Leita í fréttum mbl.is

Það getur verið skaðlegt að blogga.

Nú hef ég bloggað á hverjum degi síðan í október. Og það fer að nálgast að heimsóknir á síðunna mína nái 50.000 já segi og skrifa fímmtíuþúsund. Gæti sem best trúað því að það náist á morgun.

En þessu bloggi hefur fylgt aukaverkun eða réttara væri að segja aukaverkanir.

  • Nú er staðan orðin sú að þegar ég lendi í umræðum um fréttir og málefni dagsins þá er ég farinn að svara: „Ég var einmitt að blogga um þetta" og hef svo engan áhuga á að ræða þetta.
  • Og þegar einhver segir mér eitthvað sem ég hef ekki heyrt áður og hef skoðun á þá get ég ekki verið nálægt nettengdri tölvu án þess að henda einhverju inn á bloggið.
  • Og þegar ég hef komið einhverju af mér inn á bloggið er það eini staðurinn sem ég nenni að rökræða málinn.
  • Þannig að það eru líkur á því að ég loki mig inni og eigi öll skoðanaskipti héðan í frá á blogginu.

Gæti maður verið kominn með bloggfíkn? Og er til meðferð við því?

computernerd[1]


Jæja skynsamlegar tillögur loksins

Loks kom að því að einhverjir fóru að reyfa skynsamlegar tillögur um málefni eldriborgarar og lífeyrisþega.

Auðvita á að vera hér kerfi sem hvetur fólk til að vinna áfram eða á annan hátt að afla sér aukina tekna. Við þurfum jú á auknu vinnuafli að halda hér á landi.

Þá finnst mér það gott í þessum tillögum að lífeyrir eigi að tryggja framfærslu lífeyrisþega. Sem þýðir að lífeyrir hjá þeim sem virkilega þurfa hlýtur að hækka.

www.mbl.is

Meðal stefnumarkmiða sem kynnt voru er að lífeyrir mæti framfærslu lífeyrisþega eins og hún mælist í neyslukönnun Hagstofu Íslands hverju sinni og leiðrétting fari fram í áföngum.

Þá er stefnt að því að frítekjumark vegna tekna aldraðra verði hækkað í 100 þús. kr. og nái jafnt til lífeyristekna og atvinnutekna. Að tekjur maka skerði ekki tryggingabætur ellilífeyrisþega og að skattar á tekjur úr lífeyrissjóðum verði lækkaðir í 10%.

Þá vill flokkurinn að skattleysismörk verði hækkuð í áföngum á næsta kjörtímabili í samræmi við breytingar á launavísitölu og segir að ef þessari reglu hefði verið fylgt væru skattleysismörk 136 þúsund krónur í stað 90 þúsund króna eins og þau eru í dag

Frétt af mbl.is

  Samfylkingin: Lífeyrir mæti framfærslu lífeyrisþega
Innlent | mbl.is | 18.2.2007 | 15:30
Samfylkingin vill að lífeyrir mæti framfærslu lífeyrisþega og að frítekjumark lífeyrisþegar verði hækkað í 100 þúsund krónur. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar, Ellert B. Schram formaður 60+ og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir þingmaður Samfylkingar kynntu í dag á fundi á Hótel Nordica í Reykjavík stefnuáherslur flokksins og 60+.


mbl.is Samfylkingin: Lífeyrir mæti framfærslu lífeyrisþega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Sigurðsson: Hvetur bankana eindregið til að lækka gjöld á almenning

Mér finnst alveg óþolandi að við almenningur höfum enga vernd lengur fyrir einkaaðilum. Nú fyrir nokkrum mánuðum tilkynnti sami Jón að ríkð hefði ekkert lengur með stjórn á stóriðjustefnunni. Heldur væru það fyrirtækin sjálf sem hefðu mest um þetta að segja ásamt sveitarfélögum.

Nú í dag kemur hann með almenna beiðni til bankanna um að lækka gjöld og okur á almenningi. En annars virðist hann ekki geta gert neitt. Það hefur verið sagt að samkeppnisstofnun geti ekki gert neitt nema að beina tilmælum til bankanna. Því er ég á því að hér þurfi að setja almennileg samkeppnislög sem gefa samkeppnisyfirvöldum aukin völdi til að bregðast við og gera eitthvað. Hér eru við lýði alskyns íþyngjandi ákvæði sem binda fólk við ákveðna banka eins og uppgreiðslugjald og fleira. Og enginn virðist geta gert neitt í þessu. Hér reka bankarnir saman fyrirtæki eins og reiknisstofu bankanna og greiðslukortafyrirtæki. Og auk þess eiga þeir hver í örðrum og eigendur þeirra enn meira. Og enginn getur gert neitt og enginn óttast samráð.

Ég tel að öllu þessu frelsi hér hefði átt að fylgja aukið eftirlit með því að menn kunni með það að fara.

Mér finnst það að ráðherra þurfi að koma með svona beiðni til banka um að lækka gjöld sé líka óþolandi og sýnir að hér er engin samkeppni og að bankamálaráðherra hefur engin tæki til að koma vitinu fyrir þá.

 

Vísir, 18. feb. 2007 12:09

Hvetur banka til að lækka álögur

Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra hvetur bankana eindregið til að lækka gjöld á almenning og segir þá hafa fjárhagslega burði til þess. Hann segir ekki ástæðu til að rannsaka sérstaklega meint samráð bankanna. Við séum nú stödd þar sem hagsveiflan sé ekki að öllu leyti gengin niður og vextir því háir. Við rifjuðum um norræna bankaskýrslu í fréttum okkar í gær sem sýndi meiri vaxtamun hér og góða eiginfjárstöðu bankanna.

Jón segir að í skýrslunni segi berum orðum að bankarnir gætu staðið sig betur í því að lækka ýmsar álögur og kostnað sem leggst á almenning. Til þess hafi þeir alla fjárhagslega burði.

Hann segir eðlilegt að Samkeppniseftirlitið fái fyrst tækifæri til að ýta á eftir sínum aðfinnslum - en nú er hálft ár síðan eftirlitið beindi tilmælum til bankanna án þess að þeir hafi brugðist við. En vill hann hvetja bankana til að lækka álögur?

Jón segir það augljóst að þeir vilji hvetja bankana eindregið til að lækka álögur.

Jón segir menn hafa næga vitneskju um fjármál bankanna þó að bankarnir torveldi hinum almenna neytanda að skipta um banka með ýmsum leiðum.

Hann segir að það þurfi að upplýsa hinn almenna neytanda betur.


Kópavogsbær lætur eins og fíll í postulínsbúð

Þetta Heiðmerkurmál er alltaf að verða leiðinlegra og leiðinlegra fyrir okkur Kópavogsbúa. Bæjarstjóri kemur fram af hroka og frekju og virðir skoðanir annarra einskis.

Þetta dæmi byrjaði á því að Kópavogur lofaði hestamönnum í Gusti nýju landi undir hesthúsahverfi sitt sem óvart fór inn á vatnsverndarsvæði Garðabæjar. Þá gekkst hann í að semja við Garðabæ um að skaffa þeim vatn í staðinn og rokið var í samninga við þá og ákveðið að stofna Vatnsveitu Kópavogs. En gleymdist alveg að Kópavogur átti eftir að semja um landið þar sem vatnsveitan átti að vera. Því var gengist í það að gera "eignarnámssátt" við Vatnsendabóndan. Þar sem að honum er greitt á 3 milljarð fyrir landið auk þess sem Kópavogur stendur straum af öllum gjöldum fyrir um 500 lóðir sem hann á og getur selt. Þegar þessu var lokið er rokið í að grafa í Heiðmörk í gegnum mjög fallegt og sérstakt svæði þar sem búið er að gróðursetja alveg helling og plöntum og er í raun einstakt svæði. Og það er svo kórónað með því að það er fyrirtæki í eigu Gunnars bæjarstjóra sem vinnur verkið. Upphafið af þessu vatnsveitumáli má rekja aftur til þess að Gunnar í gamladaga varð reiður út í Vatnsveitunna sem Kópavogur átti í með Reykjavík og fleirum og seldi hluta Kópavogs í henni. Og þar með leiddi það til þess að Kópavogur hefur þurft að greiða meira fyrir kaldavatnið en ella.

Svo nú stendur til að Skógræktin kæri þessar framkvæmdir sbr. Fréttablaðið í morgun

Fréttablaðið, 18. feb. 2007 08:45

Skógræktarfélagið undirbýr lögsókn

"Skógræktarfélag Reykjavíkur mun aldrei fallast á að Kópavogsbær hafi rétt á að ryðja niður þessa mikilvægu útivistarperlu Reykvíkinga," segir Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri félagsins, um framkvæmdir Kópavogsbæjar við vatnsveitulögn í gegnum Heiðmörk. Hann hefur
því beðið lögfræðing félagsins að undirbúa lögsókn á hendur Kópavogsbæ og Klæðningu hf.

Framkvæmdastjórinn segir að samkvæmt þjónustusamningi sé Skógræktarfélagið formlegur um-sjónaraðili Heiðmerkur. Svo hafi verið í sextíu ár, eða allar götur síðan félagið hafði frumkvæði að því að svæðið var gert að útivistarsvæði fyrir Reykvíkinga.

Skógræktarfélagið hafi aldrei gefið leyfi né verið spurt um þær framkvæmdir sem Kópavogsbær og Klæðning hf. hófu á dögunum. Óformlegar viðræður fyrir fjórum til fimm árum við fyrrverandi framkvæmdastjóra félagsins dugi ekki til að hefja framkvæmdir.
Helgi segir ljóst að framkvæmdaraðilar hafi "engan rétt til að fara yfir þetta viðkvæma verndarsvæði með jafn ruddalegum og skeytingarlausum hætti". Hann telur til fjölmörg lög sem hann segir að framkvæmdaraðilar hafi "þverbrotið", til dæmis skipulags- og byggingarlög, lög um mat á umhverfisáhrifum, náttúruverndarlög og skógræktarlög.

Helgi lýsir því yfir ánægju sinni með Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fyrir að "koma böndum á framkvæmdaaðilann", en hún lýsti framkvæmdirnar óheimilar.
Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri Kópavogsbæjar, segir undirbúning kærunnar koma sér mjög á óvart. Bærinn hafi farið yfir framkvæmdaráætlunina með Skógræktarfélaginu. "Síðan kemur nýr framkvæmdastjóri sem skiptir um skoðun."

Aðspurður hvort bærinn eigi undirritað leyfi frá Skógræktarfélaginu, segir Gunnar: "Við erum með lýsingu á öllum staðháttum. Við svörum bara fyrir það þegar [kæran] kemur."


Bloggfærslur 18. febrúar 2007

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband