Leita í fréttum mbl.is

Kostir við aðild að ESB yfirgnæfandi!

Eftirfarandi er bútur úr grein á Evrópublogg.is Þar er verið að vitna í grein sem birtist á Forbes þar sem fjallað er um Bretland og ESB og þá skoðun sumar Íhaldsmanna að Bretland eigi að ganga úr ESB. Þetta á ágætlega líka við um skoðanir ESB andstæðinga hér. En í þessari grein kemur m.a. fram:

Íhaldsmenn þurfa að endurskoða viðhorf sín til Evrópusambandsins og viðurkenna hið augljósa lykilhlutverk sambandsins í því að breiða út frelsi í álfunni,“ segir Forbes


Efnahagslegur ávinningur mun þyngri á metunum en regluverkið

„Efnahagslegur ávinningur af samstarfi Evrópuríkja innan ESB er augljóslega mun þyngri á metunum en sá kostnaður sem fylgir hinu evrópska regluverki. Í dag er Evrópa sameinaður 500 milljóna manna markaður sem byggir á frjálsum viðskiptum og frjálsum fjármagnsflutningum, auk þess sem landamæri eru opin.

Evrópusambandsaðild veitir tryggingu gegn mörgum af verstu birtingarmyndum fyrirgreiðslustjórnmálanna, til dæmis gegn verndarstefnu í viðskiptum. Tollar og kvótar eru óhugsandi innan ESB og það er óhemju erfitt og kostnaðarsamt fyrir áhrifaríka hagsmunahópa í einstökum löndum að þrýsta á um að koma á nýjum viðskiptahindrunum sem gilt geti á öllum innri markaðnum og bitnað á ríkjum utan sambandsins.

Aðild kostar innan við 1% af VLF

Kostnaðurinn við regluverkið og hættan á aukinni miðstýringu verður bókstaflega að engu andspænis ávinningnum af þessu mikla efnahagslega frelsi. Til dæmis meti hugveitan Open Europe [sem áður hefur verið fjallað um á Evrópublogginu] það svo að 100 helstu reglugerðir ESB kosti Bretland um 27 milljarða evra á ári. En ef Bretland gengur úr ESB mundi sá kostnaður ekki hverfa heldur flytjast að langmestu leyti yfir á breska ríkissjóðinn. Jafnvel þótt fallist yrði á vonir hinna bjartsýnustu í hópi breskra fjandmanna ESB um að lækka mætti þennan kostnað um helming er nettókostnaðurinn við það að taka þátt í starfinu innan ESB ekki nema innan við 1% af landsframleiðslu. 1% af landframleiðslu samræmist engan veginn þeirri mynd af stórríki illsku og ofurvalds sem breskir einangrunarsinnar reyni að draga upp í orðræðu sinni um ESB.

 


Bloggfærslur 20. mars 2014

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband