Leita í fréttum mbl.is

Alveg er maður hættur að skilja þessa hagfræðinga

Nú þegar hefur legið fyrir í ár að við í samstarfi við AGS og fleiri erum að reyna að koma okkur upp gildaeyrisvarasjóð þá koma þeir nú og segja að þetta sé algjörlega óþarfi. Síðan kemur Lilja Mósesdóttir í fréttum ruv í kvöld og segir að það sé nú algjörlega óvíst að staðan hjá okkur hafi nokkuð batnað eftir 7 ár. Held að menn verði nú að átta sig á að þegar þeir henda svona inn í umræðuna að þeir eru fást við hagsmuni heillar þjóðar. Þetta eru ekki lengur einhver svona tilbúin akademísk dæmi sem hægt er að setja inni í reiknislíkön og prófa að gera þetta eða hitt. Heil þjóð þolir ekki tilraunamennsku. cartoon_486148afeb13

Og maður skilur ekki þingmenn sem virkilega halda því fram að staða okkur muni ekki hafa batnað verulega eftir 7 ár. Þá er nú kannski bara best að slútta þessu strax og selja landið upp í skuld til einhvers ríkis sem er til að kaupa það.

Svona andskotans svartsýni kemur til með að draga allan vilja úr fólk að standa saman og berjast. Nokkuð ljóst að svona viðhorf hjálpa okkur ekkert. Við erum að lýsa því yfir að við ráðum ekki við stöðuna. Hvaða bankar eða fjárfestar halda menn að vilji koma hingað þegar að þingmenn og sérfræðingar helda því fram að við getum ekki borgað af lánum sem þó eru hagstæðari en gengur og gerist. Halda menn að einhver vilji koma hér og fjárfesta til langframa hjá þjóð sem er ekki viss um að hún verðir komin út úr vandamálum sínum eftir 7 ár. Come on!

Svo þetta útspil Ragnars Halls. Nú var ég að lesa álitsgerð inn á island.is þar sem er nýtt lögfræðiálit um hvernig uppgjör í innistæðusjóðum fer fram í Noregi og Danmörku og skv. því er það nákæmlega eins og í samningnum okkar. Þrátt fyrir að Ragnar haldi öðru fram.  Sjá hér. Og reynda ef út í það er farið öll þessi skjöl

Um forgangskröfur í þrotabú Landsbanka Íslands

Greinargerð um forgangsrétt innstæðutryggingasjóða í þrotabú LÍ 

Sjónarmið um forgangskröfur í þrotabú samkvæmt gildandi íslenskum lögum

Tölvupóstur frá Jan Marten

Lögfræðiálit frá P. Mathijsen

Tölvupóstur frá Gary Roberts til Indriða Þorlákssonar

Minnisblað LEX um úthlutun úr búi fjármálafyrirtækis vegna krafna sem eiga rætur að rekja til innstæðna samkvæmt dönskum og norskum rétti

Minnisblað fjármálaráðuneytisins um forgangsrétt tryggingasjóða innstæðueigenda í þrotabú í Danmörku,Noregi og í Bretlandi

Minnisblað breska fjármálaeftirlitsins(FSA)um breska innstæðutryggingasjóðinn(FSCS)


mbl.is Of mikið gert úr gjaldeyrisvarasjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spurning hvað menn koma með næst sem rök fyrir að borga ekki?!

Ég verð að hrósa Steingrími fyrir Kastljósviðtalið í gær. Þrátt fyrir að Sigmar hafi nánast verið dónalegur og á tíma var ég farinn að halda að hann með ítrekunum ætlaði að koma í veg fyrir að Steingrímur gæti svarað nokkrum af grundvallarspurningum sem hann bar þar fram.

Þar voru t.d. atriði eins og túlkanir Stefáns Már og Lárusar varðandi þá túlkun að við eigum ekkert að borga! Þeir horfa í það að í EES tilskipuninni standi að ríki séu ekki ábyrg fyrir bankahruni. En gleyma eins og fleiri að þar stendur líka að ríki EES og ESB eiga að vera með kerfi sem TRYGGI lámarksinnistæður. Og það er nokkuð ljóst að innistæðutryggingarsjóður gerði það ekki. Langt frá því og því bar ríkinu að gera viðeigandi ráðstafanir. Enda 2 í stjórn sjóðsins fulltrúar ríkisstjórnarinnar.

Síðan bent Steingrímur á að hvergi í gjaldþrotalögum væri tilgreint um forgang innistæðutryggingasjóðs okkar í þrotabú Landsbankans. Og það atrið hafði verið kannað.

Síðan eins og Steingrímur benti á að ef við synjum þessari ábyrgð þá gjaldfalla eðlilega þessir 700 milljarðar. Sem og við getum reiknað með að allar innistæður þar með komist í forgang. Líka það sem lögaðilar áttu eins og sveitarfélög í Hollandi og Bretlandi. Og eins þá verða væntanlega gerðar kröfur í þær eignir sem fluttar voru í Nýja Landsbankann.

En það var flott hjá Steingrími að nefna rök þeirra sem hafna samningnum. Þetta byrjaði jú með að lögfræðingurinn Magnús Thoroddsen lýsti því yfir að hér mundu erlendir aðilar geta gegnið að eignum ríkisins eins og þinghúsinu og fleira. Síðan hefur hvert atriði rekið annað. Og þegar því er svarað þá kemur nýtt. En ekkert reynst standast skoðun. Því veltir maður fyrir sér hvað kemur næst.

Og að lokum var það gott hjá honum að minna fólk á að ef þessi stjórn færi frá þá væri hinn möguleikinn Framsókn og Sjálfstæðismenn. Og finnst fólki þeirra málflutningur traustverður þessa dagana!


mbl.is „Það er búið að semja!“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óttalega er þetta klaufalegt hjá Borgarahreyfingunni!

Jú það var kannski ekki merki um vel hugsað mál að tefla aðildarumsókn að ESB gegn Icesave samningnum og merki um fljótfærni. Og Þráinn hefur náttúrulega sitthvað til síns máls. En fyrr má nú fyrr vera. Maður hefði haldið að fólk hefði nú getað rætt sig...

Vangaveltur um hvað verður ef við fellum samningin!

Fyrir það fyrsta er Alþingi ekki að fjalla um samninginn sjálfan heldur ábyrgð á lánum til innistæðutryggingarsjóðs. Eins og ég skil stöðuna í dag þá hafa Bretar og Hollendingar eignast nær allar kröfur innistæðueigenda sem áttu fé í Icesave nema...

Smá hugleiðing varðandi IceSave

Hef verið að hugsa um ummæli manna um IceSave síðustu daga bæði hér á blogginu sem og í fréttum. Ég hef náttúrulega oft fjallað um Icesave. Og eins hef ég fengið athugasemdir um að ég sé aumingi og vilji að Bretar og Hollendingar hafi fullkomninn sigur...

Loksins!!!

Kominn tími til að koma þessu máli í einhvern farveg þannig að hægt verði að snúa sér að öðru. Og enn betra væri að það yrði svo stór meirihluti á bakvið samþykkt Alþingis að fyrirvararnir fengju við það enn meira vægi.

Smá athugsemd varðandi þessa könnun Andríkis

Í fréttinni kemur ekki fram hvenær þessi könnun var gerð en skv. upplýsingum á Vef - Þjóðaviljanum var könnunin gerð 16. til 27. júlí. Því er kannski rétt að setja fyrirvara við þessa niðurstöðu. Því eins og málin þróast í dag er það nýjasta upphrópunin...

Æ hvað mér leiðist svona upphrópanir!

Hvað á Höskuldur við með þessu: Ef við tökum þetta að okkur erum við að dæma þjóðina til fátæktar þegar til framtíðar er litið, að mínu mati Það væri gaman að vita hvað Höskuldur á við „dæma þjóðina til fátæktar". Er hann að halda því fram að fólk...

Jæja nú eru fleiri farnir að tala sama tungumál í þessu!

Heyri á Þór Saari sem hefur jú verið harður andstæðingur IceSave en um leið hagfræðingur að hann og fleiri eru að komast á þá skoðun að ekki beri að hafna ríkisábyrgð. Enda má segja að andstaða hans og fleiri hafi kannski kallað fram að gerðir verða eins...

Af hverju er ekki spurt hreint út?!

Andríki notar sama spurningaform og Heimsýn til að fá sína niðurstöðu þ.e. Af hverju hafa þeir ekki svarmöguleikana?. Já Óviss Nei Þessir svarmöguleikar og úrlestur úr þeim er háður huglegu mati. T.d. hvað á fólk við með "Frekar andvígur"? Er það þá á...

Hvað eiga Hagsmunasamtökin við með "óásættanlegt ójafnræði milli lántakenda"?

Var að lesa yfirlýsingu Hagmunasamtaka Heimilanna. Þau eru ekki ánægð með þetta úrræði fremur en önnur. Fyrst væri nú gott að vita hvað þau eiga við með þessari klausu: Eins og hér hefur verið rakið nýtist úrræðið einna helst ákveðnum hópi. Því má spyrja...

Bið nú menn að fara varlega í yfirlýsingagleði sinni! Sér í lagi ráðherra!

Hvað eiga menn við með að aflétta bankaleynd? Á bara að leyfa að birta allar upplýsingar um alla eða erum við að tala um afmörkuð mál? Er verið að tala um stöðuna núna eða við hrunið? Og þá spyr maður um þá sem tóku lán þegar þessi bankaleynd var í gildi...

Þetta er einmitt það sem ég set fyrir mig varðandi trúnna!

Nú er þetta blessaða fólk þarna í USA að gera nákvæmlega það sem trúin boðar. Þ.e. að ef það biðji nógu heitt muni Guð koma og lækna. Hér á landi eru líka haldna svona lækningasamkomur þar sem að forstöðumenn safnaða segja að fari fram kraftaverk á...

Alveg er manni gjörsamlega misboðið!

Mér er alveg sama um hagsmuni þessara stórskuldara sem í skjóli þess að við gáfum einhverjum brjálæðingum bankana gengu bara í þá eins og þá listi. Og nú er búið að banna fjölmiðlum að nota þetta. Þetta gengur náttúrulega ekki upp nú þegar við erum að...

Það má segja að það eigi að blóðmjólka þessa grein EVU hjá Mogganum.

Önnur frétt um þetta mál sem er undir fyrirsögninni: Stöndum ekki undir skuldabyrði Og sú fyrirsögn fór í taugarnar á mér. Þarna hefði mátt vera spurningamerki. Bæði er ljóst að Eva er ekki sérfræðingur í hagfræði eða rekstri ríkja. Þó að stuðningur...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband