Leita í fréttum mbl.is

Vantaði nú aðalmálið í þessa frétt hjá mbl.is

Hjörleifur sagði sig úr Vg! Ætli sé að koma í ljós að hann og Ragnar Arnalds séu að fara í samstarf við allra flokka kvikindi um að stofna einangrunarflokkinn sem fólk hefur verið að tala um?

Hjörleifur Guttormsson fyrrum þingmaður og ráðherra sagði sig úr Vinstri grænum á flokksráðsfundi í kvöld og yfirgaf fundinn í kjölfarið. Hjörleifur er einn af stofnendum Vinstri grænna fyrir tæpum fjórtán árum og hann sagði í ræðu sinni að framan af hafi vegferðin gengið vel.

Gjörbreyting hafi hins vegar orðið á störfum flokksins til hins verra. Með valdboði hafi ágreiningi verið ýtt til hliðar. Ítrekað hafi verið brotið gegn yfirlýstri stefnu og kosningaloforðum. Afleiðingarnar blasi við, þingmenn hafi gengið úr flokknum eða hætt störfum. Mörg hrapaleg mistök og áverjandi ákvarðanir hafi verið teknar síðustu fjögur ár.

Stærst sé þó ákvörðunin um aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Það sé göróttasti kokteill sem blandaður hafi verið um langt skeið, óverjandi, siðlaus og eitraður fyrir  flokkinn. Boðaður hægagangur í viðræðum sé augljós blekking sem henti Samfylkingunni. Hann segist því miður ekki sjá þess nein merki að Eyjólfur hressist, þver á mót sé siglt hraðbyri upp í fjöru, með sömu áhöfn við stýri, forystu sem komið hafi flokknum í þessa dapurlegu stöðu. Hann segist kveðja VG með blendnum tilfinningum. (ruv.is)

 


mbl.is Segir sig úr Vinstri grænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú líður að Icesave dóminum- Nú þarf að krossleggja putta.

Í frétt hér á mbl.is í gær sagði:

„Falli dómur gegn íslenska ríkinu tekur hins vegar við óvissa um framhald málsins, enda mun dómurinn ekki kveða á um fjárhæðir, þ.e. vaxtakostnað, en þar sem eignir Landsbankans duga fyrir útgreiðslu á höfuðstól Icesave-innstæðnanna myndu kröfur Breta og Hollendinga væntanlega fyrst og fremst snúa að vaxtakostnaði. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur metið hugsanlegan kostnað ríkissjóðs á bilinu 3,5% - 20% af vergri landsframleiðslu, fari svo að Bretar og Hollendingar fái í kjölfarið dæmdan vaxtakostnað af hendi ríkissjóðs. Miðað við áætlaða landsframleiðslu síðasta árs væri hér um 60 - 335 ma.kr. að ræða. Fer upphæðin eftir því hvort vextir eru greiddir af lágmarkstryggðum innstæðum eða öllum innstæðum, og hvort um samningsvexti eða refsivexti er að ræða. Skuldir ríkissjóðs myndu í kjölfarið aukast sem þessu nemur, og erlend staða þjóðarbúsins rýrna að sama skapi,“ 

Og síðar:

Öll fyrirtækin þrjú gefa íslenska ríkinu einkunn í lægsta þrepi fjárfestingarflokks. Á hinn bóginn myndi hagfelldur dómur í Icesave væntanlega falla matsfyrirtækjunum vel í geð, enda væri stórum óvissuþætti um skuldastöðu ríkissjóðs þar með eytt. Dómsorðið á mánudag getur því haft talsverð áhrif á efnahagshorfur komandi missera, þótt líklega verði áfram veruleg óvissa um framgang málsins,“

Svo nú er fullþörf á að krossleggja putta á mánudag. 


mbl.is Ísland mun standa af sér slæma niðurstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og þetta hjálpar okkur hvernig?

Ætli að Bretar gleymi því í bráð hvering að eftirlti með bönkum og fjárfestum hér hjá okkur var háttað? Að við skildum leyfa þeim að stofna útibú erlendis til að dæla hingað peningum einstaklinga frá Bretlandi og Hollandi, því að bankarnir fengu hvergi...

Svona virkar krónan - KAFLI 5

Þessi frétt sýnir stöðuna svart á hvítu. Krónan búin að hækka lán OR á nokkrum mánuðum um hvað um 7 milljarða. Skuldir Orkuveitu Reykjavíkur hafa gróft á litið hækkað um 7,3 milljarða síðan í lok september vegna veikingar krónu. Skuldir í evrum hafa...

Ég kaus Árna Pál sem næsta formann Samfylkingar

Ástæður þess eru nokkrar. Fyrir það fyrsta fannst mér hann sem ráðherra standa sig vel. Jú ég segi standa sig vel. Veit vel að fólk deilir á hann fyrir „ÁrnaPáls“ lögin sem sett voru en ég biði ekki í þá stöðu hjá mörgum ef að þau hefðu ekki...

Og vinnubrögð Sjálfstæðisflokks í því máli - Hvernig hafa þau verið?

Finnst að flokka sem kvarta yfir vinnubrögðum annarra þurfi nú að sýna okkur hvað þeir hafa gert betur! Svona eins og t.d. um 18 ára forysta sjálfstæðismanna hverju skilaði hún í Stjórnarskrármálum? Eða hvernig tóku Sjálfstæðismenn á breytingum sem átti...

Hér fer fyrirtæki manns sem telur að hann sé hæfastur í að stjórna Íslandi.

Nú er EM 13 áður BMI komið í gjaldþrotameðferð. Það væri í ekki í frásögur færandi nema að þar var stjórnarformaður Bjarni nokkur Benediksson. Maður sem um 37% þjóðarinnar segir nú að það sé tilbúið að kjósa sem Forsætisráðherra Íslands þ.e. með því að...

Svona virkar krónan KAFLI 4 Svona skrifar Egill Helgason

Íslenska krónan – og dýrtíðin Vigdís Hauksdóttir bar saman kassakvittanir í Bónus og komst að því að verðlag á Íslandi hefði hækkað óskaplega. Það er alveg rétt. Við eru afskaplega háð innflutningi í þessu landi – og sjálfum okkur nóg um...

Svona virkar krónan KAFLI 3 Svona skrifar Bubbi Morthens

Framtíð fyrir börnin okkar Krónan veikist og heimili landsins veikjast. Börnin mín líða fyrir þetta, þjóðin líður fyrir þetta. Skuldir mínar og þínar hækka. Gjaldeyrishöftin áttu að vera í 10 mánuði, já 10 fokking mánuði. Fólk verður að skilja að krónan...

Svona virkar krónan KAFLI 2

Þessa mynd var búið að birta hér áður. En nú er búið að reikna út ákveðnar sláandi staðreyndir. Matarkarfan hér fyrir neðan kostaði 5810 kr En nú kostar hún 11910 krónur Ef við hefðum verið með evru eða dollar þá hefði karfan kostað 2007 í evrum 65.27...

Þetta sögðu formaður Sjálfstæðisflokks og þingflokksformaður í lok 2008

Bjarni og Illugi vilja aðildarviðræður við ESB Vísir Innlent 13. desember 2008 10:09 Bjarni Ben formaður utanríkismálanefndar. Tveir frammámenn Sjálfstæðisflokksins á þingi, Bjarni Benediktsson og Illugi Gunnarsson, lýsa því yfir í Fréttablaðinu í dag að...

Það fyrsta sem hinn ungi formaður ungra framsóknarmanna ætti að gera!

Leiðrétta þann leiða misskilning sem formaður Framsóknar og fleiri halda fram að einhver öfga umhverfisvernd sé að tefja fjárfestingu hér sbr.ruv.is Virkjanir upp á 800 megawött undirbúnar Fyrst birt: 20.01.2013 13:26, Síðast uppfært: 20.01.2013 13:28...

Svona virkar krónan

Hér er mynd af skjali sem einhver tók saman og bar saman verð 2007 á ákveðnum vörum og svo hvernig staðan er núna. Neðst má sá hvernig gengi krónunar hefur rýrnað frá 2007 miðað við Evru og Dollar. Og ef fólk bætir hækkun á launavísitölu við þá eru...

Stefna Sjálfstæðisflokks fær á kjaftinn. Haraldur ætti að berjast fyrir breytri stefnu.

Af ruv.is Árstekjur 100 ríkustu manna heims eru fjórfalt hærri en sú upphæð sem þyrfti til að útrýma fátækt í heiminum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá bresku hjálparsamtökunum Oxfam. Ríkasta eitt prósent jarðarbúa er með 60% hærri tekjur í dag en...

Sjálfstæðisflokkur! Hvers vegna ætlar fólk að kjósa hann?

Nú er von að maður velti fyrir sér hvað sérstaklega veldur því að um 40% sé tilbúið að kjósa Sjálfstæðisflokk! Er það Bjarni Ben? Nú var hann þingmaður Sjálfstæðisflokks í hruninu sagði margt þá sem hann hefur dregið allt til baka. Er það kannski af því...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband