Leita í fréttum mbl.is

Eldsvoða faraldur

Ég talaði um það í færslu hér fyrir neðan að Keflavík stæði í ljósum logum þessa daga. En þetta er að verða alveg svakalegt. Þeir eru farnir að verða annsi margir þessir eldsvoðar síðustu daga um allt land.

Frétt af mbl.is

  Tveir fluttir á sjúkrahús eftir eld í fjölbýlishúsi í Reykjavík
Innlent | mbl.is | 7.11.2006 | 23:36
Tveir voru fluttir á sjúkrahús eftir að eldur kom upp í íbúð á annarri hæð fjölbýlishúss að Ferjubakka 12 í Breiðholti í Reykjavík uppúr klukkan tíu í kvöld.


mbl.is Tveir fluttir á sjúkrahús eftir eld í fjölbýlishúsi í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætli Bush vera búinn að eiga við kosningavélarnar?

Eftir öll lætinn þegar Bush sigaraði hér forðum Gore með vafasömum talningaraðferðum. Hefði maður haldið að Bandaríkjamenn gættu sín á því að kerfið yrði nú nokkuð skothellt. Hafa nú haft nokkur ár til að þróa kerfið en viti menn:

Frétt af mbl.is

  Tækniörðugleikar valda töfum á kjörfundum víða í Bandaríkjunum
Erlent | AP | 7.11.2006 | 19:05
Forritunarvillur og reynsluleysi starfsfólks hefur valdið nokkrum töfum á kjörfundum víða í Bandaríkjunum, þar sem þingkosningar fara fram í dag. Snertiskjáir og rafrænir kjörseðlar hafa ekki virkað sem skyldi, og í mörgum ríkjum hefur verið gripið til hefðbundinna pappírsseðla í staðinn. Einnig hafa rafrænar kjörskrár valdið erfiðleikum.

Ég er nærri viss um að okkar tæknifólki tækist betur upp!!!!!


mbl.is Tækniörðugleikar valda töfum á kjörfundum víða í Bandaríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bókhald flokkanna verður opnað

Var að lesa þessa frétt á ruv.is. Vona að nú fylgi þessu einhver alvara. Gaman að sjá hverning flokkarnir haga sér þá núna ef þetta verður síðasta kosningarbaráttan með lokuðu bókhaldi. Bara að þeir pumpi fyrirtækinn ekki um svo mikla peninga að þau verði gjaldþrota.

 Af www.ruv.is 

Bókhald flokkanna verður opnað

Góðar horfur eru á samkomulagi um stjórnmálaflokkanna um að gera bókhald þeirra opinbert, segir formaður nefndar um lagaumhverfi stjórnmálaflokka. Hann á von á því að nefndin ljúki störfum fyrir áramót. Í nefndinni hefur verið rætt um að flokkarnir leggi endurskoðað bókhald sitt inn til ríkisendurskoðanda og hann birti síðan úr þeim ákveðnar upplýsingar, segir einn nefndarmanna.

Formaður, varaformaður og ritari nefndarinnar áttu á laugardag fund með formönnum stjórnmálaflokkanna. Kynntar voru mismunandi tillögur um lög og reglur um fjárreiður flokka. Málið er ekki komið á það stig að farið sé að semja frumvarp. Sigurður Eyþórsson, formaður nefndarinnar, segir góðar horfur á samkomulagi.

Nefndin hefur fyrst og fremst rætt mismunandi leiðir til að skapa gagnsæi, vinna gegn mögulegum hagsmunaárekstrum og skapa þannig traust á stjórnmálastarfsemi.

Liður í þessu er að flokkarnir geri bókhald sitt opinbert, segir Margrét S. Björnsdóttir, annar af tveimur fulltrúum Samfylkingarinnar í nefndinni. Hún segir að nefndin sé ekki farin að ræða hvaða upplýsingar úr bókhaldi flokkana ætti að gera opinberar

Tvær tillögur um fjárframlög stjórnmálaflokka hafa einkum verið ræddar í nefndinni. Önnur er að banna öll fjárframlög umfram venjuleg félagsgjöld en hin er sú að banna ekki framlög en að flokkar greini opinberlega frá framlögum sem fara yfir ákveðna upphæð, 300.000 til 500.000 krónur.

Hvað er eiginlega að gerast í Keflavík?

Mér finnst að ég heyri fréttir af eldsvoðum nú daglega frá Keflavík  

Frétt af mbl.is

  Eldur í iðnaðarhúsnæði í Keflavík
Innlent | mbl.is | 7.11.2006 | 12:41
Nokkur eldur kom upp í loftræstiklefa á bifreiðaverkstæði í Grófinni í Keflavík fyrir hádegi í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu mátti litlu muna að illa færi því talsverður eldsmatur var í húsinu, og var eldurinn að breiða sig inn á verkstæðið sjálft

mbl.is Eldur í iðnaðarhúsnæði í Keflavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klasasprengjur

Mér finnst þetta svo augljóst að það þurfi ekki að ræða það. Þessar skelfilegu vítissprengjur sem dreyfa sér um allt og drepa saklaust fólk í umvörpum. Þetta er eitt af því sem Bandaríkin neita að samþykkja. Eins og bann við jarðsprengjum. Þá eru bandaríkin farin að nota sprengjur sem innihalda geislavirk efni til að ráðast á byrgi. Það er óhugnalegt að öll helstu vítistól sem notuð eru í stríðum eru fundin upp í Bandaríkjunum.


mbl.is Egeland vill banna klasasprengjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erum við að vaxa okkur yfir höfuð?

Haf verið að velta fyrir mér hvort að við séum að verða of stór miðað við mannfjölda. Eru fyrirtækin og framkvæmdir að verða stærri en 300 þúsund manna þjóð ræður við. Það eru um 10.000 erlendir ríkisborgarar i starfi hér og samt er ekkert atvinnuleysi og vantar en fólk. Er þetta holt fyrir þjóð sem er að rembast við að halda í þjóðareinkenni sín.

Er þá umfang okkar orðið of mikið? Erum við þá að græða eitthvað á þessu eða eru það bara fyrirtækin sem sem fá þarna starfsfólk á lægri launum en við látum bjóða okkur?

Nú þegar allir Íslendingar sem vilja eru í starfi sem og fjöldi erlendra starfsmanna. Verður þá ekki allur vöxtur hér bundinn því að við fáum útlendinga til að flytjast hingað til að vinna?

Spyr sá sem ekki veit

www.ruv.is

  • » Fréttir
  • Erlendum starfsmönnum fjölgar en atvinnuleysi minnkar

    8.000 erlendir starfsmenn hafa komið hingað til lands frá 1. maí, 10.000 frá áramótum. Þrátt fyrir það hefur atvinnuleysi ekki aukist, það mælist nú minna en í byrjun árs.

    Talsverð umræða hefur verið um stöðu útlendinga á vinnumarkaði hérlendis og því haldið fram að fjölgun útlendinga komi niður á þeim sem veikast standa á atvinnumarkaði.

    Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun í dag eru um 12.000 erlendir starfsmenn á Íslandi. Þar af hafa um 8.000 komið hingað til lands eftir 1. maí, þegar lög um frjálsa för vinnuafls á Evrópska efnahagssvæðinu tóku gildi. EES borgarar þurfa ekki atvinnuleyfi til að starfa á Íslandi og mega starfa hér ótímabundið. Þeir eru þó að sjálfsögðu skattskyldir og eru þar af leiðandi skráðir, fá kennitölur og skattkort og starfa samkvæmt íslenskum lögum og kjarasamningum.

    En við hvað starfar allt þetta fólk? Samkvæmt svari félagsmálaráðherra við fyrirspurn Valdimars Leós Friðrikssonar á Alþingi fyrir viku eru þeir sem hingað koma á vegum starfsmannaleiga aðallega verkamenn og iðnaðarmenn en einnig hjúkrunarfræðingar.

    Fyrstu fjóra mánuði ársins voru langflest útgefin atvinnuleyfi vegna starfsmanna í byggingariðnaði, 2/3 allra útgefinna atvinnuleyfa á tímabilinu. 5% til 10% útgefinna leyfa voru vegna starfsmanna í fiskvinnslu, kjötiðn, verslun og þjónustu og ferðaþjónustu.

    Þrátt fyrir þennan fjölda erlendra starfsmanna hefur atvinnuleysi ekki aukist. Frá 1. maí hefur það mælst 1% til 1,4% í hverjum mánuði. Á þessu ári hefur atvinnuleysi mælst hæst 1,6%, það var í janúar og febrúar, samkvæmt upplýsingum Vinnumálastofnunar.

    Samkvæmt frétt á vef lögreglunnar sem birt var í dag eru engar vísbendingar um fjölgun brota þar sem erlendir ríkisborgarar eiga hlut að máli. Útlendingum sem kærðir eru fyrir hegningalagabrot hefur ekki fjölgað á þessu ári.

mbl.is Um sjö þúsund útlendingar til starfa í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. nóvember 2006

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband