Leita í fréttum mbl.is

Óska ríkisstjórninni til hamingju með að hafa vakið almenning!

Það má segja að flumbrugangur ríkisstjórnarinnar við mál síðustu vikna hafi vakið fólk af værum blundi.

Var að fara yfir það í huganum að nær engin mál sem þeir lögðu fram í stjórnarsáttmálanum eru kominn fram enn nema lækkun veiðigjalda og afnám gistináttaskatts. Þannig að ef að hagvöxtur er meiri núna en var fyrir ári þá byggir hann á gjörðum fyrri ríkisstjórna. Því þrátt fyrir fögur fyrirheit og þingályktunartillögur þá er ekkert enn komið til framkvæmda annað sem þeir hafa boðað. Hugsanlega kemur eitthvað í sumar en verður mun minna en þeir boðuðu varðandi verðtryggingu og skuldalækkanir. En sem sagt þeir hafa ekki lokið því.

En nú eru þeir búnir að vekja fólk og það er gott því það verður ýmislegt annað að verja en að aðildarviðræðum verði ekki slitið.

  • Það þarf að verja að hér verði ekki einkavinum færðir bankarnir ef að ríkið kemst að samningum við kröfuhafa.
  • Það þarf að verja að hér verði ekki einkavætt í stórum stíl í heilbrigðiskerfinu.
  • Það verður að verja að Davíð Oddson verði ekki settur yfir Landsvirkjun eins og heyrst hefur.
  • Það þarf að verja að það verði ekki helmingaskiptaregla um ráðningar í helstu stjórnsýslustofnanir hér. Eins og heyrst hefur.
  • Það þarf að verja að ekki verði ákveðnum aðilum eins og bændum og útgerðamönnum verði hyglað á kostnað okkar enn frekar.
Nú er fólk komið með blóðbragð á tunguna og það verður stutt í næstu búsáhaldabyltingu ef að silfurskeiðastrákarnir halda eins og núna í þessari viku að fólk láti bjóða sér hvað sem er.
 
mbl.is Mótmælunum á Austurvelli lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. febrúar 2014

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband