Leita í fréttum mbl.is

Smá ábending til ríkisstjórnarinnar og meirihlutans

Fólk hefur verið að kvarta yfir að fólk ætli að mótmæla á Austurvelli á 17 júní! Ætla að segja ykkur leyndarmál sem ég sem vinstri maður ætti kannski að þegja um!

Fólkið sem er að mótmæla er fæst fólk sem við mundum flokka sem millitekjufólk eða hátekjufólk. Þetta eru lágtekjuhóparnir mest. Sem og elli- og örorkuþegar. Þetta eru upp til hópa leigjendur. Ef að það væri eitthvað milli eyrna á meirihlutanum þá hefðu þau sett í forgang að bæta lífsskilyrði þessara hópa. Þetta er hópur sem er búinn að læra að láta í sér heyra og er gjörsamlega búinn að fá nóg. Þetta er ekki gríðarstór hópur en þrátt fyrir hávaða, skrif og mótmæli þá hefur hann setið verulega eftir.  Held að hlutfallslega væri það ekki svo dýrt að koma með aðgerðir sem hjálpa þeim. Þau t.d. sættust að nokkru á síðasta kjörtímabili við það að þáverandi ríkisstjórn varði þau að hluta fyrir mögulegum niðurskurði á bótum þó að hann væri samt bítandi. Og lofaði að kjör þeirra yrðu löguð þegar að Ísland kæmist almennilega á fætur.

En við það hafa núverandi stjórnvöld ekki staðið almennilega! Heldur hefur áherslan verið á miklar umbætur við okkur millitekjufólkið og hátekjuhópa. Það vissulega hjálpar sumum að hafa það enn betra en um leið og við lýsum því yfir hvað allir hafa það gott á Íslandi og ríkidæmi þá lifir þetta fólk með 170 krónur eða minna á mánuði og á ekki fyrir mat.

Aðgerðir í þessu núna og áhersla á þær mundi laga ýmislegt fyrir núverandi stjórnvöld en þau hafa kannski ekkert áhuga á því .


Bloggfærslur 16. júní 2015

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband