Leita í fréttum mbl.is

Þetta er furðulegt!

Eins og fréttin hljómaði í morgun þá skildi ég vel að Framsókn hefði hafnað hugmyndum um að stækka framboðið með því að leggja áherslu á að bjóða flugvallarvinum aðkomu að framboðinu! En eins og þessi yfirlýsing formanns Kjördæmissambands Framsóknar hljómar voru þeir tilbúnir í allt sem Guðni stakk upp á.

Ég hefði betur ekki verið að hrósa þeim á facebook í morgun fyrir að láta Guðna ekki eftir einsdæmi um hverjir væru á listanum og eðli framboðsins. Nú kemur í ljós að þeir voru bara alveg tilbúnir í það.  Hverskonar flokkur er það þar sem nokkrir menn taka ákvörðun um áherslumál flokksins og hverjir eiga að skipa framboð af hálfu hans. 

Er Framsókn virkilega á því að fyrir fólk t.d. í Breiðholti eða Grafarholti sem er í umferðahnútum á morgnana og kvöldin, sé það aðalatriði að Reykjavíkurflugvöllur sé þar sem hann er óbreyttur.  Ætli það séu ekki önnur mál sem brenna á þeim.  Reykjavikurflugvöllur leggur sjálfan sig niður smátt og smátt. T.d. var ég að fatta að fyrir svona 30 árum flaug maður reglulega innanlands. En nú eru komin um 15 ár síðan ég flaug síðast. Því það er svo miklu betra að vera á bíl t.d. á Akureyri til að komast eitthvað um og það eru ekki nema hvað 3 eða 4 tíma sem maður er á leiðinni þangað.  Eins er flugið svo dýrt nema að maður bóki það með löngum fyrirvara. 

Var á ferðinni úr Grafarholti um daginn. Ég var um 30 mínútur um klukkan 9 að komast niður í Miðbæ. Fór um daginn upp á Keflavíkurflugvöll og var um 40 mínútur á leiðinni.  

Flugvöllurinn verður áfram næstu árin það er vitað. Það er nefnd að fjalla um þetta mál. Þetta ætti ekki að vera kosningamál núna. 


mbl.is Höfnuðu ekki hugmynd Guðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. apríl 2014

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband