Leita í fréttum mbl.is

Smá hugleiðingar um samfélagið á blog.is!

Nú hef ég bloggað svona nokkuð reglulega á blog.is í hvað um 8 ár. Fór að hugsa um þetta í dag þegar ég rakst á athugasemdir við blogg frá öðrum sem kvartar fyrir að vera ekkí í efstu sætum blog.is eða þeim lista sem reglulega birtist á mbl.is. Þar hafði ég einhverntíma lent og sést stundum þegar ég blogga! Veit ekkert hverning ég komst þangað. En sennilega var það á einhverjum tíma þegar ég fór hamförum í að blogga um eitthvað mál sem brann á mér.

En semsagt í athugsemdum sem ég las við þetta blogg í dag er einhver sem skrifar að hann skilji ekki af hverju blogg mitt birtist þar. Ég sé skv. þessum athugsemdum:

að ómerkingar eins og Magnús Helgi samfóisti fái stærðar pláss en ekki menn eins og kannski Guðmundur Jónas, Gunnar Heiðarsson og þú.  

Og svo 

Hann er ómerkingur, hann sem dæmi laug blákaldur að ÞJÓÐARHEIÐUR, algerlega ópólitísk samtök, væri hægri-menn í grunninn.  Það er ýmislegt eftir þessu.

 

Og svo bætir sami við:

Það að Magnús Helgi fljóti með lygunum (ekki síst lygaskuld okkar við Breta og Hollendinga) er sorglegt. 

Svona velti í framhaldi af þessu hvaða fólk er eiginlega að stunda lestur á hér á blog.is. Fólk getur verið svo langt leitt í þessu að menn hafa klagað mig fyrir vinnuveitenda mínum, menn hafa gefið upp vinnustað minni, verið að vega að fjölskyldu og vinum. Hverskonar menn eru þetta eiginlega?

Ég hef oft verið kominn á það að hætta þessu bara og fá mér pláss annarstaðar. En hef gaman að geta sett inn athugasemdir við fréttir hér á mbl.is  Og eins komið með mína skoðun.  Og því losna menn ekki svona auðveldlega við mig.

Það er eins og menn séu margir hér á því að það sé bara ein rétt skoðun og allir aðrir eigi að þegja. Bara að benda mönnum á að ef allir væru sammála og sáttir þá mundum við enn búa í hellum og éta hrátt kjöt. Því að þá hefðu engir þorað að viðra sína skoðun um aðrar leiðir. Og því engar framfarir orðið. 

Auðvita veit ég að hér í þessu umhverfi er ég í minnihluta og ég set inn blogg og athugasemdir þar sem ég er meinlegur en ég er yfirleitt ekki meiðandi við aðra bloggara en sumir eru það hreinlega. Þ.e. engin rök bara skætingur og leiðindi. 


Bloggfærslur 25. apríl 2014

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband