Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Smá fróðleikur um Icesave

Friðrik Jónsson á eyjan.is birtir þetta blogg í kvöld 16.júní og setur Icesave í rétt ljós fyrir þá sem vilja reyna að skilja það.

Icesave: Rétt að semja og sluppum með skrekkinn

Það er sannarlega athyglisvert að lesa endurskoðað svar Vísindavefsins um hugsanlegan kostnað vegna Icesave. Kostnaðurinn vegna Svavarssamningana kominn niður í mest 140 milljarða, en líkast til frekar 90 milljarðar vegna Ragnars Hall ákvæðisins svokallaða. En jafnvel minna en það. Bucheit-samningurinn hefði kostað í heildina um 66 milljarða, en þar af hefðu 20 milljarðar verið greiddir úr Tryggingasjóði innistæðueigenda (sem var jú greidd út hvort eð er) og mest 46,5 milljarðar fallið á ríkið.

Það sem gleymist hins vegar alltaf í umræðunni um Icesave er hvers vegna verið var að reyna að semja? Jú, einfaldlega til að takmarka áhættu. Hver var áhættan? Hún sneri annars vegar að ríkisábyrgð strax á lágmarkstryggingu, sem hefði þýtt að íslenska ríkið hefði þurft að fjármagna greiðslu lágmarkstryggingar strax 2009 (670 milljarða í erlendum gjaldeyri) á þáverandi lánakjörum á markaði (sem voru í reynd vonlaus – Ísland hefði aldrei getað annað en treyst á lán frá ríkissjóðum Hollands og Bretlands og IMF). Hins vegar sneri áhættan að „mismunun á grundvelli þjóðernis“ og var það í raun mun hættulegra mál en ríkisábyrgðin ein og sér – og það sem velflestir lagasérfræðingar voru hræddastir við.

Ef Icesave-dómurinn hefði fallið þannig að aðferðafræði íslenskra stjórnvalda við 100% innistæðutryggingu innlendra lögaðila hefði falið í sér mismunun á grunvelli þjóðernis voru tæpir 1350 milljarðar í erlendum gjaldeyri í húfi (plús vextir, vaxtavextir og veruleg gengisáhætta). Hugsanlegur heildarreikningur upp á 1700 til 2000 milljarða hefði allur fallið á ríkissjóð. Ríkissjóður hefði hugsanlega getað endurheimt vænan hluta þess engu að síður úr þrotabúi Landsbankans, en áhættan sem hér var staðið frammi fyrir var augljóslega gígantísk. Þess vegna m.a. reyndu menn fram í rauðan dauðan að semja.

Í ljósi þess hversu verulega var búið að takmarka áhættuna í kjölfar Bucheit-samningsins er athyglisvert að bera saman áhættuna sem staðið var frammi fyrir í þjóðaratkvæðagreiðslunum:

Icesave I, II og III: Góður dómur 0 krónur (samt einhverjir milljarðar frá TIF, plús eitthvað fleira); samningar 46, 90 eða140 milljarðar, tap fyrir dómi á mismunum á grundvelli þjóðernis 1350 milljarða fjármögnun strax, vaxtagreiðslur í ofanálag, ríkið í ábyrgð fyrir öllum pakkanum, endurheimtur einhverjar, en endanlegur beinn kostnaður ríkissins líkast til á bilinu 500 – 1000 milljarðar. Þegar Bucheit samningurinn liggur fyrir er vegna 46,5 milljarða fyrirsjáanlegs reiknings í þjóðaratkvæðagreiðslu ákveðið að taka áhættu sem hefði getað endað með 500 -1000 milljarða reikningi á ríkið!

Enn og aftur, þessi áhætta var raunveruleg, og greinilega talin veruleg – líka af þeim sem höfðu talað fyrir dómstólaleið og því að fella samninga í þjóðaratkvæðagreiðslum. Bæði núverandi Forseti Íslands og núverandi forsetaframbjóðandi Davíð Oddsson voru dagana fyrir dómsuppkvaðningu farnir að baktryggja sig fyrir slíkri niðurstöðu með því að tala fjálglega um að Ísland yrði ekkert endilega bundið af niðurstöðu dómsins ef hann yrði óhagstæður. Aldrei heyrðist slíkur málflutningur frá Bretum og Hollendingum, að þeir myndu ekki virða niðurstöðu dómsins, þó þeir hefðu ekki einu sinni beina aðkomu að honum.

Sá misskilningur virðist ríkja – og hafa ríkt – að tap fyrir dómi myndi í versta falli leiða til þess að hægt væri að ganga að fyrri samningum sem vísum á ný. Það var hrein tálsýn.

Enn, sem betur fer vannst málið. Á undraverðan hátt. Með nýstárlegum dómi EFTA-dómstólsins sem m.a. sótti rök fyrir sýknu út fyrir gögn málsins. Því skal ætíð fagna. Það skiptir máli að hafa fengið fyrir alþjóðlegum dómstól þá niðurstöðu að ríki hafi verulegt svigrúm til að tryggja efnahagslega lífsbjörg sína. Tímanum sem fór í samningaviðræður var líka vel varið, því tíminn vann með Íslandi. Samúð og skilningur jókst – og það gaf m.a. líka upphaflega norska dómara EFTA-dómstólsins „svigrúm“ til að tjá sig með þeim hætti að hann varð að víkja sæti (hann vildi að Ísland bæri ábyrgð og borgaði reikninginn ef ég man rétt).

Annar kostnaður vegna tímatapsins var líkast til óumflýjanlegur – Icesave var ekki eina ástæða þess að alþjóðlegur lánamarkaður hélt að sér höndum gagnvart Íslandi lengi vel – væntanleg uppgjör þrotabúa skipti þar líka máli, svo og almenn endurreisn efnahagslífsins. Við sluppum svo sannarlega með skrekkinn.

En að reyna að semja var skynsamlegt og rökrétt. Samningaviðræður voru hvergi á skalanum „óskiljanlegar“ til „landráð“ – sama hvað sumir vilja halda fram. Sérstaklega er mikilvægt að hafa þetta í huga þegar í einhverjum hópum þjóðfélagsins hefur myndast nokkurs konar „berufsverbot“ stemning gagnvart þeim sem studdu það að samningaleið yrði farin og niðurstaða þeirra samþykkt.


Furðulegar hugmyndir sem margir hafa um fjölda flóttamanna og hælisleitenda hér á landi

Á síðstar ári voru þeir sem fengu hér hæli eftirfarandi. Athugið að þeir voru ekki þúsundir eða tugþúsundir eins og menn láta bæði hér á netinu og á Útvarpi Sögu

haelisleitendur_1284080.jpg

Þarna sést að 45 hafa fengið tímabundið dvalarleyfi vegna hættu heima fyrir og 21 viðbótar vernd og svo 16 sem fengu dalarleyfi vegna mannúðarástæðna. Og um 50 manns var boði hingað frá Sýrlandi. Þetta er rúmlega hálf farþega þota í heild sinni.

En hér tala allir eins og hér séu þúsundir og tugþúsundir sem eru hér. Svo eru kannski 2 til 300 sem bíða afgreiðslu.

Væri gott að menn töluðu um málin út frá staðreyndum en bæru ekki að lepja bullið upp eftir hvor öðrum.

 


mbl.is 235 sótt um vernd á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona haga kristnir Bretar sér! Eigum við að banna bretum að koma til Íslands.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um AFP-frétta­stof­unn­ar voru um 250 stuðnings­menn Eng­lands sem lenti sam­an við lög­regl­una í Vieux Port-hverf­inu og hentu þeir meðal ann­ars bjórdós­um og öðru laus­legu í lög­reglu­menn­ina. Var þeim svarað með tára­gasi. Nokkr­ir voru hand­tekn­ir og einn flutt­ur á spít­ala vegna minni hátt­ar meiðsla. (segir í fréttinni)

Ef við beittum rökfræði múslimahatara hér á landi þá ættum við að álykta að vegna þessara fótboltabullna væri Bretum rétt lýst sem heild og við bættum að gera allt til þess að enginn Breti flytti hingað til lands. Því annar mundu þeir kveikja í veitingastöðum og meiða fólk hér.

En hugsandi fólk veit að þetta eru undantekningar og óþjóðalíð sem notar sér íþóttaleiki til að fá úrrás fyrir ögeðslegar athafnir eins og að meiða aðra


mbl.is Enskar bullur kveiktu í veitingastað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta ekki málið? Smá kærleikur, samvinna og samtal milli trúarhópa?!

Bara að minna þá sem lesa þetta og þykjast kristinir en ala svo á hatri gegn öðrum trúarbrögðum!og gegn fólki sem hefur ekkert gert þeim! Að skv. því sem ég las í Biblíunni í gamladaga þá er leið þeirra sem ala á hatri og valda öðrum meðbræðrum skaða með örðum sínum beint til helvítis! Ekki það að ég trúi þessu lengur en skv. mínum skilningi sem barn þá var Jesú byltingarforingi sem einmitt boðaði frið, kærleika og samtal milli trúarhópa. Hann hafnaði ofbeldi og útskúfun. Og lagði grunn að því að ólík trúarbrögð ættu að umbera hvor önnur. En hér láta "þeir trúuðu" eins og við séum öllum æðri og allir sem eru múslimar séu og hafi alltaf verið bara til til þess að útrýma örðum. Það er nú furðulegt ef svo væri að þeim hafi tekist jafn illa til á 1400 árum.

Eins gleyma menn að lætin sem hafa verið síðustu áratugina er kannski vegna þess að hin kristnu samfélög Vesturlanda hafa beint og óbeint komið á þessum ömurlegu aðstæðum þar sem öfgamenn hafa fengið meiri völd en þeir ættu annars. M.e. öfga gyðingar í Ísrael sem hafa miskunarlaust fengið að leggja undir sig landsvæði sem Palestínumönnum var ætlað. Og svo öfga múslimar sem nota það ástand m.a. til að réttlæta óhæfuverk sín.

 


mbl.is Múslimar með aðstöðu hjá Fríkirkjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Væntanlegt forsetakjör! Kjósið eitthvað annað en Davíð! Takk fyrir

Svona bara til að segja það. Þá held ég að flestir viðurkenni að Davíð sem jú forsætisráðherra hér frá 1991 til 2004 og síðan utanríkisráðherra fram til þess að hann skipaði sig Seðlabankasjóra hvað 2006 er arkitektin að því ástandi hér sem varð á þessum tíma þar sem að bankarnir voru nær alfarið einkavinavæddir og fengu algjört frjálsræði til að sækja í erlent fjármagn Og svona almennt var beislunn sleppt af öllu og menn sleppu sér bara almennt. Þannig að staðan hér 2008 var að stórm hluta Davíð og vinum hans að kenna. Og áætlanir gerðu ráð fyrir að enn meira frelsi og menn talandi m.a. um að gera Ísland að aflandseyju.

En í alvöru krakkar erum við að reyna að endurvekja stöðuna sem leiddi til hruns eða ætlum við að reyna eitthvað annað. Til þess að hér verði einhverjar breytingar er náttúrulega galið að ætla að kjósa mann sem sem hefur lengist haldið um valdataumana hér samfellt. Til þess að breyta einhverju þarf nýtt fólk.

OK ef þið viljið ekki kjósa Guðna af hverju ekki Höllu! nú eða Andra Snæ. Jafnvel nokkrir aðrir valkostir af fólki sem var ekki í stjórnmálum á meðan að Ísland sökk!


Sé að menn eru gífurlega glaðir að Sigmundur Davíð ætlar að vera áfram í stjórnmálmum

Og Sigmundur Davíð telur upp afrekin sín á Facebook í tilefni þess að það séu 3 ár síðan hann tók við sem Forsætisráðherra. Þar haldur hann því fram að aldrei fyrr í sögunni hafi fólk hér haft það betra og heimili skuldi nánast ekki neitt og svo framvegis og svo framvegis. Þetta rímar illa við könnun lífskjarakönnu Gallup þar sem kemurm fram:

Meirihluti íslenskra heimila safnar skuldum eða nær endum saman með naumindum samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallups. Fjárhagur heimila er aðeins skárri nú en fyrir þremur árum.

Einn af hverjum tíu sagðist safna skuldum. 11 af hundraði sögðust nota sparifé til að ná endum saman og 36 af hundraði sögðust ná endum saman með naumindum. Það eru því samtals 57 af hundraði á í erfiðleikum með fjárhaginn. 

35 af hundraði geta safnað svolitlu sparifé og sjö af hundraði sögðust geta safnað talsverðu sparifé.

Fleiri áttu í erfiðleikum fyrir þremur árum en í síðasta mánuði samkvæmt Þjóðarpúlsinum og enn fleiri í desember og júlí 2010, en í nóvember 2009 var ástandið svipað og fyrir þremur árum. Ekki var marktækur munur eftir kynjum.

Sá aldurshópur sem helst getur safnað sparifé er fólk á aldrinum 18 til 29 ára. 67 prósent þeirra getur safnað sparifé. Þetta fólk má þó búast við breytingum til hins verra þegar það kemst á fertugsaldur.

Fólk á fertugsaldri á nefnilega langerfiðast allra aldurshópa við að ná endum saman. Aðeins 31 prósent þeirra getur safnað sparifé, 47 prósent á erfitt með að ná endum saman og 22 prósent safnar skuldum eða gengur á sparifé sitt.

Þeir sem myndu kjósa Bjarta framtíð eða Sjálfstæðisflokkinn ef kosið yrði til Alþingis í dag eru ólíklegri til að safna skuldum og líklegri til að ná að safna sparifé en þeir sem kysu aðra flokka. Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar eru líklegri til að safna sparifé en hinir.

Fátækar fjölskyldur eru margar ef marka má þjóðarpúlsinn. Fjórir af hverjum tíu sögðu einhvern í nánustu fjölskyldu sinni búa við fátækt. Og það er meira en í fyrri þjóðarpúlsum. Árið 2007 var aðeins tæpur fjórðungur sem taldi einhvern í nánustu fjölskyldu sinni búa við fátækt. Hlutfallið var komið í 35 prósent árið 2011, í 37 prósent árið 2012 og 40 prósent í síðasta mánuði. ruv.is


Flott ef að leyndinni verði aflétt! En væri gott að það yrði gert áður!

Vigdís gjörn á að misskilja hluti og rasa um ráð fram. Væri betra að einhver annar gerði það. Get ekki séð hvaða meðgjöf hún talar um því það hefði væntanlega komið fram í fjárreiðum ríkisins sem og við eigum nú Íslandsbanka þannig að kröfuhafar hafa væntanlega ekki tekið neitt út úr nýju bönkunum. Og Landsbankann eigum við og höfum átt síðan í hruninu. Minni á að bankarnir nýju fengu vissulega meðgjöf en það var skildist manni til að tryggja innlendar innistæður. Mér er nákvæmlega sama þó sum að skuldsettu fyrirtækjunum hafi farið á hausinn og verið endurskipulögð. Ef þar var ekki um lögbrot að ræða. Get ekki með neinu móti séð af hverju að Steingrímur persónulega hefði átt að taka BM - Vallá af Viglundi. Og BM- Vallá síðan afhent einhverjum framsóknarmanni. Hvaða gróða hefði Steingrímur átt að hafa af því? Vona að Vigdís sé nú ekki að vinna þetta með Víglundi sjálfum. Og vona hennar vegna að hún standi þá fremst í að láta rannsaka einkavæðinguna 2002 eða 3


mbl.is Birtir gögn um seinni einkavæðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

-Gula hættan- og fleiri hættur sem hafa steðjað að okkur Íslendingum

Þegar ég var lítill að alast upp í Kópavogi fréttum við krakkarnir af manni sem stóð lönguum í fjörunni því hann vildi vera fyrstu til að vara okkur við þegar að Japanir mundu koma í skipsförmum að leggja landið undir sig. Því þá var sagan þannig að Japan væru mjög landlítil þjóð og því væri það bara árs spursmál hvenær þeir þyrftu að leggja undir sig önnur lönd bara til að búa á.

Áður en þetta var þá var varað mjög við að þeldökkir bandarískir hermenn fengju að fara út út herstöðinni því það yrði hræðilegt ef þeir myndu valda einhverjum skemmdum  á hinu hreina erfðaefni Íslendinga.

Í áratugi höfðu menn nær algjöra vissu fyrir þvía ð helsta markmið Sovétríkjana væri að leggja undir sig Ísland.

Fyrir hvað 30 árum voru menn að vara við að taka við flóttamönnum frá Vietnam því þeim mundu fylgja gríðarlegur fjöldi ættingja og óskyldra sem mundu leggja undir sig Ísland.

 

Fólk sem var á móti EES sagði að innan fárra ára yrðu Evrópumenn búnir að kaupa hér upp öll fyrirtæki og allar jarðir og við yrðuum bara leiguliðar.

Fyrir árum eða áratugum þá höfðu menn gríðarlegar áhyggjur af því að austur evrópubúar myndu leggja undir sig Ísland af því hér væri svo gott að búa. En staðeyndin er að við værum sennilega ekki að vinna allan þennan fisk, sum byggðarlög væru aflögð og ekki væri hægt að byggja allt þetta atvinnuhúsnæði og íbúðahúsnæði ef þeir kæmu ekki til.

Nú fyrir nokkrum árum voru menn vissir um að Kínaverjar ætluðu að leggja undir sig Ísland t.d. með því að kaupa Grímsstaði.

Og nú er það hræðsla við múslima sem þarf ekki að skýra.

Hvenær ætla menn að hætta að trúa þessu um að við Íslendingar  og Ísland séu svo eftirsóknarverð að allur heimurinn vilji helst af öllu flytja hingað?  Og hefur reynslan ekki sýnt okkur að þeir útlendingar sem hingað hafa flutt hafa bara komist nokkuð vel af? Og hræðslan við þetta hefur reynst bull.


Svona til upprifjunar vegna umræðu um Guðna Th og Icesave

Nú keppast allir við að reyna að klína einhverju á Guðna Th og fer Davíð Oddsson þar fremstur í flokki. En menn eru auðsjáanlega farnir að ruglast eitthvað í sögunni.

Fyrst um samningana:

  • Svavarssamningurinn var aldrei afgreiddur út úr Alþingi.
  • Þingmenn sátu yfir honum og settu inn allskonar fyrirvara sem síðan var afgreitt síðsumars samþykktur af Alþingi.
  • Olafur Ragnar skrifaði undir þau lög.
  • Bretar og Hollendingar samþykktu ekki þessa útfærslu og því var gengið aftur til samninga
  • Sá samningur sem náðist þá var samþykktur af Alþingi en forseti synjað þeim lögum samþykktar eftir undirskriftasöfnun.
  • Þá var enn og aftur reynt að semja og Lee Bucheit leiddi þá samninga og náði mjög ásættanlegum samningum skv því sem hann sagði. Alþingi samþykkti þá en forsetinn synjað þeim undirritunar eftir undirskriftasöfnun og þeir voru feldir í þjóðaratkvæðagreiðslu 60/40

Guðni Th var jú á þessum tíma sagnfræðingur og því bara almennur borgari. Hann kom ekkert að þessum samningum eins og við flest. Hann hefur sagt að hann greiddi atkvæði gegn Icesave 2 en sagði já vð Icesave 3 enda treysti hann á dómgreind manns sem var með þeim fremstu í heiminum í svona samningum.

Ég er svona að velta fyrir mér í vitleysis rausinu sem nú gengur að fólk sé bara ekki alveg í lagi. Ólafur neitaði að skrifa undir eftir að hafa fengi undirskriftir tugþúsunda manna. Hvað hefði Ólafur gert ef svo hefði ekki verið? Heldur fólk virkilega að Guðni hefði ekki gert slíkt hið sama ef hann hefði verið í stöðu Ólafs og fengi slíka áskorun?


Væri gaman að einhver benti Gunnari Braga á eftirfarandi:

Þegar hann talar um að aðrir þurfi ekki að borga fyrir að nýta aðrar auðlindir þjóðarinnar. Þetta er bara ekki sambærilegt. Ríki eða sveitarfélög eiga nær öll raforkufyrirtæki sem nýta vatnsaflið. Hagnaður af því fer því til almennings.  Það er talað um að setja skatt á þá sem eru að skoða nátturuperlur sem á að renna í ríkissjóð. Það er nær alveg sama hvar borið er niður menn eru að borga fyrir að nýta sér auðlindir í eigu þjóðarinnar.


mbl.is Veiðigjöld ekki sanngjörn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband