins þeir sem eru með há laun greiðslumat. Þar sem afborganir af óverðtryggðum lánum eru mun hærri fyrirhluta lánstímans.
  • Óvissa fyrir lántakendur þar sem að afborganir lána gætu sveiflast upp t.d. við hækkun vaxta vegna verðbólgu.
  • Vextir eru ávallt borgaðir samtímis og því koma allar hækkanir á þeim strax fram.
  • Afnám verðtryggingar gæti líka haft áhrif á framtíðargreiðslur úr lífeyrissjóðum

Það er með öllu ómögulegt að fréttamenn skuli ekki ganga eftir því að þingmenn sem eru að slá um sig með svona yfirlýsingum sé ekki gert að segja hvernig þeir hyggist leisa ofangreind atriði. Held stundum að þau sem tala hæst um þessi mál heldi bara að afnámið sé bara pennastrik. En held að það færi ekki vel með þá sem lægst hafa laun og tekjur að lenda kannski í því að þurfa að greiða mánaðarlega 6 til 7% vexti ofan á afborganir af húsnæðislánum.


mbl.is Afnám verðtryggingarinnar lagt fram sem þingmannafrumvarp?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til þeirra sem ala á ótta við múslima og vitna oft í stöðuna í Svíþjóð!

Fyrir það fyrsta ættuð þið að skoða hvaðan þið fáið upplýsingarnar sem þið eruð að dreifa t.d. mikið á facebook og hér á blogginu. Þessar heimildir eru oft áróðurssíður sem haldið er úti frá Ísrael og Bandaríkjunum. Síður sem ekki hika við að hagræða sannleikanum til að að valda meiri óróa og hræðslur.

Nú ætla ég að birta hér í heild frá af Pressunni vegna þess að ég hef ítrekað lesið að í Svíþjóð þori fólk ekki út vegna ótta við múslima og löggan sömuleiðis þori ekki inni í ákveðinn hverfi. Þetta er náttúrulega bull eins og lögreglustjóri Malmö segir hér:

Lögreglustjóri í Malmö gagnrýnir alþjóðlega fjölmiðla harðlega: „Ég hef aldrei séð svona mikla útúrsnúninga og afbakanir á sannleikanum“

 

Mats Karlsson lögreglustjóri í Malmö á Skáni segir í viðtali við vefritið Local að flest allir glæpir sem komi inn á borð lögreglunnar í Malmö séu ekkert verri en annarsstaðar í Svíþjóð og hafnar alfarið að til séu svæði í Malmö sem lögreglan forðist. Hann gagnrýnir erlenda fjölmiðla fyrir að draga upp bjagaða mynd af borginni þá sérstaklega hvað varðar samskipti innflytjenda við lögreglu.

Mats segir að vissulega séu framdir alvarlegir glæpir í borginni en síðustu daga hafa átt sér stað tvær skorárásir og sprenging í borginni. Hann segir að allir þessir glæpir tengist síbrotamönnum og glæpir af svipuðum toga tengist sömu hópunum af fólki, hann segir lögregluna forðast að nota hugtakið glæpagengi þar sem málin séu miklu flóknari en svo:

Við erum oftast að tala um atvik þar sem einhver er fljótur að grípa til ofbeldis. Til dæmis, fyrrverandi kærasta sem er byrjuð að hitta einhvern annan,

segir Mats. Helstu verkefni lögreglunnar nú eru að minnka fjölda vopna í umferð og vinna markvisst að forvarnarstarfi. Hann segir umfjöllun erlendra fjölmiðla ekki koma sér á óvart:

En ég fékk upplýsingar um skotárásina í Rosengård-Centrum strax og upplýsingar bárust, og þær upplýsingar voru af allt öðrum toga en ég las svo um í alþjóðlegum fjölmiðlum.

Ef þú vilt sjá tengingu við hryðjuverk þá sérðu það. En sumar af þessum greinum voru öfgafullar, ég hef aldrei séð svona mikla útúrsnúninga og afbökun á sannleikanum. Það voru nokkur bresk blöð sem sögðu að fólk hefði verið að hlaupa í burtu til að bjarga lífi sínu þegar þetta voru bara tveir gaurar að rífast.

Hann segir mikilvægt að halda ró sinni þegar svona fregnir berist þar sem atvik séu aldrei svarthvít, aðspurður um hvers vegna glæpamenn séu tengdir við hryðjuverkastarfssemi segir Mats:

Það er það sem passar við frásögnina, það er „sannleikurinn“ sem margir vilja sjá. Það sem veldur mér áhyggjum er þegar allt er stimplað sem hryðjuverk sem ekki bara grefur undan hugtakinu, heldur fær fólk til að gleyma að það eru til glæpamenn sem við þurfum að taka alvarlega þó þeir séu ekki tengdir neinum hryðjuverkum.

Mats segir ekki hægt að halda því fram að hryðjuverk hafi nokkurntímann verið framið í Malmö þar sem almenningur sé aldrei skotmark árása, allar sprengingar og skotárásir í Malmö hafi hingað til alltaf verið vegna deilna í undirheimum borgarinnar:

Ég var eitt sinn spurður af dagblaði hvort við fengjum mörg símtöl frá áhyggjufullum borgarbúum í Malmö, svarið var og er nei.


Svona kannski var lánalækkun Sigmundar raunverulega fjármögnuð.

Var að lesa Fréttatíman og þá sérstaklega þessa grein http://www.frettatiminn.is/einstaed-modir-missir-halfa-milljon-i-vaxtabaetur/ Þar segir m.a. og er einnig sínt í athyglsiverðum töflum um tekjur hennar. „Ég fékk 500 þúsund í vaxtabætur árið...

Ætli það séu að koma kosningar? Sýnist það!

Bjarni ný búinn að leggja fram fjármálaáætlun fyrir næstu 4 árin þar sem ekki var áæstla fyrir nokkurri aukingu á útgjöldum til heilbrigðiskerfisins næstu árin. En nú allt í einu er hann að átta sig á að það þurfi að setja þau mál í forgang. Kæmi mér...

Það hafa fallið mörg orð um fylgi Samfylkingarinnar síðustu misseri. En er ekki komið að framsókn núna?

Skv. þessari könnu mælist Framsókn nú með 6,4& fylgi og hefu held ég aldrei mælst með minna fylgi. Þeir fengu jú hvað 24% í kosningum. Skrítið að sjá ekki bloggið ekki loga af bloggum um að Framsókn sé að þurrkast úr

Finnst þessi maður fyndinn!

http://gustafskulason.blog.is/blog/gustafskulason/ Hann heldur úti ógurlegum hræðsluáróðri og skítkasti frá Svíþjóð um ESB og svo einstaklinga hér á landi. Þeir eru fleiri bloggarar sem kjósa jú að búa í ESB en berjast þaðan fyrir því sem gerist á...

Norðmenn vara Breta við að ganga úr ESB !

Norski forsætisráðherran vara Breta við að þeir verði í sömu ömurlegu aðstöðu eins og Noregur ef þeir ganga úr ESB. Af eyjan.is Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, segir að Bretum muni ekki líka að standa utan við ESB ef þeir kjósa að yfirgefa...

Smá fróðleikur um Icesave

Friðrik Jónsson á eyjan.is birtir þetta blogg í kvöld 16.júní og setur Icesave í rétt ljós fyrir þá sem vilja reyna að skilja það. Icesave: Rétt að semja og sluppum með skrekkinn Það er sannarlega athyglisvert að lesa endurskoðað svar Vísindavefsins um...

Furðulegar hugmyndir sem margir hafa um fjölda flóttamanna og hælisleitenda hér á landi

Á síðstar ári voru þeir sem fengu hér hæli eftirfarandi. Athugið að þeir voru ekki þúsundir eða tugþúsundir eins og menn láta bæði hér á netinu og á Útvarpi Sögu Þarna sést að 45 hafa fengið tímabundið dvalarleyfi vegna hættu heima fyrir og 21 viðbótar...

Svona haga kristnir Bretar sér! Eigum við að banna bretum að koma til Íslands.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um AFP-frétta­stof­unn­ar voru um 250 stuðnings­menn Eng­lands sem lenti sam­an við lög­regl­una í Vieux Port-hverf­inu og hentu þeir meðal ann­ars bjórdós­um og öðru laus­legu í lög­reglu­menn­ina. Var þeim svarað með tára­gasi....

Er þetta ekki málið? Smá kærleikur, samvinna og samtal milli trúarhópa?!

Bara að minna þá sem lesa þetta og þykjast kristinir en ala svo á hatri gegn öðrum trúarbrögðum!og gegn fólki sem hefur ekkert gert þeim! Að skv. því sem ég las í Biblíunni í gamladaga þá er leið þeirra sem ala á hatri og valda öðrum meðbræðrum skaða með...

Væntanlegt forsetakjör! Kjósið eitthvað annað en Davíð! Takk fyrir

Svona bara til að segja það. Þá held ég að flestir viðurkenni að Davíð sem jú forsætisráðherra hér frá 1991 til 2004 og síðan utanríkisráðherra fram til þess að hann skipaði sig Seðlabankasjóra hvað 2006 er arkitektin að því ástandi hér sem varð á þessum...

Sé að menn eru gífurlega glaðir að Sigmundur Davíð ætlar að vera áfram í stjórnmálmum

Og Sigmundur Davíð telur upp afrekin sín á Facebook í tilefni þess að það séu 3 ár síðan hann tók við sem Forsætisráðherra. Þar haldur hann því fram að aldrei fyrr í sögunni hafi fólk hér haft það betra og heimili skuldi nánast ekki neitt og svo...

Flott ef að leyndinni verði aflétt! En væri gott að það yrði gert áður!

Vigdís gjörn á að misskilja hluti og rasa um ráð fram. Væri betra að einhver annar gerði það. Get ekki séð hvaða meðgjöf hún talar um því það hefði væntanlega komið fram í fjárreiðum ríkisins sem og við eigum nú Íslandsbanka þannig að kröfuhafar hafa...

-Gula hættan- og fleiri hættur sem hafa steðjað að okkur Íslendingum

Þegar ég var lítill að alast upp í Kópavogi fréttum við krakkarnir af manni sem stóð lönguum í fjörunni því hann vildi vera fyrstu til að vara okkur við þegar að Japanir mundu koma í skipsförmum að leggja landið undir sig. Því þá var sagan þannig að...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband