Leita í fréttum mbl.is

Spurning hvort fólk hugsi ekki áður en það talar á Alþingi?

En á ný rjúka þingmenn upp í ræðustól á Alþingi án þess að hugsa held ég til enda það sem það segir þar! Nú síðast man ég að Þorgerður Katrín fór í ræðustól til þess að krefjast þess að opinber rannsókn færi fram á því að stjórnarráðið, ruv og hagstofan væri notuð til þess að eyðileggja undirskriftarsöfnun indefence. Sem síðar kom í ljós að voru nokkrar "bullskráningar"

Nú er verið að tala um fjárfestingarverkefni sem hefur verið í undirbúningi um langt skeið. Jú vissulega tengist það Björgúlfi í tengslum við Novator sem er fyrirtæki sem hann á að miklu eða öllu leyti. En iðnaðarráðherra benti á að þetta fyrirtæki á minnihluta í þessu verkefni og stefnt er að því að minnka þann hluta á næstu árum með því að aðrir erlendir aðilar eru að koma inn í fyrirtækið.

En það er ekki það alvarlegasta í þessu heldur þessi fullyrðing þingmannsins um að Björgólfur skilað

þýfinu sem horfið hafi af Icesave-reikningum sem hann hafi borið beina ábyrgð á. 

Þetta er náttúrulega út í hött. Hún er að fullyrða eitthvað sem hún veit ekkert um. Hvaða peninga tók Björgólfur úr Icesave persónulega? Er ekki rétt að fólk á löggjafaþinginu biði eftir dómi áður en það fullyrðir slíkt. Minni á að Björgólfur rekur nú þegar fyrirtæki hér eins og Aktavis, Nova og fleiri fyrirtæki. Ekki það að ég sé að draga úr ábyrgð Björgólfs sem eiganda Landsbankans. Þeir klúðruðu málum alvarlega. Ef þeir verða fundnir sekir þá gildir væntanlega um þá eins og aðra að skv. lögum þá mega þeir ekki vera í stjórn fyrirtækja hér á landi.

En ef við förum út í svona leik þá eru fáir Íslenskir fjárfestar sem eiga að fá að fjárfesta hér í framtíðinni. Jafnvel formaður Sjálfstæðisflokksins var í braski beint og óbeint.

Held að það sem við viljum er hér sé fjárfest. Það er okkur nauðsynlegt. Við sættum okkur kannski ekki við að þessir fjárfestar séu í aðalhlutverki. En við setjum um fyrirtæki og hluthafa stífar reglur sem þeir verða fylgja og fylgst verði með því að þeir geri það.  

En ef við ætlum að beita svona ofstæki eins og Birgitta sýndi í morgun þá verður hér ekkert fjárfest. Og hingð koma þá engin fyrirtæki. Og hér skapast þá engin vinna.

P.S. Nú bætti hún um betur í stíðdegisútvarpinu! Hún sagði að það væri sannað að Björgólfur væri með skýr tengsl við Rússnesku mafíuna. Og hún segir að þetta geti bara beðið. Held að hún sé ekki að skora hátt á Suðurnesjum?


mbl.is „Hvar liggja siðferðismörk ráðherra?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta eru nú ekki nýjar fréttir

Eins og Ragnheiður Elín hafi verið sofandi frá því í október 2008. Það er alveg ljóst að okkur hefur verið hótað og sér í lagi áður en við sömdum um að ganga frá Icesave. Hélt að allir vissu það. Spurning hvort að hún hafi ekki eitthvað betra við tíma sinn á Alþingi að gera en að vera að eyða nærri öllum fyrirspurnartíma Alþingis í þetta mál. Sér í lagi þar sem Vigdís Hauksdóttir benti henni á að upplýsingar um þetta hafa verið aðgengileg í leynimöppu vegna Icesave sem þingmenn hafa aðgang að.
mbl.is Segir Breta hafa hótað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki mikið að marka Indefence!

Nú eru þeir sjálfsagt ánægðir. Búnir að búa til sögur um skipulagða skemmdarstarfsemi á listanum sínum. Sem átti að vera stjórnað og framkvæmd úr Stjórnaráði, RUV, Hagstofunni og Fréttablaðinu. Nú svo kemur í ljós að það er einn blaðamaður á...

Nokkrar staðreyndir um Icesave /Eins og ég sé það!

Finnst að margir m.a Alþingismenn rugla dálítið hressilega í fólki varðandi Icesave. Sér í lagi þegar þeir tala um að við berum alla ábyrgð og reikna vaxtakostnað eins og við eigum þar engar eignir á móti. En dæmið er nú bara ekki svona ef fólk skoðar...

Lausn á Icesave?!

Var að lesa 2 færslur sem mér finnast helvíti góðar og lýsa málflutningi margra hér á blogginu og á Alþingin þessa dagana. Og mér sýnist að stór hluti þjóðarinnar sé farin að trúa. Fyrst vil ég vitna í færslu eftir Emil Hannes Valgeirsson Þetta er...

Smá um áróður og hræðslu.

Stjórnarandstaðan hefur haldið uppi linnulausum hræðsluáróðri varðandi Icesave og haldið því fram að við séum dæmd í endalausa fátækt við að ganga í ríkisábyrgð fyrir láni innistæðutryggingarsjóðs. En í málflutningi þeirra hafa þeir alveg komist hjá því...

Nú verða Indefence að birta lista yfir allar þær ip tölur sem eru bakvið þessar gerviundirskriftir

Það dugar ekki að svara kvörtun um óábyggilegan undirskirftalista með því að nefna að einhverjar færstlur hafi komið frá iptölum í stjórnarráði og hagstofu. Því skv. þessari frétt mætti halda að meirihluti þessara fölsuðu skráninga hafi komið þaðan....

Athugið bloggspekingar! Hann er EKKI að segja:

Daniel Gros er ekki að segja að við þurfum ekki að borga Icesave! Hann er hinsvegar á því að við hefðum átt að fá lægri vexti! Hann hefur áður sagt að hann telji að Bretar og Hollendingar hafi sýnt fram á greiðsluskildu okkar vegna jafnræðis milli...

Hvað kosta tafir á frágangi Icesave okkur?

Þessi spurning vaknaði enn og aftur hjá mér þegar ég las bréf sem Egill Helgason birtir á síðunni sinni í dag. Þar stendur m.a. "Seinni greinin endar svona: “Íslenska þingið hefur enn ekki samþykkt lagabreytingu um hvernig ríkið skuli endurgreiða...

Örlítil athugasemd!

Var að lesa þessa ályktun SUS og hún er í beinum tengslum við það sem áður hefur komið fram hjá Sjálfstæðismönnum á þingi. Það er sér í lagi þessi klausa sem mér finnst athugunarverð: Ungir sjálfstæðismenn hafa áhyggjur af því að skattahækkanir muni af...

Ef þjóðin vill fella Icesave! Hvað vill hún í staðinn?

Rakst á þessa færslu hjá Jóhanni Haukssyni hún er samhljóða því sem ég hef verið að segja: Á vefsíðu InDefence hafa um 32 þúsund einstaklingar skrifað undir svofellda áskorun: „Ég skora á forseta Íslands, herra Ólaf Ragnar Grímsson, að synja nýjum...

Bjarni Ben og Þorgerður Katrín vanhæf til að fjalla um Hrunið!

Í ljósi frétta á www.dv.is af fyrirtækjum Bjarna Ben og fjáfestingum hans í útlöndum með Werners bæðrum (Milestoneog Sjóvá) og vafsöm lán held að Bjarni sé nú skíthræddur við eftirfarandi af www.dv.is DV greinir í dag frá viðskiptum fjölskyldu Bjarna...

Í tilefni þess að verið er að tala um ræður og ræðufjölda

Spurning hvort að fólk heyrði ræðu Steingríms í dag. Þar benti hann á nokkur atriði sem að stjórnarandstaðan sleppir alltaf: - Nú þegar eru á reikningum Landsbankans erlendis um 150 milljarðar. - Áætlað er að á næsta ári losni um 120 milljarðar af eignum...

Hallelúja!

Þá er málþóf á þingi búið í bili.

Lokasprettur????????

Ekki viss um það! Held að Höskuldur eigi eftir að vera í fjölmiðlum næstu dag með sífellt röfl um að þetta og hitt standist ekki stjórnarskrá og þessu þurfi að breyta. Svona eins og í sumar. Held að það þurfi tangir til að ná þessu máli út úr nefnd...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband