Leita í fréttum mbl.is

Aðeins um lífeyrissjóði.

Nú þessa stundina er talað illa um lífeyrissjóði. Það er rætt um þá "fáránlegu kröfu" að þeir séu að meðaltali um 3,5% jákvæða raun ávöxtun. Það er rætt um að það sé fáránlegt að þeir séu jafnvel að skerðingar lífeyris af því að þessi ávöxtun næst ekki. Finnst stundum einsog fólk telji sig hafa greitt hundruð milljónir þarna inn og þessir sjóðir geti bæði tekið á sig minni ávöxtun og/eða hækkað greiðslur úr sjóðunum.

  • Fólk gerir sér ekki grein fyrir að nú eru að þiggja ellilifeyrisgreiðslur fólk sem bæði lagði mjög lágar upphæði þarna inn í byrjun sem brunnu upp í verðbólgu frá 1970 til 80. Því lífeyrisgreiðslur hafa ekki alltaf verið 12% og fólk enn lifandi sem var búið að vinna þó nokkuð af sinni vinnuævi áður en það fór að borga í sjóðina.
  • Því hefur orðið að bæta þeim ellilífeyrisþegum sem svo var fyrir komið það upp með því að greiða út til þeirra frá Tryggingarstofnun.
  • Það sem er vandamálið við það er að kynslóðir sem eru að komast á ellilífeyrisaldur t.d. næstu 10 árin er svo miklu stærri en fyrri.  T.d. árgangar 1960 og 61 og ljóst að ef að þær væru ekki búnar að greiða alla sína vinnuævi í lífeyrissjóði þá yrði það ríkinu ofviða að sjá þeim fyrir framfærslu.
  • Í dag greiða lífeyrissjóðir um 70 milljarða í ellilífeyrir og Tryggingarstofnun um 50 milljarða.
  • Fólk eins og ég sagði hér áður heldur að það hafi borgað hundruð milljarða í lífeyrissjóði en svo er ekki. Kíkjum á þetta dæmi: Hér gegn ég út frá að fólk hafi borgað í 45 ári í sjóðinn og alltaf 12% og er ekkert að horfa í að laun voru hlutfallslega lægri á árum áður og því þær greiðslur í raun verðminni og % af launum hefur ekki alltaf verið 12%
lifeyrir.gif
 
 
 

 Þarna sést að ef ekki væru raunvextir yrði þetta kerfi fljótt algjörlega gjaldþrota því meðalævi okkar er jú hvað um 80 ár. Og auk þess bætast við allir öryrkjar sem hafa orðið það eftir að þeir hófu  vinnu og greiðslur í lífeyrisjóði þeir er tryggð lífeyrir út ævina eða að minnsta kosti fram að 67 ára aldri.  

Málið er að ef að lífeyrissjóðir ná ekki jákvæðri ávöxtun þá lenda alveg gríðarlegar upphæðir á okkur skattgreiðendum.  því að það sem við leggjum inn dugar ekki okkur til framfærslu ef það ávaxtar sig ekki neitt. Og þá væri sífellt stærri hluti sem þyrfti að koma í gegnumstreymi frá skattgreiðendum. Og þegar stóru árgangarnir koma inn mundum við bara ekkert ráða við þetta. En við sem erum fædd 1961 höfum þó flest greitt í lífeyrissjóð frá upphafi starfsævinar og leggjum því til dágóðan slatta sem hefur líka ávaxtað sig og því verðum við ekki eins þungur baggi á næstu kynslóðum. 


Bloggfærslur 3. febrúar 2014

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband