Leita í fréttum mbl.is

Ættum við að heimta að kaþólskum kirkjum hér verði lokað

Í Mið og Suður Ameríkur er Kaþólksa ríkjandi trúarbrögð! Og þar er komið fram við konur eins og ég veit ekki hvað. Hér er saga frá Amesty

Árið 2008 var Teodora del Carmen Vásquez dæmd í 30 ára fangelsi fyrir morð að yfirlögðu ráði eftir að hafa fætt andvana barn á vinnustað sínum.

Teodora, sem átti 11 ára dreng fyrir, átti von á barni þegar hún fór að finna fyrir síauknum sársauka í vinnunni. Teodora kallaði á aðstoð og bað um að verða flutt á spítala en missti legvatnið skömmu síðar. Hún fékk fljótlega hríðir og var meðvitundarlaus þegar hún fæddi barnið. Þegar hún komst til meðvitundar blæddi henni mikið og í ljós kom að barnið var andvana fætt. Lögreglan kom fljótlega á vettvang, handjárnaði Teodoru og handtók hana vegna „gruns“ um morð. Að því loknu fór lögreglan loks með hana á spítala þar sem hún gekkst undir bráðameðferð.

Í El Salvador liggja konur og stúlkur iðulega undir grun um að hafa leitað sér fóstureyðingar þegar þær hafa misst fóstur eða fætt andvana barn. Fóstureyðing er glæpur í landinu, undir öllum kringumstæðum, jafnvel þegar um nauðgun eða sifjaspell ræðir eða þegar líf eða heilsa konu eða stúlku er í hættu. Af þessum sökum eru konur of óttaslegnar til að leita sér aðstoðar þegar alvarleg vandkvæði koma upp á meðgöngu sem leiðir óhjákvæmilega til dauðsfalla sem annars væri unnt að sporna við.

Réttarhöldin yfir Teodoru voru mjög gölluð. Eins og í svipuðum málum í El Salvador var gengið út frá því að Teodora væri sek, og þar eð hún er úr  fátækri fjölskyldu hafði hún ekki ráð á góðri lögfræðiþjónustu. Eina von hennar núna er að fara fram á áfrýjun dómsins svo hún verði tafarlaust leyst úr haldi.

Og svona má finna um alla Ameríku og jafnvel svipðu viðhorf í Bandaríkjunum


Bloggfærslur 3. desember 2015

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband