Leita í fréttum mbl.is

Hvernig er hægt að taka svona bloggara alvarlega!

Var að lesa blogg eftir Jón Val Jensson áðan eftir að hafa rekist á tengil á það á facebook. Þar segir hann:

Samanlagt fylgi Samfylkingar (5,2%), VG (0,7%) og Bjartrar frt. (0,6%) í 1187 manna könnun á vef Útvarps Sögu, sem birt var í dag, var 6,5%, en með Pírötum (9,6%) 16,1%. Framsókn og flugvallarvinir slógu öllum við með 401 atkvæði eða 33,8%. Sjálfstæðisflokkur var með 24,4% (ríkisstjórnin þannig með traustan meirihluta), en næststærsti hópurinn var þó sá, sem var síðasti kosturinn sem menn gátu merkt við: "Annað", með 305 atkvæði, 25,7%.

Vinstri menn verða eflaust fljótir að vefengja þessa skoðanakönnun eins og fleiri sem sýna fráhvarf fólks frá vinstrimennskunni.

Finnst honum það skrítið að einhver véfengi svona niðurstöðu?  Til að byrja með er þetta ekki skoðanakönnun sem slík heldur frekar flipi á síðunni hjá Útvarpi Sögu þar sem að menn geta leikið sér að vild að greiða atkvæði á netinu. Fann t.d. könnun þar sem gerð var rétt fyrir síðustu kosningar til borgarstjórnar og þar voru um 41% fylgi við að Sveinbjörg Birna yrði Borgarstjóri. Eins þá finna könnun fyrir síðustu kosningar þar sem að Samfylkingin átti að fá 5% og Framsókn 33,8%.

Þessi maður bloggar út í eitt um hvað ESB séu vondir, vinstri menn séu vondir, hvað múslímar séu hræðilegt fólk og hvað kristni er góð. Og vitnar því til stuðnings í margar áttir en held að menn sem nýta könnun á vefsíðu Útvarps Sögu sem heimild um stöðu mála séu bara gjörsamlega ómarktækir.


Bloggfærslur 30. september 2015

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband