Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Ekki held ég að líði á löngu þar til að þessir útvöldu fá sitt

Sé ekki að menn sem búið er að lofa hlutabréfum á góðum kjörum sætti sig bara við þetta. Held að þessir útvöldu hafi bara verið beðnir um að biða um stund. Síðan þegar öldurnar hafa lægt verða þessir menn verðlaunaðir með sömu eða hærri kaupréttarsamningum.
mbl.is Samþykkt að endurskoða sölu á hlutabréfum í REI
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú eru allir íslenskir þjóðernissinnar að sleppa sér yfir Spaugstofunni

Þetta er alveg makalaus árátta hjá fólk að æsa sig yfir græskulausu gamni. Þetta atriði Spaugstofunnar á náttúrulega uppruna sinn í að Stjórnarráðið gleymdi að taka niður fánann fyrir sólarlag um daginn.

Svona til að benda fólki á þá sást Marteinn Mosdal aldrei brenna fánan! Og í reglugerð um Íslenska fánann stendur m.a.

Ekki má nota upplitaða fána, óhreina, trosnaða eða skemmda. Sé ekki unnt að lagfæra slíkan fána, skal hann ónýttur með því að brenna hann.

Það er líka almennt talið að að það sé óvirðing við fánann að láta hann snerta jörð og sumir túlka að hann sé þar með ónothæfur eftir það.

Greyin mín slappið þið af!


Af hverju í anskotanum gat Kópavogur ekki bara beðið

Ég held að það sé ekki í lagi með stjórn og embættismenn í Kópavogi. Þeir fara þvert gegn öllum lögum og reglum í hverju málinu eftir öðru.

Ég get ekki með nokkru móti skilið af hverju bærinn beið ekki bara eftir að þessi mál væru komin á hreint. Þetta var eins með vatnsveitu Kópavogs og Heiðmörk þar var ekki hægt að bíða eftir leyfi. Og svo var bara þrælast í gegnum skóginn. Ég fór nú um daginn þarna um þar sem vatnsveitan liggur og þar er brúnt ófrágengið sár enn. Hélt að það ætti að gróðursetja aftur í sárið sem þeir skildu eftir sig.


mbl.is Lóðum í Vatnsendahlíð úthlutað með fyrirvara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er nokkur atrið sem mér finnst gleymast í þessari umræðu.

Ég hef ekki heyrt þetta mál reifað út frá eftirfarandir þáttum:

  • Guðmundur Þóroddsson forstjóri OR fer í leyfi um mánaðarmót ágúst sept. Hann fer í 7 mánaða leyfi frá OR þar sem honum bar að huga að hagsmunum eigenda. Hann segir nú að ráðningarkjör sín hjá REI hafa hljóðað upp á kauprétt í hlutafé upp á a.m.k. 30 milljónir. Hver samdi við hann? Og eru það hagsmunir Reykjavíkur sem hafðir voru þar að leiðarljósi?
  • Er það rétt skilið hjá mér að þetta fyrirtæki eigi auk 48% í Hitaveitu Suðurnesja, Jarðboranir sem sjá um nær alla borun fyrir vatni hér á landi? Og að undir þetta fyrirtæki fari flestir starfsmenn OR sem hafa þekkingu á rannsóknum og vinnslu jarðhita?
  • Verða þá OR upp á þetta fyrirtæki komin í framtíðinni við alla frekari vinnslu?
  • Hver var það sem ákvarðaði laun stjórnarmann REI upp 350 þúsund? Voru það þeir sjálfir? Eru það ekki eigendur og eftir atvikum hluthafar sem eiga að ákveða slíkt? Hvernig stendur á því að Björn Ingi er í þessari stjórn? Hefur hann einhverja þekkingu á þessum málum?

Ég held að menn þurfi að skoða þetta mál vel. En ef ég þekki íslendinga rétt þá verða allir búnir að gleyma þessu eftir nokkrar vikur. Þetta kemur svo aftur upp eftir nokkur ár þegar að menn uppgötva að hlutur Reykjavíkur hefur gufað upp á einhvern furðulegan bókhaldslegan þátt.


mbl.is Grundvöllur fyrir höfðun dómsmáls til ógildingar eigendafundar í OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var að skoða heimasíðu Reykjvík Energy Invest og brá nokkuð

Annað hvort eru þeir að skreyta sig mig stolnum fjöðrum eða eitthvað sem ekki hefur verið sagt frá. Því þeir eigna sér (reyndar ásamt OR)Hellisheiðarvirkjarnir, og Nesjavelli og fleira . Eða ég skil þessa klausu ekki örðruvísi.

Reykjavik Energy and Reykjavik Energy Invest run geothermal projects both in Iceland and abroad. Our key projects include:

Nesjavellir
Hellisheidi
Reykjanes Peninsula
Djibouti
Biliran
Eitthvað skrýtið að gerast hér á Íslandi. Gæti verið þjófnaður aldarinnar!

mbl.is Fá að kaupa hlut í REI fyrir 10 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta plott er nú búið að eiga aðdraganda

Var að kíkja á færslu sem ég skrifaði við frétt á mbl.is 5 september. Hún var svona:

Á mánudag er ákveðið að "háeffa" Orkuveituna. Á þriðjudag er tilkynnt að forstjórinn fari í leyfi frá störfum til að stýra dótturfélagi. Og nú í dag segir Björn Ingi:

Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs útilokar þó ekki að raforkuhluti Orkuveitu Reykjavíkur, verði klofinn frá öðrum hlutum fyrirtækisins, samhliða breytingu á rekstrarformi. Hann leggur þó áherslu á að ekkert hafi verið ákveðið í þeim efnum og segir að þetta hafi ekki verið rætt sérstaklega. Hann segir að nú sé unnið að því að skilgreina samþykktir fyrir hlutafélagið orkukveituna og leggja drög að lagatexta; en breyta þarf lögum um orkuveituna frá 2001, til þess að breyta henni í hlutafélag. Þar verði kveðið á um að fyrirtækið verði áfram í samfélagslegri eigu; eins og fram kom í máli borgarstjóra í fréttum í gær. Björn Ingi segir að gagnsæi hafi verið aukið í rekstri orkuveitunnar undanfarið og einingar innan hennar gerðar sjálfstæðar. Hann nefnir sem dæmi Gagnaveituna, og fyrirtækið Reykjavík Energy Invest; sem sé í útrás í orkumálum [ www.ruv.is   ]

Jam það á að kljúfa orkuveitunna niður í í smærri hluta sem þeir halda að verði auðveldara að selja. Minni líka á að orkuveitan er að verða stór hluthafi í Hitaveitu Suðurnesja sem þegar er "háeffuð" Og nú vantar bara að þar verði tilkynnt um að mögulega verði rafmagnsframleiðsla og sala klofin frá. Síðan verður rafmagnssala og framleiðsla OR seldur einkavinum sem um leið eignast ráðandi hlut í rafmagnshluta Hitaveitu Suðurnesja. Og þá er það fyrirtæki komið með um 80% heimila í landinu undir sinn væng. Og í raun einokun.

Held að þessar fréttir í dag beri þess merki að ég hafði að ég held rétt fyrir mér.

Og fyrst ég er að tala um þetta þá undrast ég viðbrögð Reykvíkingsins Össurar Skarphéðinssonar þar sem hann taldi þetta góðan samning fyrir Reykvíkinga. Ég þori að ábyrgjast að áður en að langt um líður verður búið að verðfella eða selja frá þessu fyrirtæki allt sem að Reykvíkingar gætu hagnast á. Það er nokkuð ljóst að fjárfestar eins og Bjarni Ármannsson og Ólafur Jóhann hafa vitað af þessu fyrir löngu sem og að Gunnar Þórddsson forstjóri og klíka í kringum hann og fleiri eru að fá þennan kauprétt fyrir að nota sér völd sín í 0rkuveitunni til að ná í milljarða í þessar fjárfestingar.


mbl.is Vilhjálmur: Kannast ekki við að hart hafi verið sótt að mér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það verður að tryggja að þeir fái ekki að eignast meira í auðlindum hérlendis

Mér er um og ó og þó! Mér er náttúrulega sama þó þessi fyrirtæki fjárfesti erlendis og framkvæmi. Enda hlýtur þekking hérlendis að vera verðmæt í þessum geira. En ég er alfarið á móti því að þetta fyrirtæki fái að virkja hér eða að eignast orkuver meira en orðið er. Ég hef alltaf á tilfinningunni að í upphafi láti þeir eins og bankarnir neytendur borga útrás sína. En þetta er náttúrulega þegar komið á hættulega braut. Orkuveitan á stóran hlut í þessu og þetta fyrirtæki á tæpan helming í Hitaveitu Suðurnesja.

Neytendur verða nú að vera vakandi yfir því a rafmagn og hiti hækki ekki. Þeir væru líklegir til þess til að auka hagnað OR t.d.  Og með því að að ná í meira fjármagn til að nota erlendis. Spurning hvað Reykvíkingum finnst um að þjónustu fyrirtæki þeirra sé komið á kaf í útrás í stað þess að lækka verð til þeirra.


mbl.is Bjarni verður stjórnarformaður sameinaðs félags
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bíddu Guðni varst þú ekki ráðherra í 12 ár og stóðst að því að koma þessari þenslu af stað.

Alveg frábært að lesa um þessa ræðu Guðna. Hann var í ríkisstjórn þar til fyrir 4 árum og stóð að því að koma Kárahnjúkum og Reyðaráli á koppinn og kom veðbólgunni af stað með félögum sínum í Framsókn með þvi að hleypa fasteignamarkaðnum í uppnám með 90% lánunum á sínum tíma. Og svo kemur hann núna og varar við þenslu. Þetta var nú ekki viturlegt hjá honum. Nema að hann sé að halda því fram að hann og flokkurinn hans hafi ekki staðið sig í stjórn hér síðustu 12 árin.
mbl.is Guðni Ágústsson varar við þenslu í atvinnulífinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er nú bara ekki nóg!

Heyrði viðtal við Gissur forstjóra Vinnumálastofnunar sem taldi það til marks um aukið aðhald þeirra að þeir væru nú búnir að fara fram á fjárnám í einu fyrirtæki þar sem það greiddi ekki dagsektir. Fram kom hjá honum að þetta fyrirtæki væri með yfir 70 starfsmenn í vinnu og hugsanlegt að þeir væru leigðir þaðan til annarra fyrirtækja. Þá kom fram í frétt ruv að hópur þessara 1700 óskráðu verkamanna væru að fá laun sambærileg við laun í Lettlandi sem væru um 30. 000 kr á mánuði. Eins þá búa starfsmenn við afleitar aðstæður oft á tíðum.

Úr frétt á www.ruv.is

Sumir hafa unnið hér mánuðum eða misserum saman og þegið fyrir laun eins og þau tíðkast í Litháen eða öðrum löndum Austurevrópu, kringum þrjátíu þúsund, fullyrða talsmenn verkalýðshreyfingarinnar. Aðrir starfa á strípuðum taxta eða þiggja liðléttingakaup og búa við næsta frumstæðar aðstæður.

Af hverju eru þessi fyrirtæki bara ekki stöðvuð strax. Þau hafa ekki leyfi til að vera með starfsfólk í vinnu sem ekki hefur kennitölu og borgar því ekki skatt af sínum launum. Það á ekki að beita neinum vettlingatökum heldur stöðva þau strax þar til að þau hafi komið þessum málum í lag.

Ætlum við að láta það spyrjast út um okkur að við séum að verða gróðrastýja fyrir nútíma þrælahald?


mbl.is Eftirlitsátak vegna erlendra starfsmanna hafið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blackwater - Merki um að einkavinavæðing USA er komin út böndunum

Mér er það alveg ofvaxið hvernig að Bandaríski herinn rökstyður það að nota einkafyrirtæki til að gæta opinberra gesti sína í Írak.

  • Hvaða rétt hafa Bandaríkin að flytja inn til Íraks vopnaða starfsmenn einkafyrirtækis og leyfa þeim að beita vopnum gegn Írökum?
  • Nú í dag heyrði ég að hver starfsmaður Blackwater kostaði Bandaríkin um 4x meira en ef notast væri við hermenn í þessi störf.
  • Heyrði líka að á síðustu 5 árum hefur þetta fyrirtæki fengið í greiðslu frá hernum og stjórnvölum um 1 milljarð dollar sem er nú ansi gott þar sem að starfsmenn eru um 1000.
  • Hélt að Bandaríkin hefðu nú lært af mistökum þegar allt fór í bál og brand í fangelsum í Irak sem rekin voru fyrir herinn mest af einkafyrirtækjum.

Síðan er rétt að minnast hvernig að fyrirtæki sem tengist Dick Cheeny hefur grætt á öllum þessum stríðsaðgerðum USA

Þetta ættu þeir að hafa í huga sem lofa og dýrka einkavæðingu. Hún hefur oft dökkar hliðar!


mbl.is FBI rannsakar mál starfsmanna Blackwater USA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband