Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Smá hugleiðing varðandi IceSave

Hef verið að hugsa um ummæli manna um IceSave síðustu daga bæði hér á blogginu sem og í fréttum. Ég hef náttúrulega oft fjallað um Icesave. Og eins hef ég fengið athugasemdir um að ég sé aumingi og vilji að Bretar og Hollendingar hafi fullkomninn sigur og nái að kúga okkur. Allt í lagi! En það eru nokkrir punktar sem mér finnst að fólk gleymi.

Ísland var og er meðal ríkustu þjóðum heims. Tekjur hér á mann eru miklu hærri en bæði í Hollandi og Bretlandi. Samt er fólk á því að þessum þjóðum beri að vera sérstaklega góð við okkur þar sem að við séum svo lítil og fátæk.

Við markvisst komum hér á fullkomnu frelsi bankanna til að gera það sem þeir vildu. Um leið þá drógum við markvisst úr eftirliti með þeim sem og með samkeppni þar sem að aðalflokkur í stjórn hér síðustu áratugi var á móti því að leggja fé í eftirlitsstofnanir. Töldu þær bruðl því að markaðurinn mundi hafa eftirlit með sér sjálfur. Þetta kom fram í ályktun á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins 2007
"Hið opinbera þarf stöðugt að huga að því að lögbundið eftirlitskerfi verði ekki of íþyngjandi fyrir atvinnulífið og þarf að gæta þess að gera ekki óþarfar kröfur til atvinnulífsins og taka ekki upp meira regluverk en nauðsyn krefur. Þá skal lögð áhersla á að eftirlit verði eftir því sem kostur er í höndum einkaaðila, meðal annars með því að fyrirtæki njóti innra eftirlits. Það að ákvörðunarvald um hvaða kröfur skuli gerðar liggi hjá hinu opinbera, þarf ekki að þýða að ríkið þurfi sjálft að hafa allt eftirlitið með höndum"
Svo nú þegar komið er í ljós að eftirlit okkar var í mýflugumynd og aðhald með bönkunum var nær ekkert. Þá viljum við ein þjóða ekkert með ábyrgð á innistæðum sem við áttum að tryggja að væru tryggða upp að vissu marki.

Við höldum því fram að Hollendingar og Bretar fari létt með að borga sinn hluta af því sem fór í að greiða upp Icesave innistæður og þeir geti bara sjálfum sér kennt að hafa borgað þetta allt. Samt sem áður kvartar enginn hér þó að allar innistæður hér hafi verið tryggðar upp í topp. Og skv. reglu um jafnræði hefðum við þá átt að vera ábyrg fyrir öllum innistæðum á Icesave þar sem það var í Íslenskum bönkum.

Eins tala menn um að skv. reglum um innistæðutryggingar hefðu Bretar og Hollendingar ekki þurft að borga þetta svona fljótt. En hvernig halda menn að staðan væri hérna þá. Það væru um 300 þúsund innistæðueigendur sem væru hér mótmælandi, í lögsóknum eða að undirbúa þær. Þær hefðu væntanlega staði í ár eða áratugi og sennilega endað þannig að þeir hefðu náð að rukka inn frá okkur allar innistæður líka það sem Bretar borguðu.

Og ef við víkjum aftur að því að við erum ein ríkasta þjóð í heimi með þeim sem eru með hæstu þjóðartekjur á mann og verðum það áfram þá finnst mér ekkert skrýtið að okkur sé gert að borga innistæðutryggingaíhlutan.

En eins þá finnst mér ummæli eins og viðhöfð eru um embættismenn okkar og samninganefndina vera gjörsamlega út í hött. Þar tala ungir óreyndir þingmenn sem aldrei hafa átt í samskiptum og samningum við eitt né neitt eins og þeir viti allt betur. Þeir virðast ekki skilja að samningastaða okkar var slæm. Það sem menn eru að reyna að höggva í er einhver galli á tilskipun EES sem þeir ættu að vita að yrði aldrei samþykkt túlkun hjá ESB

 

Síðan tala allir eins og samninganefnd okkar hafi haft öll tromp á hendi og hefðu átt að geta fengið allt í gegn hjá Bretum og Hollendingum. En eins og allir vita þá eru samningar einmitt að báðir aðilar gefa eftir eitthvað. Bretar og Hollendingar tóku á sig allt yfir lámarksinnistæðutryggingum. Þeir gengu ekki eftir inneignum lögaðila. Eins og sveitarfélaga, líknarfélaga og fleiri. Þó vitum við að mörg sveitarfélög töpuðu öllu sínu, hjúkrunarheimili berjast í bökkum, heilu borgarstjórnir hafa þurft að segja af sér vegna peninga sem töpuðust í Icesave. Það  var jú í upphafi að Bretar vildu fá okkur til að viðurkenna að við skulduðum allt þetta.

Æ ég gæti haldið áfram lengi en það sem ég vildi í raun segja að mér finnst að þessi árátta okkar í að tala um að við lifum þetta ekki af og ráðum ekki við þetta vera út í hött. Þjóðir hafa verið skuldugari og í raun vorum við skuldugari í fyrra þegar að ríki, fyrirtæki og einstaklingar skuldaðu um 14 falda landsframleiðslu. Nú hafa þó skuldir dregist saman um mörg þúsund milljarða  þó að skuldir ríkisins hafi aukist.

Við vitum að það verður erfitt næstu árin en fátæk verðum við ekki. Við eigum áfram að eiga möguleika á að styðja við þá sem verst standa og koma í veg fyrir að fólk lifi við sult. Síðan birtir fljótt aftur það hefur alltaf gert það hjá okkur. Og ég er orðinn þreyttur á að svo mikilli orku sé beitt í 

  • að rífa niður það sem verið er að gera,
  • að rægja fólk sem virkilega er að reyna vinna fyrir okkur
  • að koma með ömurlegar framtíðarspár
  • að draga kjark úr fólki
  • að reyna að koma höggi á hina og þessa.

Það getur vel verið rétt að ég sé óraunsær en ég vildi óska að við höguðum okkur í þessu máli eins og þegar við höfum orðið fyrir náttúruhamförum. Þar sem að við þjöppum okkur saman um að byggja aftur upp en látum sérfræðingana um að fara yfir almannavarnirnar og hvort að einhver hafi brugðist. Og ef eitthvað var gert rangt þá leiðréttum við það þegar að tími gefst til. En við látum ekki allt stöðva uppbygginguna því hægt er að laga flest eftir því sem á líður. Jafnvel Icesave.


mbl.is Styðja Icesave með fyrirvara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins!!!

Kominn tími til að koma þessu máli í einhvern farveg þannig að hægt verði að snúa sér að öðru. Og enn betra væri að það yrði svo stór meirihluti á bakvið samþykkt Alþingis að fyrirvararnir fengju við það enn meira vægi.
mbl.is Segja samkomulag í sjónmáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá athugsemd varðandi þessa könnun Andríkis

Í fréttinni kemur ekki fram hvenær þessi könnun var gerð en skv. upplýsingum á Vef - Þjóðaviljanum var könnunin gerð  16. til 27. júlí. Því er kannski rétt að setja fyrirvara við þessa niðurstöðu. Því eins og málin þróast í dag er það nýjasta upphrópunin sem mótar skoðanir fólks. Og margt hefur gerst síðan 16. júlí.


mbl.is Meirihluti andvígur Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æ hvað mér leiðist svona upphrópanir!

Hvað á Höskuldur við með þessu:

Ef við tökum þetta að okkur erum við að dæma þjóðina til fátæktar þegar til framtíðar er litið, að mínu mati

Það væri gaman að vita hvað Höskuldur á við „dæma þjóðina til fátæktar". Er hann að halda því fram að fólk verði hér eins og í Afríku. Að við verðum upp á matargjafir frá Sameiniðuþjóðunum komin? Er hann að kannski að meina að við höfum ekki efni á að kaupa okkur nýja Range Rover? Er er ekki rétt að lífskjör gætu orðið hér eins og voru kannski um 1995. Við komumst vel af þá. Fórum kannski ekki eins oft til útlanda, keypum minna af hjólhýsum og sumarbústöðum.

Síðan væri gott að bæði Hagfræðistofnun gerði sér grein fyrir að fólksflótti verður nú kannski takmarkaður því það er kreppa í öðrum löndum.


mbl.is Samningurinn dæmir okkur til fátæktar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja nú eru fleiri farnir að tala sama tungumál í þessu!

Heyri á Þór Saari sem hefur jú verið harður andstæðingur IceSave en um leið hagfræðingur að hann og fleiri eru að komast á þá skoðun að ekki beri að hafna ríkisábyrgð. Enda má segja að andstaða hans og fleiri hafi kannski kallað fram að gerðir verða eins miklir fyrirvarar við ábyrgðina eins og hægt er. Þannig tek ég undir með honum að við þurfum að hafa í samþykkt Alþingis hámark á greiðslubyrgði okkar. Hef heyrt að um 2% af landsframleiðslu væri algjört hámark. Tryggvi Þór hefur líka sagt þetta. Þetta ákvæði þarf að fara inn og tryggja að það veki  upp ákvæði um endurskoðun á lánskjörum ef að forsendur bregðast.

Þjóðir heims eru náttúrulega farnar að horfa á vandræðagang okkar með þetta mál og þetta er ekki til þess fallið að við getum fljótlega unnið okkur traust og trúverðugleika hjá öðrum þjóðum hvað þá lánastofnunum. Það væri mjög sterkt fyrir Alþingi að ná nú sátt um þetta mál með fyrirvarar leiðinni og koma fram sem einheild þegar að málið verður tekið fyrir aftur á þingi. Með því að samþykkja þetta mál eftir að bætt hefur verið í það fyrirvörum, og með miklum meirihluta þá fær heimurinn skilaboð um að við séum að sameinast við að koma okkur á skrið aftur.

Ef við höldum svona áfram eins og nú er þar sem allir véfengja aðgerðir og skoðanir annarra þá fær enginn trú á okkur í bráð.


mbl.is „Undirliggjandi tónn skýrslunnar svartsýnn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju er ekki spurt hreint út?!

Andríki notar sama spurningaform og Heimsýn til að fá sína niðurstöðu þ.e.

konnun_esb

Af hverju hafa þeir ekki svarmöguleikana?.

  • Óviss
  • Nei

Þessir svarmöguleikar og úrlestur úr þeim er háður huglegu mati. T.d. hvað á fólk við með "Frekar andvígur"? Er það þá á því að þó það sé slæmur kostur að ganga í ESB þá sé það nauðsyn? Eða "Frekar hlynntur" Hvað þýðir það? Úr þessari könnun má alveg eins lesa að það séu aðeins um 29% sem eru mjög á móti því að ganga í ESB aðrir séu nú svona frekar á því.

Og eins að minnihluti þjóðarinnar sé á móti aðild að ESB þ.e. frekar andvígir og mjög andvígir = 48,5%. Öðrum er sama eða hlynntir aðild að ESB = 51,5%


mbl.is Fleiri andvígir aðild að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað eiga Hagsmunasamtökin við með "óásættanlegt ójafnræði milli lántakenda"?

Var að lesa yfirlýsingu Hagmunasamtaka Heimilanna. Þau eru ekki ánægð með þetta úrræði fremur en önnur.

Fyrst væri nú gott að vita hvað þau eiga við með þessari klausu:

Eins og hér hefur verið rakið nýtist úrræðið einna helst ákveðnum hópi. Því má spyrja hvaða úrræði verða í boði fyrir aðra hópa? Ef skuldaaðlögun Nýja Kaupþings er ætluð til að skapa friðþægingu fyrir stjórnvöld gagnvart kröfunni um leiðréttingu á lánum heimilanna er að lokum mikilvægt að taka framað úrræðið felur hvorki í sér leiðréttingu né afskrift, og skapar jafnvel óásættanlegt ójafnræði milli lántakenda.

Hvað var þá með hugmyndir um 20% niðurfærslu lána. Var þar ekki um óásættanlegt ójafnræði milli lántakenda að ræða. Eins finnst manni furðulegt að þeir skuli taka lækkun á íbúðaverði inn í útreikninga sína það er ekki hægt að ætlast til að allir sem hafi orðið fyrir lækkun á Íbúðaverði fái leiðréttingu á lánum vegna þess. Það mundi ekki ganga upp. Þeir kenna AGS um að almennar lækkanir lána gangi ekki upp. Hefur þeim dottið í hug að kröfuhafar hafi kannski ekki samþykkt það svona almennt?

Almennt má gera ráð fyrir að í þeim hópi lántakenda sem áttu hlutfallslega lítið eigið fé til íbúðakaupa finnist margir yngri lántakendur sem jafnvel voru að festa kaup á sinni fyrstu eign, nýkomnir á vinnumarkað. Á hinn bóginn má gera ráð fyrir að fjölskyldur sem áttu meira eigið fé hafi verið  vinna fyrir því á lengri tíma þar sem fyrirvinnur þeirra heimila hafi verið lengur á vinnumarkaði en fyrstu kaupendur. Tap þeirra (heimili A) vegna hruns efnahagskerfisins er því í raun mun meira  kaupenda (heimili B).

Á þá að lækka lán enn frekar á þeim sem áttu meira eigið fé í sinni íbúð? Eru Hagsmunasamtökin að fara fram á að fólk eigi hlutfallslega jafn mikið eigið fé í íbúðum sínum eftir allt hrunið. Og Hagmunasamtökin muna sennilega ennþá eftir því að um 70% allra lána vegna íbúðakaupa eru við Íbúðarlánasjóð? Og að það voru margir sem þorðu ekki að taka gengistryggð fasteignalán vegna gengisáhættu. Eiga þá þeir sem voru varkárir að sitja uppi með minni leiðréttingar? Og á þá í framtíðinni alltaf að bæta fólki upp ef að íbúðaverð fellur?

Fullt af spurningum sem vakna við þetta.


mbl.is Friðþæging fyrir stjórnvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bið nú menn að fara varlega í yfirlýsingagleði sinni! Sér í lagi ráðherra!

Hvað eiga menn við með að aflétta bankaleynd? Á bara að leyfa að birta allar upplýsingar um alla eða erum við að tala um afmörkuð mál? Er verið að tala um stöðuna núna eða við hrunið? Og þá spyr maður um þá sem tóku lán þegar þessi bankaleynd var í gildi eiga þeir þá rétt á skaðabótum vegna skertrar samkeppnisstöðu? Erum við að tala um einstaklinga líka?

Það gæti orðið okkur dýrt spaug ef að ríkið yrði skaðabótaskylt vegna þessa. Samt er maður algjörlega á móti þessu lögbanni sem var sett á einn fjölmiðil RÚV og veldur því að maður heldur að Kaupþing hafi vitað um að RUV væri með eitthvað meira í pokahorninu og svona þöggun er náttúrulega ólíðandi.

En finnst að það þurfi að láta færustu lögfræðinga okkar skoða þetta mál mjög vel áður en við rjúkum í eitthvað sem gæti kostað okkur milljarða í skaðabætur í viðbót við allt sem við þurfum að greiða. Eftir þeirra leiðbeiningum verði lögin löguð að því að opna þetta eins og hægt er án þess að hin almenni viðskiptavinur þurfi að hafa áhyggjur af því að hans upplýsignar verði gerðar opinberar.


mbl.is Vill aflétta bankaleynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er einmitt það sem ég set fyrir mig varðandi trúnna!

Nú er þetta blessaða fólk þarna í USA að gera nákvæmlega það sem trúin boðar. Þ.e. að ef það biðji nógu heitt muni Guð koma og lækna. Hér á landi eru líka haldna svona lækningasamkomur þar sem að forstöðumenn safnaða segja að fari fram kraftaverk á hverjum degi og Guð lækini alveg hægri og vinstri. Og við skulum ekki tala um Benny Hinn! En það er nú sjaldnast að við fáum að sjá nokkra sönnun þess nema orði einhverja. Og miðað við þetta ættu aðilar innan þessa safnaða að vera með heilsuhraustu manna í heiminum.

En svo er raunin þegar fólk treystir þessum boðskap fullkomlega þá í raun myrða þau barnið sitt.

Neumann, sem er 47 ára og hefur starfað í hvítasunnusöfnuði í Wisconsin, sagðist hafa talið að ef hann leitaði til læknis vegna dóttur sinnar væri hann að taka lækninn fram yfir Guð. Þá sagðist hann ekki hafa gert sér grein fyrir því hvað stúlkan var veik og talið að hún væri með inflúensu

Svo segja trúaðir bara að það fái ekki allir lækningu og að vegir Guðs séu órannsakanlegir! Þeir segja líka að Guð sé góður. En hverskonar góðmennska er það að láta 11 ára stelpu deyja úr sykursýki á meðan að foreldrar báðu fyrir henni. Sjúkdóm sem vel er hægt að halda niðri.


mbl.is Reyndu að lækna dóttur sína með bænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alveg er manni gjörsamlega misboðið!

Mér er alveg sama um hagsmuni þessara stórskuldara sem í skjóli þess að við gáfum einhverjum brjálæðingum bankana gengu bara í þá eins og þá listi. Og nú er búið að banna fjölmiðlum að nota þetta. Þetta gengur náttúrulega ekki upp nú þegar við erum að leggja þessum bönkum til tugi eða hundruð milljarða. Það gengur ekki að komið sé fram við okkur svona.

Ég bendir fólki á hér ágæta færslu þar sem helstu tölur eru teknar saman og um leið að vista þær í tölvum sínum þannig að fólk geti notað þær í bloggfærslur eins og það listir.

http://matti.wordpress.com/2009/08/01/yfirlit-yfir-lykiltolur-ur-glærupakka-kaupþings-sannleikann-upp-a-borðið/ 


mbl.is Hendur fjölmiðla bundnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband