Leita í fréttum mbl.is

Þjóðaratkvæði? Þá er um að gera fyrir fólk að fara að byrja að lesa!

 Ef að fólk heldur að það sé ekkert mál að greiða þjóðaratkvæði um þetta mál þá er eins gott fyrir fólk að fara að kynna sér það.

  • Fyrir það fyrst er alveg ljóst að þó að þjóðin hafni þessu lögum um ríkisábyrgð, þá eru önnur lög frá því í ágúst enn í gildi um ríkisábyrgð. Sem sagt að þó að þjóðin hafni þessu lögum þá komum við samt til með að borga þessi lán.
  • Í ágúst sagði Indefence um þau lög sem þá voru samþykkt:
"InDefence hópurinn hefur ítrekað bent á galla svokallaðrar fyrirvaraleiðar Alþingis í þessu máli, en hún felur í sér samþykkt ríkisábyrgðar á greiðslum skv. lánasamningunum. Það er álit InDefence að fyrirvaraleiðin sé ekki rétt leið. Hópurinn hefur fram á síðasta dag notað öll tækifæri, fyrir fjárlaganefnd og víðar, til að benda á að þetta sé ekki rétta leiðin til að afgreiða einhliða skuldabréf. Niðurstaða þingmanna var hins vegar fyrirvaraleiðin. Hópurinn taldi í ljósi þess ábyrga afstöðu að reyna að beita sér fyrir því að slíkir fyrirvarar væru sem sterkastir, þannig að með þeim væri samningunum í raun hafnað. Því miður er það ekki raunin."
  • Nú eru fyrirvararnir komnir inn í viðbótarsamning og hann vilja þeir fella. En þá er ljóst að fyrrvaraleiðin verður sennilega virk. Maður skilur ekki slíkan málflutning.
  • Indefence hefur tekist að telja fólki trú um að með því að fella þennan samning þurfum við ekkert að borga. Slíkt er fjarri öllum sannleika. 
  • Menn telja jafnvel eftir lögunum frá því ágúst þá verði Ísland búið að greiða allt lánið 2024.
  • Og í þeim lögu stendur að ef það verði ekki búið þá þá þurfi þjóðirnar að setjast niður og semja um framhaldið. Þetta hafa einhverjir þingmenn túlkað sem að afgangurinn falli niður en slíkt er nátturleg fyrra.
  • Í tengslum við þennan viðbótarsamning eru nú inni atrið er varða eignir ríkissins sem ekki má ganga að. Það er ekki í tryggt með fyrirvörum. Eins eru þessir fyrirvara nú bundnir í samning því að indefence og stjórnarandstaðan sagði að fyrirvarar myndu ekki halda fyrir dómsstólum.
  • Þetta mjög svo flókna mál eru nú í hættu að verða að óskapnaði fyrir orð nokkurra manna sem kunna að nota fjölmiðla til að telja fólk trú um að það þurfi ekkert að borga. Bendi fólk á að enginn þessara manna er sérfræðingur í Lögfræði, samningum milli landa, né hafa þeir svo ég viti tekið þátt í svona samningum.  

En ef þjóðinn ætlar að kjósa um þetta og taka upplýsta ákvörðun þá er eins gott að byrja að lesa. Ég hef gert það svona nokkuð reglulega og ekki komist yfir það allt. T.d. er gott að byrja á þessu:

 

 

 Síðan má benda á þetta

 Þá má líka benda fólki á þennan lista af skjölum

Lánssamningar

1. Loan Agreement between the UK and TIF
Icesave samningur milli Íslands og Bretlands, á íslensku (pdf)

2. Loan Agreement between the Netherlands and TIF
Icesave samningur milli Íslands og Hollands, á íslensku (pdf)

3. Side Letter to TIF from the Netherlands

a. Settlement agreement


Aðdragandi bankahruns

4. Bréf breska fjármálaráðuneytisins til viðskiptaráðuneytisins varðandi TIF, dags. 7. ágúst 2008

5. Bréf viðskiptaráðuneytisins til fjármálaráðuneytis Bretlands dags. 20. ágúst 2008, svar við bréfi breska fjármálaráðuneytisins dags. 7. ágúst 2008 um TIF

6. Bréf viðskiptaráðuneytisins til fjármálaráðuneytis Bretlands dags. 5. október 2008, þar sem íslensk stjórnvöld segja TIF standa undir skuldbindingum vegna Landsbanka í Bretlandi

Fréttatilkynningar

7. Fréttatilkynning nr. 60/2008 (yfirlýsing forsætisráðherra) dags. 8. október 2008

8. Fréttatilkynning nr. 61/2008 um samkomulag milli Hollands og Íslands um Icesave, dags. 11. október 2008

9. Fréttatilkynning (sameiginleg yfirlýsing) nr. 62/2008, dags. 11. október 2008

10. Fréttatilkynning um samkomulag við ESB f.h. Hollendinga og Breta um sameiginleg viðmið, dags. 16. nóvember 2008


Samkomulag við Hollendinga

11. Memorandum of Understanding, dags. 11. október 2008


ECOFIN fundur

12. Frásögn af fundi fjármálaráðherra ESB og EFTA ríkjanna, ECOFIN, 4. nóvember 2008


Úrskurður hollensks dómstóls

13. Úrskurður hollensks dómstóls um greiðslustöðvun Landsbankans í Hollandi, dags. 15. október 2008


Lögfræðiálit

14. Innanhússlögfræðiálit unnin fyrir utanríkisráðuneytið af Schjödt lögmannsstofunni í Brussel um skuldbindingar íslenska ríkisins á grundvelli tilskipunar um innstæðutryggingar og álitaefni um mismunun frá byrjun október 2008

15. Lögfræðiálit Logos í Bretlandi á réttarstöðu íslenska ríkisins dags. 20. október 2008, varðandi ábyrgð íslenska ríkisins á innlánum í Icesave

16. Lögfræðiálit Lovells varðandi tilskipun um innstæðutryggingar, endurskoðun framkvæmdastjórnar ESB á tilskipuninni og álitaefnum um mismunun í október 2008

17. Minnisblað þjóðréttarfræðings utanríkisráðuneytisins vegna ákvörðunar um bindandi gerðardómsmeðferð varðandi ábyrgð íslenska ríkisins vegna innlánsreikninga, dags. 4. nóvember 2008

18. Minnisblað þjóðréttarfræðings utanríkisráðuneytisins vegna hugmyndar um öflun lögfræðilegs álits varðandi lagalegar skuldbindingar íslenska ríkisins vegna innlánsreikninga í íslenskum bönkum erlendis o.fl., dags. 6. nóvember 2008

19. Lögfræðiálit Stefáns Geirs Þórissonar hrl. dags. 8. nóvember 2008, varðandi ábyrgð vegna Icesave reikninga Landsbanka Íslands í Bretlandi og Hollandi

20. Minnisblað frá ríkislögmanni til forsætisráðuneytisins um höfuðun hugsanlegs dómsmáls í Englandi í þeim tilgangi að láta reyna á lögmæti kyrrsetningar breskra stjórnvalda, dags. 22. desember 2008
a. Memo um hugsanlega málsókn gegn Bretlandi vegna frystingar fjármuna Landsbankans 28. nóvember 2008
b. Memo um hugsanlega málsókn gegn Bretlandi fyrir alþjóðlegum dómstólum vegna frystingar fjármuna Landsbankans 1. desember 2008
c. Álitsgerð Michaels Wood 24. desember 2008

21. Memorandum íslenskra stjórnvalda til ESB í desember 2008– overview of legislative framework in respect of restructuring of the Icelandic banking system

22. Minnisblað LOGOS lögmannsþjónustu til forsætisráðuneytisins um mögulega skaðabótaábyrgð stofnana EB, dags. 11. febrúar 2009

23. Minnisblað Jakobs R. Möller, hrl., til utanríkisráðuneytisins vegna samninganefndar Íslands í deilu við Stóra-Bretland og Holland um svokalla Icesave reikninga, dags. 23. júní 2009

24. Lögfræðiálit bresku lögmannsstofunnar Ashurst dags. 25. júní 2009 varðandi TIF og Review of UK & Dutch Loan Agreements


Skýrslur

25. Skýrsla Kaarlo Jännäri – Report on Banking Regulation and Supervision in Iceland, past, present and future, dags. 30. mars 2009

26. Comments from Iceland on the proposals concerning financial supervision made in the Larosiére report published on 25 February and in the Commission Communication of 4 March 2009, dated 8 April 2009


ECOFIN gerðardómsmeðferð

27. Álit Hollendinga um skuldbindingar Íslands dags. 3. nóvember 2008 og lagt var fyrir gerðardóm í kjölfar ECOFIN fundar

28. Álit Breta um skuldbindingar Íslands dags. 6. nóvember 2008 og lagt var fyrir gerðardóm í kjölfar ECOFIN fundar

29. Drög að álitsgerð Íslands til framlagningar fyrir gerðardóm í kjölfar ECOFIN fundar. ATH ekki lögð fram vegna þess að Ísland dró sig út úr málsmeðferðinni

30. Bréf fjármálaráðherra til franska fjármálaráðherrans, forseta ECOFIN ráðsins, um að Ísland taki ekki þátt í gerðardómsmeðferð, dags. 7. nóvember 2008

31. Álit lögfræðihóps (gerðardóms) um innstæðutryggingar dags. 7. nóvember 2008


Kyrrsetning eigna Landsbankans

32. Landsbanki freezing order 2008, nr. 2668, dags. 8. október 2008

33. Explanatory memorandum to the Landsbanki freezing order 2008, No. 2668

34. Útdráttur úr Anti-terrorism, Crime and Security Act 2001, bls. 1-9 af 156

35. Bréf Gordon Brown til forsætisráðherra um samtal hans við fjármálaráðherra Breta, dags. 10. október 2008

36. Landsbanki freezing amendment order 2008, nr. 2766, dags. 20. október 2008

37. Financial Sanctions Notices frá fjármálaráðuneyti Breta dags. 8. október til 7. nóvember 2008

38. Bréf utanríkisráðherra til breskra þingmanna um kyrrsetningu eigna Landsbankans í Bretlandi, dags. 23. október 2008

39. Summary of advice to Icelandic government regarding the Landsbanki freezing order, dags. 7. janúar 2009

40. Bréf fjármálaráðherra til breska fjármálaráðherrans þ.s. óskað er eftir útskýringum á ástæðum kyrrsetningar eigna Landsbankans í Bretlandi, dags. 16. desember 2008

41. Ítrekun á beiðni um útskýringar ástæðna kyrrsetningar eigna Landsbankans í Bretlandi frá fjármálaráðherra til breska fjármálaráðherrans, dags. 9. janúar 2009

42. Svar breska fjármálaráðuneytisins dags. 11. febrúar 2009 við fyrirspurn íslenskra stjórnvalda til fjármálaráðherra Bretlands dags. 16. desember 2008 vegna ástæðu frystingar Landsbankans og framhalds hennar

43. Skýrsla dags. 4. apríl 2009: Banking Crisis: The impact of the failure of the Icelandic banks – Fifth report of Session 2008-9. Útgefið af House of Commons Treasury Committee

44. Fréttatilkynning UTN um viðbrögð Íslands við skýrslu bresku fjárlaganefndarinnar ásamt fylgiskjali, bréf sh. Íslands í London til breskra þingmanna um áhrif frystingar

45. Bréf Simon McDonald (The Cabinet Office) til sendiherra Íslands í London dags. 11. maí 2009 varðandi fund þeirra þ. 8. maí 2009

46. Skýrsla dags. 19. júní 2009: Banking Crisis: The impact of the failure of the Icelandic banks: Responses from the Government and the Financial Services Agency to the Committee's Fifth Report of Session 2008-9

47. Bréf breska fjármálaráðuneytisins dags. 20 maí 2009 til fjármálaráðherra varðandi: Review of the Landsbanki freezing order 2008

48. Drög að bréfi fjármálaráðherra til Kirstin Baker hjá breska fjármálaráðuneytinu dags. 4. júní 2009 varðandi: The Icelandic Government's representation towards Her Majesty's Treasury concerning the review of the Landsbanki Freezing Order 2008. ATH ekki sent

49. Bréf breska fjármálaráðuneytisins dags. 5. júní 2009 til fjármálaráðherra; tilkynning um fyrirætlun að aflétta frystingu Landsbankans 15. júní 2009

50. The Landsbanki Freezing (Revocation) Order 2009, frá fjármálaráðuneyti Bretlands, dags. 11. júní 2009


Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn – Skuldaþol

51. Skuldaþol Íslands. Attachment III. External Debt Sustainability Analysis and Fiscal Sustainability Analysis. Úr nóvemberskýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins nóvember 2008

52. The Icelandic Economic Programme: A Progress Report, dags. 20. apríl 2009

53. Minnisatriði frá viðræðum í Washington í tengslum við vorfund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins 23.-27. apríl 2009


Lán frá Norðurlöndum

54. Úr “Terms of Reference” Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar vegna lána til Íslands dags. 5. mars 2009

55. Bréf frá fulltrúum Norðurlandanna í samningaviðræðum um lán þeirra til Íslands, dags. 15. maí 2009


Ný samninganefnd – Ný nálgun

56. Erindisbréf samninganefndar um gjaldeyrislán vegna Tryggingarsjóðs innistæðueigenda og fjárfesta til fjármálaráðherra, dags. 24. febrúar 2009

57. Bréf fjármálaráðherra Hollands til fjármálaráðherra, dags. 30. mars 2009, varðandi tryggingarsjóð innstæðueigenda og fyrirheit Íslendinga til samningaviðræðna um innstæður

58. Bréf hollenska fjármálaráðuneytisins til Svavars Gestssonar sendiherra dags. 30. mars 2009, varðandi Icesave samningaviðræður

59. Bréf fjármálaráðherra til fjármálaráðherra Hollands dags. 3. apríl 2009, svar við bréfi fjármálaráðherra Hollands dags. 30. mars 2009, varðandi áframhaldandi samningaviðræður um innstæður

60. Bréf Svavars Gestssonar til Gary Roberts og Johan Barnard dags. 4. apríl 2009

61. Bréf forsætisráðherra til forsætisráðherra Bretlands, dags. 7. apríl 2009, varðandi áhrif kreppunnar, stofnun samninganefndar vegna Icesave og frystingu eigna Landsbankans

62. Bréf utanríkisráðherra til utanríkisráðherra Bretlands dags. 8. apríl 2009, varðandi viðhorf Íslands til að leysa deilur ríkjanna í samræmi við samkomulagið í Brussel í nóvember 2008

63. Svar forsætisráðherra Bretlands til forsætisráðherra dags. 24. apríl 2009

64. Bréf breska fjármálaráðuneytisins til Svavars Gestssonar dags. 29. apríl 2009 varðandi Icesave samningaviðræður

65. Bréf Svavars Gestssonar til breska fjármálaráðuneytisins dags. 4. maí 2009 varðandi Icesave samningaviðræður, svar við bréfi breska fjármálaráðuneytisins dags. 29. apríl 2009

66. Bréf breska fjármálaráðuneytisins til Svavars Gestssonar dags. 15. maí 2009 varðandi viðbrögð Breta við tillögu um endurskoðun láns og sáttatillögu sent breska fjármálaráðuneytinu 9. maí 2009 þar sem Bretar m.a. ítreka viljayfirlýsingu við IMF vegna skulda við Breta og Hollendinga

67. Minnisblöð um tillögur varðandi uppbyggingu lánafyrirkomulags (tvískipting lánstíma þar sem fyrstu 7 árin koma einungis greiðslur úr þrotabúi Landsbankans) frá í maí 2009

68. Tafla OECD um CIRRs vexti, dags. 4. júní 2009

69. Minnisblað frá lögmannsstofunni Mishcon de Reya 29. mars 2009

70. Bréf Garys Roberts formanns bresku samninganefndarinnar til Indriða H. Þorlákssonar ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu í tilefni af umræðu um þýðingu friðhelgisákvæða í Icesave samningunum


71. Bréf Johans Barnard formanns hollensku samninganefndarinnar til Indriða H. Þorlákssonar ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu í tilefni af umræðu um þýðingu friðhelgisákvæða í Icesave samningunum

 

Um forgangskröfur í þrotabú Landsbanka Íslands

72. Greinargerð um forgangsrétt innstæðutryggingasjóða í þrotabú LÍ 

73. Sjónarmið um forgangskröfur í þrotabú samkvæmt gildandi íslenskum lögum

74. Tölvupóstur frá Jan Marten

75. Lögfræðiálit frá P. Mathijsen

76. Tölvupóstur frá Gary Roberts til Indriða Þorlákssonar

77. Minnisblað LEX um úthlutun úr búi fjármálafyrirtækis vegna krafna sem eiga rætur að rekja til innstæðna samkvæmt dönskum og norskum rétti

78. Minnisblað fjármálaráðuneytisins um forgangsrétt tryggingasjóða innstæðueigenda í þrotabú í Danmörku,Noregi og í Bretlandi

79. Minnisblað breska fjármálaeftirlitsins (FSA) um breska innstæðutryggingasjóðinn (FSCS)

80. Lögfræðiálit Andra Árnasonar og Helgu Melkorku Óttarsdóttur um réttarstöðu við úthlutun úr búi fjármálafyrirtækja

Greinargerð með frumvarpi

81. Greinargerð með frumvarpi fjármálaráðherra

Önnur skjöl 

82. Listi yfir trúnaðargögn til aflestrar

83. Minnisblað fjármálaráðuneytissins um kjör vegna lántöku Íslands í kjölfar bankahrunsins 2009

Viðaukasamningar um Icesave - frumvarp lagt fram á Alþingi 19. október 2009

1. Frumvarp um breytingu á lögum nr. 96/2009

2. Sameiginleg yfirlýsing fjármálaráðherra Íslands, Bretlands og Hollands frá 19. október 2009
3. Breski viðaukasamningurinn

4. Hollenski viðaukasamningurinn

5. UK Amendment to Settlement agreement (breyting á uppgjörssamningi milli bresku og íslensku tryggingarsjóðanna)

6. Yfirlit yfir lánasamninga frá Ashurst lögmönnum
7. Samanburður á lögum nr. 96/2009 og viðaukasamningum

 Ef að þjóðin ætlar að taka upplýsta ákvörðun þá er eins gott að byrja að lesa núna. Og hér að ofan eru kannski fyrstu nokkur þúsund síður sem fólk þarf að kynna sér.


Bloggfærslur 1. janúar 2010

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband